Alþýðublaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 6
Leiknum var ekki lokið á rothöggi í annarri lotu. Þriðja lota var tveggja sólarhringa martröð. Dauðinn sigr- aði á stigum Mótstöðumaöur hans Fabrizio Avincoia var einnig byrjandi hnefaleikamaður. Það varð honum að bana Margir fylgdu unga hnefaleikaranum til grafar og meðal lik- burðarmanna var vinur hans og andstæðingur. Fabrizio Avincola hlaut að deyja vegna þess eins, að hann gerði ráð fyrir, að lif sitt yrði betra, ef hann gerðist hnefaleikari. Hann var 17 ára og bjó við sárustu fátækt i smá- bænum Trevignano, 30 km. frá Róm. Hann æfði næstum hvern einasta dag og loks komst hann i hringinn. Aðeins byrjendur áttu að keppa. Hlutkesti var lokið. Fabrizio fékk jafnóæfðan mótstöðumann og hann var sjálfur, Oliviero Rotarvi frá Frosinono. Báðir þessir ungu menn kepptu i fyrsta skipti opinberlega. Bjöllunni var hringt. Hnefaleik- ararnir létu hanskana snertast I kveðjuskyni, en svo hófst keppnin. Fabrizio hafði mótstöðumanninn i vörn frá upphafi. Högg hans féllu snögg og örugg og hann fékk marga punkta og sigraði greinilega i fyrstu lotu. Onnur lota hófst. Aftur endurtók þetta sig. Fabrizio stýrði leiknum gjörsamlega. Þá kom Oliviero höggi á hann. Hann kom við höfuð mótstöðumanns sins. Fabrizio stóð sem lamaður sekúndubrot, svo fékk hann á andlitið. Dómarinn taldi: 8-9, út. Oliviero var yfirlýstur sigurvegari á „knock-out” i annarri lotu. Fabrizio reis ekki á fætur. Það var reynt að láta hann rakna við sér og m.a. var notað það alþjóðlega með- al, ilmsalt. En það var ekki til neins og þvi var kallað á iþróttalækni. Eftir fimm minútur komst hinn yfirunni hnefaleikamaður á fæt- urna. Hann gekk til andstæöings- ins, tókfhönd hans og óskaði hon- um til hamingju með sigurinn. Þeir óku heim saman. Hnefaleik- arar eru alltaf góðir vinir, hvernig svo sem úrslitin verða. A leiðinni leið Fabrizio hálfilla. Vinir hans óku honum á næsta sjúkrahús. Hann missti meðvitund á leiðinni. Læknarnir reyndu allt, en hann komst ekki til meðvitundar aftur. Hann dó tveim dögum seinna. Andstæðingur hans, Oliviero, var viö æfingar, þegar hann frétti um lát Fabrizios. Hann klifraði niður- lútur út úr hringnum og sagöi: — Ég leik ekki hnefaleik aftur. m Miðvikudagur 24. júií 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.