Alþýðublaðið - 08.02.1974, Page 5
utgefandi: Alþýðublaðsútgáfan hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður/ Frey-
steinn Jóhannsson. Stjórnmálarit-
stjóri, Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti
19, simi: 86666. Afgreiðsla:
Hverfisgötu 8-10, simi: 14900. Aug-
lýsingar, Hverfisgötu 8-10, simi
86660. Blaðaprent hf.
VARASðM ADSTAÐA ASI
Ekki virðist ganga betur hjá verkalýðnum i
landinu að semja um kaup og kjör þótt að völd-
um sitji rikisstjórn, sem i upphafi gaf sér heitið
„stjórn hinna vinnandi stétta”. Ef nokkuð, þá
hafa samningar nú gengið treglegar en oftast
áður, jafnvel þótt verkalýðsforystan hafi sýnt
mikla biðlund. Tveggja mánaða samningavið-
ræður hafa bókstaflega engan árangur borið og
nú er svo komið, að þolinmæði jafnvel þolinmóð-
ustu verkalýðsforingjanna er á þrotum og verk-
fall er yfirvofandi.
Frést hefur, að nú fyrir nokkrum dögum hafi
rikisstjórnin loks tekið á sig rögg og myndast
við að leggja fram einhverjar tillögur um pólit-
iskar aðgerðir til þess að greiða fyrir samning-
um. En þótt hún hafi tekið sér góðan umhugsun-
artima, virðist niðurstaðan — tilboðið, sem hún
hefur gert samninganefnd verkalýðsfélaganna
— ekki svo ýkja merkileg og jafnframt mjög
viðsjárverð.
Eftir þvi sem næst verður komist, mun aðal-
efniði „tilboði” rikisstjórnarinnar, vera það að
lækka nokkuð beina skattheimtu rikissjóðs —
þ.e.a.s. tekjuskattana. Slikt tilboð er að sjálf-
sögðu virðingarvert — ef ekki fylgdi böggull
skammrifi. Böggullinn mun nefnilega vera sá,
að á móti þeirri lækkun tekjuskatta, sem rikis-
stjórnin býður, mun hún ætla sér að hækka ó-
beina skatta og þá fyrst og fremst söluskatt, og
þeir, sem kynnst hafa skollaleik rikisstjórnar-
innar i skattamálunum, munu ekki láta það
koma sér á óvart, þótt hin aukna skattheimta,
sem stafa myndi af hækkun söluskattsins, yrði
þegar öll kurl væru komin til grafar nokkru
meiri en sú lækkun skattheimtunnar, sem feng-
ist með þeirri tekjuskattslækkun, sem rikis-
stjórnin býður. Tilboð rikisstjórnarinnar til
verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir i skatta-
málum gæti þannig falið i sér skattahækkanir i
stað skattalækkana og það hlýtur að skjóta fót-
um undir þær grunsemdir, að um margra vikna
skeið hefur rikisstjórnin með öllum ráðum verið
að reyna að afla meiri tekna i rikissjóð með
nýrri skattheimtu, en hefur skort þingstyrk til
þess að koma þeim ráðagerðum sinum fram.
Væri það slæmur bjarnargreiði við launþega i
landinu, ef samninganefnd ASÍ léti glepjast til
þess að samþykkja fyrir sitt leyti að hjálpa
rikisstjórninni til þess að framkvæma skatta-
hækkanir, sem hún hefur ekki fengið þingstuðn-
ing við til þessa. Þvi verður verkalýðshreyfingin
að sýna mikla aðgát i sambandi við mat sitt á
tilboðum rikisstjórnarinnar um aðgerðir i
skattamálum. Verkalýðsforingjarnir verða að
hafa það hugfast, að rikisstjórnin hefur ráð á
hópi sérfræðinga til þess að gera fyrir sig alls
kyns útreikninga, sem villt gætu um fyrir ósér-
fróðum mönnum þar sem verkalýðshreyfingin
verður hins vegar fyrst og fremst að treysta á
eigin útsjónarsemi. Jafnframt ættu forystu-
menn launþega að hafa það hugfast, að reynslan
hefur sýnt, að launþegasamtökin geta ekki
treyst rikisstjórninni til þess að standa við fyrir-
heit sin eigi hún einhverja möguleika á að skjóta
sér undan efndunum. Verði samið við hana um
einhverjar aðgerðir til þess að greiða fyrir
kjarasamningunum, verður hvert einasta atriði
þeirra samninga þvi að vera neglt rækilega fast
þannig að rikisstjórninni gefist enginn kostur á
undanbrögðum.
alþýðu|
ÍL
FRÁ ALÞINGI
2500 TN. BRÆDSLA
RfSI f GRINDAVIK
Einns og sagt hefur verið frá i
Al.bl. hefur Jón Ármann Héðins-
son, alþm., lagt fram á Alþingi
tillögu til þingsályktunar, þar
sem skorað er á rikisstjórnina að
fela stjórn Sildarverksmiðju
rikisins að hefja nú þegar undir-
búning að byggingu bræðsluverk-
smiðju i Grindavik, sem brætt
geti 2500 tn. af loðnu á sólarhring
og væri tilbúin til vinnslu i árs-
byrjun 1975.
Jón Ármann Héðinsson fylgdi
tillögu þessari úr hlaði á fundi
sameinaðs þings þann 29. janúar
s.l. I framsöguræðu sinni sagði
Jón m.a.:
Hér við iand hófust loðnuveiðar
fyrst að nokkru ráði árið 1965
og öfluðust þá um 50 þús. tonn.
Árið eftir verður mikil aukning og
veiðast þá um 125 þús. tonn, en
næstu tvö árin er aflinn heldur
minni eða rétt innan við 100 þús.
tonn.
Siðan verður mikil breyting og
aflast allt frá 170 þús. tonnum upp
i 190 þús. tonn á árunum 1969 til
1971. Þá er veruleg aukning á
skipum i veiðunum og aukin
þekking og auknar rannsóknir
eiga sér stað á göngum loðnunnar
er stuðla að þessari þróun og er
hér um mjög merkilegt rann-
sóknarstarf að ræða og sýnir
glögglega.hvað skynsamleg not-
kun á fjármagni og vel útfærðar
rannsóknir geta geíið af sér.
Geysileg aukning i skipaflota
verður svo árið 1972, þá veiðast
277 þús. tonn og á s.l. vertið
veiddust um 440 þús. tonn og þá
tóku 90 skip þátti veiðunum og
þótti mörgum sú þátttaka vera
orðin fullmikil og myndi ganga
yfir þátttöku i þorskveiðum eða
bolfiskveiðum. Nú er aftur á móti
sýnilegt að enn meiri áhugi er á
að veiða loðnuna og eru nú
um 130 til 140 skip þátttakendur á
yfirstandandi vertið. Afkasta-
aukning skipaflotans er þannig
geysileg og er engin leið að ætlast
til þess, að verksmiðjurnr geti
mætt þeirri afkastaaukningu,
sem bátaflotinn eða aukning
bátafl. hefur i för með sér og
þess vegna var hér á Alþingi
samstaða um það að efla til
loðnuflutningasjóðs. Hann var
reyndur s.l. ár á vertiðinni þá og
gaf góða raun. Með auknu skipu-
lagi hafa menn siglt viða með
loðnuna og er það vel. en þrátt
íyrir það, þá er það ekki einhlitt,
bæði kostar það nú stórfé að sigla
hringinn i kringum ailt land og
auk þess er það mjög áhættusamt
með drekkhlaðin skip að sigla
norður fyrir Horn og Langanes.
Það er lika jafnvel áhættusamt að
sigla i suðvestanátt og norðvest-
anátt fyrir ■ Revkjanes og Garð-
skaga með drekkhlaðin skip. Það
mundi vera samdóma álit ailra
skipstjórnarmanna, að mikill
fengur væri i þvi að fá aukna af-
kastagetu verksmiðja við suður-
ströndina og ég læt mig dreyma
um það, að þessu verði mætt fyrst
i Grindavik og siðan að nokkru i
Þorlákshöfn, þegar þar verður
komin góð höfn einnig. Nú mundu
einhverjir vilja segja, að rétt væri
að muna eftir Norðurlandinu og
skal ég alls ekki hafa á móti þvi,
siður en svo. En við verðum að
gera okkur grein fyrir þvi, hvað
það kostar að flytja svo mikið
magn eins og við eigum von á að
aflist um svona langa vegu og ég
vil undirstrika það, að i þvi er
fólgin gifurleg áhætta og ménn
munu ekki ráða við það, ef brest-
ur á stórveður, þegar þeir sigla
svona ianga leið, sem er yfir
sólarhrings sigling og skipum og
áhöfn er stefnt i óþarfa hættu. 1
málefnasamningi hæstv., rikisstj.
segir svo á bls. 5 i kaflanum um
atvinnulif orðrétt,„aö gera sér-
stakl átak til að endurhæfa frysti-
húsareksturinn og taka löggjöf og
rekstur Sildarverksmiðja rikis-
sins til endurskoðunar.” 1 ljósi
þessara orða vil ég ætlast til þess,
að það verði nú metið mjög
gaumgæfilega, hvort ekki sé rétt
að tryggja rekstur SR, sem hefur
gengið erfiðlega á undanförnum
árum, og það verði metið rétt að
koma á stofn verksmiðju, er
hjálpi til og staðsetjist á þeim
stað, sem ég legg til, það er að
segja i Grindavik. Það mundi
augljóslega bjarga miklum afla á
land, verulega miklum mun meiri
afla, sem allir vænta að muni eiga
sér stað og auk þess mundi það
létta mjög undir rekstur SR,
vegna breytinga i sildinni. Loðnu-
futningasjóður mun jafnt starfa
áfram eins og hann hefur gert. Þá
er það mjög mikilvægt. að vel
takisl til og hann starfi áframog
jöfnun sé á framboði á loðnunni
um allt land, en engu að siður er
það vegna ljarlægðar og kostnað-
ar bráð nauðsyn að koma upp
verksmiðju hér við suðursirönd-
ina. Rekstur SR var hagkvæmur
á s.l. ári og er'það talið samkv.
bráðabirgðauppgjöri, að hann
hafi skilað um 50 millj. nettó
ágóða. Þessu fjármagni þarf auð-
vitað að verja aftur til upp-
byggingar og greiðslu fyrri tapa
og skulda, en hvað um það, þá er
eðlilegt. að SR fylgi þeirri þróun.
sem aðrir standa i nú, að endur-
bæta verksmiðjur sinar mjög og
er það gleðilegt, að hinn góði
rekstur, sem var hjá öllum loðnu-
verksmiðjum á s.l. ári hefur farið
i mikla uppbvggingu. ftg held
næstum undantekningalaust.
Þannig að móttökuskilyrði eru
mun betri, þó að afkastageta
hafi litið aukist, en sé allt lagt
saman yfir landið, mun af-
kastageta verksmiðjanna að-
eins vera 12 þúsund tonn.
En afkastageta bátallotans
núna með sæmilegum afla
liefur sýnt sig vera 12—15 þús.
tonn á sólarhring, þannig að þeir
munu þegar lenda i miklum
vandræðum með losun, ef ekki er
horft fram i timann og revnt að
bæta úr þvi, bæði með stækkun
þróa og aukningu bræðslugetu.
Þessi 12 þús. tonna afköst byggj-
ast þá á þvi. að allt sé með talið.
en viðbót við loðnu kemur svo
vinnsla auðvitað á beinum og úr-
gangi frá togurunum. en eins og
menn vita, þá er afli togara oft
karfi og 70% af þeim afla fer beint
i gúanó, þvi' karfinn nýtist um
26—30%, þannig að fari togararn-
ir að afla mikið af karfa. þá hafa
þær verksmiðjur. sem af þeim
taka feikinóg verkefni lika. Það
er þvi fullkomlega eðlilegt. að
stjórn SR hugleiði það mjög
gaumgæfilega. að bæta móttöku-
skilvrði og vinnuskilyrði á vegum
SR jafnframt þvi sem Alþingi
hefur stuðlað að þvi, að einkaaðil-
ar geti fengið aukið fjármagn.
FLOKKSSTARFIÐ
Frá FUJ
RÁDSTEFNU frestað
Vegna óviöráðanlegra aðstæðna verður
að fresta borgarmálaráðstefnu þeirri,
sem halda átti á morgun, laugardag, um
eina viku.
Verður hún væntanlega haldin n.k.
laugardag aö Hótel Esju. F.U.J.
FULLTRÚARÁÐSFÓLK í ncw,A,,ll/
HÁDEGISFUNDUR
Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna i Reykjavik boðar til hádegis-
fundar laugardaginn 9. febrúar nk. i Iðnó, uppi. Fundurinn hefst kl. 12
á hádegi, stundvislega.
Á fundinum verða lagðar fram tillögur stjórnar fulltrúaráðsins um
skoðanakönnun vegna væntanlegra borgarstjórnarkosninga i Reykja-
vik.
-----------------------------------------©
Föstudagur 8. febrúar 1974.