Alþýðublaðið - 07.09.1974, Page 5

Alþýðublaðið - 07.09.1974, Page 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Fanney Kristjánsdóttir Skipholti 19, sími 28800 Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Blaðaprant Auglýsingastjóri: Aðsetur ritstjórnar: Auglýsingar: Afgreiðsla: Prentun: VERKIN TALA Einstæðu sumarþingi er lokið og verður nú hlé á störfum Alþingis i liðlega sjö vikur. Meðan á sumarþinginu stóð, fengu Islendingar nýja rikisstjórn i þjóðhátiðargjöf. Hin nýja rikisstjórn hefur nú á aðeins einni viku unnið það stjórnmálalega „þrekvirki” að leggja á almenning i landinu nýjar og auknar álögur, sem nema 3.000 milljónum króna, og þvi til viðbótar að fella gengi islensku krónunnar um 17%, sem mun á næstunni valda griðarlegri verðhækkun á öllum innfluttum vörum, og þess utan að samþykkja 20% hækkun á verði búvöru til neytenda, án þess að sú hækkun sé látin hafa áhrif á kaupgreiðsluvisitöluna. Hin nýja rikisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur hingað til öslað beint af augum og allar hennar aðgerðir eru handahófskenndar og i engu samræmi við fast- mótaða stefnu. Aðgerðirnar og álögumar eru nefndar læknisráð gegn yfirvofandi rekstrar- stöðvun atvinnuveganna, óðaverðbólgu og erfið- um fjárhagi rikissjóðs. Vissulega má með sanni segja, að almenning- ur sé nú að súpa seyðið af efnahagsóstjórn fyrr- verandi rikisstjórnar, þegar aldrei var tjaldað nema til einnar nætur i efnahagsmálum. En annar stjórnarflokkurinn, flokkur framsóknar- manna, ber einmitt höfuðábyrgðina ásamt menntamannaklikunni i Alþýðubandalaginu á þeirri óráðsiu og þvi, hvernig nú er komið i efna- hagsmálum þjóðarinnar. En hvað hefur tekið við? Til hve margra nátta er nú tjaldað i valdatið nýrrar helmingaskipta- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins? Það veit Alþýðublaðið ekki, einfald- lega vegna þess að rikisstjórnin hefur engar yfirlýsingar viljað gefa um þá heildarstefnu, sem hún hyggst fylgja i efnahagsmálum. Hin nýja ofrikisstjórn virðist ekki ætla að hlusta á nein rök. Það hefur hún ekki að minnsta kosti gert hingað til. Svo sterka telur hún stöðu sina á Alþingi, að þingmenn og ráðherrar henn- ar leyfa sér að gleyma gersamlega öllu þvi, sem þeir höfðu að segja fyrir fáeinum mánuðum. Nú eru flest kosningaloforðin gleymd. Núverandi rikisstjórn gerir sér sýnilega ekki grein fyrir þvi, að hinar hörkulegu skyndiað- gerðir i efnahagsmálum, sem lögfestar voru i sl. viku á Alþingi, geta fullt eins orðið hvati að enn meiri verðbólgu i landinu og enn meiri verð- rýrnunar sparifjár landsmanna, en leiði ekki til hjöðnunar verðbólgunnar og nýs jafnvægis i efnahagsmálum þjóðarinnar. Núverandi óðaverðbólga verður ekki kveðin i kútinn án þess að beitt sé raunsýnni og hnitmið- aðri efnahagsstefnu. En þess er litil von, að ihaldið i Sjálfstæðis- flokknum og ihaldið i Framsóknarflokknum móti eða framkvæmi slika stefnu. Þess er heldur varla að vænta, að Framsóknarflokkur- inn hafi breyst svo mikið þrátt fyrir vistaskipt- in. — JON ARMANN HÉÐiNSSON, ALÞINGISMAÐUR: ILDEUMHB HUKHIB IIH 3000 MILUÖBIB < flÐEIHS EIHMI VIKU „Með samþykkt á þessu frumvarpi mun almenningur enn verða að taka á sig auknar á- lögur, er munu nema milli 600—700 milljón- um króna á næsta ári. Þessar álögur ásamt komandi hækkun á söluskatti nema þvi um 2500 milljónum, auk hinna geigvænlegu hækkana, er gengisfell- ingin sjálf leggur á all- an almenning. Með enn einu frumvarpinu ætlar rikisstjórnin að lög- festa i þremur frum- vörpum nýjar álögur um 3000 milljónir. Þetta eru svo miklar á- lögur i einu vetfangi, að ekki verður með nokk- urri sanngirni sagt, að hér sé farið að með gát, mikiu fremur er hér ruðst áfram af handa- hófi og án skipulegrar stefnu um tekjuöflun fyrir rikissjóð og viss rikisfyrirtæki’% Þannig hljóðar upphaf minni- hlutaálits Jóns Árm. Héðinssonar i fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar Alþingis um frumvarp rikis- stjórnarinnar um fjár- öflun til vegagerðar. „Þaö er staðreynd, að gagn- vart almenningi hefur gengis- breyting ein sér á um 7 siðast- iiðnum mánuðum hækkað öll er- lend aðföng um 50 prósent og virtist manni sem slikar álögur væru nógar á almenning, en svo er ekki að sjá, ef dæma má eftir atferli rikisstjórnarinnar. Fyrir nær tveimur árum rök- studdi þáverandi forsætisráð- herra gengisfellinguna i desem- ber meö þessum orðum: „Ég á- lit, að með þessari aðferð sé rekstrargrundvöllur tryggður fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, atvinnuöry ggi tryggt og kaupmáttur launa tryggður”. Jóhann Hafstein, þáverandi form. sjáifstæðis- manna, sagðium gengisfellingu i des. 1972: „Ég fyrir mitt leyti gagnrýni fyrst og fremst þessa Jón Armann Heðinsson, alþingismaður gengislækkun vegna þess, hvernig hana hefur borið að. Hana ber núna að i góðæri, meira góðæri en við höfum haft kannski um lengri tima”. Gengislækkunin frá 1972 skapaði óðaverðbólgu, og hefur nú enn veriö gripið til gengis- fellingar með sömu orðum um að nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll hjá sjávarút- veginum. En þessi frumvörp á- samt gengisfeiiingunni eru að mati undirritaös hvati að enn meiri verðbóigu og verðrýrnun á sparifé landsmanna. Þetta finnur almenningur og hefur hann þvl ekki trú nú á þessum ráðstöfunum. Afleiðingarnar munu ekki láta á sér standa. óðavcrðbólgan mun geysa hér enn fram og færa allt fyrr eða siöar I strand að nýju. Undirritaður viðurkennir mikla og aukna þörf Vegasjóðs á tryggum tekjum. Það hefur sjóðurinn, en verðbólgan rýrir svo ört það fjármagn, að fram- BORGARLOFTSLAG? HVAÐ ER 1 stórum borgum er hitastig loftsins nokkrum gráðum hærra en I þorpum. Þar blása „borgar- vindar”, oft rikir þoka og úr- koma. Þeir, sem búa i stórum iðnaðarborgum, fá miklu minna af útfjólubláum geislum en aðrir. A götum borga er miklu verra skyggni en i þorpum. Borgar- loftslag erstaðreynd, sem þarf að taka tillit til og viðurkenna. Hing- að til hafa aðeins nokkrar hliðar þess verið athugaðar. Litið er vit- að um eiginleika borgarloftsins og ekki hafa verið gerðar á þvi kerfisbundnar rannsóknir. í Sovétrikjunum hefur verið gerö fyrsta tilraunin með sam- ræmdar rannsóknir á loftslagi stórrar borgar. Rannsóknirnar fóru fram i borginni Saporosjé, sem er mikil iðnaðarborg i úkrainu og dæmi- gerð að mörgu leyti. Þarna búa 700 manns. Þarna var möguleiki á að athuga iðnaðarhverfi, sem aðskilið var frá íbúðarhverfunum með breiðu gróðurbelti. Alls tóku 200 manns þátt i rann- sóknunum. Visindamennirnir notuðu nýjasta tækniútbúnað: sjálfvirk gasmælingatæki, raf- eindastýrða rykmæla „laser”út- búnað til að ákvarða gerð og myndun reykskýja, innrauða ljósgjafa, og tæki til að skrá geislastrauma. Rannsóknirnar fóru fram i 12 bifreiðum, 2 þyrilvængjum, IL-18 rannsóknaflugvélum og veður- stöðvum á jörðu niðri. Meðan rannsóknirnar fóru fram, var veöriö þurrt og heitt, þannig, að hægt var aö fullgera næstum allar rannsóknirnar. Uppgötvuð voru áhrif iönaðar og umferðar á veð- urfræðilega þætti. Athuguð var útbreiðsla ýmis- konar mengandi efna með tilliti til veðurskilyröa og tima. Niður- stöðurnar voru mjög fróðlegar. Það kom i ljós, að brennisteins- kvæmdamagnið veröur hvergi nærri eins mikið og ætla mátti við samþykkt vegaáætlunar fyrir yfirstandandi timabil. Það verður þvi ekki komist hjá þvi að meta og vega málið ailt upp að nýju og ill nauðsyn knýr Al- þingi til þess að fresta ýmsum framkvæmdum I vegaáætlun um óákveðinn tima. i þessu máli sem öðrum veröa menn aö snlöa sér stakk eftir vexti. Það er almennt viðurkennt, að bill- inn er ómissandi tæki fyrir nær allar fjölskyldur landsmanna og viðbótar álögur á rekstur blls- ins, er nema mörgum tugum þúsunda verða að skoðast vel og það er að mati undirritaös ó- verjandi vinnubrögð að hespa frumvarp I gegn með skyndiaf- greiðslu á nefndarfundi, er stóð I um 15 minútur og litlar upplýs- ingar voru veittar. Engar at- huganir hafa enn farið fram á hinum breyttu viðhorfum vegna gengisfellingarinnar og eru þetta ekki sæmandi vinnubrögð á Alþingi I dag. Þessu mótmælir undirritaður mjög ákveöið. Upphaflegt frumvarp um aukna tekjuöflun fyrir Vegasjóð gerði ráð fyrir að margvisleg smágjöld féliu niöur, en nú er horfið að nokkru frá þessu og er það ekki til bóta. Vegna þess hvernig málið ber enn að nú á lokadegi þingsins og án heildar- yfirsýnar um hvað bifreiðakost- ur landsmanna greiðir I raun til rikissjóðs nú þegarog hvað mun mega áætla að umferðin greiði á næsta ári, getur undirritaður ekki stutt þetta frumvarp um svo stórauknar álögur á rekstur bilanna. Þær álögur snerta nær hverja fjölskyldu I landinu. Við þingmenn Aiþýðuflokksins mót- mælum kröftuglega þessari á- lagaherferö rikisstjórnarinnar á Ilfskjör almennings og hinni geysilegu rýrnun sparifjárins vegna hennar. Við teljum hækk- un á bensini við rikjandi aðstæð- ur upp I um kr. 50 eða meira, en svo mun verðið verða með öllu samanlagt, ekki réttlætanlega. Undirritaður leggur þvl til, að frv. verði visað til rikisstjórnar- innar og málið allt skoðað að nýju og stjórnarandstaðan eigi þar sinn fulltrúa. Jón Armann Héðinsson.” gasmagn er miklu meira i borg- inni á morgnana en á öðrum tim- um dagsins. Þegar vindur stend- ur af iðnaðarsvæði, er mengunin yfir borginni töluvert mikil, en I gagnstæðri vindátt fer hún ekki yfir leyfileg takmörk. Kolsýring- ur er I mestu magni i miðborgun- um, þar sem bilaumferðin er mest og fer minnkandi eftir þvi, sem fjær dregur aðalumferðar- æðunum. Rykmengun loftsins fer einnig eftir tima. A nóttunni og morgn- ana eykst rykmagnið i loftinu, en siðdegis dregur úr þvi. Rannsóknirnar leiddu i ljós, aö áhrif borgarinnar á andrúms- loftið ná upp i fjögurra kilómetra hæð. Visindamennirnir komust að þeirri niöurstöðu, að gróðurbelt- ið, sem aðskildi verksmiðjurnar og ibúðarhverfið drægi mjög úr Framhald á bls. 4 ; o Laugardagur 7. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.