Alþýðublaðið - 08.01.1974, Qupperneq 2
Þjóðleikhúsið:
Leðurblakan
Tónlist: J. Strauss
Texti: K. Haffner, R. Genée
Leikstjóri: E. Bidsted
Þýðandi: Jakob Jóh. Smóri
Leikmynd og bún.: Lórus Ingólfsson
Dansar: Alan Carter
Hljómsveitarstjóri: Ragnar Björnsson
Þeim ber saman um það,
málkunningum minum og eða
skyldmennum sem gistu Vinar-
borg fyrir heimsstyrjöldina
■ siðari og sdu skugga hennar á
veggjum og á teikniborði
höfundarins, kortagerðar-
mannsins Hitlers, þegar hann
var að rissa upp nýja heims-
mynd, að mikil breyting hefði
orðið á þessari borg gleðinnar,
og það til hins verra.
En þegar Jóhann Strauss
yngri var og hét, rikti gleðin og
Vin var borg valsa, vins og ást-
ar.
Jóhann Strauss átti að verða
verkfræðingur, en þegar dreng-
ur vill þá veröur, og músikin átti
hug hans allan, Qg þegar faðir
hans, Jóhann eldri lést, tók
sonurinn við tónsprotanum og
eitt sinn var hann beðinn gjöra
svo vel og semja tónlist við
skemmtileik einn þýskan,
Fangelsið, er siðar var snúið
upp á frönsku og gerður að létt-
um söngvaleik með texta
Mailhac og Halévy, en tónlistin
eftir Offenbach.
Um áramótin 1873, var
músikin tekin að flæða úr penna
Strauss, sem ,,gaf sig að verkinu
eins og ástsjúkur maður”. Um
textann sáu rithöfundarnir
Haffner og Genée. Leðurlakan
var svo frumsýnd 5. april 1874,
og hlaut fremur kaldar viðtökur
i Vin, en hlýlegri i Berlin
skömmu siðar, og þá
skömmuðust Vinarbúar sin, og
eftir það átti hún greiðan að-
gang að leikhúsum heimsins.
Söguþráðurinn að sjálfsögðu i
óperettu stil. heldur blár,
persónur i stil. Framhjáhald er
yfirvofandi, enda algengt i borg
gleðinnar, eiginmaðurinn, góss-
eigandi Eisenstein skal i tugt-
hús vegna gefins kjafthöggs, úti
i garði himir gamall aðdáandi
frú Eisenstein, nautheimskur
ástsjúkur tenór, glettin stofu-
stúlka skartar heimilið, stam-
andi verjandi, þá F'alke
heimilisvinur, uppnefndur
leðurblaka, vegna grikks er
Elsenstein gerði honum i fyrra,
þegar þeir voru að koma fullir
af grimuballi og nú er stund
hefndarinnar runnin upp, þess
vegna allt þetta umstang; ball
hjá prins Orlofský, öllum boðið
nema ástsjúka tenórnum, hann
situr i svartholinu sem
Eisenstein, enda hvað er
maöurinn að kássast á annara
jússur, og það i slopp eigin-
mannsins og kominn inn í svefn-
herbergi frúarinnar? Sjálfur
fangeisisstjórinn kom og sótti
hann, og fór siðan á ballið.
Frúin mætir þar með grimu og
kallinn hennar þekkir hana
ekki, en verður bálskotinn i
vaxtarlaginu, sem hann heldur
að sé ungverkst eða úr þeirri
áttinni. Auðvitað kemst allt
upp; afbrýði, reiði, en svo dúna-
lognið vinsæla með góða endin-
um, þetta er jú óperetta. Ekkert
sjálfsmorð, ekkert lik. Söngur
og aftur söngur, gleði, Ijós og
litir, dans. Glæsileg sýning i
dökkum ramma vetrar hér
norður á lslandi. Nútima
islenskir leikarar hafa, við
öröugar aðstæður, lyft islenskri
leiklist hátt og i dag er umgjörð
listgreinar þeirra mjög viðun-
andi, og á eftir aö batna með
Borgarleikhúsi.
En i framsókn þjóna Þaliu,
gleymdust þýðingarmiklir
þættir leikhússins: Danslistin
og sönglistin. Operur hafa jú
verið fluttar hér, með erlendum
og innlendum kröftum, svo og
óperettur innlendar og erlendar.
Ballettinn hefur fengið inni á
sviði Þjóðleikhússins —
stundum. Það er grátlegt að
islenski söngvarinn^sem fórnar
tima og fé, sækir menntun sina
til þjóða hvar óperan er æva-
gömul hefð, kemur svo heim til
gamla landsins bak við tunglið,
til þess að sýngja við jarðarfar-
ir, messur stundum hjá fagur-
kerum i prestastétt, eða bara
við uppvaskið, sussa kannski i
söng köttum til draumheima.
Svo þegar mikið liggur við, eru
þeir vaktir, burstaðir upp svo
þeirséu nú frambærilegir nokk-
ur kvöld, stirð og rustuð radd-
böndin pensluð, hreyfingar æfð-
ar eða kenndar á svipstundu,
sem annars tekur árin að þjálfa
svo að vöðvar allir hlýði huga,
bailettinn skirður upp og nefnd-
ur islenski dansflokkurinn, lát-
laust nafn og lofar engu, og æf-
ingin, sem skapar mestarann,
er naumlega skömmtuð, allt er
á spani og upp kemst sýningin á
réttum tima og enn eitt krafta-
verkið gerist: Sýningin er góð.
Þegar vorar, og söngfuglar
koma til landsins og gera sér
hreiður i haga, er kominn timi
til að hætta þessum söng og
dansi, slútt! og raddböndin
hætta að titra, lærvöðvar
slakna, áhuginn dofnar, leikar-
ar taka völdin, svo er haldið
áfram að jarða.
Enn i dag eru menn ekki viss-
ir um það, hver fann upp is-
lenska þjóðleikhúsið. Var það
Indriði, var það kannski
Kamban, eða var það bara Jón-
as? Fann ekki Sjörshill gamli
upp islensku hitaveituna? Hvað
sem þvi liður, fann Jóhann
Strauss upp tónlistina við Leð-
urblökuna og i dag er hún flutt
hvarvetna af meisturum þeirra
listgreina sem hún krefst. Og
hvað gerir Þjóðleikhúsið? Það
sækir Þjóðleikhúskórinn ofan af
hillu, (en ég tel að sæma ætti
hann stórriddarakrossi Fálka-
orðunnar, fyrir þolinmæði og
seiglu við islenska listfram-
leiðslu), húsið lemur upp i Dóm-
kirkjunni og sækir dómorgan-
istann og setur i umdeilda
gryfju með félögum úr Sinfóniu-
hljómsveit tslands, það hringir i
Carl Billich, frábæran og elju-
saman listamann frá landi vals-
anna; viltu, elskan min, æfa kór
og einsöngvara, svo þeir kunni
nú söngvana sina, farðu svo og
slappaðu af. Hvar var Billich á
frumsýningunni, þegar menn
gengu fram til að taka á móti
iofi? — vonandi hann hafi fengið
nýárskveðju frá Þjóðleikhús-
inu! Svo var hringt, skrifað eða
kannski sent skeyti til Bidsted,
sem i gamla daga hafði mikinn
áhuga á öllum tilraunum til list-
sköpunar hér i þessu undarlega
landi: viltu — kære ven —-
stjórna öllu heila gillinu? Já,
auðvitað og Herdis Þorvalds-
dóttir honum til aðstoðar, og
Danir meira að segja aö sýna
sama verk, og kostar milljón
danskar krónur. Hvað fær Bid-
sted mikið fé til framkvæmda?
Litið eða mikið, stjórn hans var
frábær.
Svo var Alan Carter til staðar
i landinu, heimsfrægur auðvit-
að, þvi tslendingar sætta sig
ekki við minni frægð útlendinga,
og Julie Claire, elskuleg
ballerina með kimnigáfu.
Ég beygi mig djúpt fyrir
djörfung og dug, og þessi sýning
á Leðurblökunni er öllum til
sóma er aö standa. Það hefur
verið gaman i leikhúsunum i
vetur, gaman að fá að sjá og
njóta, finna að við eigum á einu
sviði gjaldgengan miðii alþjóð-
legum mörkuðum: listina.
Þessir aðrir taka svo þátt i
kraftaverkinu: Góður og kær-
kominn gestur, Sigurður
Björnsson, syngur og leikur eig-
inmanninn, von Eisenstein og
gerir það af frábærum kostum.
Ég skal játa á mig gamlan efa
um frama hans, fyrir mörgum
árum, er Sigurður lék það leiða
hlutverk, Indriða, i Pilti og
stúlku. Siðan hefur mengun
aukist i öllum vötnum er til
sjávar renna, Sigurður hefur
öðlast viðurkenningu að verð-
leikum hjá erlendum mönnum,
og er okkur kærkominn, þá
sjaldan hann kemur, en þá
syngur hann gjarnan i útvarp
eða sjónvarp, eða kemur fram á
tónleikum. Sigurður hefur
Eisenstein, söng hans, hreyfing-
ar allar og svip, algjörlega á
sinu valdi. — Og brátt mun hann
hverfa til anna erlendis, og við
taka Garðar Cortes. En Sigurð-
ur Björnsson kemur alltaf aftur,
hann er mikill íslendingur, og
sómi að honum hvarvetna.
Svala Nielsen er kona hans,
Rósalinda. Svala hefur afar
mikla og þjálfaða rödd, þrátt
fyrir allt. Ég hefði kosið að með-
an hann Bidsted var i öðrum
önnum, hefði Herdis aðstoðar-
leikstjóri, hjálpað Svölu ögn
meira með svip og hreyfingar.
Það er óþarfi, Svala, að horfa til
gólfs, vertu upplitsdjörf, þú hef-
ur mörgum sinnum efni á þvi.
Horföu fram til okkar, sem i
salnum sitja. Við erum þakk-
iatir áhorfendur þér, fyrir
rödd þina og „temperament”.
Elin Sigurvinsdóttir stundaði
nám hjá Mariu Markan, þeirri
konu sem liklega lengst hefur
komist islenskra söngkvenna,
og hefði átt að komast lengra,
en örlögin vildu hana heim til
kalda landsins. Þar hefur hún
miðlað söngfólki trúlega af sinni
miklu þekkingu. ETlin er vitan-
lega aigjör byrjandi, en þess
gætir mjög litið, örugg sviðs-
framkoma, falleg rödd, sem býr
yfir þrótti og styrk, og á eftir að
þroskast meir, og þá hefur okk-
ur bæst merkilegur söngkraftur
i hið annars þögla lið islenskra
söngvara. Til hamingju Elin.
Idu, systur Adelu, leikur Dóra
Reyndal, og mætti beita enn
meiri léttleika i túlkun.
Risinn meðal islenskra karl-
söngvara, bæði likamlega og frá
sönglegu sjónarmiði, Guðmund-
ur Jónsson, leikur og syngur Dr.
Falke, Leðurblökuna. Það er
ekki að undra þótt Guðmundur,
ungur og fallegur og nýkominn
frá námi, fyllti Gamla Bió, hvaö
eftir annað hér á árunum. Hann
er traustúr, rödd hans dekkri
með aldrinum, en um leið mýkri
og manni virðist ekkert vera
honum ómögulegt. Svo hefur
kallinn hann Guðmundur
skemmtilegan húmor, t.d.
þegar þeir Sigurður dansa og
snúa honum siðan upp i einskon-
ar morgunleikfimi, við óvænta
innkomu frúarinnar. Bráðfynd-
ið atriði.
Alfreð, ástsjúkur eins og kött-
ur, og ekki i neinum érfiðleikum
með vitið, hávær og glæsilegur
tenór, er leikinn prýðilega vel af
Magnúsi Jónssyni, Gerfið
ágætt, og hreyfingar allar vel i
stil.
Eini atvinnuleikárinn i þess-
um stóra hóp, er Árni Tryggva-
son, og fer á kostum. Ekki að -
eins að hann sýngi af þrótti og er
hvergi hræddur við ,,þá með
raddirnar”, heldur nýtur
kimnigáfa Arna sin sérléga vel
i hlutverki verjandans sem
stamar, en heldur að enginn
taki eftir þvi.
Frosch fangavörð leikur
Lárus Ingólfsson, sem einnig
hefur gert ágæta og fagra leik-
mynd, einkum salarkynni
Orlofskýs, svo og teiknað bún-
inga. Hlutverk fangavarðarins
er alls staðar leikið af frábærum
leikurum, og Lárus Ingólfsson
er i þeirra hóp.
Fangelsisstjórann leikur og
syngur Kristinn Hallsson og
gerir kostulega skemmtilega
manngerð okkur til góða. Hann
Kristinn sannar nú sem oft áð-
ur, hve góður söngvari hann er,
og næmt auga hann hefur fyrir
sviðinu, gætinn i hreyfingum,
fyndinn dálitið i útliti og nýtir
það vel.
Sólveig M. Björling hefur
fagra rödd og sterka, dýptin
mikil, og framburður skýr. Dá-
litið stirður leikur, en Orlofský
leiðist undur og skelfing mikið.
Óvæntur gestur i veislunni,
var á frumsýningu Guðrún Á.
Simonar. Það hefði vel mátt
sleppa þvi að kynna hana sem
rithöfund, og Guðrún heði
gjarnan mátt gefa nöfnu sinni
Kristinsdóttur fri, og nýta
hljómsveitina, og siðast en ekki
sist, syngja á islensku, ég var
fyrir vonbrigðum með gestinn,
en ekki vegna þess að Guðrún
syngi ekki yndislega vel, hún
einhvernveginn féll bara ekki
inn i myndina, hverjum sem um
er að kenna. —
Sólódansarar voru Julia
Claire og Orn Guðmundsson,
Orn nokkuð taugaóstyrkur sem
von er, þjálfun hans vist ekki
mjög löng, en Julie mjög góð i
sinum atriðum. Dansflokkurinn
var einkum skemmtilegur i atr-
iðinu i fangelsinu.
Ragnar Björnsson stjórnaði
hljómsveitinni öruggri hendi,
ljósin voru prýðisfalleg, og ég
segi eins og Orlofský: Ég læt i
Ijós mina innilegustu viður-
kenningu.
?.janúar 1974
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
BLOMAHUSIÐ
suni 83070
Skipholti 37
Opið tu kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
DÚflA
í GlflENBflE
/ími 64200
0
Þriðjudagur 8. janúar 1974