Alþýðublaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 3
 Ögri átti heimsmet dagpart Skuttogarinn ögri sló heimsmet i sölu afla er hann seldi 238 tonn i Grimsby i fyrradag fyrir 13,2 milljónir isl. króna, eða um 68 þúsund pund. Þetta var hæsta peningaupphæð sem vitað var til að greitt hefði verið fyrir afla úr einum togara til þessa, en hins vegar hefur feng- ist hærra meðalverð pr. kiló, en ögri fékk. Ekki átti ögri heimsmetið þó lengi, þvi sama dag landaði Hulltog- ari einn 300 lestum i Grimsby og fékk um 72 þúsund pund fyrir sinn afla, eða fjórum þúsundum punda meira en ögri. Fuku þvi heimsmetin milli þjóða, þótt fiskurinn væri sá sami úr báðum skipunum, af Islandsmiðum. Mikil eftirspurn er eftir bygg- ingarlóðum i Hafnarfirði um þessar mundir og sem dæmi um það bárust 226 umsóknir um þær 49 lóðir, sem til úthlutunar komu á þessu ári. Flestar umsóknir bárust um einbýlishúsalóðirnar, eða 142. þar af 33 frá fólki utan Hafnarfjarðar. Umsóknir um raðhús voru 37, tvi- býlishús 18 og fjölbýlishús 19, þar af 15 frá Hafnfirðingum. Þá má geta þess að stjórn verkamannabústaða i Hafnar- firði hefur nýlega úthlutað 12 ibúðum I fjölbýlishúsi, en 75 um- sóknir bárust um þær. STÚLKUR UM BORÐ ÞRÁTT FYRIR HLIÐIÐ Það varð mikil ringulreið á fæðingardeild Landspitalans skömmu eftir hádegi I gær, þeg- ar sængurkonum þar var virki- lega gert rúmrusk. Eldur kom upp i timburskúr, þar sem geymdur var óhreinn þvottur deildarinnar, beint fyrir utan gluggana á fjórum sjúkrastof- um i suðurenda hússins. Eldur- inn gaus upp eftir timburstokk- um, sem lágu frá svölum á tveimu hæðum á suðurhlið húss- ins og teygði sig inn um glugg- ana. Kviknaði i gluggunum og allar rúður sprungu, og skemmdir urðu i læknaher- bergjunum I enda ganganna. „Fyrst sáum við reyk, en sið- an heyrðist sprenging, og eldur- inn gaus skyndilega upp, svo við sáum hann út um gluggann”, sagði ein sængurkvenna, sem fréttamaður Alþýðu- blaðsins hitti að máli frammi á gangi annarrar hæð- ar fæðingardeildarinnar. „Urð- uð þið ekki hræddar?” spurðum við, og sængurkonurn- ar þvertóku ekki fyrir það. „Okkur brá náttúrlega dálitið við þetta”, sagði ein þeirra. Þá stöðvuðum við hjúkrunar- konu, sem var á harðaspani eftir ganginum og spurðum, hvort öll þessi læti hefðu ekki komið af stað fæðingum. „Nei, það held ég ekki”, svaraði hún. „En það hefði svo sem ekki veitt af, að þetta kæmi einhverju af stað. Liklega hafa þær, sem eru niðriá fæðingarganginum, samt minnst orðið varar við þetta”, bætti hún siðan við. „Hvert var farið með sængur- konurnar, eftir að vart varð við eldinn?” spurðum við aðra hjúkrunarkonu á hlaupum. „Þær voru allar sendar yfir i nýju álmuna, — og þá má segja, að með þvi hafi hún verið vigð, þvi það er ekki enn búið að taka hana i notkun”, var svarið. Og þegar fréttamaður og ljós- myndari Alþýðublaðsins yfir- gáfu fæðingardeildina var öll hætta hjá liðin, en læknar, kandidatar og hjúkrunarkonur tekin til við að raða sængurkon- um þeim, sem voru i endastof- unum fjórum, niður á aðrar stofur. „Þær, sem voru á stofum niu og eitt, fari upp”, hrópaði einn kandidatinn. „Upp?” sagði ein hjúkrunarkonan undrandi. „Ég sem var að senda þær nið- ur”. -„Nú fer allt i vitleysu, það vilja allir stjórna”, sagði þá ein sængurkonan við okkur, um leið og við smokruðum okkur út um dyrnar fram á stigapall. 226 sóttu um 49 lóðir í Hafnarfirði Skora á Halldór ráðherra að stöðva Halldór prjónastofu- eiganda . Stjórn Landssambands iðn- verkafólks hefur skorað á stjórnvöld og Alþingi (þar / með talinn Halldór E. Sigurðs- J son fjármálaráðherra) aðl koma I veg fyrir það „óþurft- / arverk” að prjónavoðir verði J sendar úr landi til fullvinnslu, á meðan nægur mannafli og vélakostur er i landinu til að vinna verkið. Tilefni áskorunar er, að Prjónastofa Borgarness (eign Halldórs E. Sigurðssonar fjár- málaráðherra og fleiri), hefur sent prjónavoðir i 17 þúsund kápur til fullvinnslu I Skof- landi, en þar á prjónastofan i- tök i prjónastofu. Er hér um að ræða kápur að verðmæti 50—60 milljónir, og er talið að ódýrara sé að sauma þær ytra. Fimm saumastofur á Norður- landi hugðust taka verkefnið að sér, en þær standa nú uppi i verkefnalausar. Starfsmenn l þeirra eru á annað hundrað. J Eldvígsla nýju ólmunnar HORNIÐ Skuttogaraknörr „Landnámsmaður” hringdi: „Við vorum hér nokkrir félag- ar að ganga niður við höfn og sáum þar nýja skuttogarann Ingólf Arnarson liggja bundinn við festar. Þá fórum við að hugsa með okkur, hvort þetta skip ætti ekkert að fara á veið- ar, eða hvort meiningin er að láta það liggja bundið við bryggju allt þjóðhátiðarárið. Okkur kom saman um, að það væri liklega besta lausnin, ef ekki á að verða þeim mun meira tap á útgerðinni. Hins vegar má einnig leysa annað vandamál með þessu skipi: Láta það koma i staðinn fyrir knörrinn góða. Þvi leggjum við til, að s/t Ing- ólfur Arnarson verði ekki sendúr út á haf i allan sóðaskap- inn, heldur verði látinn liggja við landfestar þangað til á 17. júni. Þá lætur skipið úr höfn með a.m.k. eina lúðrasveit inn- anborðs, auk allra helstu fyrir- manna þjóðarinnar, svo sem Indriði G. Þorsteinsson, Matthi- as Johannessen, Ólafur Jóhannesson og Sverrir Runólfsson. Þeir sigla sem leið liggur austur með landinu og koma við I hverri vik, þar sem borist hefur bein að landi. Lúðrasveit- in leikur ættjarðar- og sjó- mannasöngva, Indriði og Matthias lesa ljóð hvor fyrir annan, Ólafur Jóhannesson flyt- ur ræðu og Sverrir Runólfsson ræðir vitt og breitt um stjórnar- skrána. Siðan er boð um borð i togar- ann fyrir broddborgara þorp- anna, þar sem Ingólfi módel 874 er drukkin skál og á meðan leikur lúðrasveitin fyrir dansi bæjarbúa á bryggjunni. Eg fer út .... Gisli Baldur Jónsson, vakt- stjóri á BP bensínstöðinni við Alfheima hringdi i gær vegna skrifa „bileiganda” i Horninu i gær: „Ég vil taka það fram, vegna þess sem kom fram i Horninu, að við hér á BP stöðinni við Álf- heima höfum þvottaþjónustu hvern einasta frostlausan dag. Við höfum hér stórt þvottaplan sem er geysimikið notað. Ég hef sjálfur séð um að bera kústana út á planið og endurnýja þá eftir þörfum, og hef þvi góða yfirsýn yfir þessi mál. Þá má einnig geta þess að við tjöruþvoum kústana á hverju kvöldi. Þvert ofan i álit „bileig- anda” er það min reynsla að bensinstöðvarnar hér kapp- kosta einmitt að veita góða þjónustu i þessum efnum sem öðrum”. ,,Ás t a n d i ð " í Straumsvíkurhöf n er ekki liðið undir lok þrátt fyrir að stjórn Alversins hefði í fyrra lofað að koma upp hliði við höfn- ina svo stúlkur kæmust ekki um borð í erlend flutningaskip þar. Svo rammt kvað að þessari ásókn stúlkna í fyrra og svo mikil vandræði voru oft, er þær voru að koma dauðadrukknar og illa til reika upp úr skipun- um, að ákveðið var að setja upp hlið, og hafa þar vörð. Hliðið var sett upp, en það er alltaf opið, þegar skip er í höfninni, og enginn vörður. Þannig er nú griskt skip i höfn- inni og hefur lögreglan í Hafnarfirði spurnir af ásókn stúlkna um borð. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.