Alþýðublaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 1
BLAÐHF. 4 f\ q KAU PMENN TEKURVIÐ T V ^ r ÍHUE iA AÐ REKSTRI ALÞYÐUBLAÐSINS LOKi Á Föstudagur 8. mars 1974 56. tbl. 55. árg. alþýðu Blaðið sem þorir alþyöul kostar i áskrift frá 1. mars 1974 kr. 420.- á mánuði og i lausasölu kr. 25.- eintakið. Grunnverð auglýs- inga kostar frá 9. mars 1974 kr. 280,- pr. ein- dálka sm. LAUGARDÖGUM Kaupmenn borgarinnar ihuga nú lokun verslana á laugardögum vegna hinna nýju kjarasámn- inga við verslunarmenn. Hafa sumir þegar til- kynnt þessa breytingu, svo sem Jón Loftsson hf., Hins veg- ar er vitað, að meðal matvörukaupmanna er ekki samstaða um þessa tilhögun. 1 afstöðu þeirra vegast á aðallega tvö sjónarmið. Annars vegar spurningin um það, hvort laugardagslokun stuðlar að hagkvæmni i rekstrin- um, og hins vegar lakari þjónusta við neytendur, sem af þessu myndi hljót- ast. Þegar á fundi Kaup- mannasamtakanna út af kjarasamningunum, var yakið máls á breyttum lokunartima vérslana. Samkvæmt samningum við verslunarmenn, sem kaupmenn hafa raunar ekki enn samþykkt, er svo kveðið á, að laugar- dagsvinna verslunarfólks skuli greiðast eftir nætur- vinnutaxta, sem og vinna eftir kl. 18. Algengast hef- ur verið, að aukavinna verslunarma nna sé greidd með frium en .hvaða form, sem annars er á greiðsl- um fyrir auka- og yfir- vinnu verslunarfólks, telja margir kaupmenn, að á meðan ekki koma til framkvæmda vilyrði viðskiptaráðherra og verðlagsyfirvalda til hagsbóta fyrir kaup- menn, séu þeir knúðir til að draga úr kostnaði við rekstur sinn. I reglugerð um lokunartima verslana er heimilað að hafa þær opn- ar til kl. 18 nema á þriðju- dögum og föstudögum til kl. 22, og til hádegis á laugardögum. Alþýðu- blaðinu er kunnugt um matvörukaupmenn, sem eru staðráðnir i þvi að nota til fulls heimildir um verslunartima á hverju sem gengur. ■Enn ekki hugsað upphátt1 | 3, SÍDA Ferðaskrif- stofur í eitt félaa Félag islenskra ferðaskrifstofa hefur verið stofnað. Formað- ur þess er Tómas Zoega, varaformaður Gylfi Sigurlinnason, Ferðaþjónustu Loft- leiða, og ritari Njáll Simonarson , f ra m- kvæmdastjóri Ferða- miðstöðvarinnar. Þessi samtök eru aðili að Al- þjóðasambandi ferða- skrifstofa og einnig Norræna ferðaskrif- stofusambandinu. Er þegar hafið starf að sameiginlegum hags- munamáium ferða- skrifstofanna, en þau eru mörg og þýðingar- mikil. Var fyrsti fundur „Svona humm og ha setja óhug í mig” I,,Vissulega erum við farnir að velta fyrir okkur að flytja eitthvað af starfsemi okkar út, þar sem vinnuafl er margfalt ódýrara en hér, þótt við séum ekki farnir að hugsa upphátt”, sagði einn is- lensku fataframleiðendanna við opnun kaupstefn- mnnar islenskur fatnaður, sem opnuð var að Hótel Loftleiðum, i gær. Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags is- lenskra iðnrekenda, sagði við sama tækifæri, að sið- an Kaupstefnan var siðast haldin,fyrir minna en sex mánuðum, hafi orðið 35% hækkun á launum i fata- iðnaði, og frá siðustu vorkaupstefnu fyrir ári nemi launahækkanir yfir 50% Þá sagði hann að vegna gifurlegra hækkana á hráefnum, vegna hækkana erlendis, svo og gengis- breytinga, auk vaxandi' tilkostnaðar innanlands, hefði rekstrarfjárþörf iðnaðarins aldrei verið meiri né brýnni en nú. Gat hann þess að sjávarútvegur og landbúnaður hefðu sjálívirk lánakerfi, en iðnaðurinn yrði að byggja á viðskiptabönkum, með viðeigandi sveifl- um, sem nú er t.d. neikvæð. ,,Það nálgast þvf dauðadóm yfir iðnaðinum, sagði hann, ef ofan á allar aðrar þrengingar, sem að hon- um steðja, bætist minnkandi rekstrarfé”. Þrátt fyrir það efna nú 18 bjartsýnir fatafram- leiðendur til fatakaupstefnu að Hótel Loftleiðum, og er nánar um það á baksiðunni i dag. hinnar nýju stjórnar haldinn i gær. Að þessum samtökum standa nú allar einkaferðaskrif- stofur nema Útsýn, enn sem komið er. Nafngiftin á Vikingasal Hótel Loft- leiða, var greinilega ekki út i loftið á sinum tima, þvi þangaðkomu vikingar i heimsókn i gær, og svá voru þeir vel vápnum búnir, að skugga bar á andlit annars, og fékk sunna þar hvergi nær komit. Reyndar voru þeir þarna komnir til að kynna nýjustu tisku i lopapeysu- framleiðslunni, í tilefni af 1100 ára kuldalegri veru sinni hér. — BAK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.