Alþýðublaðið - 14.12.1973, Blaðsíða 6
Ingólfs-Café
Gömlu dansarnir f kvöld kl. 9
llljómsveit Garöars Jóhannessonar
Söngvari Björn Þorgeirsson.
Aðgöngumiöasala frá kl. 8. — Simi 12826.
[ Alþýðublaðið inn á hvert heimili ]
AUihutir svefnliekkir
II SVEFNBEKKJ m yU|| Opið til kl. 10 föstudag
llÐJAJ il HOFÐATÚNI 2 — SÍAAI 1558 n oí,"k"‘~
DANIR VILDU
FLYTJA INN
OLlU HÉÐAN!
Nú er svo komið, aö
Danir, i sinni oliukreppu,
eru farnir að sækjast eftir
oliukaupum á Islandi. Þaö
var fyrir skömmu að
danskt oliufyrirtæki för
þess á leit við BP, Oliu-
verslun Islands, að hún
seldi sér verulegt magn af
White Spirit, sem er oliu-
tegund, sem mikið er
notuð m.a. til málningar-
gerðar.
önundur Asgeirsson for-
stjóri BP sagði i viðtali við
blaðið i gær, að hann vissi
ekki nákvæmlega hversu
mikið Danirnir vildu
kaupa, þvi hann hafi þegar
i stað synjað umsókninni,
enda væri skortur á
þessari oliutegund i allri
Vestur-Evrópu.
Væri skorturinn svo
mikill aö hann seinkaði
m.a. komu oliuskips frá
Bretlandi hingað, en það
skip átti að ferma um 300
tonn af White Spirit,
ásamt 14,000 tonnum af
þotueldsneyti og 200
tonnum af flugvélabens-
ini.
Þátt fyrir aðgerðir
bresku st jórnarinnar
vegna oliuskortsins þar i
landi, hefur afgreiösla
flugvélaeldsneytisins
veriö staðfest, og unnið er
að þvi að útvega Whit
Spirit, eins og um var
samið.
Sagði önundur að verðið
yrði að visu nær fjórfalt,
miðað við verðið i árs-
byrjun, en nú þættist hver
góður sem fengi, þrátt
fyrir hækkanir.—
POSTFJALL
AÐ MYNDAST!
Jólapósturinn hleðst nú
upp eins og snjóskaflar. Ef
flugsamgöngur leggjast
niður vegna hugsanlegs
verkfalls flugfreyja, er
fyrirsjáanlegt, að húsnæði
póststofunnar I Reykjavik,
hrekkur skammt til að
hýsa allan þann póst, sem
vitað er að berst til flutn-
ings og dreifingar nú á
næstu dögum. A þetta
jafnt viö um póst innan-
lands sem utan.
Þetta vandamál er
þegar oröinn slikur höfuð-
verkur póstþjónustunnar,
að til vandræða horfir, þar
sem Ijóst er, að póstur,
sem berst i dag til póst-
húsa borgarinnar, verður
innlyksa, ef ekki ræðst
fram úr þessu vandamáli
með samningum eða á
einhvern annan hátt, eins
og vikið er að á öðrum stað
hér i blaöinu.
Af reynslu fyrra ára, er
óhætt að segja, að það á
ekki heima i skjaldar-
merki okkar islendinga,
að við séum fyrirhyggju-
samir um nauðsyn fram i
bréfaskriftum og póst-
sendingu fyrir jólin. Ef
flugsamgöngur leggjast
niður að einhverju eða öllu
leyti verður jólapósturinn
siðbúinn.
40.500 HAFA
SÉÐ FLÓNA
Flóin svokallaða, eða
leikritið Fló á skinni, ætlar
að slá öll fyrri aðsóknar-
met. 1 gær var 150. sýning
leikritsins i Iðnó, og er
uppselt, eins og á allar
fyrrisýningarleikritsins. A
Akureyri var það sýnt 17
sinnum i vor, og lætur
nærri að 40,500 manns ha'fi
séð leikritið.
Tæpt ár er siðan leikritið
var frumsýnt, og hafa
sýningar aldrei verið jafn-
margar á einu leikriti yfir
árið hjá LR. fólkið hefur
slegist um miðana, og þvi
hefur sýningum verið
fjölgað. Og enn er ekkert
lát á aðsókn.
Siðdegisstund þessa
mánaðar hjá Leikfélagi
Reykjavikur verður
helguð börnum. Hún
verður flutt á laugardag-
inn klukkan 16.30 til 18, og
er reiknað með þvi að
börnin njóti siðdegis-
stundarinnar á meðan for-
eldrarnir gera jólainn-
kaupin. Höfundur og leik-
stjóri er Guðrún
Asmundsdóttir.
fllS
■ ' liltllll&'
jé í,í W,,
■■■■■
mm
Mm
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Brúðuheimilið eftir
Ibsen
Þýðing: Sveinn
Einarsson
Leikmyndir og bún-
ingar
Sigurjón Jóhannsson
Leikst jóri:
Briet Héðinsdóttir.
25. leikár 8. viðfangs-
efni 1973.
Það er nógu forvitnilegt að
velta þvi fyrir sér, hvort Nóra,
sem gekk út i nóttina árið 1879
og skellti á eftir sér hurðinni að
heimilisleikvelli og skildi eftir
sig undrandi eiginmann og leik-
bróður og þrjár lifandi dúkkur
og eina fóstru, hafi tekist að
glöggva sig á Þjóðlifinu. Nórur
dagsins i dag, virðast ekki
aðeins vera búnar að glöggvast
heldur eru þær önnum kafnar i
erli þeim er fylgir þvi að búa til
nýskonar Þjóðfélag og sumir,
einkum karlmenn, (sem telja
sig hafa sett svip sinn á söguna,
sterkari dráttum en konan) sjá
ekki betur, en að lokum komi sú
voða stund, að það verði Nórinn
sem þýtur, tilneyddur af djúpri
örvæntingu út i nóttina og ekki
gleyma að skella á eftir sér,
nema Nórunum hafi þá tekist að
búa til hurðarlaust þjóðfélag og
taka þannig glæpinn kurteislega
frá oss karlmönnum.
Þau munu mörg
Brúðuheimilin i þessari undar-
legu veröld, þar sem allir eru nú
að reyna að vera manneskja,
hver fyrir sig, æ minna háður
öðrum, en kerfið — Þjóðfélagið
hefur áreiðanlega verið i gerfi
úlfsins og gleypt hana Nóru
litlu Rauðhettu Ibsensdóttur
með húð, hári og vilja, nokkurn-
vegin i þann mund að hurð skall
að stöfum og Helmer stóð eftir
til að átta sig á þvi að hann
hafði týnt brúðunni sinni. Fyrir
hann var miklu skemmtilegra
að leika sér að brúðu en til
dæmis hestvagni eða trésoldáta
fyrir nú utan það að hún var svo
skemmtileg til sýnis öðrum.
Það má svona i langloku,
velta vöngum til hægri og
vinstri, en eitt ættu allir að geta
verið sammála um: konan er
maður.
Það virðist hafa þurft all
harkalega skelli á ýmsum
heimilum og ýmsum þeim
plássum i þjóðfélaginu sem hafa
hurðir, til þess að mergur
skilningsleysis hrökkvi úr
eyrum.
Já, Nóra litla fór, og skildi
eftir aleiguna, þrjú lifandi
börn, og ekkert dagheimili,
hinsvegar nóg af fóstrum. Það
var ekki fyrr en seinna að menn
fóru að smiða, en ekki i nægi-
lega stórum mæli, að mati
konunnar. Eins og komið var i
leiknum varð hún að fara, eftir
uppgjör þeirra hjóna, þegar
Nóra telur sig ekki lengur elska
hann, eða kannski elskaði hún
hann aldrei, og Helmer hafði
komið upp um sig; hann hugsaði
fyrst og fremst um sinn heiður
og þegar litli söngfuglinn og
I
dúkkan fallega, hafði gjört svo
vel og falsað undirskrift, i
.góðum tilgangi að visu, en af
algjörum fávitaskap konunnar
á timum Ibsens, þvi hvað vissi
hún um lifið fyrir utan leik-
völlinn? þá var honum öllum
lokið. Þá var það framtið hans
— ekki þeirra — sem var i voða.
— Nóra varð að fara. Dæmið
varð að ganga upp; hún fór að
finna formúlu fyrir lifinu.
Ég sat hugfanginn sýningu
Þjóðleikhússins, 6. des. sl. Það
gladdi mig ákaflega, að leik-
ararnir, sem ég — þvi miður
sem gagnrýnandi — þekki
persónulega, voru mér nú
gjörsamlega ókunnir, ég
kannaðist ekkert við þetta fólk
þarna á sviðinu. Ég hefði allt
eins getað verið einhversstaðar
á meginlandinu, i heimsleik-
húsi, bara svo heppinn, að skilja
vel málið.
Ég hrökk ekki upp við skellinn
sem tilkynnti þáttaskil i lifi
Nóru litlu, hún var reyndar svo
mjög litil þegar hún fór, hún
hafði elst nokkuð rétt áður, en
það sat eftir i mér einhver
kökkur, spurningar þutu um i
heilanum — hafi karlmaður ein-
hvern — á meðan þakklátir
áhorfendur hylltu leikarana,
sem ég nú allt i einu kannaðist
við, þekkti suma meira að segja
all vel, ég vissi bara ekki að þeir
væruaf galdramönnum komnir.
Helmer lögfræðing og til-
vonandi bankastjóra, leikur
Erlingur Gislason og slær af
lipurð og oft myndarskap á
marga strengi i þeim manni.
Ibsen rekur smiðshöggið á
manninn i lokin, þegar Helmer
les bréf Krogstads, afhjúpar
uppskafninginn karlmanninn,
sérlega þegar maðurinn er að
tilkynna konunni að hann sé nú
búinn að fyrirgefa henni, þegar
hann sér að honum ætlar að
vera óhætt að bera höfuðið hátt,
halda áfram leik I sandkassa.
Þar leikur Erlingur afar vel, og
þarf nokkuð til.
Og svo er það Nóra Guðrúnar
Asmundsdóttur. Sumir munu
þess minnugir að stórkostleg
leikkona norsk, hefur sýnt Nóru
hér á landi, þeir sem hana litu
augum.eiga vist bágt með að
gleyma þeim stundum. Ég hins-
vegar er alls óbundinn gömlum
myndum, og get þvi með góðri
samvisku óskað Guðrúnu til
hamingju með fjölbreytilegan
og á köflum mjög sterkan leik,
tæknilega góðan og dansinn
hennar var vissulega trylltur og
áhrifamikill var leikur hennar i
lokin, þegar hún gerir upp við
sig að nú verði hún að fara,
maðurinn hennar, sem hún
hefur búið með i öll þessi ár, er
henni ekkert, þótt hugsað verði
henni áreiðanlega til hans,
hvernig er annað hægt, þegar
búið er að eiga með manni þrjú
börn, næstum þvi i lausaleik?
Dr. Rank var kannski eilitið of
gamall fannst mér, en þarf þó
ekki að vera rétt hjá mér, gömul
ást á lika rétt á sér, og veikur
var þessi maður og glæsilegur
hefur hann eitt sinn verið, áður
en syndir feðranna komu honum
i koll og mænu.
Þóra Friðriksdóttir lék ákaf-
lega vel, þreyta þessarar konu,
sem ekki lengur hafði neinn til
að fórna sér fyrir, var sannfær-
andi, áhrifamikill, en spurning
min er: Fórnaði hún sér i raun
og veru, þegar hún telur sig
vera að bjarga Nóru? Var ekki
eftir glóð i torfi hjartans sem
sett var i geymd til handa Krog-
stad fyrir mörgum árum?
Og Krogstad, persónan sem
sumir ranglega telja glæpa-
mann. Hlægilegt! Þetta er
maður i vörn, svona menn
finnum við i öllum stéttum þjóð-
félagsins i dag, sumir sitja að
vfsu einhversstaðar inni, en
einu sinni var hjarta þessa
manns á réttum stað og þegar
hann telur til sin streyma hlýju,
vaknar honum von i brjósti og
hann verður maður á ný. Hann
hættir að fijúgast á við heiminn,
hugur hans kyrrist, hjarta hans
slær hraðar af betri orsökum en
fyrr.
Baldvin Halldórsson, sem
leikur þennan margslungna
mann, gerir það þannig að telja
verður að hann sé orðinn mikil-
hæfur leikari á stóran mæli-
kvarða.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
fóstran, var ljúf indæl gömul
kona, sem vissi lengra nefi sinu.
Helenda, stofustúlkan, var
sannleg i auðmýkt þjón-
ustunnar, en með eigin augu.
önnur hlutverk voru minni, en
ég dáðist að börnunum, leik-
stjóranum Brieti Héðinsdóttur
hefur tekist að gera þeim eðli-
legan leikvöll. Hún stjórnar
fólki sinu öilu, öruggum
höndum, og minnugur þess að
þótt leikritið sé þetta gamalt og
olli úlfaþyt áður fyrr getur það
allt eins gerst i dag, og gerist
áreiðanlega á morgun.
Þýðing Sveins Einarssonar er
lipur og málið lifandi. Leiktjöld
Sigurjóns voru sæmileg en eitt-
hvað hafði ég það á tilfinn-
ingunni að þau væru lauslega
byggð og ótraust. —
Og það er enn verið að byggja
Brúðuheimili!
11. des. ’73
JónasJónasson
■■■■■■■■■■■■■
HEIMSÞEKKTU ÚRIN ERU KOMIN. — Tilvalin jólagjöf. Veljiö
■ MbA e,tir myndunum. Hringiö eöa bréfsendiö númer úrsins — og viö
sendum yður þaö um hæl gegn próstkröfu.
2675Ll
290061
290021
iUimV
/ík /¥fh
1/4, WSo~-
509511
Watet Rcastant
frMo-
201501
Water Resistant
/69c-
TIMEX
úrin eru seld meö 6 mánaöa ábyrgð.
einnig allar geröir svissneskra úra.
ótrúlega góö kaup. Höfum
Úra- og skartgripaverzlun Magnúsar Guðlaugssonar
ÚR-VAL • Strandgötu 19 • Hafnarfirði • Sími 50590
L c »U lt\il k k ri !l
o
Föstudagur 14. desember 1973.
Föstudagur 14. desember 1973.
o