Alþýðublaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 4
þessi auglýsing er ætluð ástföngnu fólki úti á landi. Kœru •Iskondur! Það er nú, sem viS i Gulli og Silfri getum gerl ykkur þaö kleifl ffð hringtrúlofast innan nokkurra daga, hvar sem þið eruð stödd á landinu. 1. Hrlngið eða skrifið eftir okkar fjölbreytta myndalista sem innlheldur citt falfeg- asta úrval trúlofunarhringa sem völ er á og verður sendur ykkur innan klukkust. 2. Með myndalistanum fylgir spjald, gatað i ýmsum staerðum. Hvert gat er núm- •rað og með þvi að stinga baugfingri i það gat sem hann passar I, finnið þið réttu st»rð hringanna sem þið ætlið að panta. 3. Þegar þið hafið valið ykkur hringa eftir myndalistanum skuluð þið skriía niður númerið á þeim, ásamt stærðarnúmerunum og hringja til okkar og við sendum ykkur hringana strax i póstkröfu. Með beztu kveðjum, (Sull Laugdvegi 35 - Reykjðvik - Sími 20620 Laus staða Skrifstofufólk óskast til vélritunar og ann- arra skrifstofustarfa. Umsóknir sendist skrifstofu dómsins, Borgartúni 7 fyrir 30. desember 1973. Sakadómur Reykjavlkur ÚTBOÐ d) Tilboð óskast I að framleiða 65 stk. af greinibrunnum ásamt 100 stk. af hringj- um á brunnhálsa, úr steinsteypu, fyrir Hitaveitu Rikjavikur. trtboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri gegn 3.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánu- daginn 7. janúar, kl. 14.00 e.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fr(kirkjuv*9Í 3 — Sfmi 2S800 Jólagjafir Sængurfatnaður i mörgum verðflokkum straufritt. Damask og léreftssett. Sængur og koddar i mörgum stærðum. Falleg rúmteppi Sængurfataverslunin Kristin, Snorrabraut 22. Simi 18315. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa i fjöl- skyldudeild til að annast málefni áfengis- sjúklinga. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist stofnuninni fyrir 1. jan. n.k. Frekari upplýsingar um starfið veitir félagsmálastjóri. Helgi Sæmundsson skrifar um bækur VERULEIKI OG BLEKKING Jón Dan: Atburðirn- ir á Stapa. Skáld- saga. Almenna bókafélagið. Prent- smiðjan Edda. Reykjavik 1973. Jón Dan er svo listrænn og nærfærinn smásagnahöfundur aö maöur undrast, hvaö hann var lengi aö ná svipuöum tökum á skáldsagnageröinni. Þar hef- ur boriö af til þessa „Nótt I Blæng” f Tveim bandingjasög- um, en samt stendur hún bestu smásögum Jóns nokkuö aö baki. Hins vegar jafnar hann metin meö Atburöunum á Stapa.Þaö er snjöll saga og höfundi sinum ótviræöur sigur. Hæpiömyndi aö ætla aö endur segja Atburöina á Stapa. Til þess er sagan allt of táknræn og margslungin. Gerö hennar minnir helst á ýkjukennda þjóö- sögu, en hún fær eigi aö siöur á sig sterkan veruleikablæ. Senni- lega ræöur hér úrslitum, aö Jón þykist láta Sigurö Karelsson rifja upp söguna, en sú aöferö er raunar ekkert annaö en hluti af vinnubrögöum skáldsins. Sagan gerist bæöi i veruleika og biekk- ingu svo ekki er I litiö ráöist, en Jón Dan leysir þá erfiöu þraut á býsna sérstæöan hátt og minnis- stæöan. Og atburöirnir eru i senn undraveröir og skemmti legir. Furöur sögunnarspeglasti einkennilegri dularbirtu, sem hentar jafnan staö og stund og sérhverjum viöburöi. Þannig gæöist hún listrænni áferö, sem ber skyni og viöhorfi höfundar órækt vitni, þó hann hafi i frammi óvenjulega dirfsku. Sagan mun geta talist ærin á- deila þó Jón geri sér rikt far um aö dulbúa hana. Hann reiöir naumast til höggs viö lygina, en sviptir aftur á móti hulunni af blekkingunni svo hún veröur harla skopleg I nekt sinni likt og keisarinn alsberi i ævintýrinu fræga eftir H.C. Anderson. Þaö er þá gamansemin, sem reynist einna best jafnalvarlegum höf- undi og Jóni Dan. Minnisstæðust sérkenni i fyrri skáldsögum Jóns eru staöalýs- ingar hans á átthögunum suður meö sjó. Atburöirnir á Stapa gerist á sömu slóöum og sagan býr yfir sama þokka. Túlkun Jóns á þessum raunveruleik kemur honum svo heldur en ekki aö gagni, þegar hann gerir Stapajóni seiö blekkingarinnar, sem veröur þó ennþá augljósara hlutskipti öörum er viö sögu koma, og hvort heldur fólki eða dýrum. Frásagnirnar af grá- sleppuveiöunum, heyskapnum og bæjaflakkinu gætu viöa átt sér staö, en kunnugur lesandi efast varla um úr hvaöa um- hverfi sögusviöiö sé búiö til. Svipuöu máli gegnir um sál- fræöilegan skilning Jóns. Hann segir hér til sin og sérkennir persónurnar drjúgum þó var- lega sé i sakirnar fariö. Mér finnst til um, hvaö Stapajón veröur mannlegur. Lesandinn skilur mætavel þetta ólikinda- tól, sem þó er sjálfri sér sam- kvæm vitsmunavera og kemur til dyranna eins og hann er klæddur, en hefur bara aöra af- stöðu til blekkingarinnar en aörir menn og sveigir snilldar- lega hjá þvi stórhættulega fóta- kefli. Birtan yfir sögunni er lik- ari tunglsljósi en heitu og skæru sólskini, en hún á hér einhvern- veginn heima. Hér fer saman skáldleg hugkvæmni og mann- rænn skilningur. Já, mér þykir vænt um óhræsiö hann Stapa- jón! Jón Dan leitast viö aö skrifa tilgeröarlaust mál, en leggur þó mjög upp úr stilrænni túlkun. Þann vanda er ekki auövelt aö samræma. Þaö tekst honum ekki heldur alskostar í Atburö- unum á Stapa.Hann nær raunar stilblænum oftast á vald sitt, en oröaval er stundum hæpiö og mistekst jafnvel á stöku staö og málfar sögunnar veröur þannig dálitiö hnökrótt. Kannski stafar þetta af þvi, aö Jón Dan hafi ekki gefiö sér nægan tima til aö hreinskrifa söguna eftir glim- una viö byggingarlag hennar og staösetningu. Slika misbresti kemur vandlátur höfundur þvi aöeins I veg fyrir, aö hann reki smiöshöggiö hægt en þungt á verk sitt, og leggi sömu rækt viö aukaatriöi og aöalatriöi. Þaö- -setningarnar eru til dæmis allt of margar i sögunni, en þær lýta islenskt mál eins og ryðblettirn- ir stáliö. Atburöirnir á Stapa er skáld- saga, sem staðfestir, að Jón Dan telst i hópi snjöllustu sam- tiöarhöfunda. Mér kemur vel aö hann telji peninga i hendur opinberum starfsmönnum, en nær væri samt að gera honum kleift að semja fleiri skáldsögur á borð við þessa eöa jafnvel betri. Laun geta margir reitt af hendi, ef fé er i sjóöi, en skáld- sögu eins og Atburöina á Stapa rita vissulega fáir. H.S. VARST ÞU BÚINN AÐ KAUPA MIÐA í JÓLAGJAFA- HAPPDRÆTTI S.U.J.? Jólabækurnar BIBLÍAN VASAÚTGÁFA NÝ PRENTUN Þunnur biblíupappír Balacron-band * Fjórirlitir Sálmabókin nýja Fást i bokaverslunum og hjá knstilegu félögunum. HID ÍSL. BIBLÍUFÉLAG (P»iiöbi\inbsstofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opiö3-5e.h. Vesturbær JÚLATRÉS-SALAN er á Brekkustíg 15B Eyvakvöld verður i Lindarbæ (niðri) i kvöid 12/12. kl. 20.30. Böövar Pétursson sýnir. Feröafélag tslands. Ms. Hekía fer frá Reykjavik þriðjudaginn 18. þ.m. vestur um land til ísa- fjarðar. Vörumóttaka til Vest- jarðahafna: fimmtudag, föstudag og mánudag. mmm Hraðkaup Fatnaöur i fjölbreyttu úrvali á alla fjölskylduna á lægsta fáanlegu veröi. Opiö: þriöjud.,-fimmtud. og föstud. til kl. 10, mánud., miövikud. og iáugardaga til kl. 6 Hraðkaup Silfurtúni, Garöahreppi v/Hafnarfjaröarveg. R Hafnarfjörður Skrifstofustúlka Stúlka óskast til starfa á bæjarskrifstof- unum, við bókhald og vélritun. — Laun samkvæmt 12. launaflokki bæjarstarfs- manna. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum fyrir 19. desember n.k. Bæjarritarinn, Hafnarfirði. 0 Miðvikudagur 12. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.