Alþýðublaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 4
Eggert 5 varnarmála. Engir nema þeir sem vilja ekki, eða geta ekki skilið neitt, bera slikar staðhæfingar fram. Stefna flokksins er i sem fæstum orðum þessi: Alþýðuflokkurinn vill varðveita fullveldi Islands i frjálsu sam- starfi við aðrar þjóðir, og taka þátt i samstarfi vestrænna þjóða, til verndunar friði og öryggi á Norður-Atlantshafi. — Eins og aðrir Jafnaðarmannaflokkar vill Alþýðuflokkurinn að stefnt sé að ■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■ i Áskriftarsími i ■ Alþýðublaðsins I er 14-900 afvopnun i heiminum og trygg- ingu friðar með öryggissátt- málum. Meðan valdajafnvægi er tryggt með varnarbandalögum, vill Alþýðuflokkurinn að Islendingar ljái þvi öryggisbandalagi, sem þeir eru nú aðilar að, aðstöðu til að halda hér á landi uppi friðar- gæslu og eftirlitsstörfum. Læt ég svo útrætt um þennan málaflokk að sinni. Heildarstjórn i efnahagsmálum Auk þess sem nú hefur verið sagt, um öryggis- og varnarmál, tel ég rétt að leggja áherslu á eftirfarandi stefnumál Alþýðu- flokksins: Flokkurinn er eini flokkur jafnaðarmanna á islandi. Hann vill heildarstjórn á efna- hagsmáium og mun berjast gegn óðaverðbólgu. Hann vill stuðla að allsherjar velferðar- þjónustu og féiagslegri sam- hjálp f húsnæðismáium, — ásamt þvi að stuðla að heil- brigðu lifsviðhorfi ungs fólks og auknu öryggi i afkomu aldraðra. Alþýðuflokkurinn leggur á það sérstaka áherslu að hann mun ekkitaka þátt i neinni rikisstjórn nema þeirri sem hefur náið samstarf við launþegasamtökin. — Á sama hátt mun hann beita sér gegn sérhverri stjórnar- stefnu, sem leitt gæti til atvinnu- leysis, stöðugrar verðbólgu, launamisréttis og ójafnrar aðstöðu i þjóðfélaginu. Gjöf Jón Sigurössonar Á fjárlögum fyrir 1974 er veitt ein miljón króna til sjóðsins Gjafar Jóns Sigurðssonar. Um úthiutun þessa fjár voru settar nánari reglur með þingsaiyktun 29. april s.l. Er verðlaunanefnd sjóðsins heimilað að úthluta þvi I sam- ræmi við ákvæði um vexti sjóðsins, en þó má viðurkenna viðfangsefni og störf höfunda, sem hafa visindarit I smið- um. I rcglum sjóðsins frá 1911 segir, að vöxtum skuli verja til „verðiauna fyrir vei samin vlsindaieg rit, og annars kostar til þess aö styrkja útgáfur sllkra rita og til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimiidarrita. — öll skulu rit þess lúta að sögu tslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn og framförum.” Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar augiýsir hér með eftir umsóknum um fjárveitingar úr sjóðnum. Skulu þær stilaðar á verðlaunanefndina, en sendar mennta- málaráðuneytinu fyrir'l. september n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, ritgerðir eða greinargerðir um rit I smiðum. Verðlaunanefndin mun skipta fjárveitingu þeirri, sem Alþingi hefur veitt, ef ástæða þykir til, þegar umsóknir hafa verið kannaðar. Reykjavlk 1. júll 1974. I verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar Gils Guðmundsson Magnús Már Lárusson Þór Viihjálmsson Kennarar Stærðfræðikennara vantar að gagnfræða- skólanum i Hveragerði. Upplýsingar gef- ur skólastjóri i sima 99-4288 eftir kl. 17.00. Skólanefndin M.S. HEKLA Auglýsinga síminn 28660 fer frá Reykjavík sunnu- daginn 7. þ.m. austur um land í hringferð. Vörumót- taka fimmtudag og föstu- dag. lalþýdul Bg uiLiim!iii Konung- legt vetrar- orlof Margrét Dana- drottning var í febrú- ar í vetrarorlofi i Frakklandi. Að sjálf- sögðu hafði hún Hin- rik prins og börnin með sér. Þau bjuggu nærri Megeve — hvar i veröldinni, sem það svo er. Svona líta 200 mílurnar út Ef 200 mflna lögsagan og landgrunnskenningin nær fram að ganga á Hafréttarráðstefnunni I Caracas mun heimskort lita út eins og hér sést. Mörg hafsvæði lokast þá. Indlandshaf, Norðursjór, Ishafið og stórir hlutar af Kyrrahafi munu þvi ekki lengur tejast „opin hafsvæði”. Gleraugu fyrir blinda Mikið er nú unnið um allan heim að þvi að bæta aðstöðu blindra og fatiaðra. Margar þjóðir leggja mikið af mörkum I þessu starfi og fara þar einna fremstir Banda- rikjamenn, Svlar og Pólverjar. Leisergeislastafir hafa vcrið framleiddir og reyndir undanfarin ár I Bandarikj- unum og Svíþjóö. Ekki er enn um fjöldaframleiðslu að ræða og er það vegna hins glfurlega háa framleiðslukostnaðar t.d. mun sænski stafurinn kosta um 100.000 kr. Isl. Ný-Sjálendingar hafa útbúið hijóðgleraugu og eru þau mjög svipuð að lögun og venjuleg gleraugu. 1 umgjörðunum er komiö fyrir sendi- og móttöku- tækjum en að auki fylgir gleraugunum lltið hylki meö rafhlöðum sem auðveldard- lega má koma fyrir I vasa. 1 umgjörðinni eru tvö heyrnar- tæki. Þegar hindranir verða á vegi manns nemur móttöku- tækið þær og breytir þeim i hljóðbylgjur sem berast til eyrnanna. Hljóðtákn tækisins er mjög mismunandi og berast úr tveim áttum I höfuð og brjósthæð. Notagildi þessara gleraugna felst aðallega i þvi að læra að gera sérhljóðmynd af nánasta umhverfi sinu með þvi að nema hin f jölbreytilegu hljóðtákn. Þetta krefst auðvitað mikillar þjálfunar en sá sem hefur náð lengst I notkun gleraugnanna og stafs að auki, Walter Thronton frá Englandi, segir að gleðin og ánægjan sem þessu fylgir sé ómetanleg, þar sem jafnvel sé hægt að þekkja mismunandi trjátegundir á hinum ýmsu hljóðum þeirra.. Tekið skal fram að mikla þjálfun þarf til að fá aö nota þessi gleraugu. 0 Fimmtudagur 4. júli 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.