Alþýðublaðið - 11.08.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.08.1974, Blaðsíða 3
Háhyrningar Háhyrningar eru hraðsynd og óttalaus og einhverjir gráðugustu veiðimenn úthafanna, en samt taka þeir vel við þjálfun til sýningar og rannsóknar. Hér er rætt um eðli þeirra og hættuna á útrýmingu þessarar tegundar hvala. Háhyrningar eru vist iangiifustu spendýrin að manninum undan- skildum — einn háhyrningur sást i áttatiu ár við Ástraliu. Gamli Indiáninn, sem var önnum kafinn við að skera út myndir af þessum dýrum í við, f leiri tugi ára, en hann man, hvíslar því, að háhyrningur sé einu stigi yfir guði. Þeir hrekja burt f iskinn og rífa netin, kvarta f iskimennirnir sem hafa byssu meðferðis til að hrekja þá í burtu. Það verður að friða þá, segja ungu náttúruverndarmenn- irnir, sem hjálpuðu nýlega til að telja þá við strönd Norður-Ameríku. Barátta manns og háhyrnings er ævaforn. Bein háhyrnings fundust á sorphaugum frum- stæðra manna í Skot- landi, áður en alifuglar þekktust. Myndir og klettaristur í Suður- Frakklandi sýna dýr rekin áfram af mönnum. Útlínur sumra dýranna eru án efa útlínur háhyrnings — tunnu- lagaður líkaminn, marglitur skrokkurinn, risastór bakuggi og jafn- vel tennurnar eru auð- þekkjanlegar. Rómverskir rithöf- undar skírðu háhyrning- inn fyrst naf ninu ,,Orca", en það merkir ,,sjó- skrattar" og þeir bættu því við, að þau væru af gerðinni tyrannus balenarum (harðstjóri hvalanna) eða formidabilissimus ba laenarum (geigvænlegasti óvinur hvalanna). Latneska nafnið er nú notað um þessa dýrategund eða, Orcinus orca. Pliny eldri lýsti í ritum sínum um það bil 60 árum fyrir Krist, Orca, sem var fastur á rifum við Ostia- höfná Italíu. Þegar Pliny er búinn að lýsa því, hvernig rómverskir hermenn ráku dýrið frá höfninni áður en þeir drápu það, segir Pliny: ...,,þegar bakið sást yfir yfirborði sjávar minnti það mjög á kjöl á bát, sem hefur hvolft." Háhyrningar er ein af stærri tegundum tann- hvalanna, en til þeirra teljast einnig höfrungar. (Hinn hvalastof ninn heitir skíðishvalir og lifir á átu og verða venjulega risastórir). Háhyrningur- inn er venjulega um 6 m. langur, en sum karldýrin verða 9 m og átta tonn að þyngd. Efri hluti líkamans er svartur með gráum eða hvítum bletti fyrir ofan bakuggann og órreglulegum augnbletti, sem er hvítur og fyrir ofan eða aftan augun kviðurinn er hvítur. Bakugginn getur orðið 180 til 200 sm á stóru karl- dýri. Karldýrin eru stærrj en kvendýrin, en það er oft erfitt að greina kvendýrið frá litlu karldýri. Háhyrningar haf a sést í öllum úthöfum veraldar. Venjulega sjást þeir oftast i austurhluta Kyrrahafs og í Suður- Ishafi. Þeir eru yfirleitt í sjó, sem er milli frost- marks og 13 gr. C og þegar þeir fara til heitari hafa stinga þeir sér oft niður í dýpið þar, sem er kaldara. Þeir eru spendýr og verða að koma upp á yfirborðið til að anda, en þeir geta verið í allt að hálftíma í kafi. Menn vita fátt um það, hve djúpt þeir kafa, hverjir hæfileikar þeirra og líf sven jur eru. Sumt af því, sem vitað er, er mjög áhugavekjandi. Ef hægt er að trúa sögum um Gamla Tom er háhyrningurinn það spendýr, sem er lang- líkast manninum. Gamli Tom þekktist á vissum líkamseinkennum og áströlsk hvalveiðistöð kom auga á hann af og til i 80 ár. Morðhvelið dó 1928 og beinagrindin er til sýnis á Edensafninu í Ný ja Suður-Wales. Meðallíf háhyrnings er um 30 ár. Einmana háhyrningar eru sjaldgæfir, því að þeir ferðast yfirleitt um margir saman í torfum, sem í eru 12 eða fleiri hvalir (eitt eða tvö karldýr, kvendýr, ókyn- þroska dýr og afkvæmin). Fjölskyldan vinnur saman að veiðum, lífsháttum og viðkomu. Þeir eru mjög góðir f veiðum, því að hvalirnir skipta sér í samstilltan hóp eins og úlfar. Torfa af þeim syndir oft um hafið eins og hermenn f fylkingu, með forystumanninn fremstan og útverði á báða bóga. Háhyrningar gefa frá sér tvenns konar hljóð. Annað er bergmálshljóð, sem ætlað er til að stjórna dýrinu (á sama hátt og Háhyrningar eru algengustu hvalir i Suður-heimsskauts- hafinu. í nálægð er bak- ugginn ógnvekjandi sjón. Þó hafa villtir háhyrningar fyrst og fremst forvitnis- legan áhuga á mönnum, sem villast i þeirra hóp. Lengst t.h.: Hvalirnir risa upp til að sjá betur. t.hægri: Það sést ekkert nema kraft- mikill sporðurinn, þegar háhyrningurinn stingur sér með örlitium bægslagangi. gtew. ■-■ —————————————■—.——,, Sunnudagur 11. ágúst 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.