Alþýðublaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 1
LOGREGLAN I ELTINGARLEIK VIÐ TRYLLTAN FOLA alþýðu MIÐVIKUDAGUR 24. júli 1974 - 132. tbl. 55. árg. Siálfstæðismenn vildu forseta oq höfnuðu bremur varaforsetum Sjálfstæðisflokkurinn fékk engan forseta á Al- þingi í gær, né heldur varaforseta, þar sem flokkurinn ákvað, eftir að ósk hans um embætti forseta neðri deildar hafði verið hafnað, að þiggja ekki varafor- setaembætti. Asgeir Bjarnason var kjörinn forseti efri deildar og Gils Guðmundsson for- seti neðri deildar. Sjálf- stæðisflokkurinn bauð fram til þessara emb- ætta, Ragnhildi Helga- dóttur í neðri deild og Jón Árnason í efri deild og hlutu þau öll atkvæði þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Þórarinn Þórarinsson upplýsti það á Alþingi, að Sjálfstæðisflokknum hefðu verið boðin emb- ætti fyrsta varaforseta i báðum þingdeildum og i Sameinuðu þingi, en á siðasta þingi hafði flokkurinn fyrsta vara- forseta i neðri deild og fyrsta varaforseta i Sameinuðu þingi. Sjálf- stæöismenn vildu aftur á móti fá embætti for- seta neðri deildar, en Alþýðubandalagið hafn- aði þvi eindregið og var þeirri ósk þá synjað. Sjálfstæðisflokkurinn á- kvað þá að þiggja engin varaforsetaembætti og skýrði Gunnar Thor- oddsen, formaður þing- flokksins, frá þvi fyrir kjör á þinginu i gær. Fyrsti varaforseti sameinaðs þings er Eð- varð Sigurðsson, annar varaforseti Vilhjálmur Hjálmarsson og skrif- arar Lárus Jónsson og Jón Helgason, en venj- an er að tveir stærstu þingflokkarnir tilnefni menn i skrifarastöður. Fyrsti varaforseti efri deildar er Eggert G. Þorsteinsson og annar varaforseti Helgi Selj- an. Skrifarar efri deild- ar eru Ingi Tryggvason og Steinþór Gestsson. Fyrsti varaforseti neðri deildar er Ingvar Gisla- son og annar varafor- seti Benedikt Gröndal. Skrifarar neðri deildar eru Páll Pétursson og Ellert B. Schram. Flokksstjórn Alþýðuflokksins svarar Geir • • HOFUM EKKI ÁHUGA — Flokksstjórn Alþýðuflokksins telur, að viðræður milli Sjálf- stæðisflokksins, Fram- sóknarflokksins og Alþýðuflokksins um myndun rikisstjórnar mundu ekki vera llklegar til þess að fullnægja markmiðum Alþýðu- flokksins um fyllstu sam- ráð við verkalýðshreyf- inguna um lausn vanda- mála og telur þvl, að til- raunir til sllkrar stjórn- armyndunar myndu verða árangurslausar, segir I bréfi frá Alþýðu- flokknum til Geirs Hall- grimssonar, sem sent var honum I gærkvöldi. Bréfið hljóðar þannig i heild sinni: ,,Sem svar við bréfi yðar, dags. 19. jiili, til- kynnist yður hér með, að flokksstjórn Alþýðu- flokksins hefur i dag ályktað eftirfarandi: „Flokksstjórnin er ein- dregið fylgjandi þvi, að freistað verði viðtækrar samvinnu stjórnmála- flokkanna um lausn þeirra vandamála, sem nii er við að etja, á þann hátt, að haft verði fyllsta samráð við verkalýðs- hreyfinguna og hags- muna láglaunafólks gætt i hvivetna. Flokksstjórnin telur hins vegar, að viðræður milli Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins um S- flokknum og Framsókn ekki líkleg til þess aö gæta hags- muna lág- launafólks myndun rikisstjórnar mundu nú ekki vera lik- legar til þess að fullnægja þessum markmiðum Alþýðuflokksins og telur tilraunir til slikrar stjórn- armyndunar mundu verða árangurslausar”. EKKERT VÍN í VALHALLAR- VEISLUNNI Á fundi sem Gylfi Þ. Gislason, forseti sam- einaðs Alþingis, boðaði til i gær með formönn- um þingflokkanna var einróma samþykkt að ekki skuli veita áfengi I hádegisverðarboði þvi, sem forsetar Alþingis hafa i Valhöll á þjóðhá- tlðinni sunnudaginn kemur. Við líka Dragnótabáturinn Ber- vik SH 43 var tekinn að ólöglegum veiðum rétt sunnan við Malarrif fyrir hádegi i gær. Var hann að veiðum á hinu friðaða svæði. sem þarna er. Réttarhöld i máli hans fara fram i Stykkishólmi og hófust þau i gær. Bervik er fjórði báturinn, sem tekinn er að ólöglegum veiðum á þessu svæði á skömmum tima. Mál þeirra þriggja skip- stjóra, sem áður voru teknir, voru afgreidd með sátt og sektar- greiðslum. Það er alla vega byrjunin að smokra sér úr skónum siðan fögur orð og . . . Nú kemur að Ólafi Geir Hallgrimsson, for- að hann vildi það eitt maður Sjálfstæðisflokks- segja eftir svar Alþýöu- ins, sagði i viðtali við Al- flokksins, að hann myndi þýðublaðið i gærkvöldi, i dag tilkynna forseta Is- lands næsta skref i stjórn- armyndunarmálinu. Liklegast er, að Geir tilkynni forsetanum, að tilraunir hans til stjórn- armyndunar hafi ekki borið árangur og er þá liklegt, að forsetinn i framhaldi af þvi snúi sér til ólafs Jóhannessonar, formanns Framsóknar- flokksins, og feli honum næstu stjórnarmyndun- artilraun. KDNA SKATTHÆST Á SELTJARNAR- NESINU Pálmi i Hagkaup heldur meti sinu, hvað opinber gjöld snertir þrátt fyrir útkomu skattskrár i Reykjanes- umdæmi, en þar er Friðþjófur Þorsteinsson forstjóri efnagerðarinn- ar Vals i Kópavogi hæstur með röskar 3,6 imilljónir i heildargjöld. STUNDAKENNARAR Á SUMARLAUN Nú munu stundakenn- arar við framhalds- skóla fá laun yfir sum- arið, það er að segja þeir sem kenna helming af kennsluskyldu fast- ráðinna kennara eða meira. Kennsluskylda fastráðinna gagnfræða- skólakennara er 30 kennslustundir á viku. Stundakennarar munu fá borgað miöaö við að þeir hafi kennt 5 mánuði af 9 mánaða skólaári og verður siðan tekið mið af þvi hversu marga tima þeir hafa kennt á viku. Ekki er enn útséð um það hvenær þetta verð- ur borgað út en það verður sennilega ein- hvern tima i ágúst. Pálmi I Hagkaup hafði tæpar fimm og hálfa. Næstur Friðþjófi i Reykjanesumdæmi er Jóhann G. Ellerup, lyf- sali i Keflavik með röskar 2,3 milljónir samanlagt, þá Hörður A. Guðmundsson i Hafnarfirði með tæpar 2,2, Sigurður S. Ólafsson húsasmiðameistari I Grindavik með röskar 2,1 og Sverrir Magnús- son.lyfsali Garðahreðði með 2,1. Kona var hæst á Sel- tjarnarnesi, Guðrún F. Magnúsdóttir með 1,3 milljónir og Sigurbjörn i Glaumbæ, eða Klúbbn- um hæstur i Kjalarnes- hreppi með röska 1,5. Fjöldi einstaklinga á skattskrá i Reykjanes- umdæmi er 18,942 og fé- lög eru 1,020. Nánar er sagt frá hæstu gjald- endum i umdæminu á

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.