Alþýðublaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 7
Tilslökun á lögum um útgáfurétt I Banria-
ríkjunum, hvað viðkemur „réttmætri” Ijósritun
Kröfuréttur Banda-
rikjanna dæmdi nýlega
i prófmáli viðvikjandi
ljósritun á timaritum
og bókum fyrir
visindamenn og bóka-
söfn og dómurinn féll
þannig, að lög um
útgáfurétt séu ekki
brotin með slikri
ljósritun.
Þrír dómaranna voru and-
vígir þessum dómi, en fjórir
fylgjandi. Hefðu hlutföllin verið
önnur hefðu visindamenn og
námsmenn, bókasöfn og skólar,
ekki geta notfært sér ljósritun.
í dómnum var engum sér-
stökum bannað að notfæra sér
ljósritun af efni, sem tryggt er
með lögum um útgáfurétt, en
tekið fram, að það sé þingsins
að ákveða takmörk þess. Það
var heldur ekki fjallað um það,
hvort leyfilegt sé að selja ljósrit
af tlmariti eða bók án þess að
greiða þeim, sem á útgáfurétt-
inn.
MÓTMÆLI MINNI-
HLUTANS
Philip Nichols jr. dómari mót-
mæltifyrir hönd minnihlutans og
spáði þvi, að þessi úrskurður
myndi „auka ótakmarkað rán”
á öllum ritverkum.
„Hvernig svo, sem farið er
að,” skrifar Nichols dómari,
„hljóta menn að leggja þá
merkingu I úrskuröinn, aö eig-
andi útgáfuréttar eigi engan
þann rétt, sem bókasafni ber að
virða.”
Bæði rithöfundar, bókautgef-
endur, visindamenn, skólar,
kennarar og bókaverðir tóku
þátt I þessum málaferlum, en
málið, sem hér var um að ræða
var höfðað af Williams og
Wilkins h.f., sem gefa út 37
læknarit á hendur Heilbrigðis-
málastofnun Bandarikjanna
og Læknabókasafns Bandarikj-
anna.
Alan Latman, sem var lög-
fræðingur læknaritanna sagði I
gær, að hann „gerði ráö fyrir”
að málinu yrði áfrýjað til hæsta-
réttar Bandarikjanna. „Ég
vona,aðdómnum verði breytt,”
sagði hann.
Núverandi lög um útgáfurétt,
sem eru frá árinu 1909 og voru
sett áður en hraðvirkar ljósrit-
vélar urðu til, veitir þeim, sem
útgáfurétt á algjóran og óskor-
inn rétt til að „prenta, endur
prenta, gefa út, taka afrit af og
selja verk, sem tryggð eru með
útgáfurétti”. Kröfurétturinn
sagði hins vegar, að bannið við
afritun eigi ekki að koma i veg
fyrir „réttmæt afnot” af rit-
verkum.
„Sé hætt við ljósritun er það
skaði fyrir læknisfræðina”,
sagði rétturinn.
Dómstóllinn sagði hins vegar,
að það væri þingsins að ákvarða
að marka mót þess, hvað væri
„réttmæt” og hvað „óréttmæt”
notkun. Þingdeildin, sem sam-
þykkti breytingu á útgáfu-
réttarlögunum 1967 sagði, að
það væri dómstólanna að
ákveða slikt, en það mistókst i
þinginu. Búist er við, að þingið
taki aftur fyrir breytingu á
lögum um útgáfurétt á þessu ári.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
HANN VAR 63JA ÁRA, ER
HANN SÁ MODUR SÍNA í
FYRSTA SINN
Sænski listmálarinn Gustav
Egon Leander var 63ja óra,
þegar hann gat fyrst faðmað
móður sina að sér.
í fyrra kom sá sorgaratburður
fyrir, að foreldrar Leanders
létust og hann fann gamalt, inn-
siglað umslag I fórum þeirra —
það var ritað utan á það til hans.
Þá fyrst fékk hann að vita, að
hann væri tökubarn.
Ilann hófst strax handa við að
hafa upp á móður sinni og fann
hana á elliheimili ári slðar —
Berta Malmberg heitir hún og
cr 86 ára.
Hún sagði við son sinn: „Ég
fór til sjós, þegar ég var ung. Ég
var eldabuska og herbergis-
þerna. Ég varð ástfangin af
stýrimanninum, Gustav
Oeberg, þcgar ég var 21 árs, við
trúlofuðumst og ég varð barns-
hafandi — að þér. En hann
kvæntist mér ekki. Ég frétti
löngu seinna, að hann hefði
farist með skipinu, en ég fékk
fósturforeldra handa þér.
Tveim árum seinna giftist ég og
vildi fá þig, en þá vildu fóstufor-
eldrarnir ekki láta þig...”
Gustav Leander segir: „Stór-
kostlegt, að svona skyldi fara.
Ég get ekki ásakað móður mina.
Hún gerði það, sem hún gat
fyrir mig.”
!■■■■■■■■
■ ■■■■■■■■i
■■■■■■■■■■
■■■■■■■■■■■l
Sú fullkomnasta
Allir skraut- og nytja-
saumar eru innbyggðir í
vélina — á tökkunum eru
myndir af saumunum og
þér ýtið bara á takka til
að fá réttan saum.
eina vélin á
* markaðnum' með tvö-
¥ földum flutningi, kostirn-
¥ ir koma bezt i Ijós þegar
$ þarf að sauma köflótt,
£ röndótt eða hál efni
<x
% KENNSLA Kennsla í meðferð vélanna er að
| sjálfsögðu innifalin í verðinu. Þar að auki fylgir vandað-
ur leiðarvisir á islenzku.
¥ \
¥
Með aðeins einni skífu —4
alhliða stilliskífunni —4
stillið þér sporlengd, spor- J
breidd, sporlegu og»
hnappagöt. EinfaldaraS
getur það ekki verið.
4
tí
4
$
4
«
4
«
4
«
4
n
4
s
4
5
4
ÞJÓNUSTA | 44 ár höfum við flutt inn PFAFF
* saumavélar og höfum þvi ekki efni á öðru en reyna að
íveita sem bezta viðgerða- og varahlutaþjónustu.
Verzlunin
Skólavörðustíg 1-3
O
Gylfi Þ. Gíslason skrifar um bækur
Frá ýmsu sagt en ótal-
margt einnig ósagt
Á milli Washington
og Moskva.
Minningar Emils
Jónssonar.
íslendingar hafa ávallt
haft mikinn áhuga á
minningabókum. Er það
eflaust tengt þeirri stað-
reynd, að almenningur á
tslandi hefur alltaf viljað
kunna skil á sögu þjóðar-
innar og þá ekki sist þeim
þætti hennar, sem kölluð
hefur verið persónusaga.
Menn vilja vita um
þátt einstaklinga i þvi,
sem gerist. Menn vilja
einnig gjarnan vita ýmis-
legt um einstaklinga, þótt
það skipti engu máli i
sambandi við sjálfa
þjóðarsöguna, t.d. um
einkamál þeirra, persónu-
leg áhugamál, ferðalög,
fjölskyldumál o.s.frv.
Hvarvetna eru
minningabækur kunnra
forystumanna i stjórnmál-
um, listum og visindum
taldar mikilvægar heim-
ildir og vinsælt lestrarefni.
Hér á landi rita fleiri
minningar sinar en svo
nefndir þjóðkunnir menn.
Er það eitt af sérkennum
islenskrar menningar og
fagnaðarefni. Sem heild
eru endurminningarit lik-
lega fyrirferðarmeiri i
bókaútgáfu en með ná-
lægum þjóðum. Það er
lika eitt af einkennum
menningarlifs og menn-
ingaráhuga á Islandi.
1 meginatriðum má
segja, að minningarit séu
tvenns konar. Annars veg-
ar eru þau fyrst og fremst
fróðleikur um það, sem á
daga höfundar hefur drif-
ið. Hinsvegar eru þau mat
höfundar á þvi, sem hefur
gerst. Minningar Emils
Jónssonar, fyrrverandi
ráðherra, eru hinnar fyrri
tegundar. Þær eru frásögn
af umfangsmiklum
störfum hans á viðburða -
rikri ævi, námi hans,
verkfræðistörfum, bæjar-
stjóra- og bæjarfulltrúa-
störfum, starfi hans sem
vitamálastjóra, sem
alþingismanns, sem ráð-
herra i mörgum rikis-
stjórnum og sem forystu-
manns Alþýðuflokksins og
formanns hans. Að sjálf-
sögðu segir hann einnig
frá ætt sinni og uppvexti,
éins og sjálfsagt þykir i
slikum minningabókum.
Gefur auga leið, að mað-
ur, sem lifað hefur jafn-
viðburðarika ævi, hefur
frá mörgu markverðu að
segja. Það kom snemma i
ljós, að hæfileikar Emils
Jónssonar voru slikir,
ekki aðeins gáfur hans,
heldur einnig viljastyrkur
hans og traust skapgerð,
að þess háttar manni hlutu
að verða falin mörg verk-
efni á lifsleiðinni. Sú varð
einnig raunin á. Þótt Emi!
Jónssson hafi verið einn
fremstur islenskra verk
fræðinga á okkar tima,
hefur meginstarf hans
samt ekki orðið á þeim
vettvangi, heldur á sviði
stjórnmála, og þá fyrst og
fremst utanrikismála
enda ber heiti það, sem
hann hefur valið bók
sinni, vott um, að hann líti
þannig á lífsstarf sitt. Eins
og búast má við af jafn-
traustum manni og Emi!
Jónssyni er i bókinni
traustan fróðleik að finna
um þau efni, sem húr
fjallar um. Ýmsar minn
ingabækur hafa
reynst vafasamar heim
ildir vegna þess, aí
athugun hefur leitt i ljós
að ekki hefur verið rétt
greint frá staðreyndum
Ekki hefi ég rekist á neitl
slikt i riti Emils. Ég hel
ekki heldur trú á, að nán
ari skoðun mundi leiðí
slikt i ljós.
Hins vegar hefði ég kos-
ið, að hann hefði fjallað
nánar um ýmis atriði úr
stjórnmálasögunni en
hann gerir, t.d. aðdrag-
anda að myndun þeirra
rikisstjórna, sem hann tók
þatt i, og þróun mála inn-
an Alþýðuflokksins, t.d.
formannsskiptin á flokks-
þinginu 1952. Hann hefði
verið manna best fallinn
til þess að greina rétt og
hlutlaust frá um slik efni.
En um þessi atriði fjallar
hann ekki, þar eð Stefán
Jóh. Stefánsson hafði gert
það i minningariti sinu.
Það riter þó ekki nægilega
traust heimild um stjórn-
málasögu þessara ára.
Hitt má segja, að sé
skiljanlegt, að Emil telji
ástæðulaust og jafnvel
ekki eðlilegt að skrifa um
sömu atburði jafnskömmu
eftir að hitt ritið kom út.
Ég sagði áðan, að bók
Emils sé þeirrar gerðar,
sem fyrst og fremst sé frá
sögn og fróðleikur, en ekki
dómar um málefni eða
menn. Að einu ieyti er þó
bókin stefnumarkandi,1 þ.e
að þvi er varðar afstöðu
Émils til samstarfs vest-
rænna þjóða og stofnunar
og starfa Atlantshafs-
bandalagsins. Má jafnvel
e.t.v. segja, að megintil-
gangur bókarinnar sé að
vekja athygli þeirra, sem
ungir eru, á þeirri sögu,
sem þar er að baki, og
þeim framtiðarverkefn-
um, sem henni eru tengd. 1
þessum efnum lýsir Emil
bjargföstum skoðunum
sinum á hispurslausan og
traustvekjandi hátt. Ég
hefði kosið, að hann hefði
fjallað um fleiri viðfangs-
efni með sama hætti, að
hann hefði gert meira af
þvi að segja skoðun sina á
vandamálunum, sem hann
fékkst við, og iausn þeirra,
hvort sem honum likaði
hún betur eða verr, og kost
og löst á samstarfsmönn-
um sinum, innanlands og
utan. Af ráðnum hug hefur
Emil forðast þetta. Það er
stefna við samningu bók-
ar, sem höfundur tekur á-
kvörðun um, og lesandi
verður að hafa i huga við
lestur hennar.
Þótt Emil Jónsson hafi
auðvitað frá enn miklu
meira að segja en fram
kemur i bók hans og les-
andi fái minna að vita um
skoðanir hans en ég hefði
talið æskilegt, er tvimæla
laus fengur að bókinnifyrii
alla þá, sem kunna vilja
skil á sögu tslendinga á
undanförnum áratugum.
Hún er rituðaf einum
þeirra mánna, sem mest
áhrif hafa haft á tslandi
um næstum hálfrar aldar
skeið, manni, sem notið
hefur einstaks trausts sak-
ir gáfna og heilsteyptrar
skapgerðar. Af slikri bók
getur margur margt
lært.
Gylfi Þ. Gislason
Miðvikudagur 12. desember 1973.
LPenelope „Penny” Slinger 25
lára gömul myndlistakona gerði
^jálfa sig að aðalverkinu á sýn-
ingu i London. Sambland, brúð-
kaupstertu, brúði og slöri er það
sem þessi skapandi listakona
vill sýna hér. Penny Slinger:
„Brúðkaupið mð öllum sinum
glans og skrauti er aðeins
sýndarleikur fyrir afmeyjunina:
ERFITT AÐ GERA
SKRÍPA-
MYNDIR AF VARA-
FORSETANUM.
Hann er ekki of feitlaginn og
andlitið ómarkað og án allra
sérkenna, þvi eru bandariskir
skopteiknarar ekkert hrifnir af
Gerald Ford, sem varaforseta.
Don Wight.sem hefur fengið hin
eftirsóttu Pulitzerverðlaun fyrir
teikningar, sagði: „Hann gerir
lif mitt að viti. ” Robert Pryor
hjá New York Times sagði: „Ég
vonaði alltaf, að hann yrði ekki
fyrir valinu.” Og Pat Oliphant
hjá Denver Post segir: „Þetta
verður erfitt. Við viljum heldur
hafa þá ljóta.”
MAMMA GETTYS HÆKKAR
VERÐIÐ.
Móðir Pauls Gettys.sem rænt
var á Italiu, Gail Harris, hefur
hækkað verðið á viðtölum um
100% frá þvi að hún fékk sent af-
skorið eyra af syni sinum. Aður
en hún fékk eyrað sent,
I heimtaði Gail 1200 þýsk mörk
I fyrir viðtal við fréttamann, en
! nú vill hún fá 2350 þýsk mörk.
EFST A
BAUGI
ÆVINTYRA-
FERP TIL
JUPITERS
Nú þýtur gervi-
tunglið i átt að stærstu
plánetu sólkerfisins
með ferföldum hraða
byssukúlu —131 200 km
hraða á klukkustund.
Pionier 10. bandariska
gervitunglið er að
nálgast Júpiter eftir
461 dags ævintýraför.
Menn hafa látið sig
visindaafrek litlu
skipta vegna oliu-
kreppunnar og hvers-
dagsáhyggna, en þessi
jarðneski njósnari
hefur sent til jarðar 400
litmyndir af Júpiter og
sýnt okkur þar með
leyndardóma himin-
hvolfsins og sannað
okkur mannlega visku
og getu.
Þetta 260 kg gervitungl var
sent upp af NASA á Kennedy-
höfða 2. mars 1972. Pionier 10
fór fram hjá tunglinu og Mars
og flaug siöan i sjö mánuði á 280
milljón km braut umhverfis
plánetur, loftsteina og geimryk.
Þýski geimferðasér-
fræðingurinn Heinz Kaminski
prófessor sagði: „Þetta er
einstakt afrek geimfaralega
séð. Gervitunglinu hefur verið
fjarstýrt allan timann og það er
furðulegt, aö Pionier 10 skuli
ekki enn hafa rekist á neitt, sem
gæti skaddað hann alvarlega.”
4. desember komst gervi-
tunglið næst Júpiter og þá flaug
það i aðeins 129.600 km fjarlægð
frá yfirborði stærstu plánetu
sólkerfisins. Yfir þetta grábláa
og laxbleika yfirborö, sem hylur
risaplánetuna.
Pionier 10 mun lenda i
hringiðu kraftmikilla efna,
þegar hann kemst nálægt
Júpiter eins og risahnefi hefði
hitt hann, þvi að frumkraftur
streymir sifellt frá þessari
plánetu, scm er ellefu sinnum
stærri en jörðin að þvermáli.
Prófessor Kaminski segir: „Nú
er Júpíter i heppilegustu afstöðu
til jarðar, þó um nokkrar
milljónir ára væri að ræða. A
Júpiter glyttir i risastórt rautt
auga, sem gæti rúmað þrjá
hnetti á stærð við jörðina.
Sennilegast er að þar sé um að
ræða glóandi, loftkennd efni,
sem bendir til eldsumbrota.”
Heila viku sendir Pionier 10
myndir og merki til athugunar-
stöðva i Bandarikjunum. Þessi
alheimsnjósnari beinir mynda-
vélum sinum að fjórum af tólf
tunglum Júpiters, sem senda
frá sér andsvör vegna rafsegul-
magns þeirra — en
sendingarnar eru allar á
dulmáli.
Þegar Pionier 10
Gervitunglið, sem lagði af stað 2. marz
1972, hefur nú ferðast milljarð kílómetra
Svona þýtur Pionier 10 fram hjá
Júpiler. Hann hefur innbyrðis
ellefu mjög næm visindatæki.
Langá loftnetið veit ávallt i átt
til jarðar.
Þetta minnir á auga Cýklóp-
anna, sem voru eineygðir risar i
griskum þjóðsögum, cn hér
glyttir i gulrauða blettinn á yfir-
borði Júpiters.
hefur lokið hlutverki
sinu, hverfur hann úr
hinu mikla aðdráttar-
afli Júpiters og út i
himingeiminn. Pionier
10 er aðeins 3ja metra
breiður, en þó er hann
fyrsti hluturinn, gerður
af mannahöndum, sem
yfirgefur sólkerfið og
heldur áfram út á
Vetrarbrautina.
)
Nýtt hverf i - ný verzlun
KR0N VERZLUN
Með þessari nýju verzlun við Norðurfell
í Breiðholti, stækkar enn verzlunarsvæði
KRON - og þjónustan nær til enn fleirri.
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS
O
Miðvikudagur 12. desember 1973.