Alþýðublaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.02.1974, Blaðsíða 6
LIZ OG BRANDO LANGVINSÆLUST EN PORNÓSTJARNAN VARD AD SJÁLFSÖGÐU FYRIR VALINU HJÁ FRÆNDUM VORUM í SKANDINÁVÍU! -ö- -C> Bette Davis fékk eft- irsóttustu verðlaun blaðamannanna. 0 0 0 Linda Lovelace, pornóstjarnan, sem .vin- sælust var meðal frænd- þjóða vorra. NYTT UR OLIUHEIMINUM: VASELINIÐ STÖÐUTÁKN! Með hjálp fréttastofu Reuters hafa samtök erlendra frétta- manna i Hollywood enn einu sinni framkvæmt gallup-skoð- anakönnun til þess að komast að þvi, hverjar kvikmyndastjörnur eru nú þær vinsælustu i heimi. Á árshátið samtakanna, sem haldin var á Beverly Hilton hótelinu þann 26. janúar s.l. var hinum eftirsótta „Gullhnetti” úthlutað til vinsælustu kvik- myndaleikara heims. Ýmsar aðferðir Reuter kannaði viðhorfin i 55 mismunandi löndum, sem fregnritararnir i Hollywood skrifa fyrir, og niðurstöðurnar urðu þær, að enn einu sinni voru þau Elizabeth Taylor og Marlon Brando kjörin sem vinsælustu kvikmyndastjörnurnar. Vin- sældir Brandos um heim allan á hann að sjálfsögðu fyrst og fremst að þakka kvikmyndun- um Guðföðurnum og Siðasta tangó i Paris, en þar sem hinar tvær nýju kvikmyndir Taylor á árinu „Næturvörðurinn” þar sem hún lék á móti hinum ný- látna Laurence Harvey, og „öskudagur”, þar sem hún lék á móti Henry Fonda og sjarmörnum Helmuth Berger, voru ekki svo ýkja vel heppnað- ar, þá verða menn að ganga út frá þvi, að mest um talaði hjónaskilnaður i heimi og sætt- irnar, sem siðan tókust, hafi orkað að halda nafni hennar hæst á lofti. Þegar hinir erlendu fréttaritar- ar byrjuðu fyrir all-mörgum ár- um að kjósa vinsælustu karl- og kvenstjörnur heims, þá voru það félagsmenn sjálfir, sem unnu við kosningarnar og fram- kvæmdu þar með þvi, að kynna sér hvaða tveir leikarar væru mest um ræddir i blöðum þeim, er þeir skrifuðu fyrir. Fyrir nokkrum árum tók fréttastofa Reuters hins vegar að sér að framkvæma gallup-skoðana- könnun á málinu með alls kyns furðulegum og sérstæðum að- ferðum. I sumum löndum eru kvikmyndagagnrýnendur blað- anna spurðir, i öðrum eigendur kvikmyndahúsa, og i enn öðrum aðeins einn maður eða svo. Þannig var það t.d. i Noregi, en þar sneri Reuter sér aðeins til kvikmyndagagnrýnenda „Dag- bladet” — hins kunna Arne Hesteness — og lét hann svara. „Guðfaöirinn tryggði Marlon Brando efsta sætið Ekki er okkur kunnugt um, hvort tsland hefur verið með i þessari skoðanakönnun — en hafi svo verið, þá hefur það að sjálfsögðu farið mjög hljótt. Linda Lovelace i fyrsta sæti. I Danmörku sneri Reuter sér til eigenda kvikmyndahúsanna og spurði þá, hverjir væru vin- sælastir. Og væntanlega undrar það engan, sem verið hefur á ferð i Kaupmannahöfn þessar siðustu vikurnar, þótt leikkonan Linda Lovelace — stjarnan úr klámmyndinni „Deep Throat” skuli hafa orðið óskoraður sig- urvegari i baráttunni um sæti vinsælustu kvikmyndaleikkon- unnar meðalDana. Kvikmyndin sú hefur nú gengið i heilt ár fyrir fullu húsi i Nygade-teatret i Kaupmannahöfn. 1 öðru sætinu i Danmörku varð sú sænska Liv Ullmann og Barbra Streisand númer þrjú. Vinsælasti kvikmyndaleikar- inn i þvi landi reyndist vera Roger Moore, en næstir honum komu Marlon Brando og Clint Eastwood. 1 Sviþjóð var pornóstjarnan Linda Lovelace einnig kjörin vinsælasta leikkonan, en Maria Schneider, leikkonan úr „Siða- sti tangó i Paris” varð númer 3. En það urðu sem sé hin gamalkunnu Liz Taylor og Marlon Brando, sem sigruðu á heimsmælikvarða. Bette Davis verölaunuö. A árshátiðinni, þar sem „Gullna hnettinum” var úthlut- að, veittu erlendu fregnritar- arnir eínnig leikkonunni Bette Davis ágætustu verðlaun kvik myndaheimsins — Cecil B. de Mille verðlaunin. Þessi verð- laun hafa áður verið veitt skær ustu stjörnunum i Hollywood svo sem eins og John Wayne, Bob Hope, Joan Crawford, Sam Goldwyn og Alfred Hitscoek. Til verðlaunanna aðþessu sinni var einnig tilnefndur hinn áttræði kvikmyndaleikari Jean Renoir, en það varð Bette Davis, sem sigraði og það er vist óhætt að segja, aðhún hafi látið vel til sin taka i bandariska kvikmynda- iðnaðinu á umliðnum árum. Liz Taylor vann aftur — e.t.v. fyrst og fremst vegna skilnaö- armálsins. Vaselin — hver notar það i dag til annars, en að smyrja með smábarnsrass? Þannig var sagt fyrir nokkrum mánuðum. En svo komu tiskukóngarnir og breyttu þessu öllu. Vissulega er vaselin enn notað til þess að smyrja smábarna- rassa, aumar hendur og annað þvilikt. En tiskudömurnar nota það nú einnig til þess að smyrja augnhár sin — og þær, sem vilja fylgjast reglúlega vel með, maka þvi auk þess i hárið. Nú i miðri oliukrisunni getur vaselinið — sem unnið er úr oliu — mæta vel orðið stéttartákn, hvorki meira né minna! Vaselin var fundið upp af Bandarikjamanninum Robert A. Cherseborough. Eitt sinn er hann heimsótti oliuborturn heyrði hann verkamennina kvarta yfir einhverju efni, sem stiflaði ávallt fyrir þeim dælurnar. En þeir höfðu einnig komist að raun um, að rifnar og marðar hendur þeirra urðu full heilbrigðar á ný, ef þær mökuðust út i þessu efni. Cheseborough, sem var efna- fræðingur, fór með slatta af efni þessu heim með sér. Hann prófaði sig áfram með alls kyns hreins- unaraðferðir og árið 1870 tókst honum loks að eyða allri lykt og öllu bragði úr þvi. Nefndi hann hið hreinsaða efni Vaselin. og vaselinið hóf sigurgöngu sina með það sama. Það hefur verið notað sem verndunarefni — bæði gegn sól- bruna og ryði — og sem gjaldmið- ill i frumskógum. Sagt er, að ör- yggislögreglan i Rússlandi hafi fundið vaselinsbuðk á náttborði Svetlönu Stalin — og hafi litið á buðkinn sem sönnun um það,að hún væri spillt og undir vestræn- um áhrifum. Hjá Cheserborough- Pond samsteypunni — en það er stærsti vaselinframleiðandi heims — er varðveitt bréf frá bandariskum lögreglustjóra er hljóðar svo: „Hér með leyfi ég mér að af- panta vaselinspantanir minar til fangelsins i umdæmi minu. Um tveggja mánaða skeið hafa tveir af föngum minum reglulega stolið vaselini af birgðum fangelsisins og geymt það, uns þeir höfðu fengið nóg til þess að smyrja sig frá toppi til táar. Þá tókst þeim að smeygja sér milli rimlanna og sleppa. Ég þori þvi ekki að hafa vaselin lengur hér i fangelsinu.” Vaselin á varirnar Vaselin i hárið! Eiginkonurnar dauðhræddar við þjálfarann Þessi mynd hefur valdið miklu uppnámi meðal eiginkvenna leikmanna i ishockey- liði danska bæjarins Frederikshavn, en liðið leikur i 1. deildinni i ishockey. Mynd- in er nefnilega af þjálfara liðsins, Piu Grendman, sem er 19 ára stúlka. Sýnir myndin hana nakta i baðklefa liðsins og óttast nú eiginkonur leikmanna, að eitt- hvað ekki alveg nógu gott sé i hinu góða sambandi leikmanna og þjálfara, sem m.a. hefur kvatt liðið mjög til dáða. Svo hart var að aumingja Piu sótt, aðforráða- menn liðsins urðu að einangra hana frá almenningi. En leikmennirnir og forráðamenn liðs- ins eru ekki á sama máli og eiginkonurnar og e.t.v. aðrir hvað siðferði þjálfarans viðvikur. — Myndinni hefur verið stolið af óprúttnum ljósmyndara og siðan hefur hún verið notuð til þess að skapa æsifrétt- ir, sem ekki eiga við nokkur rök að styðj- ast. Pia hefur t.d. aldrei látið út úr sér sum þau ummæli, sem eftir henni eru höfð i blöðum, segir formaður ishockey- deildar iþróttafélagsins. Og einn af leikmönnunum tekur- undir þau orð. — Hér er um algeran misskilning að ræða, segir hann. Pia er ekkert annað en þjálfari okkar. Ef fólk heldur eitthvað annað, þá hefur það rangt fyrir sér. Við böðum okkur hvorir i sinu lagi — fyrst leikmennirnir og svo þjálfarinn. En hvað segir Pia sjálf: Það er vist ekki alveg á hreinu. Enda skiptir það vist ekki mestu máli. Meira máli skiptir, hvað eig- inkonurnar segja. Piparsveinarnir i leik- mannahópnum geta hlegið að þessu öllu saman — en þeir giftu? Þeir eiga vist ekki létt með að fá leyfi til að skreppa á æfingu nú orðið. :«í' '0 p .Ul' * t «• FLESTALUR BILSTOLAR BARNA STÚRHÆTTULEGIR iifi IT «. m ;«7 M i*a iít rtif • ir* W 7i" 1,.K f ^ V. m p m Uít ú 11 af 15 barnabilsætum „féllu á prófinu”, þegar opin- berir aðilar i Þvskalandi reyndu nú i haust 15 mismun- andi gerðir af öryggisstólum fyrir börn til að hafa i bílum. Ahrifarikar myndir af til- búnum umferðarslysum, þar sem dúkkur voru hafðar i stól unum, sýndu rannsóknar- mönnunum, að verndunin, sem þessar 11 sætategundir veittu börnunum, var engin — og stundum minni en engin. Sumar gerðirnar lögðust sam- an um likama barnsins likt og vasahnifar, en aðrar reyndist ómögulegt að festa tryggilega i bilana. Það var þýska neytenda- blaðið „TEST”, sem skýrði frá athugunum og nú hefur ánnað neytendatimarit þar i landi skýrt frá þvi, að hinar ó- hugnanlegu niðurstöður kann- ananna hafi a.m.k. haft þau heillavænlegu áhrif, að á- kveðnir framleiðendur barna- bilsæta hefðu orðið að breyta framleiðslu sinni talsvert fyrir hinn þýska markað — eða al- gerlega hætt sölu þangað. Aðeins tvær gerðir sæta fengu einkunnina „Mjög góð” i þýsku rannsókninni. Þær gerðir heita Romer Peggy og KL Jeenay Safety Seat. Tvær aðrar gerðir töldust „Fullnæg jandi”. Sænska ,,Klippans”-sætið og sæti af gerðinni Herlag Derby. Aftursnúin sæti þau einu öruggu. Á Norðurlöndum hefur einn- ig mikið verið rætt um öryggi barnabilsæta — enda þótt ekk- ert sérstakt hafi verið aðhafst i þeim málum þar. Tilraunir til þess að fá ákveðin öryggisatriði lögfest, hafa yfirleitt runnið út i sand- inn með einum eða öðrum hætti. 1 Danmörku eru t.d. engin ákvæði til um styrkleika slikra sæta. Að visu liggja fyr- ir ákveðnar alþjóðlegar stöðlunarkröfur frá hinni al- þjóðlegu stöðlunarstofnun ILO, en sænskar rannsó.knir hafa leitt i ljós, að á þeim er ekki byggjandi hvað varðar öryggi barnabilsætanna og þvi hafa þær verið i litlum metum á Norðurlöndum. Sænsku rannsóknirnar leiddu nefni- lega i ljós, að einu öruggu sæt- in voru þau, sem sneru aftur, en ILO hefur einnig f jallað um sæti sem snúa fram og gefið á kveðna öryggisstaðla fyrir þau. Þar sem sænsku rann- sóknirnar sýna, að slik sæti geta aldrei veitt fullkomið ör- yggi, hversu góð, sem þau eru, hafa Norðurlandabúar þvi vantreyst upplýsingum ILO. Stóllinn á aö passa nákvæmlega. Eitt af þvi, sem Sviar og ILO eru þó alveg sammála um er, að framleiðendurnir eigi að taka fram við hvaða hæð barna hin ýmsu sæti eru mið- uð. „Skel-stóll” veitir t.a.m. litla vörn, ef barnið i honum er of stórt. Sé svo ge.tur stóllinn jafnvel verið hættulegur, þvi þá nær höfuð barnsins upp fyr- ir stólbrúnina. Jafnvftl mjög góðan barna- stól á þvi að taka úr notkun, ef barnið er orðið of stórt i hann. Frá vestur-þýsku rannsóknunum. Við árekstur á aðeins 30 km hraða geta rörbyggðir barnastólar lagst saman um likama barnsins likt og sjálfskeiðungur. Stóllinn á myndinni var ekki nægilega festur að ofan, en einnig stólar með góðum efrifestingum reyndust vera of veikbyggðir þegar árekstur varð. Þessi stóll cr „skelbyggður”, en hann veitti ekki heldur nægilega góða vörn þar eð ckki var hægt að spenna hann nógsamlega fast- an við aftursætið. Þýska athugin sýndi, að festingarnar gefa sig oft og spennurnar þola ckki togið. Barnið þeytist þvi með afli miklu á bak framsætisins. tiú íl tif; vÍ! fíij liá rv.. iU » LITIR HAFA AHRIF Á GÁFNAFARIÐ Þeir litir, sem barr.ið býr við á heimilinu, á barnaheimilinu eða i skólastofunni, hafa áhrif á hve skýrt og þægilegt barnið er i um- gengni. Leikföng, sem eru rétt valin, uppeldislega séð, hafa minni áhrif i þessu sambandi, á hinn bóginn eru áhrif vegglitanna afar mikilvæg. Fái barn að leika sér eða læra i umhverfi, sem er málað eftirlætislitum þess, bætir það gáfnafar barnsins. Stofnun nokkur, er starfar við hagkvæma sálarfræði i Miinchen i V-Þýskalandi, er nú komin langt á veg með rannsóknarverkefni, sem ætlað er að skýra áhrif um- hverfisins á gáfnafar. Þriggja ára tilraunir með 473 börn, allt að 9 ára aldri, hafa leitt til óvæntra niðurstaða. „Fallegir litir, þ.e.a.s. ljósblátt, gult, gulgrænt eða rauðgult (oransje), allt eftir eigin vali barnanna sjálfra, juku gáfnafarsvisitölu þeirra um allt að 12 stig. „Styggir” litir eins og hvitt, svart og brúnt urðu til þess, að gáfnafarsvisitalan féll niður um allt að 14 stig. Eftirlætislitirn- ir örva einnig árvekni og athafna- þörf — hvitir, svartir og brúnir litir slæva hins vegar þessa eigin- leika. ttarlegri rannsókn á mál- inu virðist staðfesta þessar niður- stöður. Sálfræðingarnir létu tvo skólabekki i tvö herbergi, sem voru máluð „fallegum litum” að mati barnanna sjálfra. Siðan var framkvæmdur samanburður við þriðja bekk, sem var í herbergi, sem hafði verið málað tilviljana kenndum litum. t ljós kom eftir hálft ár, að meðal-gáfnafarsvisi- talan var 15 stigum hærri hjá bekkjunum tveimur, er bjuggu við liti sem þeir voru ánægðir með, og 18 mánuðum eftir að til- raunin hófst var meðalgáfnafars- visitalan 25 stigum hærri. Umgengnin — metin eftir vin- gjarnlegum orðum, brosum og höfuðhneigingum eba gjörsam- lega þvi andstæða — verður mikl- um mun betri i herbergi, sem er málað rauðgulum lit. Veggir, sem þannig eru málabir, auka hin ,,já- kvæðu félagslegu viðbrögð” um 53 prósent, þar sem aftur á móti sömu viðbrögð minnka um 12 prósent i umhverfi, sem er litt örvandi. Olnbogarúmið hefur mikii áhrif á skýrleik og umgengni. 90 prósent þeirra barna, sem rann- sökuð voru, voru ekki ánægð ef þau höfðu ekki 60 til 65 fermetra til að leika sér á. Væri hins vegar að þeim þrengt hafði það slæv- andi áhrif á þau. Og enn eitt: ekki má vera alltof hátt til lofts þar sem litil börn eru. Eitt af þvi fyrsta, sem barnaheimilisbörn gera á morgnana, er að klifra upp og snerta þakið eba loftið. Það er i sambandi við þörf þeirra til þess að rannsaka umhverfi sitt. SVENGJfl SIG fl SJÚKRAHÚSI Stokkhólmi — Hundruð stúlkna á táningaaldri liggja nú á geðdeild- um barnasjúkrahúsanna i Sviþjóð vegna óhóflegrar megrunar, að sögn Aftonbladet. Finnast dæmi þess, að sumar hafi iést um 30—40 kg- t mörgum tilfellum hafa þessar ungu stúlkur veikst af sjúkdómi, sem heitir anorexia nervosa. Hann er tengdur kynþroskaskeið- inu og kemur einkum nibur á stúlkum og i nokkrum tilfellum á piltum. Þess mun finnast dæmi. að unglingar hafi veikst svo al- varlega, að sjúkdómurinn hafi leitt þá til dauða. En hvi er svo mikið um það, að ungar stúikur, sérstaklega. neita að matast? Barnasálfræðingarnif geta ekki svarað þvi svo ótvirætt sé. Anna-Lisa Anneli, prófessor. segir i bók sinni ..Frumatriði barnasálarfræði”, að þær stúlk- ur, sem taka að megra sig mjög ungar, hafi verið tengdar mæðr- um sinum mjög sterkum böndum en hafi jafnframt og samtimis þóst vera settar til hliðar vegna systkina sinna eða annarra fjöl- skyldumanna. Megrunarkúr sá, sem i mörg- urn tilfellum fer út fvrir hófleg mörk, er gjarnan stundaður af stúlkum, sem áður hafa verið dá- litið holdugar, en vilja nú gjarnan megra sig. Anneil prófessor skrif- ar urn þær: Margar þeirra hafa áður átt i erfiðleikum með mat- inn. Annað hvort hafa þær neitað að borða eða þær hafa borðað of mikið. Innri spenna og óánægja i sálarlifi þeirra hafa valdið sterk- ari þrá eftir mat og sætindum og það hefur siðan leitt til þess, að margar þeirra hafa orðið alltof feitar stuttan tima. Þegar þær hafa komist yfir sjúkdóminn ná þær gjarnan eðlilegu holdafari aftur. 0 Föstudagur 8. febrúar 1974. Föstudagur 8. febrúar 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.