Alþýðublaðið - 02.02.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Alþýðublaðsútgáfan hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Frey-
steinn Jóhannsson. Stjórnmálarit-
stjóri, Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti
19, sími: 86666. Afgreiðsla:
Hverfisgötu 8-10, sími: 14900. Aug-
lýsingar, Hverfisgötu 8-10, sfmi
86660. Blaðaprent hf.
OPIÐ í ENDA
BÁÐA
Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, gerði í sjón-
varpsþætti nú á dögunum grein fyrir tillögum sínum
um nýskipan varnarmálanna, sem lagðar hafa verið
fyrir stjórnarflokkana sem umræðugrundvöllur.
Ekki vita menn, hvort líta beri á þessar tillögur sem
lokaniðurstöður Framsóknarflokksins í málinu, en
það er raunar harla ólíklegt og líklegra, að þær séu
aðeinseittaf mörgum útspilum i hrossakaupapólitík
þeirri, sem kommúnistar og framsóknarmenn reka
um þessar mundir sín á milli um varnarmál l'slands.
Stærsti gallinn á tillögum Einars Ágústssonar er þó
ekki sá, að þær beri ekki vott um, að Framsóknar-
f lokkurinn sé endanlega ekki búinn að gera upp hug
sinn í málinu. Stærsti gallinn við tillögur Einars er
sá, að þær segja í rauninni ekki neitt. Þær eru jafn
óljósar og hið fræga ákvæði um varnarmálin í mál-
efnasamningi ríkisstjórnarinnar og þær svara eng-
um ákveðnum spurningum mapna um, hvað ná-
kvæmlega vaki fyrir utanríkisráðherra. Hann talar
t.d. um ,,hreyfanlegar flugsveitir", sem eigi áfram
að hafa aðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Hvað á hann
við með þessu? Hvers konar f lugsveitir eiga þetta að
vera, hve öflugar varnir eiga þær að tryggja og sé
öllu á botninn hvolft, hvaða flugsveitir eru ekki
„hreyfanlegar"? Hafa menn nokkru sinni heyrt
getið um „óhreyfanlegar f lugsveitir" — nema það þá
væru flugsveitir, sem hafa verið skotnar niður?
Þannig vekja tillögur Einars Ágústssonar upp miklu
fleiri spurningar en þær svara. Afstaða Fram-
sóknarflokksins í varnarmálunum virðist því vera
hin sama og í f lestum öðrum málum — opin í báða
enda.
Það er því ekkert undarlegt við það, þótt 170 naf n-
greindir framámenn Frasóknarflokksins, sem lítið
hafa látið á sér bera I ýmsum málum til þessa, haf i
nú f undið sig knúða til þess að senda f lokksformanni
sinum tilskrif, þar sem þeir lýsa því yfir að gefnu
tilefni, eins og þeir orða það, að þeir vilji fara með
fyllstu gát í mótun nýrrar stefnu í utanríkismálum
og lýsa sig jafnframt andvíga uppsögn varnar-
samningsins nú. Þessir framámenn Framsóknar-
flokksins gera þetta að því gefna tilefni, að jafnvel
þeim er ekki Ijóst, hvað fyrir flokksforingjunum
vakir og hafa þungar áhyggjur af því að hafa hvergi
fast land undir fótum. AAeð sama hætti láta her-
stöðvaandstæðingar i Framsóknarflokknum nú sí-
fellt meira til sín heyra og hvetja flokksforystu sína
til þess að standa við hið mjög svo umdeilda og
margvíslega túlkaða ákvæði í málefnasamningnum
um brottför hersins. Einnig þeim er ekki Ijóst hvað
það er, sem Framsóknarforystan vill og því heimta
þeir líka skýr svör.
Undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og þeirra félaga
hefur Framsóknarflokkurinn orðið flokkur, sem
aldrei veit hvað hann vill og aldrei getur haft neitt á
hreinu. Þetta afstöðuleysi flokksins kemur e.t.v.
ekki ýkja mikið að sök í minni háttar málum — þar
getur hann áfallalítið leikið tækifærispólitík sína —
en þegar mikilvægari mál eru á dagskrá, þá er það
meira en skaðlegt. Það er ekki til að auka hróður
Framsóknarflokksins, að nokkrum dögum eftir að
utanríkisráðherra f lokksins hefur lagt fram tillögur
i mikilvægasta máli, sem á dagskrá er, þá skuli
helstu framámenn flokksins til hægri og vinstri
keppast um að senda frá sér yfirlýsingar og
áskoranir, sem eiga undirrót sína í því, að þeir botna
ekki hið minnsta í hvert utanríkisráðherra var að
fara. Þá er fyrst bragð að ráðvillingshætti eins
stjórnmálaflokks þegar helstu framámenn hans
hafa ekki hugmynd um, hvernig skilja beri stefnu-
yfirlýsingar flokksforingjanna í veigamestu málum
þjóðarinnar.
alþýðu
mfimm
1 SJÖTUGUR í DAG ||
Hallsteinn Hinriksson
íþróttakennari
„Enginn veit, að hvaða gagni
barn verður”, segir fornt orðtak.
Svo mundi og fáum mönnum i
Hafnarfirði hafa verið það ljóst
haustið 1929, hver áhrif það ætti
eftir að hafa á iþróttalif bæjarins,
að Hallsteinn Hinriksson réðst
þangað til fimleikakennslu við
barnaskólann, ráðinn til eins árs,
en svo hafði samist milli hans og
skólastjórans, Bjarna Bjarnason-
ar, sem hitt hafi Hallstein úti i
Kaupmannahöfn um sumarið,
þar sem Hallsteinn var þá við
nám i kennslu svonefndra
„frjálsra iþrótta”, en veturinn á
undan hafði hann stundað iþrótta-
kennaranám á Statens Gymna-
stik- Institut i Kaupmannahöfn.
Hallsteinn Hinriksson er fædd-
ur á Úlfsstöðum á Völlum i Suður-
Múlasýslu 1904, en ólst fyrst upp i
Kollstaðagerði i sömu sveit hjá
foreldrum sinum, Hinrik Hinriks-
syni og Gunnþórunni Gisladóttur.
Hinrik var af héraðsgrónum ætt-
um austfirzkum, sonur Hinriks
Hinrikssonar á Hafursá á Völlum,
en Gunnþórunn var dóttir Gisla
Gunnarssonar, sem búið hafði i
Ölvesholti i Flóa suður, og var
hennar ætt úr þeim byggðum.
Hún hafði borizt austur á land til
Stefáns bróður sins Gislasonar,
sem læknir var á Fljótsdalshéraði
i nokkur ár, en fluttist siðar i
Mýrdal syðra, þar sem hann var
lengi læknir. Þangað fluttust þau
Hinrik og Gunnþórunn nokkrum
árum siðar og bjuggu i Norður-
garði, og þar ólst Hallsteinn upp.
Hann var vetrartima i unglinga-
skóla i Vik og siðar tvo vetur i
Samvinnuskólanum i Reykjavik,
lauk þaðan prófi 1926, og þótti
honum jafnan mikið koma til
kennslu Jónasar frá Hriflu. Vet-
urinn 1927-28 veitti hann ung-
lingaskólanum i Vfk forstöðu, en
sumarið eftir fór hann til iþrótta-
náms i Kaupmannahöfn, eins og
fyrr er getið. Og þaðan kom hann
haustið 1929 rakleitt til Hafnar-
fjarðar og hóf fimleikakennslu
við barnaskólann og Flensborg-
arskólann, og varð það aðalstarf
hans i fulla fjóra tigu vetra, en
raunar stundar hann kennslu litil-
lega enn.
Ég sagði* að fimleikakennslan
viö skólann hefði verið aðalstarf
Hallsteins i f jóra tigu vetra. Þetta
er rétt, ef orðið vetur er skilið
sem átt sé við vetrarmánuðina,
og vissulega skorti ekkert á, að sú
kennsla væri vel stunduð. En á
vorin, sumurin og fram á haust —
og raunar yfir veturinn lika —
vann Hallsteinn jafnframt svo
mikið-starf við kennslu og eflingu
alls konar útiiþrótta og iþrótta-
leikja, að nægilegt mannsverk
mátti kalla, þótt ekki bættist ofan
á annað starf. Sumt af þessu
starfi var nýtt, annað ekki. Hann
kenndi sund i sjónum vestur með
firðinum, og hafði það visu verið
gert lengi, en aðsóknin á góðum
dögum var ótrúlega mikil. Úti-
iþróttir höfðu litið verið stundað-
ar I Firöinum, og sist skipulega,
en nú fengu þær nýtt lif, og innan
fárra ára fóru Hafnfirðingar að
geta sér gott orð á landsmótum.
Sjálfur var Hallsteinn um skeið
tslandsmeistari i stangarstökki
og i 100 metra hlaupi. Og hand-
knattleikinn, sem Hafnfirðingar
hafa orðið frægir fyrir, kom Hall-
steinn með i bæinn, á sama hátt
og Valdimar Sveinbjörnsson inn-
leiddi hann i menntaskólann i
Reykjavik, en hann hafði eins og
Hallsteinn stundað nám við Stat-
ens i Kaupmannahöfn, þar sem
þessi leikur var hafður i háveg-
um. Og Hallsteinn gerði meira en
koma með handknattleikinn i
Hafnarfjörð hann kenndi, æfði,
skipulagði. En allt þetta kostaði
tima, ótrúlega elju, óþrjótandi
þolinmæði og óteljandi orð, svo að
áhuginn dofnaði aldrei eða félli
niður hjá iþróttafólkinu.
Enginn fær nokkru sinni metið
til fulls, hve mikilvæg áhrif til
menningar starfsemi Hallsteins
hefur haft, hve mikils virði það
hefur verið mörgum unglingi að
fá við iþróttaiðkanir, sem Hall-
steinn kom á fót og leiddi, útrás
fyrir orku sina og viðfangsefni
fyrir hug og likama, hve mjög það
hefur eflt þá og þroskað og forðað
þeim frá að taka sér óheppilega
hluti fyrir hendur.
Það talar sinu máli um áhuga
Hallsteins og ýtni, að Fimleikafé-
lag Hafnarfjarðar var stofnað i
október 1929, fyrsta haustið sem
hann var i bænum, mest fyrir
hans forgöngu, að visu að nokkru
upp úr eldra félagi. Hann var
lengi kennari félagsins og i stjórn
þess, og i stjórn Iþróttakennara-
félags Islands var hann i tiu ár
(1936—46). Hann var einnig i
stjórn Karlakórsins Þrasta um
skeið, þvi að Hallsteinn hafði yndi
af söng og var liðtækur maður á
þvi sviði.
Atvikin höguðu þvi þannig, að
við Hallsteinn byggðum okkur
ibúðarhús saman sumarið 1934 og
höfum verið þar sambýlismenn
siðan, nema nokkur ár, sem ég
bjó annars staðar vegna starfa
minna. Hann hefur reynzt mér
mikið lipurmenni i öllum skipt-
um, og þó sérstaklega áreiðan-
legur og traustur i hvivetna.
Það var einmitt haustið 1934,
10. nóvember, sem Hallsteinn
kvæntist Ingibjörgu Árnadóttur,
sem þá var talin meðal efnileg-
ustu ungra stúlkna i Firðinum,
dóttir Arna Sigurðssonar tré-
smiðs og Sylvíu Isaksdóttur,
hjóna, sem lögðu fram gott og
nytsamt starf i vaxandi bæ. Er
Ingibjörg vel að sér til munns og
handa og kenndi stúlkum i Flens-
borgarskóla handavinnu i nokkur
ár. Henni er sýnt um að halda
myndarbrag á heimili, svo sem
þeir allir vita, sem kynnst hafa
heimili hennar og Hallsteins. Þau
hafa eignast 4 börn. Þau eru:
Ingvar prentsmiðjustjóri I Kali-
forniu, kvæntur þarlendri konu,
Edith að nafni, örn prentari,
kvæntur Valgerði Eiriksdóttur,
Sylvia Þórunn, gift Helga Núma
syni endurskoðanda, og Geir
iþróttakennari, kvæntur Ingi-
björgu Logadóttur. öll hafa þau
systkinin getið sér gott orð á
iþróttasviði, þótt Geir sé nú
þeirra viðkunnastur.
Nú skal skjótt láta staðar
numið. Tilgangur minn með þess-
um linum var sá einn, að minna á
hin mikilvægu störf, sem Hall-
steinn hefur innt af höndum, og
jafnframt að flytja þeim hjónum
þakkir frá mér og konu minni
fyrir margar og ánægjulegar
samvistarstundir i sama húsi. En
á margt gæti ég minnzt, til dæmis
að taka hve ágætur félagi Hall-
steinn hefur verið mér og öðrum i
starfi og á ferðalögum með börn
og i fleiru þess háttar. Og ég gæti
lika talað um, hve slyngur áróð-
ursmaður hann gat verið, hve
laginn hann var að koma inn hjá
öðrum þeim skoðunum, sem hann
vildi, án þess að þeir áttuðu sig á
hvað hann var að fara eða hver
hans skoðun væri, og naut Hall-
steinn þess þá, að hann var gædd-
ur skarpri greind, fljótum skiln-
ingi og töluverðri mannþekkingu
og kunni vel að koma fyrir sig
orði.
En mest virði hefur
mér jafnan þótt hlýleiki Hall-
steins i viðmóti, heiðarleiki i
hugsun og drengskapur i fram-
komu. Og það ætla ég. að svo hafi
fleirum fundizt.
Ólafur Þ. Kristjánsson
Laugardagur 2. febrúar 1974.
©