Alþýðublaðið - 08.01.1974, Qupperneq 10
Karfan
Allt eftir
formúlunni
Fjórir leikir fóru fram i 1.
deild i körfuknattleik um helg-
ina. tírslit urðu þessi:
ÍH-UMFS
KR-Valur
UMFN-ÍS
HSK-UMFS
109:69
90:80
72:70
71:52
ÍR og KR munu væntanlega
berjast á toppnum en Borg-
nesingar (UMKS) virðast lík-
legastir fallkandidatar, að ó-
breyttu. Nánar ó morgun.
Dregið
í HM
Það verða heimsmeistar-
arnir frá Brasiliu sem leika
fyrsta leikinn i úrslitakeppni
HM i knattspyrnu 1974. Þeir
mæta Spáni eða Júgóslaviu i 2.
riðli i Frankfurt 13. júni.
Dregið var i riðla keppninnar
á laugardaginn, og urðu úr-
slitin þessi:
1. riðill: Vestur-Þýskaland,
Chile, A-Þýskaland og
Astralia.
2. riðill: Brasilia, Skotland,
Spánn/Jógóslavia og Zaire.
3. riðill: Urugay, Holland,
Búlgaria, Sviþjóð.
4. riðill: ttalia, Argentina,
Pólland og Haiti.
Sérfræðingar spá þvi, að
þau lið sem áfram komist
verði V-Þýskaland og A-
Þýskaland úr 1. riðli. Brasilia
og Skotland i 2. riðli, Urugay
og Holland úr 3. riðli og ttalia
og Argentina úr 4. riðli. 3. rið-
illinn er greinilega sterkasti
riðill HM.
Yfirlýsing
Ég undirritaður Ilaukur
Clausen, tannlæknir, hef
aldrei skrifað undir opið bréf
til ritstjóra VIsis, og leyfi mér
að lýsa vanþóknun minni á
bréfi þvi, sem birtist I Timan-
um siðastliðinn laugardag.
Reykjavik 6. janúar 1974
Haukur Clausen.
Þorsteinn Ingólfsson er vaxandi lfnumaður I liði Ármanns. Hér hefur hann sloppið úr gæslu Ágústs
Svavarssonar og Harðar Hákonarsonar, og skorar. Ljósm. Steinninn.
ÍR í fallhættu eftir tap gegn Ármanni en
Þórsarar komust ekki suður
Um helgina áttu að fara fram
fimm leikir i 1. deild tslands-
mótsins i handknattleik, en að
eins fjórir fóru fram. Þórsarar
komust ekki suður til leiksins
við Val, og fer hann fram i
Laugardalshöllinni á miðviku-
dagskvöldið. IR er nú i fall-
hættu, cftir tap gegn Ármanni. í
gærkvöldi áttu FII og Haukar að
leika i Hafnarfirði, og má lesa
um úrslit þess leiks á öðrum
stað á siðunni.
Ármann—ÍR 15:14 (9:9
Þessi leikur var afar jafn eins
og tölurnar bera með sér. IR
hafði yfir i byrjun, en siðan
sóttu Armenningar á. Leikurinn
var spennandi, en mikið um
villur á báða bóga. Ein slik hjá
IR undir lokin leiddi til sigurs
Ármenninga.
Mörk Árm: Björn 4, Vilberg
4(3v), Ragnar 3, Þorsteinn 2,
Olfert og Jón Astv. eitt hvor.
Mörk 1R: Agúst 6, J1 v), As-
geir, Gunnlaugur og Hörður Há-
konarson 2 hver, Hörður Hafst.
og Jóhannes eitt hvor.
FH—Ármann 18:12 (8:6
Armenningar stóðu lengi i
forystuliði FH, en slakur sókn-
arleikur og stórgóð markvarsla
Hjalta Einarssonar gerði gæfu-
muninn fyrir FH.
Mörk FH: Viðar 7(3 v), Þór-
arinn 4, Gunnar og örn 2 hvor,
Auðunn, Birgir og Ölafur eitt
mark hver.
Mörk Arm: Vilberg 4, Hörður
3(3 v), Ragnar 2, Björn, Guðjón,
Olfert og Þorsteinn eitt hver.
Vík—Fram 21:19 (9:7/
Afar spennandi leikur, sem
Vikingur leiddi þó lengst af.
Markvarslan afar slök hjá
Fram, og munaði þar mestu á
liðunum.
Mörk Vik: Einar 6 (3v), Stef
Ólafur, Skarphéðinn og Viggó
Ólafur, Skarphéðinn • og Viggó
eitt hver.
Mörk Fram: Axel ll(6v),
Björgvin 4, Ingólfur 3 og Pálmi
eitt mark.
Getraunir
Enginn með
12 rétta
Enginn seðill fannst með 12
réttum hjá getraunum að
þessu sinni. Alls fundust 10
raðir með 11 réttum, og gefur
hver röð 23 þúsund krónur. Þá
fundust 95 raðir með 10 rétt-
um, og gefur hver þeirra þús-
und krónur.
Potturinn var ekki nema 335
þúsund að þessu sinni, og var
helsta ástæðan sú, að seðlar
komust ekki út á land vegna
samgönguerfiðleika.
KSÍ ræður
nýjan fram-
kvæmdastjóra
Knattspyrnusamband ís-
lands hefur ráðið fram-
kvæmdastjóra fyrir þetta ár.
Hcitir hann Hans Herberts-
son, 23 ára gamall námsmað-
ur i Háskólanum. Hans er fé-
lagi i Val. Hann mun hefja
störf 20. janúar.
Starfið var auglýst laust til
umsóknar, og komu nokkrar
umsóknir. Heyrst hefur að ein
þeirra hafi verið fráÁrna
Ágústssyni fyrrverandi
framkv.stj. KSi, en það hefur
ekki fengist staðfest. Arni
mun hins vegar áfram verða
formaður unglinganefndar
KSÍ, og með honum i nefndinni
þeir Albert Eymundsson og
Gunnar Pétursson. Þeir hafa
iagt fram mikla æfingaáætlun
vegna Evrópumóts unglinga
sem fram fer i Sviþjóð i mai,
og hefur stjórn KSÍ samþykkt
hana fyrir sitt leyti.
Þá hefur stjórnin ennfremur
samþykkt að athuga mögu-
leika á þvi að leigja hluta af
nýbyggingu sinni i Laugardal,
a.m.k. fyrst um sinn.
FH sigraði Hauka
í I. deild í gær-
kvöldi, 21:13
Nánar á morgun
Að sparka í rangan mann
Frá þvi rétt fyrir jól hafa átt sér staö harðvitugar deildur milli Halls Simonarsonar iþróttaritstjóra
VIsis og Finns Karlssonar, sem svo óvænt varð formaður Lyftingasambands Islands á liðnu hausti.
Þessar deilur urðu uppi vegna sjónvarpsþáttar sem Finnur var þátttakandi I, og hófust þær á Iþrótta-
siðu Vísis. Siöan hafa deilurnar tekiö á sig hinar furðulegustu myndir, og jafnframt farið inn á nýjan
vettvang, sem er iþróttasiöa Timans. Er sá þáttur einna aivarlegastur I þessu óheillamáli, og verður
vikið að þvi siðar. Nú slðast á laugardaginn birtist I Tfmanum opið bréf til VIsis, undirritað af 100
„Iþróttamönnum”, þar sem skrif Halls eru fordæmd, og Visi jafnframt ráðlagt aö losa sig við Hall!
Það var mál manna, eftir
fyrrnefndar sjónvarpsþátt,
þar sem Finnur var þulur og
lýsti fjálgum orðum „heims-
meti” Gústafs Agnarssonar,
að þar hefði Finnur gripið til
sterkari lýsingarorða, en við
áttu sem afrekið var i sjálfu
sér ágætt. Hallur vakti athygli
á þessu i hógværri grein i Visi.
Honum er samstundis svarað
af Finni Karlssyni, i einhverri
ruddalegustu blaðagrein sem
lengi hefur birst. Var hún
mestmegnis persónulegt nið
um Hall Simonarson og aðra
iþróttafréttamenn, en minna
hirt um rökfærslur. Hallur
svaraði siðan af gefnu tilefni,
sem voru nýjar heimsmetstöl-
ur úr hinum erlenda lyftinga-
heimi.
Það næsta i málinu er það,
að lyftingamenn undir forystu
Finns, að þvi er talið er, hófu
undirskriftasöfnun meðal
iþróttafólks. Fyrsti listinn
sem gekk á milli iþróttafólks-
ins var á þá leið, að skorað var
á Visi, að reka Hall, og jafn-
framt skorað á önnur blöð að
ráða hann ekki til sin! Siðan
mun þessi texti hafa fengið á
sig ýmsar myndir, og tókst að
skrapa saman 100 „iþrótta-
menn”, aðallega á einu veit-
ingahúsanna hér i borg. Ig
undirritaðhef hef starfað við
iþróttamennsku nú um nokk-
urra ára skeið, en ég get þó
ekki komið fyrir mig nema svo
sem þriðjungi þeirra nafna
sem standa undir áskoruninni.
Hin nöfnin kannast ég ekki
við. Nokkur þekkt nöfn eru á
listanum, og þar á meðal
menn sem ég hélt það skyn-
sama að láta ekki teyma sig út
i svona nokkuð. En það mat
hefur kannski verið á mis-
skilningi byggt, eða þá að um-
ræddir menn hafi skrifað und-
ir plaggið á öðrum forsendum
en að fá Hall rekinn af Visi,
eða kannski aldrei skrifað
undir. Hver veit?
Þáttur lyftingaforsprakk-
anna og þeirra sem rita undir
listann er ljótur i þessu ó-
heillamáli. En þáttur þeirra
sem stjórna iþróttasiðu Tim-
ans, og þá einkum Alfreðs
Þorsteinssonar borgarfull-
trúa, er ekki siður ljótur. Lyft-
ingafotystan fór með „opna
bréfið til Visis” á Timann og
Morgunblaðið, með ósk um
birtingu á þeim upplognu for-
sendum að það fengist ekki
birt i Visi. Visir stóð þeim alla
tið opinn, eins og kemur fram i
Visi og reyndar Timanum á
laugardaginn. Morgunblaðið
neitaði umsvifalaust að birta
bréfið, en Timinn gerði það á
laugardaginn, og fylgdi svo-
hljóðandi skýring: „Það er
ekki venja iþróttasiðu Timans
að blanda sér i deilur, sem
önnur blöð eiga i, nema sér-
staklega standi á”.
Og af hverju stendur svona
sérstaklega á? Varla vegna
þess að Visir neitaði að birta
bréfið, þvi það kemur fram
bæði i Visi og Timanum á
laugardaginn, að Visir hefði
aldrei fengið bréfið til birting-
ar, þrátt fyrir loforð um slikt
frá lyftingaforystunni. Þá
liggja væntanlega aðrar
ástæður til. Það skyldu þó
aldrei vera borgarstjórnar-
kosningarnar i vor? Fyrir sið-
ustu borgarstjórnarkosningar
var Finnur Karlsson Alfreð
drjúgur fylgismaður, ásamt
öðrum aðilum i iþróttahreyf-
ingunni, sem tókst að smala
svo mörgum iþróttamönnum i
Framsóknarfélag Reykjavik-
ur fyrir prófkjörið, að það
nægði Alfreð til 4. sætis á lista
Framsóknar. Þá var liðveisla
Finns ekki siður mikilvæg
þegar laugardagsbyltingin
fræga hjá FUF var fram-
kvæmd hér um árið. Þar kom
iþróttafólk einnig mikið við
sögu, og eins og áður var
Finnur þar drýgsti smalinn.
Og nú er enn eitt prófkjör
framundan, og þá kæmi sér
vel að hafa Finn sér við hlið,
ekki sist þegar menn eru valt-
ir i sessi eins og Alfreð. Vænt-
anlega verða það kaup kaups,
ýmsar skey tasendingar
Alfreðs til Halls að undan-
förnu styrkja þann grun.
I hófi sem Samtök iþrótta-
fréttamanna héldu á föstudag-
inn, þegar kjör Iþróttamanns
ársins var tilkynnt, lét Her-
mann Guðmundsson
framkv.stj. ISI þau orð falla,
að án iþróttablaðamennsk-
unnar væru iþróttirnar ekki
það afl i landinu sem þær eru i
dag. Ég tel það happ iþrótt-
anna á Islandi að hafa notið
krafta Halls allt frá frum-
bernsku iþróttablaðamennsk-
unnar hérlendis. Hann er i dag
nestor okkar iþróttafrétta-
manna, en samt siungur og
ferskur i skrifum sinum. Það
eru aðrir en Hallur sem hafa
orðið iþróttunum frekar til ó-
þurftar en hitt, og notað þær
miskunnarlaust til að mjaka
sér upp metorðastigann. Það
eru þessir menn sem eiga að
fá spark i rassinn. 100 menn-
ingarnir hafa sparkað i rang-
an mann.
Sigtryggur Sigtryggsson
Þriðjudagur 8. janúar 1974