Alþýðublaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 2
Sunnudagssaga Alþýðublaðsins Viö biðum i nærri klukku- stund, og lögöum bilnum neöar við veginn. Þá voru götuljósin kveikt, og hr. Allen staulaðist út ibilinn sinn og ók i burtu. Hann ók rakleiðis til Borgville, ók aldrei hraðar en á fjörutiu og fimm, og lagði bilnum fyrir framan húsið okkar. Hann gekk niður götuna, áleiðis i bæinn. „Lögreglustjóri?” sagði ég. „Fari það bölvað, leyfðu mér að hugsa!” sagði hann. „Hann er ekki haltur”, sagði ég. Hann gengur ekki eins og hr. Allen”. Lögreglustjórinn hljóp út úr bilnum, og ég á hæla honum. Við náðum náunganum undir götu- ljósinu, og það var Roger Mea- dows. „Hvern andskotann ert þú að gera hérna?” spurði lögreglu- stjórinn. „Af hverju svo sem ætti ég ekki að vera hérna?” spurði Roger. Lögreglustjórinn beið ekki eftir neinum útskýringum. Hann ók næstum i burtu án min, og ég hef aldrei heyrt neinn bölva svo óskaplega. Hann var akandi á sjötiu, áður en við vor- um komnir i útjaðar bæjarins, og var sikallandi i hljóðnemann á meðan hann ók. Þegar hann loksins þagnaöi, þá sagði ég: „Þarna úti við bóndabæinn gekk hann haltur”. Lögreglustjórinn byrjaði aftur að bölsótast. „Hann er nokkurn veginn jafnhár og hr. Allen”, sagði ég. „Ljósið var ekki reglulega gott, og frá þeim stað sem við stóð- um, þá liktist hann honum sann- arlega”. „Þegiðu!” hrópaði lögreglu- stjórinn. Með lögreglustjórann bölv- andi við hlið mér, stigandi bensinið i botn, þá var þetta al- versta ökuferð, sem ég hef nokkurn timann farið i. Það iskr aði i bilnum, þegar við komum heim til Meadows og lögreglu- stjórinn hafði næstum brotist innum dyrnar, þegar frú Mea- dows opnaði þær. „Hvar er Allen?” öskraði lög- reglustjórinn. „Hann og Abe fóru yfir til þess að hitta Peta Farrell”, svaraði frú Meadows. Lögreglustjórinn gerði ekki svo mikið sem aö þakka henni fyrir. Það eru ábyggilega tiu milur þaðan til heimilis Farrels, og við ókum það á tiu minútum, á holóttum sveitavegi. Frú Farrell kom til dyra á náttkjóln- um sinum, og hún jánkaði þvi, að hr. Allen og hr. Meadows Afi og góðlátlegi svindlarinn eftir Lloyd Biggle hefðu komið þangað, og að eiginmaður sinn hafi farið með þeim. Hún vissi ekki hvert, en þeirhefðu verið að tala um eitt- hvert pókerspil, sem Bill Cummings væri að setja af stað. Lögreglustjórinn fór aftur út i bilinn sinn, og sagði þremur lög- regluþjónum i gegnum hljóð- nemann að fara heim til Cumm- ings. Þeir kölluðu til baka, rétt um það leyti sem við vorum að komast í útjaðar Borgville. Þeir sögðu, að hr. Cummings væri að spila póker við afa minn, hr. Walling og hr. Naylor, og þeir legðu tiu sent undir, og spurði hvort þeir ættu að taka þá fasta fyrir fjárhættuspil? Lögreglu- stjórinn sagði þeim aö láta það vera, en halda áfram að leita að hr. Allen. Við skröngluðumst niður Aðalstrætið aftur, og þegar við ókum i gegnum strætið, sem ég bjó við, þá leit ég upp að húsinu okkar. „Lögreglustjóri?” sagði ég. „Ég held að bill hr. Allens sé farinn”. Hann bremsaði snögglega. Við ókum til baka til hússins mins og ég hafði rétt fyrir mér. Lögreglustjórinn hifði mömmu upp úr rúminu, en hún sagðist ekki hafa heyrt neitt. Þau fóru upp i herbergi Allens, og allt hans dót var horfið. „Þetta er svei mér undar- legt”, sagði mamma. „Hann sagði mér, að hann færi á morg- un”. Lögreglustjórinn fór til þess að taka skýrslur af lögreglu- þjónunum, sem hann hafði látið vakta hús Snubbs og ibúð fröken Phillips, og eftir það varð hann að fara yfir til hr. Hansen, rifa hann upp úr rúm- inu, til þess að vera viss um, að hr. Allen hefði ekki komist i burtu með peninga Framfarafé- lagsins. Hr. Hansen sagði: „Vit- leysa!” og skellti hurðinni á nef lögreglustjórans. Lögreglustjórinn ók aftur heim til min, og við sátum þar, Fólkið, sem býr i Borgville, segir yfirleitt ekki hlutina ,,með skilyrðum” — svo að þeg- ar sá ókunnugi, sem var staddur I bænum, bauð eitthvað fyrir ekki neitt, þá fylltist Pilkins lögreglustjóri auðvitað grun út i hann.... þangað til afi kom heim um tvö- leytið, og lögreglustjórinn búinn að senda menn sina um alla sveitina til að leita að bil Allens, og þeir höfðu svo ekki fundið neitt. Afi lét mig fara að hátta, svo ekki veit ég hvað lögreglustjór- inn aðhafðist eftir þetta, en þeg- ar við sáum hann eftir messu, morguninn eftir, þá leit hann sannarlega út fyrir að vera al- gjörlega ósofinn. Hann beið okkar á fremri svölunum, og hann sagði: „Ég þarf að tala við þig, Rastin”. „Nei”, svaraði afi, „ég þarf að tala við þig. ” „Talaðu þá”, sagði lögreglu- stjórinn. Þeir fengu sér sæti úti á svöl- unum, og afi sagði, „vorið „Við skilum tala um Allen”, sagði lögreglustjórinn”. „....það var komið strið, og ungur náungi var I hernum, og var staðsettur í Þýskalandi. Hann hitti laglega þýska stúlku, og þau urðu ástfangin hvort af öðru”. „Jæja”, sagði afi, „þau lang- aði til að gifta sig, en timarnir leyfðu það ekki. Pilturinn fór aftur á vigstöðvarnar, og hálf- um mánuði seinna fékk hann slæmt skot i sig. Hann missti fótinn, og týndi næstum lifinu, og var i sjúkrahúsi i um það bil tvö ár. Strax og hann var orðinn fær til þess, þá skrifaði hann stúlkunni nokkur bréf, en fékk aldrei nein svarbréf til baka. Þegar hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu, þá fór hann aftur til Þýskalands, en hann gat hvergi fundið neitt út, sem benti til þess, hvar stúlkan gæti verið, nema það eitt, að hún hefði gifst ameriskum hermanni, og farið til Bandarikjanna. Hún frétti aldrei, hvað hefði komið fyrir hann, skilurðu, og hún hélt að hann væri látinn. „Jæja, árin liðu, og hann hélt áfram að leita stúlkunnar, og að lokum komst hann að þvi, að hún byggi i Borgville. Þess vegna kom hann hingað. Hann ætlaði sér ekki að hitta hana, eða neitt i þá áttina. Hann lang- aði bara til þess að vera viss um, að hún væri hamingjusöm. En, þegar hann kom hingað, þá fann hann — vitið þið hvað hann fann?” „Walling hringdi hingað i morgun”, sagði lögreglustjór- inn. „Sagði, að konan væri hlaupin á brott frá sér”. „Allen likaði ekki við það, sem hann fann”, sagði afi. „En hann vildi ekki koma neinum orðrómi á kreik, og ekki heldur koma frú Walling i vandræði. Hann hélt áfram að sima, og ef Walling ansaði sjálfur, þá lagði hann heyrnartólið á. Og nokkr- um sinnum hitti hann á hana eina i húsinu, og þau gátu ræðst við i næði. Þau gátu þó ekki sagt mikið á svona stuttum tima, og hann reyndi að fá hana til að hitta sig einhvers staðar, og i eitt skipti sagðist hún skyldi gera það, en hún var of hrædd við eiginmann sinn til þess að þora því. „Um þetta leyti var Allen hræddur um að fólk yrði tor- tryggið, og færi að bendla sig við frú Warring, svo hann ákvað að gefa Borgville skemmtigarð. En það reyndist ekki vera góð hugmynd. Það myndi vekja of mikla athygli á honum, og lög- regluþjónarnir þinir myndu vera á hælum hans, svo hann gæti hvergi verið. Þegar svo var komið, þá átti ég tal við hann, og fékk að vita, hvað væri á seyði. Allt, sem hann langaði til, var að fá tækifæri til þess að tala við stúlkuna. Þá fékk ég Bill Cummings til þess að ákveða með pókerspilið. Þú veist hvað Walling hefur gaman af að spila póker. Þetta varð til þess, að hann yfirgaf húsið, og eitt og annað fólk fékk löggurnar þinar til þess að vera ekki eins mikið á hælum Allens. Hann hitti stúlk- una, og hún pakkaði niöur, og Meadows ók þeim út á þjóðveg 27, þar sem Roger Meadows beið með bil Allens, og þau lögðu af stað. Þau eru komin i fjögurra rikja fjarlægð núna, svo þú getur látið úlfana þina fara aftur á beit”. „Allen?” sagði lögreglustjór- inn. „Allen og frú Walling”? „Jæja, hún var reglulega lag- leg stúlka, þegar hún kom fyrst hingað. Ef hún losar sig við þetta svin, sem eiginmaður hennar er, þá verður hún eflaust lagleg á ný”. Lögreglustjórinn barði i borð- ið. „Sjáðu til. Allen stal konu annars manns. Það er ennþá verra, heldur en- að stela pen- ingum. Og þú hjálpaðir honum til þess, sem gerir þig samsekan — það er staðreynd”. „Þvættingur”, sagði afi. „All- en stal henni ekki. Hann gaf henni tækifæri til þess að kom- ast i burtu, og þegar hún komst að þvi, að það var mögulegt, án þess að hún hálsbryti sig þá sló hún strax til. Kýrnar á búgarði Wallings, eru betur meðhöndl- aðar, heldur en eiginkona hans, það veistu. Allen á peninga, og hann segist ætla að hjálpa henni til þess að fá skilnað, ef hún vilji það, og allt um það, er hún fær um það, að ákveða það sjálf. Það eru ekki nein lagaleg verk”. Lögreglustjórinn sagði ekki nokkurn skapaðan hlut. Að lok- um stóð hann á fætur, og gekk aðdyrunum. Hann sneri sér við, og hreytti út úr sér: „Að stela konu annars manns! Ég hefði átt að loka hann inni, bak við lás og slá”. 1 síðustu viku fengum við skemmtilegt bréf frá hr. Allen. Hann sendi okkur mynd af sér og frú Walling, en núna er hún bara orðin frú Allen. Hún var fallega klædd, og hafði fitnað, og var orðin bráðfalleg á ný. Hr. Allen hélt handleggnum utan um hana, og þau virtust bæði vera hamingjusöm. Hr. Allen sagði, að sér þætti leitt að hafa valdið þessum ó- sköpum i Borgville, en hann sagðist hafa skrifað Arnell lög- fræðingi, og sagt honum að hann skyldi kaupa þessar fimmtán ekrur af Edward gamla, og gefa þær Borgviile. Og hann vildi hjálpa upp á skemmtigarðinn. Það fylgdi ávisun með bréfinu, sem hljóðaði upp á $5.000, stiluð á Framfarafélag Borgville. Pilkins lögreglustjóri korn til þess að sjá bréfið. Hann las það I gegn, leit á myndina, og taut- aði eitthvað um konurán. „Og ég held ennþá, að náunginn sé svindlari”, sagði hann. Afi yppti öxlum. „Gæti verið”, sagði hann. Hann horfði lengi á myndina, svo glotti hann framan i lögreglustjórann. „Gæti verið. En ef svo er, þá er þetta besta svindl, sem nokkurn tima hefur verið unnið i Borg- ville”. Baldur Kristjánsson þýddi Sunnudagur 12. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.