Alþýðublaðið - 08.02.1974, Side 12
I
Engar stórvægilegar
breytingar verða á
veðri i dag frá i gær.
Veðurstofan spáði í
gærkvöldi austan eða
norðaustan stinnings-
kalda, léttskýðjuðu og
4—7 stiga frosti um
mest allt landið.
Því er eins gott að
halda vel í eyrnahlíf-
arnar sínar og lamb-
húshettuna. Jafnframt
megum við hrósa
happi yfir að búa ekki
á Hveravöllum, þar
sem var 17 stiga frost i
gær.
KRILIÐ
FEK Hfinrr DyRfí /T)fíL HLUT/% 'OKTYrtl Fu&t—
CrOTT fíV RUÍTfí
V
HEE5S
E/VV. ELD F/hll
rt RE/Ð mENr/
S/EVÝF v/fíÐ/R
orug/
KE>ZR LHT/H úR/tr/ HlRT/D
ernniT SK£Uv
V SJÖ m/L VfíR SfímHL FíJ<>Tld \
HOTUR HfíR. LÍk
Bókhaldsaöstoó
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KÓPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
SENDIBIL ASTOOIN Hf
TIIRNAR BORGARINNAR
Verslunarhús
Marteins kaupm.
Alþýöubankinn er nú í þessu
mikla húsi við Laugaveg nr. 31
Marteinn Einarsson, kaupmað-
ur, lét reisa þetta hús sem versl-
unar- og ibúðarhús. Var bygg-
ingu þess lokið og verslun opnuð
þar Alþingishátiðarvorið 1930.
Einar Erlendsson, húsameistari
rikisins, teiknaði húsið. en
Kornelius Sigmundsson var
byggingarm eistarinn. Áður
verslaði Marteinn á Laugavegi
29. þar sem nú er Versiunin
Brynja. Verslunarhús Marteins
Einarssonar var reist á rústum
húss Jónatans Þorsteinssonar.
sem brann um 1920. Hann rak
bilaverslun þar og var umboðs-
maður fyrir Overland, sem sið-
ar varð Willys-Overland i
Bandarikjunum.
Þar sem nú er Alþýöubank-
inn. var áður smávöru- og
snyrtivörudeild hjá Marteini,
verslunin var i mörgum deild-
um á tveim hæðum. Turninn
hefur aldrei gegnt neinu sér-
stöku hlutverki utan ibúðar-
þarfa. en óneitanlega setur
hann svip á húsið.
Við höfum orðið varir við það, að fólk kann að
meta þessa seriu um turnana i Reykjavik, og
söguna á bak við þá. Margir hafa þarna upp-
götvað hluti, sem þeir hafa haft við bæjardyrn-
ar, en kannski ekki veitt athygli fyrr en nú. Og
því höldum við ótrauðir áfram og drögum fram i
dagsljósið þrjár myndir úr safni Friðþjófs ljós-
myndara Helgasonar.
Drekatu rna r tvei r
Arin 1904—5 lét Pétur
Brynjólfsson, konunglegur hirð-
ljósmyndari, reisa húsið á horni
Traðarkotssunds og Hverfis-
götu. Prýða hús þetta tveir af
turnum borgarinnar. Magnús
Th. S. Blöndahl, bygginga-
meistari, mun hafa teiknað hús-
ið og byggt það. Upphaflega
voru svalir á milli turnher-
bergjanna og var þaðan fagurt
útsýni, þar sem þá stóðu engin
stórhýsi neðan við Hverfisgöt-
una fyrr en Safnahúsið kemur
fáum árum siðar. Rak Pétur
ljósmyndastofu og bjó þarna, en
kona hans dönsk, Henriette
Brynjólfsson, kenndi hljóðfæra-
leik. Hún var menntaður pianó-
leikari frá Hagemanns-kon-
servatoriinu i Kaupmannahöfn.
Kirkja
kaþólskra
Landakotskirkjan var reist
efst á þvi túni, sem hún er kennd
við. Eins og allir vita, er hún
kirkja kaþólska safnaðarins i
Reykjavik. Guðjón Samúelsson
húsameistari rikisins, teiknaði
kirkjuna, en byggingarmeistari
hennar var Jens Eyjólfsson.
Var kirkjan byggð á árunum
1927—29, en gamla kirkjan stóð
þar sem siðar kom iþróttahús
tþróttafélags Reykjavikur.
Turn kirkjunnar er 33 metrar
á hæð, og er frá honum hið feg-
ursta útsýni, enda stendur
kirkjan hátt yfir flestar bygg-
ingar borgarinnar. Er hún hið
fegursta hús og geymir marga
fagra gripi guði til dýrðar. Ein-
hver merkasti gripur kirkjunn-
ar er Mariu-likneski, sem talið
er frá 12. öld, og af sumum úr is-
lensku birki. Stóð likneski þetta
allt fram á miðaldir i Reykhóla-
kirkju á Barðaströnd, en er nú
kór þessa veglega guðshúss, en
hún var um aldir varðveitt af
bændum á Reykhólum. Fékk
hún að nýju verðugan stað um
1930 i tið Meulenbergs biskups.
Meðal annars fékk Þórarinn
Guðmundsson hjá henni tilsögn
i fiðluleik, en hún lék einnig á
það hljóðfæri. Hélt Þórarinn
sinn fyrsta konsert i Gúttó með
henni sem undirleikara. Var
þetta árið 1907 og Þórarinn 11
ára gamall.
Ólafur Eyjólfsson, skólastjóri
Verslunarskólans, eignaðist
húsið 1914 og bjó þar. Fyrsti for-
stjóri Eimskipafélagsins, Emil
Nielsen, bjó einnig i þessu húsi,
og hafði þar skrifstofu félagsins.
Jóhann Ólafsson, stórkaup-
maður. keypti húsið 1930 af
XJknske Loyd.
PIMM 6 förnom vegi
Jakob Arnason, leigubilstjóri:
Það finnst mér ákaflega ósenni-
legt. Ég held að loðnuvertiðin
komi i veg fyrir það.
Bjarnþór Valdimarsson, sjó-
maður: Ég held að það séu ekki
miklir möguleikar á þvi. Deilan
hlýtur að leysast fyrir þann
tima, enda er nógur timi til að
semja enn.
Kjarni Magnússon, banka-
maður: Ég held að það muni
dragast aðeins, svona viku til
hálfan mánuð, — en ég býst við,
að það verði verkfall á endan-
um.
Vilhjálmur Knútsson, nemandi:
Ég hugsa ekki. Þeir hljóta að
semja. þvi það er ekki vegur að
stoppa allan fiskiflotann á þess-
um tima.
Sverrir Scheving Thorsteinsson,
jarðfræðingur: Það finnst mér
mjög óliklegl, en að sjálfsögðu
vona ég, að það verði ekki langt
verkfall.
J