Alþýðublaðið - 10.02.1974, Qupperneq 6
Þorgrímur Gestsson
BÍLAR OG
UMFERÐ
SIFELLT
SANN-
AST
SÖKIN Á
NAGLA-
DEKKIN
Fljótlega eftir að nagladekk
komu fyrst á markaðinn var
farið að gagnrýna þau harð-
lega og mótmæla notkun
þeirra. Eins og menn vita var
ástæðan— og er ennþá— sú, að
naglarnir valda hlutfallslega
of miklum skemmdum á veg-
um miðað við það aukna
öryggi, sem þau vita.
Nýlega skýrði þýska tima-
ritið ,,Neu illustrierte Revue”
frá niðurstöðum á athugunum
á kostum og göllum nagla-
dekkja, — og eru þær niður-
stöður mjög nagladekkjunum
i óhag.
1 Þýskalandi eru hraðbraut-
ir samtals um 165 þúsund km
langar, og á hverju ári verða
skemmdir á þeim af völdum
nalgadekkja, sem nema um
fimm milljónum þýskra
marka, eða um 1.5 milljarður
isl. króna. Auk þess er álitið,
að árlega farist 8-10 þúsund
manns i umferðarslysum, sem
verða vegna svonefnds
„aquapianing”, eða að billinn
bókstaflega flýtur ofan á
vatnsskorpunni eftir að komið
er á vissan hraða, en meiri lik-
ur eru á sliku, þegar naglar
eru i dekkjunum.
Þetta er aðeins ein af fjöl-
mörgum rannsóknum á gagni
og ógagni nagladekkja, bæði i
Þýskalandi og annrsstaðar,
og þar i landi hefur verið tekin
ákvörðun i ljósi þessara at-
hugana. Frá og með árinu 1975
verður i gildi bann við þvi að
setja nagladekk undir bila.
Hinn eini, sanni jeppi, Willys Jeep, með V8 Ramblervél
r
Willys jeppinn, hinn eini sanni
jeppi, hefur verið vinsæll og
eftirsóttur bill allt frá þvi á
striðsárunum, þegar fyrst var
farið að flytja hann inn, enda
bill sem hæfir islenskum að-
stæðum einkar vel. Það sýnir
vel vinsældir hans, að framleið-
endurnir hafa ekki þurft að
breyta útliti bilsins á fárra ára
fresti til þess að selja hann, —
raunar hafa verulegar útlits-
breytingar ekki verið gerðar
nema einu sinni, það var árið
1955. Siðan hefur Willys Jeep
veriði aðalatriðum óbreyttur. Á
það má lika benda að nafnið
jeppi, sem er islenskun á orðinu
Jeep, er notað yfir alla sam-
svarandi bila, sem komið hafa á
sjónarsviðið eftir að var farið að
flytja hinn eina og sanna jeppa
til landsins.
Þótt útlitið hafi litið sem ekk-
ert breyst i 19 ár hafa að sjálf-
sögðu orðið ýmsar tæknilegar
breytingar, — mikilvægasta
breytingin, og sú eftirtektar-
verðasta, var vafalaust, þegar
verksmiðjurnar tóku að bjóða
upp á Willys með V6 Buick vél.
Fram til þess tima var eingöngu
um að ræða litlu fjögurra
strokka vélarnar, fyrst með
„planheddi” eða hliðarventlum
en siðan toppventlum. Þótt
krafturinn ykist við þá breyt-
ingu má segja, að helsti ókostur
jeppans hafi verið of litil vél.
Með Tuxedo Park Mark IV var
rækilega bætt úr þeim galla, en
V6 vélin er 160 brémsuhestöfl.
Árið 1970 var hætt við V6 vélina
en i staðinn farið að nota 6
strokka linuvél úr Rambler
American. Hún er 232 rúm-
tommur og 135 hestöfl.
t fyrra var svo tekin upp sú
nýjung að bjóða upp á 306 rúm-
tommu V8 vél, sem er minnsta
V8 vélin, sem sett er i Rambl-
er. Hún er 170 net. hestöfl sam-
kvæmt þeirri mælingu, sem nú
hefur verið tekin upp i Banda-
rikjunum vegna nýtilkominnar
skattaálagningar i samræmi við
hestaflafjölda. Samkvæmt
gömlu mælingunni er hann 230
hestöfl. t fyrra voru einnig gerð-
ar nokkrar breytingar á undir-
vagninum. Grindin var lengd
um tvær tomrhur og sporviddin
um leið aukin samsvarandi. Við
þessa breytingu minnkaði snún-
ingsradiusinn til muna. Sem
stendur eru aðeins til f jórir slik-
ir jeppar i landinu, en V8 vélar
hafa verið settar i nokkra jeppa
aðra.
Meira en áratug eftir að menn
fóru fyrst að kaupa herjeppa af
bandariska hernum á Kefla-
vikurflugvelli, — það var fyrst
farið að selja þá til tslendinga
árið 1942 — mátti heita, að
Willysinn væri séreinkenni
bænda, enda hétu bilar þá, — og
heita raunar enn viða til sveita,
— ýmist jeppar eða drossiur. Á
árunum eftir 1950 fóru siðan að
flytjast til landsins Land-Rover
bilar, sem einnig fengu á sig
jeppanafnið, og siðan tók
„jeppategundum” óðum að
fjölga. Á siðasta áratug varð
það orðið nokkuð algengt, að
ungir menn keyptu sér jeppa, og
og spreyta sig á torfæruaksri.
Það er engin tilviljun, að tor-
færuakstur á jeppum er fyrsta
greinin af „bilasportinu”, sem
tekin var upp á tslandi, og sú
eina, sem stunduð er eitthvað að
ráði enn þann dag i dag. Landið
og viðátta þess bjóða beinlinis
upp á það.
Nú i nokkur ár hefur verið
haldin jeppakeppni reglulega
suður við Grindavik, og dregur
hún að sér mikinn fjölda áhorf-
enda. Þessi keppni hefur verið
haldin á haustin, en bæði vetur
og sumar þeysast „jeppamenn-
irnir” upp um fjöll og firnindi,
sumir sem þátttakendur i æf-
ingum björgunarsveita, en aðrir
eingöngu vegna sportsins og
spennunnar, sem torfæruakstri
fylgir.
Um siðustu helgi slóst ég i för
með þremur ungum mönnum,
sem héldu i stutta fjallaferð i
nágrenni borgarinnar á tveimur
V8 Willysjeppum og einum V6,
Tuxedo Park.
Það varhrein unun að þjóta
upp snjóskaflana i þessum far-
artækjum, þvi aldrei þraut
kraftinn, og upp flesta skaflana
komust þeir i fyrsta og öðrum
gir á háa drifinu. Lága drifið
var ekki notað nema þegar
nauðsynlegt var að aka rólega i
stórgrýtisurð. Raunar er aðai
vandinn við að aka svo kraft-
miklum bilum i torfærum að
gefa ekki of mikið inn, og oftar
þurfti aðslá af efst i brekkunum
frekar en hitt til þess að hjólin
spóluðu ekki bilana á kaf. En
það gerðist nokkrum sinnum,
þrátt fyrir, að V8 jepparnir eru
báðir með sjálfvirka driflæs-
ingu á afturhásingunni, en á-
stæðan var einfaldlega sú, að
jafnvel bestu dekkjum eru tak-
mörk sett. Upp komust þeir þó,
— stundum i þriðju eða fjórðu
tilraun, nema hvað V6 jeppinn
naut þess tvisvar að vera með
spil. Ástæðan fyrir þvi var ein-
faldlega sú, að framdempar-
arnir voru ónýtir, og þvi náði
hann ekki nægilega góðri
spyrnu á framdekkjunum þar
sem brattinn var mestur.
Margir kynnu að spyrja:
„Hvaða tilgangi þjónar þetta?”
Þvi má svara á marga vegu.
Það sem er liklega þyngst á
metunum er þjálfunin, — eins
og sagt er: „Stjórntækin eiga að
vera framlenging á höndum og
fótum ökumannsins”, sem þýð-
ir, að góður ökumaður og billinn
hans eru eitt. Þetta næst ekki
nema með mikilli þjálfun við
verstu aðstæður, en árangurinn
er fullkomin stjórn á bilnum,
ekki bara við slæmar aðstæður,
heldur við allar aðstæður.
◄
Annar V8 jeppinn þeysist
upp eina brckkuna og eys upp
snjónum á báðabóga.
Stundum kemur að góðu haldi
að hafa spil, þegar i óefni er
komið. — Á myndinni er V6
jeppinn að hala sjálfan sig
upp.
Sunnudagu.r 10. febrúar 1974