Alþýðublaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.02.1974, Blaðsíða 8
Alþýðubandalagið er nú að hrekjast á undanhald i varnar- málunum. Hinn daufingjalegi Ölafur Jóhannesson virðist enn ætla að reynast meiri refur, en sjálfur höfuðskolli islenskra stjórnmála, Lúðvik Jósepsson. Leggjarbragðið, sem ölafur felldi Lúðvik með i landhelgis- málinu, ætlar sennilega að reynast Ólafi notadrjúgt — a.m.k. virðist Lúðvík ekki enn hafa fundið neina haldgóða vörn gegn þvi og sumir segja jafnvel, að honum sé ekki svo ósárt um að falla á þvi bragði i varnar- málunum. Lúðvik Jósepsson hefur nefnilega aldrei talið varnarmálið vera svo afskap- lega mikilvægt eins og marka má af þvi, að hann hefur þagað þunnu hljóði um málið um langa hrið á meðan starfsbróðir hans, Magnús Kjartansson, hefur far- ið hamförum. Stærsta mál Lúð viks Jósepssonar er nefnilega hvorki landhelgismálið né varn- armálið — heldur sjávarútvegs- ráðherramálið: M.ö.o. að sitia. Siðasti áfanginn i varnarmál- inu hófst með tillögum Einars Agústssonar er hann greindi frá i sjónvarpi ekki alls fyrir löngu og lagðar hafa verið fyrir rikis- stjórnina sem umræðugrund- völlur. Það merkilegasta við þessar tillögur er ekki, hvað þær segja — heldur, hvað þær segja ekki. Þær eru nefnilega eins og sagt hefur oft verið um stefnu Framsóknarflokksins opnar i báða enda og þær spurningar, sem tillögurnar láta ósvarað, eru miklu merkilegri og meiri háttar, en þær upplýsingar, sem tillögurnar gefa. Allt er t.d. á huldu um þrjú meginatriði i tillögunum og þær fela alls ekki i sér neina skýra og afmarkaða linu hvað þau atr- iði varðar. Þvi er það, að afstað- an til tillagnanna hlýtur að mót- ast fyrst og fremst af þvi, hvernig menn vilja túlka hin ýmsu atriði þeirra — og er það svo sem ekkert nýtt hjá þessari rlkisstjórn, sem enn hefur ekki getað gert það upp við sig eins og menn vita hvað hún ná- kvæmlega meinti með klausun- um um varnarmálin i málefna- samningnum, en um túlkun þeirrar klausu hefur raunveru- lega öll deilan snúist i stjórnar- herbúðunum allt frá upphafi. Þessi þrjú meginatriði, sem tillögur Einars aðeins ympra á, en láta ósvarað, eru: 1 fyrsta lagi er þar rætt um, að eftirleiðis fáist aðstaða fyrir svonefndar „hreyfanlegar flug- sveitir” á Keflavikurflugvelli. Hvað merkir þetta nákvæm- lega? Einar Ágústsson og ráð- herrar SFV og Framsóknar- flokksins munu vilja túlka þetta atriði svo, að það merki, að i framtiðinni megi flugsveitir frá NATO — þá sennilegast Banda- rikjunum — hafa þannig dvöl á Vellinum, að ávallt sé þar ákveðinn hópur her- og eftirlits- flugvéla til staðar, en hver flug- sveit um sig aðeins um tak- markaðan tima og viki jafnan fyrir annarri — m.ö.o. að um nokkurs konar skiptiflugsveitir verði að ræða. Þetta er ekki mikil breyting frá þvi fyrir- komulagi, sem nú rikir á vellin- um, þvi flestar þær flugsveitir, sem Bandarikjamenn hafa þar nú, eru hreyfanlegar i þessari túlkun þess orðs — þ.e.a.s. þær eru aðeins i Keflavik um tiltek- inn tima, en vikja þá fyrir öðr- um. Alþýðubandalagið vill svo hafa aðra túlkun á þessu ákvæði og mun verða vikið að þvi siðar. Annað mikilvægt atriði, sem ekki er skýrt mótað i tillögum Einars Ágústssonar er, hvort á- framhald eigi að vera á rekstri kafbátaeftirlitsflugs frá Kefla- vik. Hér er um að ræða einn þýðingarmesta þáttinn i starf- semi varnarstöðvarinnar og auðvitað verður rikisstjórn og Alþingi að gera upp hug sinn um, hvort þetta eftirlit eigi að vera eða fara. Um túlkun sina á þessu atriði hefur Einar Ágústsson orðið tvi- saga. Við suma flokksmenn sina hefur hann satt, að tillögur sinar beri að túlka á þá lund, að þetta eftirlit eigi að hverfa með öllu frá Keflavikurflugvelli. En við aðra hefur hann jafn blákalt fullyrt að svo sé ekki. Afstaða ráðherra SFV og Alþýðubanda- lagsins til þessa atriðis er mun skýrari, en afstaða sjálfs til- löguhöfundarins og munum við einnig vikja að þvi siðar. Þriðja mikilvæga atriðið, sem ekki er að finna svar við i tillög- um Einars og byggir þvi á túlk- un tillöguákvæða er, hvort gert sé ráð fyrir þvi, að nái tillögurn- ar fram að ganga eigi einhverj- ar lágmarksvarnir — þ.e.a.s. beinum orðum: hermenn með byssur — að vera áfram i varn- arstöðinni. Þeirri spurningu hefur Einar ekki svarað ljós- lega, en af orðum hans má ætla, að hann geri ráð fyrir þvi, að i hópi þeirra „starfsmanna i tengslum við NATO”, sem gæta eigi hernaðarmannvirkjanna á Keflavikurflugvelli — til þess að uppfylla kvaðir NATO-aðildar tslands eins og Þjóðviljinn er farinn að segja nú upp á síðkast- ið — eigi að vera slikir menn. Með öðruRL orðum að áfram verði einhverjar lágmarksvarn- ir á Islandi, sem vopnaðir her- menn erlends rikis eða rikja annist. Þessar eru þær þrjár megin- spurningar, sem engin ljós af- staða er tekin til i sjálfum tillög- um utanrikisráðherra en deilan stendur nú um á milli Fram- sóknarmanna og SFV-manna annars vegar og kommúnista hins vegar. Eins og áður segir, þá hefur utanrikisráðherra lagt um- ræddar tillögur sinar fyrir rikis- stjórnina og þar með stjórnar- flokkana. Á rikisstjórnarfundi, sem haldinn var á föstudaginn i s.l. viku, lögðu bæði ráðherrar SFV og ráðherrar Alþýðu- bandalagsins fram breytingar- tillögur við þessar tillögur utan- rikisráðherra. Breytingartillögur ráðherra SFV voru smávægilegar og skipta ekki máli i þessu sam- bandi, nema hvað þar er kveðið nokkuð fastar að orði um ýmis efnisatriði tillagnanna, sem sami skilningur rikir á hjá SFV og Framsókn. Breytingartillögur ráðherra Alþýðubandalagsins voru hins vegar mjög ýtarlegar og i meginatriðum alveg gagnstæð- ar þeirri túlkun, sem þeir Ólafur og Einar vilja fá að hafa. I fyrsta lagi er þar ákveðið framsett sú túlkun — gagnstæð túlkun Einars — að með „hreyf- anlegum flugsveitum” i tillög- um hans sé ekki átt við „skipti- flugsveitir” heldur aðeins það, að flugsveitir NATO-landa fái rétt til þess að lenda stöku sinn- um á Keflavikurflugvelli og hafa þaV skamma viðstöðu. A Vellinum verði sem sé að jafn- aði ekki erlendar herflugvélar. I öðru lagi eru i breytingatil- lögum kommaráðherranna tek- in af öll tvimæli um það, að ekk- ert kafbátaeftirlit verði i fram- tiðinni rekið frá Keflavikurflug- velli heldur verði það algerlega flutt frá íslandi. 1 þriðja lagi gera breytingatil- lögur kommanna ráð fyrir þvi, að engar lágmarks-landvarnir verði á íslandi eftir árslok 1975 — þ.e.a.s. allir raunverulegir hermenn verði þá á bak og burt. Eins og af þessum breytinga- tillögum má sjá, þá ganga þær þvert á þá túlkun á þessum mikilvægu atriðum, sem Einar vill fá að hafa og djúp gjá er milli þess, sem Framsóknarfor- ystan vill og hins, sem Alþýðu- bandalagsforystan vill. Skýrist þessi klofningur i rikisstjórninni enn betur ef tæpitungulausar yfirlýsingar Hannibals Valdi- marssonar, formanns SFV, eru teknar til samanburðar, þvi hann hefur lýst þvi yfir sem sinni stefnu, að i fyrsta lagi beri að túlka orðin „hreyfanlegar flugsveitir” á þann hátt, að um „skiptiflugsveitir” sé að ræða — þ.e.a.s. að ávallt verði erlendar herflugvélar staðsettar á Kefla- vikurvelli en dvalartimi hverr- ar flugsveitar þar verði tak- markaður. 1 öðru lagi telur Hannibal nauðsynlegt, að kaf- bátaeftirlit verði áfram rekið frá Vellinum og i þriðja lagi telur hann óhjákvæmilegt að hafa áfram á Vellinum ein- hverjar lágmarksvarnir — þ.e.a.s. einhvern hóp vopnaðra hermanna. Breytingartillögur ráðherra Alþýðubandalagsins og hinar smávægilegu breytingatillögur ráðherra SFV voru litt ræddar á fundi rikisstjórnarinnar á föstu- daginn i fyrri viku, — enda var það þá fyrst, sem þær voru fram lagðar. Nokkrum dögum siðar gerðist svo það, að talsvert hik og upp- haf undansláttar kom fram hjá Alþýðubandalaginu. Forsaga málsins var. sú, að herstöðva- andstæðingar héldu fjölmennan fund i Háskólabiói eins og menn muna og i samráði við „hauk- ana” i forystusveit Alþýðu- bandalagsins gerði fundur sá ályktun, þar sem itrekuð var hin gamla stefna Alþýðubandalags- ins: herinn burt á kjörtimabil- inu! En aðeins örfáum klst. siðar komu fyrst miðstjórn og siðar þingflokkur Alþýðubandalags- ins saman og gerðu ályktun i málinu, þar sem talsvert var hvikað frá þessari gömlu linu og Alþýðubandalagið sagðist m.a. sætta sig við það, að fresturinn til brottflutningsins yrði lengdur fram yfir lok kjörtimabilsins og að ákveðnar „kvaðir” hernað- arlegs eðlis hlytu að fylgja NATO-aðild Islands. Þegar þessi samþykkt kom beint ofan i samþykkt her- stöðvaandstæðinga i Háskóla- biói varð að sjálfsögðu uppi bæði fótur og fit meðal forsvars'- manna þeirra samtaka. Alþýðu- bandalagsmenn i forystuliði samtaka herstöðvaandstæðinga réðust harkalega á Alþýðu- bandalagsforystuna og ásökuðu hana um að reka hnif I bak fylgismanna sinna með þvi að henda fram slikri uppgjafasam- þykkt aðeins örfáum klst. eftir að lýst hafði verið fylgi við „hina óbilandi stefnufestu” Al- þýðubandalagsins af fjölmenn- um fundi i Háskólabiói. Hauk- arnir i Alþýðubandalaginu — Magnús Kjartansson og menntamannaklikan i kringum hann, sem samþykkt höfðu „uppgjöfina” með hangandi hendi — brugðust nú hart við og til þess að reyna að friða her- stöðvaandstæðinga skrifaði Magnús Kjartansson heillangt viðtal við sjálfan sig, sem Þjóð- viljinn svo birti nokkrum dögum siðar. Þar reyndi Magnús að breiða yfir undansláttinn með stóryrðum og ábendingum um, að Alþýðubandalagið stæði þó enn við það stefnumark sitt, að ísland ætti að fara úr NATO — sem auðvitað kemur málinu ekki hið minnsta við, enda ekki á dagskrá. En herstöðvaand- stæðingar trúa nú Alþýðu- bandalaginu varlega eftir þetta og þvi hefur Bjarni Guðnason séð sér þann leik á borði að flytja á alþingi tillögu um upp- sögn varnarsamningsins. Kunna kommar honum sjálf- sagt litlar þakkir fyrir, enda var næsta litið gert úr málinu i frétt- um Þjóðviljans. Næstu tiðindi I málinu urðu i gær — á fundi rikisstjórnar- innar, sem haldinn var fyrir há- degið. Þar heimtuðu ráðherrar Alþýðubandalagsins að tillögur Einars ásamt framkomnum breytingatillögum þeirra sjálfra yrðu teknar til umræðu og afgreiðslu. En Ólafur Jóhannesson sagði þvert nei. Hann bar þvi við, að framundan væri fundur Norðurlandaráðs, sem m.a. fjórir islenskir ráð- herrar ættu að taka þátt i, og svo stórt mál sem þetta væri ekki hægt að fjalla um að þeim fjarstöddum. Hins vegar kvaðst hann fús til þess að taka málið upp strax aftur að loknum fundi Norðurlandaráðsins. En hvenær verður svo það? Ekki fyrr en eftir þann 19. febrúar n.k. Og hvað merkir það? Það merkir, að næst þegar varnarmálin koma á dagskrá hjá rikisstjórninni, þá verða samningamálin afgreidd annað hvort með þvi, að samningar hafa tekist eða með þvi, að verkfall verður skollið á. Al- þýðubandalagsráðherrarnir, sem sjálfsagt hafa haft hug á þvi að sveifla verkfallshótun ASI sem ógnandi sverði yfir höfðum samráðherra sinna til þess að knýja á um afgreiðslu varnarmálsins, hafa nú orðið aö sliðra það sverð sitt þar sem Ólafur Jóhannesson hefur kom- ið fram með fyllilega frambæri- lega ástæðu fyrir þvi að taka varnarmálin ekki til umræðu fyrr en eftir 19. febrúar — úr- slitadag verkfallsboðunar. Klókur maður Ólafur Jóhannes- son — enda á hann ættir að telja til slunginna sauðaþjófa i Húna- þingi. Einnig nýtist Einari Agústssyni þessi afsökun til þess að slá enn einu sinni á frest fundi sinum með fulltrúum Bandarikjastjórnar út af varn- armálunum, en Einar vill flýta þeim viðræðum hægt, enda bú- inn að fresta þeim fjórum sinn- um til þess að fá rýmri tima til að stunda bændaglimuna við komma. En aðdáunarverðast er þó hve vel hin duldu klókindi Ólafs Jóhannessonar nýtast honum i bændagllmunni. Senni- lega verður hann bara efstur i Reykjavikurmóti þvi i valda- tafli, sem háð er uppi I stjórnar- ráði. A.m.k. mætti ætla að skák- sveit Alþýðubandalsgsins bregði enn á ný i brún — hún, sem hélt, að forystusauður Framsóknar kynni ekki einu sinni mannganginn. En þótt Ólafur Jóhannesson hafi unnið sér aukinn tima með leggjarbragði þvi, sem hann setti á ráðherra Alþýðubanda- lagsins I gærmorgun og tekist að koma i veg fyrir það, að þeir gætu lagt verkfallshótun á borð með sér i átökum stjórnarliða um varnarmálin, þá eru sjónar- miðin enn jafn ósættanleg og áð- ur. Einar Agústsson hefur með tillögum sinum teygt sig eins langt til móts við kommúnista og hann framast getur — og lengra að þvi er sumir flokks- menn hans segja. Hann getur þvi ekki látið frekar undan siga, en orðið er. Með sama hætti hafa komm- únistar rækilega bundið sig á á- kveðna og afmarkaða linu með flutningi breytingatillagnanna og verður ekki séð, að þeir eigi hægt með að hopa ýkja mikið frá þeim. Þó telja sumir, að þeir séu reiðubúnir til þess að gleypa hvað sem er á endanum — eins og i landhelgismálinu — aðeins til þess að fá að halda hinum kæru völdum sinum. En ef málamiðlun tekst ekki — ef hvorugur gefur sig — hvað þá? Þá mun Einar Ágústsson likast til helst vilja halda sinn fund með sendimönnum Banda- rikjastjórnar og leggja fyrir þá tillögur sinar, sem rikisstjórnin hefur verið að fjalla um. Að öllum likindum munu Banda- rikjamenn ekki telja sig geta fallist á þær — ekki vegna þess fyrst og fremst, að þeir séu and- vigir meginefni þeirra með þeirri túlkun, sem ráðherrar SFV og Framsóknarflokksins munu þá að likindum hafa á efnisatriðunum, heldur vegna þess, að þá er aðeins um að ræða persónulegar tillögur Ein- ars Ágústssonar sjálfs, sem hvorki rikisstjórn sem heild né tryggur þingmeirihluti stendur á bak við. Eðlilega vilja Banda- rikjamenn aöeins semja annað hvort við rikisstjórn eða fulltrúa þingmeirihluta, en ekki við en- staklinga, þótt ráðherrar séu, sem enginn veit hvaða styrk hafa á bak viö sig. Það er eðlileg krafa af þeirra hálfu vegna þess, að þeir verða að hafa ein- hverja tryggingu fyrir þvi, að sá samningur, sem kann að vera gerður, sé af tslands hálfu gerð- ur af mönnum, sem geta komið fram a.m.k. i nafni þjóðar- meirihluta á nákvæmlega sama hátt og við myndum ætlast til þess, að samningamenn Banda- rikjastjórnar hafi rikisstjórn slna á bak við sig þannig að tryggt verði, að samningur sá, sem kynni að vera gerður, yrði staðfestur. Annað væri mark- leysa. Fái Einar Ágústsson þvi ekki undirtektir hjá Bandarikja- mönnum við að gera samning um varnarmálin, sem byggði á tillögum Einars I varnarmálun- um — eftir að komið hefði I ljós, að rikisstjórnin sem heild stæði ekki að þeim — hvað yrði þá? Þá yrði Einar Ágústsson senni- lega skv. fyrri yfirlýsingum sin- um að tilkynna Alþingi, að samningar við Bandarikjamenn fáist ekki og þvi muni hann bera upp tillögu um slit núverandi varnarsamnings, eins og hann hefur margtekið fram, að hann muni gera, ef samningarnir fara út um þúfur. Slik tillaga verður örugglega felld á Alþingi. Og hvað þá? Þá yrði rikisstjórnin löngu sprung- in! HARRI 0 Sunnudagur 10. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.