Alþýðublaðið - 08.03.1974, Blaðsíða 12
alþýðu
n ™
Bókhaldsaðstoð
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR-
BANKINN
KOPAVOGS APÓTEK
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga milli kl. 1 og 3
Það er óþarfi að vera
að gera sér einhverjar
gyllivonir, enn er spáð
rigningu og roki en við
getum huggað okkur
við, að þetta milda
veður, sem við höfum,
notið undanfarnaí
daga, helst óbreytt að
mestu.
Þegar við höfðum
samband við Veður-
stofuna i gærkvöldi,
hljóðaði spáin upp á:
Stinningskaldi af
sunnan með skúrum.
Hiti í kringum 5 stig og
áf ramhaldandi milt
veður. Suður af land-
inu er lægð á leiðinni
norður enda er marg-
sannað að kemur einn
þá annar fer.
ERFIÐAST OG
AB ÞÚKNAST
DYRAST
KONUM
„Það er lang dýrast og erfið-
ast að þóknast kvenþjóðinni”
sagði einn fataframleiðend-
anna, sem sýnir þessa dagana á
Kaupstefnunni islenskur fatn-
aöur, sem er á Hótel Loftleið-
um, og mun standa fram til
sunnudags.
Kaupstefnan er sölusýning
fyrir kaupmenn og innkaupa-
stjóra. Daglega eru þar tisku-
sýningar fyrir þá undir stjórn
Pálinu Jónmundsdóttur.
Þetta er i 13. sinn sem kaup-
stefnan er haldin, og er hún nú
haldin tvisvar á ári, vor og
haust. Meðal þeirra 18 aðila sem
ný sýna, eru allir helstu fata-
framleiðendur á landinu og
sýna þeir t.d. sportföt, prjóna-
föt, kvenföt, sloppa, náttföt,
vinnusloppa, yfirhafnir og
barnaföt.
Eins og áður er komið fram,
er erfiðast að þjóna kvenþjóð-
inni, vegna óendanlegs breyti-
leika i tisku, og gera innlendir
framleiðendur sér ekki grein
fyrir hversu stóran þátt þeir
eiga i kvenfataverslun.
Hinsvegar telja þeirsig fram-
leiða um 90% allra karlmanna-
fata á markaðinum hér, og eru
þeir ekki feimnir við að fullyrða
ágæti framleiðslu sinnar, miðað
við innflutt föt.
Það er sameiginlegt með
barna- vinnu- og karlmannaföt-
um, að þau breytast ekki nánd-
ar nærri eins ört og kvenfötin,
og eru þvi hagkvæmari i fram-
leiðslu.
Að sögn þeirra, sem að Kaup-
stefnunni standa, eru kaup-
stefnur sem þessi mikilvægur
þáttur i dreifingarkerfi á fatn-
aði i öllum nágrannalöndum
okkar, og hefur Kaupstefnan
gengt mikilvægu hlutverki i þvi
að gefa kaupmönnum sömu
tækifæri til að kynnast islenskri
framleiðslu og þeir hafa erlend-
is.
1 W'ÆsL.Æ:
i '' Im í v 4
í i m i >, 1 i 1 « g u % j 1 I 1 1 i j
Krossgátukrílið
Skýringar:
LARÉTT
1. Tvö. 4. gripa. 7. Svelgur. 8.
Þrir samhljóðar. 9. Vitfirringu.
10. Óhreinn. 13. Snjó. 14. Fyrri
hluti italsks (og amerisks) stað-
arnafns. 15. Munda. 17. Tryllta.
18. Mannsnafn (þoifall.).
LÓDRÉTT
1. Frægur listmálari (erlendur).
2. Nafnháttarmerki. 3. Guð. 4.
llát. 5. Allsgáður. 6. Frægur list-
málari (islenskur). 11. Sælu. 12.
Rupla. 15. Gat. 16. Á fæti.
Lausnsíðasta krílis:
LARÉTT:
1. Flugvél. 5. Ró. 6. Tá. 7. Ast. 8.
Nöp. 10. Él. 11. Slá. 12. Tré. 13.
Kiðling. 14. Aði. 15. Lát.
LÓÐRÉTT
1. Franska. 2. Ló. 3. Ét. 4. Lag-
legt.. 7. Apaði. 9. ölið. 10. Erna.
12. Til.
Nokkur sýnishorn af fatnaði á
Kaupstefnunni íslenskur fatnaður,
á Hótel Loftleiðum
PIMM a förnum vegi---------------—-------------;————-
Hvao af fötunum, sem þú ert i nuna, er islenskt?
Gunnar Wedholm, tollvöröur:
Ætli ég sé i nokkurri islenskri
flik, — þóer bindið islenskt, held
ég. Aftur á móti eru fötin saum-
uð hér, en úr innfluttu efni.
Páll Einarsson: Hvað heldurðu
maður, — ég er i Gefjunarföt-
um.
Jón Guðmundsson, nemandi:
Já, peysan er islensk, og sokk-
arnir og húfan.
Ilrafnhildur Sveinsdóttir, nem-
andi: Já, brækurnar, sem ég er
i, eru frá Karnabæ, og sokkarn-
ir. Það er liklega ekki fleira, þvi
trefillinn er úr mohair, — og það
er liklega ekki islenskt.
Ragnhildur Stefánsdóttir, nem
andi: Já, vettlingarnir og peys
an, — annað ekki, held ég.