Alþýðublaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.12.1973, Blaðsíða 8
Stutt sunnudagsframhaldssaga um fallega táningastelpu eftir Dan Greenburg joéKi FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVlKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál, að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þessað tryggja öruggt raf- magn um hátíðarnar, vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi. 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfangadag og gamlársdag. Forðizt, ef unnt er, að nota mörg straum- frek tæki samtímis, t.d. rafmagnsofna, hraðsuðukatla og brauðristar — einkanlega meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa meðfarnar lausa- taugarog jólal jósasamstæður eru hættuleg- ar. Util jósasamstæður þurfa að vera vatnsþétt- ar og af viðurkenndri gerð. Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum (,,öryggjum"). Hel-ztu stærðir eru: 10 amper Ijós 20-25 ampereldavél 35 amper íbúð Ef straumlaust verður, skuluð þér gera eftirtaldar ráðstafanir: Takið straumtæki úr sambandi. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavél eða Ijós) getið þér sjálf skipt um vör í töflu ibúðarinnar. Ef öll íbúðin er straumlaus, getið þér einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Ef um víðtækara straumleysi er að ræða skuluð þér hringja í gæzlumenn Rafmagns- veitu Reykjavikur. Bilanatilkynningar í síma 18230 allan sólarhringinn. Á aðfangadagskvöld og gamlárskvöld til kl. 21 einnig í símum 86230 og 86222. Vér flytjum yður beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og FARSÆLD Á KOMANDI ÁRI, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. ■^IRAFMAGNS r M VEITA 'mÁ. 1 REYKJAVfKUR Geymið auglýsinguna. 0 ,,Svona nú, frú Robish,” sagði ég. ,,Hann var ekki þess virði.” „Jú, víst,” sagði hún á milli ekkasoganna. ,,Nei,”sagði ég. ,,0g ef þú vilt heyra mitt álit þá var Maurice ekkert annað en slæpingi og leiðindaskarfur.” Hún snéri sér að mér eins og hún væri hjól: „Siæpingi.” ,Ja, ég átti við...” „Eftir það sem hann gaf mér og gerði fyrir mig, á ég þá að þola að sitja hér og heyra sagt að hann sé slæpingi og leiðinda- skarfur? „Hlustaðu á mig, frú Robish,” sagði ég. „Eg átti aðeins við að...” „Þessi maður sem þú kallar slæpingja var prins.” Hún greip um hálsmálið á sloppnum. „Sjáðu þetta! Er þetta gjöf frá slæpingja?” „Nei, sjáðu til, mér þykir leitt að hafá...” Hún svipti frá sér sloppnum og opinberaði á fullkominn hátt æsandi nærbuxur, brjóstahöld, sokkabandabelti, sokka- og lostafullan vöxt. „Sjáðu þetta,” sagði hún. „Er þetta allt frá slæpingja?’ Hún greip um knipplingana á brjóstahöld- unum. „Sjáðu vinnuna á þessu! Sjáðu!” Eg gætti þess að beygja mig kurteislega áfram til að sjá. „ó, já. Þetta er mjög...” „Og sjáðu þetta!” Hún greip um mittisteygjuna á buxunum og teygði hana fram til að sýna mér. „Sjáðu vinnuna á þessu og segðu mér svo að þetta sé gjöf frá slæpingja.” „Ó, þetta er verulega indælt, frú Robish,” stamaði ég og átti i erfiðleikum með að leyna þvf að frúin var farin að hafa töluvert örvandi áhrif á mig. „Finnst þér hann ennþá vera slæpingi og leiðindaskarfur, herra Greenburg?” sagði hún. „Nei. Nei nei. Ég held alls ekki að hann sé það. Mér finnst hann...já, hann er fyrirtaks maður.” „Finnst þér það?” „Já,” sagði ég. „Sennilega einn af... þremur bestu mönnunum i öllum Banda- rikjunum.” „En hvers vegna” — henni svelgdist á ekkasogi - „hendir hann mér frá sér?” „Ég vei.t það ekki, frú Robish.” „Hvers vegna finnst honum ég ekki aðlaðandi lengur?” „Eg veit það ekki.” „Er ég skyndilega svo ljót að enginn maður vill láta sjá sig með mér?” „Nei. Auðvitað ekki.” „Er ég allt i einu orðin svo feit, gömul og slapandi að enginn maður vill elska mig?” „Ó nei.frú Robish. Alls ekki.” sagði ég. Hún pirði augun og skoðaði niður eftir likama sinum. „Sjáðu mig. Er ég, fjörutiu og tveggja ára gömul, hæf tii einhvers annars en að enda i öskutunnunni?” „Já, frú Robish. Guð veit það, já!” „Nei, það er ekki rétt,” sagði hún og féll alveg saman. ..Ég er rusl. Hringdu á hreinsunar- deildina og láttu þá fara með mig i burtu! Ég er öskutunnu- matur! Hringdu! Hringdu!” Mér varð ljóst að hún var að fá móðursýkiskast, svo ég greip til hennar og klappaði henni á bakið. A móti faðmaði hún mig að sér svo ákaft að ég gat varla andað og svo fór hún að láta þakklætiskossum rigna yfir mig.” 5. hluti ÐUR TONLIST FYRIR ALLA. TÆKIFÆRISKAUR YFIR 100 PLÖTUTITLAR. s.f. Olafsvík óskar viðskiptavinum sinum og starfsfólki Gleðilegra jóla og færsæls komandi árs. Þakkar ánægjuleg viðskipti og samskipti á árinu sem er að liða. Bakki s.f. Sunnudagur 23. desembgr 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.