Alþýðublaðið - 14.09.1974, Page 1
Á að lækka viðbótarniöurgreiðslur um helming?
ÞA HÆKKA
BÚVÖRUR
UM 61%!
Alþýðublððinu er
kunnugt um nokkrar
niðurstöður útreikn-
inga, sem gerðir
hafa verið á hugsan-
legum breytingum
búvörugerðs, ef
helmingur viðbótar-
niðurgreiðslnanna,
sem til komu 20. maí
s.l., yrði felldur nið-
ur.
Þá myndu bú-
vöruverð hækka um
allt að 61%. Mjólk
myndi hækka um
37%, súpukjöt um
45%, skyr um 53%
og smjör um 61%.
Launþegar og
neytendur mega þvi
vita, hvað til síns
friðar heyrir, verði
niðurgreiðslurnar
takmarkaðar um
leið og nýtt landbún-
aðarverð verður
ákveðið.
alþýdu
LAUGARDAGUR
14. sept. 1974 - 176. tbl. 55. árg.
Ný hljómsveit, enn nafnlaus, sem poppsérfræðingur
blaðsins segir mega gera miklar kröfur til I fram-
tiðinni, kemur fram á sjónarsviðið um næstu helgi. Frá
hcnni og ýmsu fleiru segir I Tóneyranu á bls. 3 i
sunnudagsblaðinu.
Söguleg sjóferð fullra Færeyinga endaði uppi i fjöru
við Seyðisfjörð, og svo sögðu þeir hjálparmönnunum
að halda kjafti. Sjá bls. 3
BJÖRN JÓNSSON, FOR-
SETI ASÍ UM VIÐ-
RÆÐURNAR VIÐ RÍKIS-
STJÓRNINA UM BÆTUR
Oljósar hugmyndir um
laglaunabætur
„Það hefur furðulega
litið gerst á fundunum
með rikisstjórninni”
sagöi Björn Jónsson, for-
seti Alþýðusambands Is-
lands, i samtali við
Alþýðublaðið i gær, og
hann bætti viö, að hug-
myndir rikisstjórnarinn-
ar varðandi fyrirkomulag
svokallaðra láglaunabóta
séu enn óljósar og þoku-
kenndar. Engar ákveðnar
tillögur hafi verið lagðar
fram, en aðeins verið
skipst á skoðunum varð-
andi láglaunabætur,
niðurgreiðslur vöruverðs,
fjölskyldubætur, elli- og
aðrar lifeyrisbætur.
Fulltrúar Alþýðusam-
bandsins i viðræðunum
við rikisstjórnina hafa
fengið ýmsar upplýsingar
frá rikisstjórninni, sem
flestar eru unnar af Þjóð-
hagsstofnuninni, um
ástand efnahagsmálanna
og hugsanlega möguleika
á hliðarráðstöfunum
fyrst og fremst til að
vernda lifskjör hinna
lægst launuðu i þjóðfé-
laginu.
Björn Jónsson, forseti
ASl, sagði i samtali við
Alþýðublaðið, að hægt
væri að imynda sér, að 4-
5% af heildarlauna-
upphæðinni, sem talin er
vera um 60 miljarðar
króna á ársgrundvelli,
gætu greiðst til baka i
láglaunabótum. Þetta
yrðu 2,5-3 milljarðar
króna. Ef gert væri ráð
fyrir, að launabætur
kæmu aðeins á um helm-
ing heildarlaunanna,
mætti ætla, að laun hinna
lægstlaunuðu gætu hækk-
að um að minnsta kosti 8-
10%.
Björn sagði, að engar
mótaðar hugmyndir hafi
komið fram um fyrir-
komulag hinna svoköll-
uðu láglaunabóta. „En
við munum að sjálfsögðu
miða okkar hugmyndir
við það, að þeir, sem mest
þurfa á þeim að halda, fái
mest. Ég held, að ekki sé
fráleitt að ætla, að
Alþýðusambandið gæti
fallist á, að láglaunabæt-
urnar rynnu út við tekju-
mörk einhvers staðar á
bilinu 50-55-60 þúsund
krónur á mánuði, en bæt-
urnar minnkuðu i 2-3
þrepum. Hins vegar höf-
um við ekki sagt okkar
siöasta orð i þessu efni og
eru hugmyndir rikis-
stjórnarinnar enn of
óljósar til þess að hægt sé
að fullyrða nokkuð hér
um”, sagði Björn.
Björn Jónsson bætti
ar huga væri annað fyrir-
láglaunabæturnar yrðu
föst upphæð miðað við
klukkustund og i tengsl-
um við verðlagið, þannig
að bæturnar breyttust á
þriggja mánaða fresti i
breytingar á verðlagi, en
þetta fyrirkomulag hefur
t.d. tiðkast annars staðar
á Norðurlöndum. Þá væri
lika hugsanlegt, að állir
launþegar fengju bætur i
laun, ef verðlagið færi
upp fyrir akveðin mörk”.
Fulltrúar rikisstjórnar-
innar i viðræðunum við
Alþýðusambandið hafa
talað um, að efnahags-
ráðstafanirnar, sem
koma skuli i stað visitölu-
bóta á laun, taki tii 12
vegar
hafa fulltrúar ASl lagt
áherslu á, að þessar
bráðabirgðaráðstafanir
skyldu aðeins taka til sex
mánaða, og er ekki talið
vonlaust, að rikisstjórnin
sé reiðubúin að beygja af
i þessu efni.
I þessu sambandi sagði
Björn Jónsson: „Það er i
okkar huga mjög mikils-
vert atriði, að aðgerðir
rikisstjornarinnar i fram-
haldi af þeim álögum,
sem hún nú hefur lagt á
allan almenning i land-
inu, feli i sér lágmarks-
tryggingu fyrir láglauna-
fólk, en eftir sem áður
verði möguleikanum til
að semja um meira, ef
svo ber undir, haldið opn-
um. Slikt yrði miklu að-
gengilegra fyrir okkur, en
eins og fyrr segir, eru m-
alin enn svo óljós, að ekk-
ert verður sagt um það,
hvort rikisstjórnin fellst á
þessi mikilvægu sjónar-
mið verkalýðssamtak-
anna’ .
Varðandi niðurgreiðsl-
ur búvöruverðs sagði
Björn: „Það yrði að okk-
ar viti alveg óbærilegt
fyrir láglaunafólkið, ef
helmingur viðbótarniður-
greiðslnanna frá i sumar
yrði felldur niður, hvað
þá ef öll viðbótin yrði felld
niður”. —
VINNUTÍMI ALDREILENGRIEN NÚ
Orri
og co.
heim
úr fríi
Þeir Orri og félagar
hans cru nú komnir
heim úr sumarfríi og
téknir til við Tjaldabak-
ið. Sjá Tjaldahak um
„fóstbræðrasögu hina
nýju” i opnu sunnu-
dagsblaðs.
Gerð hefur verið
könnun á raunveru-
legum vinnutima
einstakra starfs-
hópa i þjóðfélaginu
á vegum kjararann-
sóknarnefndar.
Könnunin leiðir í
IjóS/ að vinnutími
hefur aldrei i
sögunni verið lengri
en nú. Þannig vinna
verka menn a ö
meðaltali 53 klukku-
stundir á viku og i
einstöku greinum
fer meðalvinnutím-
inn á viku upp i
tæplega 62 klukku-
stundir. Vinnu-
tíminn hjá verka-
mönnum skiptist
þannig, að 68,4% er
dagvinna/ 13/1% er
eftirvinna og 18t5%
er næturvinna.
Hinn langi vinnu-
timi gerir að verk-
um, að rauntekjur
hækka verulega. úr-
tak, sem gert var á
fyrsta ársfjórðungi
þessa árs, sem náði
til 47 fyrirtækja og
1.302 þúsund vinnu-
stunda, leiðir i Ijós,
að rauntekjur
iðnaðarmanna í
timavinnu voru á
þessum árshluta 107
þúsund krónur á
mánuði og um 78
þúsund krónur á
mánuði hjá verka-
mönnum.
Gera má ráð
fyrir, að þetta hafi
eitthvað lækkað á
þriðja ársfjórðungi.
En skýringin á því,
hvernig láglauna-
fólk hefur komist af
i dýrtíð síðustu
mánaða virðist vera
auðrakin til þess
mikla vinnuálags,
sem tiðkast hef ur að
undanförnu.—
MEÐALVINNUTÍMI VERKAMANNA ER ALLT AÐ 62 STUNDIR Á VIKU