Alþýðublaðið - 15.12.1973, Side 3

Alþýðublaðið - 15.12.1973, Side 3
Danskir vilja íslenskan fisk á sín matarborð Fyrir tæpum þremur mánuð- um sneri fiskkaupmaður i danska bænum Alaborg sér til Ltú. og kannaði möguleika á þvi að islensk skip seldu fyrir- tæki hans ferskfisk, aðallega þorsk og ufsa. Var um frekar takmarkað magn aö ræða a.m.k. til að byrja með. Ferskfiskur hefur ekki áður verið seldur til danskra aðila, ef sild og makrill eru undanskilin. og sótti Ltú þvi um löndunar- leyfi til danskra yfirvalda. Sam- kyjemt upplýsingum Jónasar Haraldssonar fulltrúa hjá Ltú, hefur litið gerst jákvætt i þessu máli, enda munu aðilar i dönsk- um sjávarútvegi margir hverjir litt hrifnir af þessari hugmynd. Það er þvi enn óljóst, hvort Danir fá nýjan tslandsþorsk á matarborð sin i framtiðinni. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Rauðglóandi símar hjá Jitlu flugfélögunum' FELLIHYSI Fellihýsið, það er hið nýja orð, sem Gisli Jónsson og Co mun i framtiðinni nota á nýja gerð hjól- hýsa sem fyrirtækið er að hefja innflutning á. Auglýst var eftir heppilegum nöfnum, og komu fram 1000 lausnir frá 150 aðilum. 12 reyndust gera tillögu um það nafn sem að lokum varð fyrir val- inu, og þvi varð að draga út vinn- ingshafann. Ung stúlka, Sif Þor- steinsdóttir, dró út nafn Birkis Leóssonar, Unufelli 27, Reykja- vik, og getur hann vitjað verð- launanna, 10 þúsund króna, á skrifstofu GislaJónssonar og Co. A næstunni mun fyrirtækið sýna ýmsar gerðir hjólhýsa i hús- næði sinu að Klettagörðum 11 i Reykjavik, og gefst þá almenn- ingi tækifæri nú i skammdeginu til að virða fyrir sér hjólhýsin sem bruna munu á vegum lands- ins næsta sumar. Landssambandið gegn á- fengisbölinu/ en innan þess eru 30 félög og samtök, hefur gert það að tillögu „Síminn er búinn að vera rauðglóandi hjá okkur i allan dag, og höfum við varla við að svara fyrirspurnum um flutninga”, sagði Elias Kristjánsson hjá flugfé- laginu Vængjum á Reykjavikurflugvelii, i viðtali við blaðið i gær. Vængir hafa eina 19 farþega vél, og tvær 11 sinni, að allir Islendingar fari i bindindi árið 1974, til að minna á 1100 ára byggð á íslandi. farþega auk tveggja fjögurra farþega. Sagði Elias að vélarnar hefðu flestar nóg að gera i áætlunarferðum Vængja og gætu þvi ekki tekið á sig mjög mikil auka- verkefni. Þá mættu Vængir ekki selja sæta- gjöld á þá staði, sem þeir hefðu ekki sérleyfi á, en hópar gætu tekið Tilkynning um þetta hef- ur verið hengd upp á Arnarhöli. vélar á leigu og deilt far- gjaldinu niður á hvern einstakling. Elieser Jónsson hjá flugstöðinni á Ileykja- vikurflugvelli, hafði svipaða sögu að segja, mikið hafi verið flogið og fólk væri stöðugt að spyrjast fyrir um ferðir. Sagði hann að flugstöðin gæti ekki selt sætagjöld, fremur en Vængir, en fólk gæti leigt hvaða vél sem væri, en Flugstöðin hefur fimm til sex vélar, sem taka þrjá til fimm farþega hver. ÞURRT ÞJÓÐHÁTÍÐARÁR Hvað vilt þú fá í jólagjöf? Omar llallsson, fram- reiðslumaður, hefur reynt illi- lega að láta sér verða kalt. Hann stóð verkfallsvörð méð stéttarbræðrum sinum margt kalt kvöldið fyrir utan veit- ingastaði borgarinnar og gætti þess, að ekki yrðu framin verkfallsbrot. Það kom okkur þvi ekki sérlega á óvart, er við báðum hann að velja sér jóla- gjöfina fyrir daginn i dag, að hann sagðist vilja hlýjan og góðan vetrarfrakka. — Ilelst gærufóðraðan mokkajakka frá Gráfeldi, sagði ömar. Slikir jakkar fást i þremur gerðum i Gráfeldi, Laugavegi 3, og kosta frá kr. 19.778 — 27.848. HORNIÐ Að margmenna á dauðu hrossi eftir skeiðvellinum Séra Sigurður Haukur Guð- jónsson svarar hér á eftir grein frá stjórn Prestafélags tslands, sem birtist i Horninu sl. þriðju- dag. „Þakkargjörð: Stjórn Prestafélags íslands sendir mér kveðju sfna i Al- þýðublaðinu þ. 11. des. s.l. Þetta er allra snotrasta grein þótt ég trúi ekki, að nokkur prestur öf- undi stjórnina af hnoöinu og geri tilkall til að eiga „Lilju” með henni. Þar sem kapparnir vita mig mikinn unnanda hesta, þá heiðra þeir mig meðorðumPáls postula um skeiðvöllinn. Ég tók mig til og las greinina hans Páls aftur og aftur og fæ ekki skilið, hvi stjórnargarparnir velja sér hana sem yfirskrift, þvi hvergi fæ ég séð, að Páll sé að hvetja þá t.þ.a. hlaupa á sig fyrir vesælan preststaula. En hvað gera góðhjarta menn ekki fyrir vini sína, leggja sig jafnvel til á- sig-hlaupa, lesendum dagblaða til skemmtunar. Það er kannske stærilæti að halda þetta fyrir mig gert, en þegar ég sé, hve greinarhöfundar eru hrifnir af nafni minu, og ég veit, að þeir stama ekki. þá finnst mér, að mér beri að þakka þeim fyrir. Það styður þetta lika, a.ð þeir bera sig undan þvi við alþjóð, að þeir hafi saknað mín á aðal- fundum félagsins. 1 annað skipt- ið (1972) hafði ég ekki kraft til að sitja fundinn og siðara skipt- iö (1973) hafði ég ekki efni á að sækja hann norður i land. Þeir mega alls ekki ætla, að ég hafi með þessu verið að forsmá skýrslur um afrek stjórnar vill, þegar hann hefir eftir for- manninum, að hann viti ekki, hvað hann eigi að segja fyrr en hann sé búinn að spyrja nokkra presta, hvaða orð hann megi nota. ,,Sjáandi sjá þeir ekki, og heyrandi heyra þeir ekki né skilja” Svo kom fundurinn og siðan greinin. Þar er þvi haldið fram, að stjórn Prestafélagsins minn- ist þess ekki, að séra Sigurður Haukur hafi barist fyrir þvi, að prestar hafnihluta launa sinna. Þetta er rétt hjá stjórninni það hefi ég aldrei gert, alltaf talið, að prestum bæri laun fyrir vinnu sina. Hitt hefi ég marg bent á, að greiðslur fyrir auka- verk eru forsmán, sem kirkjan þarf að losa sig við. Það .þarf meira en litið áræði t.þ.a. halda þvi fram, að ég hafi ekki minnt á þetta fyrr, og lýsa þvi yfir, að minni greinarhöfunda hafi ekki verið það skýrt, að þeir næðu þvi úr kolli sér, meðan greinin var rituð. A heimili fyrrverandi prófasts, Garðastræti 42, heyrði ég fyrst sussið við þessum orð- um minum, siðan á aðalfundi Prestafélagsins i Hallgrims- kirkju, þegar rætt var um, aö allt myndi þetta lagast, þegar við værum lausir úr viðjum BSRB, og svo til að hafa hina helgu tölu, þá minni ég á um- ræður stjrnarinnar á heimili nú- verandi formanns. Sjálfsagt er það heimtuferkja að ætlast til, að stjórnin muni svo ómerkileg orð og nær leikreglum Codex Prestafélagsins, nei, þaö veit sá, sem allt veit, að ég var ekki að gera. Hitt harma ég, að ég vissi ekki um hina mánaðarlegu fundi allra prestanna i Reykja- vík fyrr. en 3. des. s.l. Þá hringdi séra Arni Pálsson i mig og sagöi mér frá þeim. Ég hafði jú, vitað um 2 hópa sem hittust hvor i sinu skoti, en hafði ekki áhuga á slikum fundum. En orð séra Arna glöddu mig, þvi einu sinni átti ég þann draum, ásamt öðr- um, að prestar kæmu saman i safnaðarheimilum kirknanna. I tvö ár var þetta reynt en tókst ekki, menn höfðu ekki áhuga. Þá var kaffi-brasinu hætt. Ég gleöst innilega yfir, að hér hefir orðið á breyting og þigg boðið með þökkum. Syndin En hvað olli þessari ægilegu vandlætingu Prestafélags- stjórnarinnar? Jú, prúður blaðamaður hringdi til min og spurði mig, hvort rétt væri, að ég tæki ekki fyrir skirn og fleiri aukaverk. Hvaðátti ég aö gera? Átti ég að ljúga i manninn? Þiö fyrirgefið góðu herrar, að ég hafði ekki lært þá kurteisi for- manns félags okkar að skella á simtólinu. Nú veit ég, hvernig bregðast á við og er þakklátur fyrir, að ég benti blaðamannin- um á, að rétt væri fyrir hann aö ræða málið við formann Presta- félagsins, áður en hann ritaði um það. Kannske hefir þetta verið slys, maðurinn aðeins rakur á höndunum? Blaðamað urinn hefir sjálfsagt dregið aðra ályktun og lái honum hver sem eticusar (siðareglna félagsins) að halda þvi fram, að einn fé- laganna hafi notað lygar sér til framdráttar. Þá vitum við, hvernig með það plagg skal far- ið. Eigum við ekki að hætta að ræða um minnisleysi i þcssum skrifum? Það gæti orðið sumum okkar æði sárt. Ég held lika, að það sé rétt á þessu stigi, að nafngreina ekki þá presta sem ásakað hafa mig fyrir „óstétt- visi” og „þjófnað” á aukaverk- um af þvi að samviska min bannar mér að taka sérgjald fyrir mörg aukaverkanna. Hún stendur einhvern veginn i mér ennþá 2. gr. siðareglnanna, mig skortir kjark t.þ.a. reyna að gleypa hana, þrátt fyrir það, að ég sjái, hve auðveldlega Presta- félagsstjórnin sporðrennir henni. Um hvað er deilt? Prestareru settir i starfsmati i 23. flokk launa opinberra starfsmanna. Þeim var jafn- framt tilkynnt, að aukaverka- greiðslurnar lækkuðu þá um 2 launaflokka frá mati. Hér stendur hnifurinn i kúnni. Mér ber skylda til að rökstyðja, af hverju ég tel greiðslur fyrir aukaverk hreina forsmán. 1. Það geta aldrei nær allir prestar setið hér við sama borð. Sumir sitja i sárafámennum prestaköllum og þar eru auka verkagreiðslur litlar eða engar. Aðrir eru i prestaköllum þar sem aukaverkagreiðslur nema hundruðum þúsunda. Þau eru fá og helst hér á suðurkjálka landsins. Ofan á þetta bætist, að aðeins örfáir prestar Reykja- vikur vinna flest öll aukaverk prófastsdæmisins. Af þessu leiðir. að 10 til 15 prestar sitja við allt annað borð en starfsbræður þeirra aðrir. Getur það verið rétt lætanlegt að svipta flesta presta landsins hluta launa sinr.a, fyrir þá sök, að 10 eða svo moki inn greiðslum fyrir auka- verk? Ég held ekki. Ef þeir, sem aukaverkin hafa ekki, kvarta, þá er þeim svarað með þvi að þetta sé öfund, eða þá með þvi að vitna til að þetta séu nú göm- ul, falleg, lög. öfundin er i prestum sem öðrum. 1 tvimenn- ingsprestaköllum hefir hrikt, svo að menn fylltust viðbjóði. Það held ég, að Reykvikingar muni,'þó stjórn Prestafélagsins telji sig sjálfsagt ekki hafa getu til að minnast. Frómir menn sögðu mér, að deila sú, sem ég vitnaði til, hafi hafist vegna karps um skiptingu aukatekna. 2. Greiðslur fyrir sum auka- verkanna eru þannig, að ógeðs- legt er. Tökum skirnina sem dæmi. Hún er sakramenti, og hvernig ætlar kirkjan sem slfk að selja þaö? Ég kann svarið: Skirnin er jú, ókeypis, þaö er nafnskráningin sem kostar 500 krónur. Hvi i ósköpunum er þá ekki lika tekið fyrir altarisgöng- una? Menn gætu sagt: Útdeil- ingin er sko alveg frá, við tökum gjald fyrir að þvo staupin. Kannske væri þetta snjallt? Kannske islenska kirkjan gæti farið inná þessa braut? Nei, lái mér hver sem vill, þó ég hafi aldrei getað tekiö fyrir skirn, lái mér hver sem vill, þó að ég geti ekki sagt við fólk, sem helga vill barn sitt Kristi: Jú, það er hægt, ef ég fæ 500 krónur fyrir. Lái mér hver sem vill, þó að ég kunni ekki enn að skrifa reikning fyrir huggun. Presta- félagsstjórnin getur kallað það árás á stéttina, á kirkjuna eða hvað hún vill, þvi sú mun koma tið, að þessi forsmán mun skor- in burt úr islenskri kirkjusögu. 3. Aukaverkagreiðslur til presta mætti lika lita frá sjónar- miði safnaðanna. Hvað greiðir safnaðarmeðlimur til kirkju sinnar frá 16 ára aldri til 67 ára? Margfaldið þessa tölu með 500 og spyrjið ykkur siðan sjálf: Þarf ég svo að greiða fyrir öll viðvikin, var ég þá að kaupa messurnar? Nei, rikið verður að finna aðra leiö en þessa, til þess að fæða presta sina, og presta- stéttin verður að muna, að hún er i þjónustu við söfnuði Krists en ekki sina eigin”. Laugardagur 15. desember 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.