Alþýðublaðið - 12.05.1974, Blaðsíða 3
TÚNEYRAÐ
Nokkur minnis
atriði frá för
Pelican til USA,
þar sem þeir
Ómar Valdimarsson:
tóku upp sína
Asgeir trommari ræöir við
sænska visindamanninn og föð-
ur „Aphex”, dr. Curt Knoppel,
sem raunar sýndi töiuverðan
áhuga að koma upp stúdiói hér-
iendis.
Shaggy Dog Studios, Stockbridge, Mass.: Tii vinstri er ibúðarhús starfsfóiks, i miðjunni er stúdióið
sjálft á neöri hæðinni og bústaður gesta á þeirri efri og til hægri er gömul hiaða, sem nú er veriö að
breyta i annað stúdió.
Asgeir stillir pákurnar með að-
stoð aðstoðarmanns I stúdióinu,
Stewarts Whitmore. (Ljósm:
Ómar Valdimarsson.)
Björgvin stúderar nýjan
mini-moog ásamt tækni-
fræðingi stúdiósins, David
Butler. Sá fékkst við smiði
gervihnatta áður en hann
kom til Shaggy Dog.
Upptökumennirnir Ralph
Mazza og Sheridan S.
Eldridge. Shcridan cr lik-
lega að segja eitthvað
skemmtilegt og svar hins
er „Vot?”
i New York City átti Pelican m.a. erindi til byggingar SÞ, þar sem
þessi mynd var tekin. Frá vinstri: Björgvin, ómar, Pétur og Asgeir.
fyrstu plotu
A götuhorni i sömu borg: Pétur, kona hans Matthiidur, sem viö hittum f
NYC, Björgvin, Asgeir, Ómar og Jón.
AF HVERJU MISSTUM VIO A
UNDANFORNUM 10 ÁRUM?
27/3-’74 — Eftir að hafa heyrt i
ykkur og Hljómum þá held ég að
i islenska poppmúsik vanti eitt-
hvað. Ég á ekki gott með að átta
mig á hvað þetta nákvæmlega
er, en ég hef einhvernveginn á
tilfinningunni, að þið hafið misst
illilega af einhverju af þvi, sem
hefur gerst i þessari músik á
undanförnum tiu árum eða svo.
Það var Ralph Mazza.annar
upptökumaðurinn i Shaggy Dog
Studios i Stockbridge i
Massachusetts i Bandarikjun-
um, sem sagði þetta við liðs-
menn hljómsveitarinnar Peli-
can þegar þeir voru vestra við
hljóðritun.
Pelican
kom heim aftur 23. mars eftir
tveggja vikna dvöl i Banda-
rikjunum. Alls voru þeir niu
daga við upptökuna á væntan-
legri plötu en áður hafði verið
áætlað, að aðeins sjö dagar yrðu
notaðir. Það sem eftir var af
vikunni, ætluðu þeir að^
dveljast i New York borg og
leita hófanna hjá umboðs- og
hljómplötufyrirtækjum en
vegna naums tima varð ekki úr
þvi i þetta sinn. Hinsvegar fara
söngvari og annar gitarleikari
hljómsveitarinnar, Pétur
Kristjánsson, og Ómar Óskars-
sonaftur utan nú um hlegina til
að ljúka við hljóðblöndun, sem
ekki tókst að ljúka alveg vegna
áðurgreinds.
Þar sem ég var með i ferðinni,
á óg trúlega i einhverjum erfið-
leikum með að gera mér hlut-
lausa grein fyrir árangrinum af
upptökunni en með þvi að
beita öllum minum siðferðilega
styrk (sem að sjálfsögðu er
alltaf ásteytingarsteinn) tel ég
mér óhætt að fullyrða, að á
markaðinn er væntanleg góði
plata með Pelican.
Hin harða og á stundum gróf-
gerða og hráa músik Pelican
kom bandarisku upptöku-
mönnunum (sem siðan
pródúseruðu plötuna ásamt
Pelican) nokkuð á óvart. Þeir
byrjuðu á að taka upp ,,grað-
hestalögin”, eins og til dæmis
útsetningu sina á Sprengisandi
Kaldalóns. Við upptökur sem
þessar er i fyrstu umferð tekin
upp „grunnhljóðfærin”, þ.e.
bassi, trommur og grunngitar
og hljómar slikt náttúrlega
hvergi nærri þvi, sem verður
þegar allt er komið ofan á —
hvort það er fleiri gitarar,
pianó, meiri ásláttur, moog eða
blásturshljóðfæri, svo ekki sé
minnst á söng.
En þegar þessu var lokið og
Pelican fóru að bæta ýmsu
fleiru i upptökurnar, hýrnaði
heldur betur yfir Bandarikja-
mönnunum. Undir lokin voru
þeir allir af vilja gerðir til að
greiða götu hljómsveitarinnar
og voru himinlifandi með
árangurinn af upptökunni.
Ralph Mazza sagði siðustu nótt-
ina i stúdióinu, þegar verið var
að hlusta á það, sem þá var til-
búið:
— Þessi plata er góð. Ég man
ekki eftir að hafa heyrt jafn gott
sánd á plötu áður og þetta er svo
sannarlega það besta, sem ég
hef átt þátt i
Þeir Ralph Mazza og Sherid-
an Eldridge, hinn upptöku-
maðurinn, voru á einu máli um
það, að næst þegar Pelican
kæmu (og hugmyndir eru uppi
um að það verði i september
nk.) yrði gerð „ennþá betri
plata”. En eins og áður, þá
liggja úrslitaatkvæðin hjá
hljómplötukaupendum.
Pelicanhöfðu allir — að Jóni
ólafssyni, bassaleikara, undan-
skildum — unnið áður i stúdiói.
Þeir höfðu ætlað sér viku til
upptöku og hljóðblöndunar, eins
og áður segir, en það reyndist
samt ekki nóg. Að hluta til var
það vegna þess að i öllum upp-
tökum gengur misjafnlega og
eins bilaði sjálft segulbands-
tækið og tafði það um heilan
HaíJ
Shaggy Doger 16 rása stúdió,
vel búið og tvimælalaust gott.
Sjálft upptökuborðiö er af gerð-
inni Aengusen segulbandstækin
af Scully-gerð.
Þá er Shaggy Dog eina
stúdióið i heiminum, sem hefur
yfir að ráða svokölluðum Aphex
og var notkun þess og stjórn
útskýrð fyrir Pelican af sjálfum
hugvitsmanninum, sænska
visindamanninum dr. Curt
Knoppel. Aphex.sem einnig var
notað við upptökur Hljómaplatn-
anna, er merkilegt tæki, sem á
eftir að „gjörbreyta heimin-
um”, að sögn Mazzas.
Aphex er i stuttu máli tæki,
sem upptökum er rennt i gegn-
um við hljóðblöndun eða eftir á,
með þeim afleiðingum, að alit
hljóð,allir tónar, verða margfalt
skýrari, færast nær og tiðni-
sviðið eykst. Okkur gafst að
sjálfsögðu kostur á að heyra
muninn á upptökunni með og án
Aphexog hefðum ekki trúað þvi
að óreyndu.
Frá dr. Curt Knoppel og
uppfinningu hans og ýmislegu
fleira, sem forvitnilegt var i
þessari ferð með Pelican, verð-
ur nánar sagt siðar i Alþýðu-
blaðinu. —ó.vald.
Sunnudagur 12. maí 1974.