Alþýðublaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. maí 1974.
Sunnudagur 12. maí 1974.
BAULIÐ OG MÚTMÆLIN
ERU HÆTT - SLAGORÐIN
OG PLAKÖTIN SJÁST
EKKILENGUR -
í STAÐ ÞJÚTA NÚ
STÚDENTARNIR UM SEM
NAKTIR
BYSSUBRENNDIR
Stúdentaóeiröunum,
sem átiu sér stað í
mörgum hóskólum í
Bandarík junum til
skamms tíma, lauk,
þegar herskylda var afn-
umin þar i landi og
bandarísku herirnir voru
fluttir frá Suður-Víet-
nam. Nú, þegar sólin er
farin að skína á ný og
vorið og sumarleyfið
nálgast, kemst aftur rót á
hugi stúdenta. Það verður
að beita einhverjum
ráðum til að minna fólk á
tilveru þeirra. — En stóra
spurningin er:
HVERNIG?
Svarið er fundið:
„STREAKING" (strip-
hlaup) kalla þeir það.
Þetta byrjaði í smáum
stíl, — einn og einn
stúdent tók sig til og hljóp
nakinn milli bókasafn-
anna og fyrirlestrasal-
anna.
En á þvi herrans ári 1974
vekur slikt ekki meiri athygli,
en þegar Adam og Eva voru að
risla sér nakin i Eden forðum
tið. begar 533 naktir stúdentar
lokuðu hraðbrautinni i gegnum
Maryland fyrr i mánuðinum var
það hinsvegar frétt fyrir blöð,
útvarp og sjónvarp. Þessvegna
gat háskólinn i Georgia sent frá
sér tilkynningu um það daginn
eftir, að 1000 stúdentar hefðu
efnt til stríphlaups á háskólalóð-
inni. Metið i striphlaupi var sett
i Colorado, þar sem 1200
stúdentar voru kviknaktir i
fjögurra stiga hita. Það verður
að kallast afrek.
Met i uppáfyndingasemi i
þessum efnum var sett i Illinois,
þegar fjórir naktir stúdentar
stukku með fallhlifar úr 1003
metra hæð og komu niður á
háskólalóðinni frammi fyrir
augum 1200 stúdenta.
bað taldist lika til tiðinda, að
rektor eins þekktasta háskóla
Bandarikjanna sagði i viðtali
við dagblað, að hann hefði tekið
konu sinni, prófessorunum og
dósentunum alvarlega vara við
þvi að taka þátt i nokkurskonar
striplingaleik. Leikur fólki mikil
forvitni á að fylgjast með þvi,
hvort eiginkona rektorsins
tekur tilmæli manns sins til
greina.
Fyrst i stað tóku aðeins karl-
menn þátt i striplingaleikjunum
á háskólalóðunum, en frelsis-
hreyfing kvenna er orðin það
sterk i Bandarikjunum, að ekki
er lengur hægt að gera upp á
milli kynjanna, þegar um er að
ræða réttinn til að vera nakinn
á almannafæri.
Einstaka stúdent hefur verið
handtekinn fyrir „ósæmilegt”
athæfi, en hægt er að telja þá á
fingrum sér. Lögregla og blöð
eru nefnilega sammála um, að á
meðan stúdentar krefjast ekki
annars en mega vera naktir, sé
engin hætta á ferðum. Stúdenta-
óeirðirnar fyrir nokkrum árum
voru af öðrum toga, — og ugg-
vænlegri, að þeirra áliti.
Þetta ástand, sem hér hefur
verið lýst, vekur upp spurning-
una: Hvað hefur orðið af
stúdentaóeirðunum, sem hófust
snemma á sjöunda áratugnum,
og breiddust eins og eldur i sinu
um allan heim, oft með hinum
hryggilegustu afleiðingum?
Norskur blaðamaður i Banda-
rikjunum, sem fyrrgreindar
lýsingar eru hafðar eftir, lýsir i
framhaldi af þvi heimsókn sinni
i háskólann i Cornell fyrir
skömmu.
„Siðast þegar ég kom þar”,
segir hann, „voru plaköt með
pólitiskum slagorðum, hvert
sem litið var, og hvern einasta
dag voru fundir og mótmælaað-
gerðir. Eitt kvöldið tóku svert-
ingjar, vopnaðir langdrægum
rifflum, öll völd i stúdenta-
félaginu. Það var hápunktur
langvinnrar skærubaráttu
stúdenta og háskólayfirvalda”.
begar blaðamaðurinn
heimsótti Cornell fyrr i þessum
mánuði biasti önnur sjón viö
honum. Ekki eitt einasta póli-
tiskt plakat, engin slagorð
máluð á veggi og tré eins og
áður. A auglýsingatöflunum
voru hinsvegar miðar, þar sem
sagt var frá hljómleikum og
kappleikjum innan um
húsnæðisauglýsingar og annað
svipað. Gjallarhornin glumdu
ekki lengur. 1 Cornell rikti
friður. Eins og i „gamla daga”
voru stúdentarnir uppteknir af
lestri og lærdómi — og þvi að
skemmta sér.
Hvað hafði breyst'í
Hvað hafði i rauninni gerst við
bandariska háskóla á siðasta
áratug og byrjun þessa? Walter
Galenson, prófessor, sem var
ráðgjafi við einn slikan skóla á
þessum tima,segir reynslu sina
vera þessa:
Galenson var i Berkeley i
Kaliforniu haustið 1964 þegar
stúdentauppreisnirnar hófust —
og einmitt við háskólann i Berk-
eley. Bandarisk ungmenni
streymdu þúsundum saman inn
i háskóla landsins. Svo varð
sprenging, sem menntasetrin
voru ekki búin undir. Mikill
skortur var á lessölum og
rannsóknarstofum auk reyndra
og fullmenntaðra kennara.
Miklu fleiri stúdentar en i
rauninni var rúm fyrir voru
teknir inn i háskólana — allir
áttu að fá góða menntun. Hin
sorglega staðreynd var að allt of
mörgum stúdentum var safnað
saman á alltof fáa staði. 1 Berk-
eley-borg einni voru 25.000
stúdentar og auk þeirra voru
nokkur þúsund ungmenna, sem
ekki voru við nám.
í Kaliforniu er sumar allt árið
um kring. Þar þarf maður litlu
að kosta til klæðnaðar og enn
minna til upphitunar. Húsaleiga
i kringum háskólalóðina var i
lágmarki og matur var tiltölu-
lega ódýr. I Berkeley var hægt
að eta og búa ódýrt, lifa lifinu —
og gera byltingu um leið. Það
var ekki einungis, að þægilegt
væri að dveljast i Kaliforniu, —
þar var lika fyrir hin „rétta”
spenna i andrúmslofti stjórn-
málanna. Kalifornia var i þá
daga róttækt fylki. Frá öllum
hornum sambandsrikisins
komu þeir þess vegna til
Berkeley — Parisar Ameriku.
Háskólalóðirnar minntu i þá
daga á múskikhátiðarnar
miklu, sem við höfum siðan séð
svo margar — með Woodstock i
fararroddi — þar sem tugir og
hundruð þúsunda ungmenna
safnast saman.
Meðal þessara ungmenna
voru og starfandi pólitiskir
hópar með ákveðin, stjórnmála-
leg takmörk. Það voru þessir
hópar, sem komu uppreisn-
unum af stað. Þar voru hópar
Maóista, sem sönnuðu sig vera
vel lesna, skipulagða og agaða.
Þarvoru lika starfandi Moskvu-
kommúnistar — oft synir og
dætur leiðandi kommúnista
millistriðsáranna. Þá áttu
Trotskij-istar sina fulltrúa og
einnig arftakar gömlu I.W.W.
syndikalistanna. Þeir sin á milli
um kenningar og fræði en stóðu
hlið við hlið þegar kom til mót-
mælaaðgerðanna.
Samtök hafnarverkamanna,
sem um árabil höfðu notið
forystu og leiðsagnar
kommúnistans Harry Bridges,
veittu stúdentum fjárhagsað-
stoð, er gerði þeim kleift að
koma sér upp fjarskipta-
tækjum, sem voru jafnvel betri
en þau, sem lögreglan hafði yfir
að ráða. I gegnum útvarps-
stöðvar sinar gátu stúdentar
safnað saman þúsundum til
mótmæla á aðeins nokkrum
minútum.
1 meira en tvö ár var Berkeley
pólitiskt fjölleikahús, en upp úr
þvi fóru „atvinnubyltingar-
mennirnir” að færa sig yfir til
annarra háskóla. Hipparnir
skutu aftur upp kollinum en
þeim fylgdi ekki ofbeldi. Þess i
stað kom til átaka við ýmsa
þekkta og óþekkta háskóla
viðsvegar um landið. Mótmæla-
aðgerðir og andóf heyrðu
deginum til og oftar en einu
sinni var beitt ofbeldi.
Mannfórnir voru færðar.
Uppreisnin, sem hófst i
Berkeley, varð ekki takmörkuð
við landamæri Bandarikjanna.
óróinn breiddist út um heiminn
eins og eldur i sinu. Mest var að
gerast i Frakklandi og ttaliu.
London School of Economics
fékk sinn skammt. í Vestur-
Þýskalandi var hvað mestu
blóði úthellt. Norðurlönd sluppu
einna best og andófið þar
kostaði ekki mikið — en það
kostaði þvi meira i Indlandi og
Japan, þar sem skólabyggingar
voru brenndar hvað eftir annað.
í Kina minnti „menningarbylt-
ingin” um margt á þessar upp-
reisnir Vesturlanda — eða var
það öfugt?
1 bandariskum háskólum lauk
þessum „byltingum” álika
skyndilega og þær höfðu hafist.
Vorið 1972 var það eiginlega
ekki annað en timaspursmál
hvenær bandariskur hersveit-
irnar yrðu kvaddar heim frá S-
Vietnam og hin óskaplega
óvinsæl herskylda var lögð
niður. Að visu áttu blakkir
stúdentar enn ýmislegt óupp-
gert við þjóðfélagiö en þeir
höfðu hvort eð er aldrei verið
mjög framarlega i röðum
stúdenta.
Og nú eru bandariskir
stúdentar aftur farnir að lesa.
Þeir mæta reglulega i tima og
fyrirlestra. Þeir eru meira aö
segja farnir að þakka með lófa-
taki — en áður sátu þeir með
hundshaus og bauluðu á allt
það, sem heyrði kerfinu til. Þeir
viðja nú um ákveðnar linur til
að fara eftir —- en áður hljóðuðu
kröfur þeirra nær undan-
tekningarlaust upp á „frjálsa og
opna skóla”.
1 stað pólitisks andófs hlaupa
þeir nú berrassaðir um. Það er
ólikt heilsusamlegra en bjór-
drykkja foreldra þeirra: nektin
verður liklega ekki til annars en
að útvega þeim kvef. Og svo að
kvefið verði ekki of alvarlegt, er
norrænum stúdentum ráðlagt
að biða enn i nokkrar vikur með
að taka til við sitt striphlaup.
Fimm minútum áður en
leikur Arsenal og
Manchester City átti að
hefjast i 1. deildinni ensku
nýlega, birtist þessi stripl-
ingur á vellinum. Hann hljóp
þvert yfir völlinn á striga-
skóm, og með föt sin i hend-
inni. Lögreglan var fljót á
vettvang, og striplingurinn
tróð sér i fötin áður en liann
var fluttur á lögreglustöðina.
Striplingurinn missti því af
Ieiknum, en fagnaðarhrópin,
sem hann fékk, voru hærri en
nokkur leikmannanna fékk i
sjáifum ieiknum!
Slysum fer
fækkandi
Umferðarráð hefur
tekið upp þá nýbreytni að
gera mánaðarlegt yfirlit
um umferðarslys. Tóku
fyrri yfirlit Umferðar-
ráðs til eins árs i senn, en
með þessu fyrirkomulagi
er unnt að fylgjast með
þróun þessara mála frá
mánuði til mánaðar.
Til samanburðar við þá
töflu yfir umferðarslys í
febrúar, sem hér birtist,
má geta þess, að í janúar
urðu 635 umferðaróhöpp,
og þar af eitt dauðaslys.
Slys með meiðslum urðu
51. Miðað við sama mán-
uð í fyrra er þetta f jölgun
á umferðaróhöppum, en
slysum með meiðslum
fækkaði úr 73. Dauðaslys
í janúar i fyrra voru þrjú.
Aukning umferðar-
slysa á síðasta ári var
minnsta aukning frá ári
til árs síðan 1968. Á sama
tíma fjölgaði ökutækjum
um 10%.
UMFERBARFíÁÖ
BRAÐABIRGÐASKfiÁNíNG UMFERÖAR'SLYSA
Mánaöaryfirlit Umferðarráðs yfir umferðarohöpp í mars
Eignatjón einungis Slys með meiðslum Dauða slys "| Alls
Slys alls 492 53 1 546
Fjöldi slasaðra og látinna 0-6 ára 7-14 ára 15-17 ára 18-20 óra 21-24 ára 25-64 ára 65 og eldri Alls | |
Ökumenn / 2 3 1 12 1 19
Farþegar 2 2 2 1 6 1 14
Gangandi 3 10 3 5 + 2 2 3 +
Hj^lr.menn 5 1 6
ALLS 5 10 12 6 2 23 4 62