Alþýðublaðið - 14.09.1974, Síða 5
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28800
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900
Prentun: Blaðaprent
FLEST ENN í KAFI
Stjórnarblöðin ræða mikið um það, að nú sé
búið að móta heildarstefnu i efnahagsmálum,
sem koma eigi þjóðarbúinu á réttan kjöl á ný.
Þetta er mesti misskilningur. Hafi slik heildar-
stefna verið mótuð, þá hefur a.m.k. ekkert um
það heyrst opinberlega.
Það eina, sem ríkisstjórnin hefur gert til
þessa er að flytja nokkra milljarða króna frá al-
menningi i landinu og yfir til rikissjóðs og á-
kveðinna atvinnufyrirtækja. Slikar aðgerðir eru
auðvitað ekki nein heildarstefnumótun i efna-
hagsmálum heldur aðeins nokkur hluti þeirra
ráðstafana, sem slik stefnumótun fæli i sér.
Flestöllum spurningunum er enn ósvarað. Fólk
hefur enn ekki séð nema efsta hluta isjakans —
meginhluti hans er enn i kafi, hulinn sjónum
manna.
Svo dæmi sé nefnt, þá hafa enn engar ráðstaf-
anir verið gerðar til þess að tryggja útgerðinni
eðlilegan rekstursgrundvöll, en gengisfellingin
hefur stefnt afkomu hennar i mikla hættu. Þá
hefur enn ekkert verið gert til þess að svara
spurningum aldraða fólksins, öryrkjanna og
láglaunafólksins um, hvort það eigi virkilega að
bera álögurnar til jafns við betur stæða borgara
i þjóðfélaginu. Yfir þessum og fleiri málum er
rikisstjórnin nú að velta vöngum og hefur enn
engar skoðanir skapað sér um þau. Og fyrr en úr
þeim spurningum og fjölmörgum fleiri hefur
verið leyst er ómögulegt að segja, að rikis-
stjórnin hafi myndað heildarstefnu i efnahags-
málum. Stjórnarblöðin ættu þvi að spara sér
stóru orðin þar til það liggur fyrir — nema þau
hafi þá sannfæringu, að með álögunum einum sé
allt orðið klappað og klárt.
HVER ER SKVRINGIN?
Á s.l. vetri voru nær stanslausar umræður um
efnahagsmál á Alþingi. Þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins tóku mikinnþátti þeim umræðum og
töldu, að ekki væri neitt sérlega erfitt að leysa
fjárhagsvanda rikissjóðs. Töldu þeir það best
gert með þvi að spara verulega i opinberum út-
gjöldum og fluttu m.a. sérstaka tillögu um að
skera niður opinber útgjöld um hundruði
milljóna króna.
Fyrsta verk þessara manna eftir að þeir kom-
ust i rikisstjórn var hins vegar ekki að beita
þessu einfalda og nærtæka úrræði. Þvert á móti
brugðust þeir þannig við að hækka söluskatt um
tvö stig — leggja nýjar álögur að upphæð 2000 m.
kr. á almenning i landinu.
Er þvi furða þótt spurt sé: Hvað hefur breytst
svona mikið — hver er ástæða þess, að Sjálf-
stæðisflokkurinn söðlaði gersamlega um? Bæði
sjónarmiðin geta ekki verið rétt. Annað hvort
hafa orðræður Sjálfstæðismanna i vetur leið
verið fleipur eitt og markleysa — ellegar þá hitt,
að skatthækkun þeirra frá þvi i sumar var með
öllu óþörf og ónauðsynleg.
Málgögn Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið
og Visir, verða að gefa einhverjar viðhlitandi
skýringar á þessum mótsögnum.
lalþýduj
IilRTiTTil
ERLENDIS FRÁ:
NÝ ANDLIT
A TOPPNUM
- KANN AÐ TÁKNA BREYTINGU
í SAMSKIPTUM EVRÓPU OG USA
Lasse Budtz, sem er einn
helsti utanríkismálaskrif-
finnur Aktuels, aðalmál-
gagns danska Jafnaðar-
mannaf lokksins og danska
alþýðusambandsins, gerir
því skóna í þessari grein,
að mannabreytingarnar í
toppstöðum heimsstjórn-
málanna geti leitt til bættr-
ar sambúðar Bandaríkj-
anna og Vestur-Evrópu,
sem ekki hefur verið upp á
það besta siðustu árin.
Fyrir ári si&an hefði vist enginn
spáö þvi, að nýir menn tækju viö
helstu lykilhlutverkunum á leik-
sviði heimsstjórnmálanna með
svo skjótum hætti og orðið er. En
nú hafa þeir Ford, Wilson,
d’Estaing og Schmidt tekið viö
hlutverkum þeirra Nixons,
Heaths, Pompidous og Brandts og
mætti ætla, að þessi miklu
mannaskipti gæfu tilvalið tæki-
færi til að hefja til vegs ný
betri samskipti milli Bandarikj-
anna og Vestur-Evrópu.
Maðurinn, sem skipar stærsta
aukahlutverkið á sviðinu, dr.
Henry Kissinger, skipar enn sitt
fyrra embætti, eh ekki er ótrú-
legt, að yfirráð hans á leiksviðinu
verði alla vega óljósari i framtið-
inni en verið hefur til þessa. 1
þessu efni eru ýmis tákn á lofti.
Tilraun Kissingers til að þvinga
• stjórnmálamenn i Vestur-Evrópu
til að dansa I takt við vilja Banda-
rikjamanna mistókst gersam-
lega. Og á siðasta andartaki varð
komið i veg fyrir, að hið svokall-
aða ,,ár Evrópu”, sem þeir Nixon
og Kissinger höfðu kallað svo,
færi eymdarlega út um þúfur.
Kissinger veðjaði
á rangan hest
Það er alveg óhugsandi, að
Kissinger geti haldið áfram eins
og hann hefur gert hingað til. Að
sjálfsgðu dást menn að afskiptum
hans af málefnum Miðaustur-
landa og Asiu, en á hinn bóginn er
vitað og einnig viðurkennt, að
hann glopraði Kýpurmálinu niður
úr höndum sér, fyrst og fremst
vegna þess að hann veðjaði i upp-
hafi á rangan hest, þ.e.a.s. her-
foringjastjórnina i Grikklandi og
samsærisfélaga hennar á Kýpur.
Nelson Rockefeller, varaforseti
Bandarikjanna, býr yfir allmikilli
reynslu á sviði alþjóðamála og
réð það vafalaust miklu um, að
hann var valinn i embætti vara-
forseta. Sennilega verðum við á
næstunni vitni að þvi I fyrsta sinn
um margra ára skeiö, að varafor-
seti Bandarikjanna fari með
mikilvægt stjórnmálahlutverk.
Eigi Nelson Rockefeller kost á
sliku hlutverki, er engin ástæða
til að efast i þessu efni.
Ford hlustar
af eölishvöt
I þessu sambandi er vert að at-
huga, að manngerð og skapgerð
Fords forseta Bandarikjanna gef-
ur ærið tilefni til að ætla, að hann
muni af eðlishvöt taka sjónarmið
Vestur-Evrópu til greina. Það
merkilega er, að þetta er engin
þverstæða, þó svo að Ford sé i
grundvallarskoðunum ihalds-
samari en Nixon var i forsetatið
sinni. Astæða er til aö ætla, að
Ford sé sá bandariskur stjórn-
málamaður, sem liklegur er til að
geta komið nýju skriöi á sambúð-
armál Bandarikjanna og Vestur-
Evrópu.
Ford beitir
ekki brögöum
Viðhorf Fords — alla vega eins
og þau eru kunn á þessari stundu
— eru likleg til að vekja með
Evrópumönnum meira traust i
garð Bandarikjanna en þeir hafa
til þeirra borið að undanförnu.
Telja má fullvist, að hann reyni
ekki að beita neins konar pólitisk-
um brögðum eins og forveri hans
á forsetastóli reyndi, heldur muni
hann leggja sig fram um að
hlusta á sjónarmið Evrópu-
manna, en til þess neyðist hann
alla vega, þar sem hann hefur
sáralitla reynslu á sviði alþjóða-
mála.
Evrópa viII
jafnrétti
Sé litið til þriggja mótherja eða
samherja hans i Vestur-Evrópu
(menn geta notað hvort hugtakið
sem er, eftir þvi hvernig þeir lita
á málin) er ljóst, að þeir hafa allir
áhuga á bættri sambúö við Band-
arikin. Þetta er einkar athyglis-
vert, hvað snertir forseta Frakk-
lands. En jafnframt þvi, sem þre-
menningarnir vilja bættj sambúö
við Bandarikin, vilja þeir einnig,
að Evrópa öðlist „jafnrétti” á við
Bandarikin. A þetta atriöi hefur
Giscard d’Estaing, forseti Frakk-
lands, einmitt lagt höfuðáherslu i
viðræöum rikjanna niu i Efna-
hagsbandalagi Evrópu um
öryggismálastefnu þeirra og
samvinnu þeirra á þvi sviði i
framhaldi af samstarfinu á sviði
efnahagsmála.
Kissinger og
sjónarmið hersins
Yfirlýsingar Fords, Banda-
rikjaforseta, um að viðræðunum
við Sovétrikin um takmörkun á
framleiðslu kjarnorkuvopna
verði haldið áfram, falla i góðan
jarðveg i Vestur-Evrópu. En i
þessu sambandi eru ekki allir
bandariskir stjórnmálamenn
sammála. Margir þeirra vilja
halda áfram framleiðslu og þróun
kjarnorkuhergagna af ótta við, að
Sovétrikin vinni annars forskot
fram yfir Bandar. i vopnafram-
leiðslu. En Kissinger hefur upp á
siðkastið reynt að koma til móts
við sjónarmið James Schlesing-
ers, varnarmálaráðherra, i þessu
efni með þvi að segja, að ekki
verði hægt að semja um þessi mál
við Sovétrikin nema út frá eigin
styrkleika og reynist Sovétrikin
ekki fáanleg til að stöðva fram-
leiðslu sina á kjarnorkuvopnum,
neyðist Bandarikin til að fylgja
fordæmi þeirra.
Heimurinn ferst
bara einu sinni
En Kissinger hefur sagt fleira.
Hann hefur lýst yfir, að þvi séu
mörk sett, hve langt verði gengiö
I framleiðslu gereyöingarvopna
af þeirri einföldu ástæðu, að hver
maður verði ekki drepinn nema
einu sinni með sömu vopnunum
og heimurinn geti lika aðeins far-
ist einu sinni.
Með öðrum oröum: Það er ekk-
ert vit i þvi að hlaða hverri
vetnissprengjunni ofan á aðra.
En eins og Kissinger hefur einnig
lagt áherslu á: Það getur oröið
býsna erfitt að sannfæra þá, sem
með hermálin fara, um réttmæti
þessara orða.
Vígbúnaðurinn og
fátæktin í heiminum
Þar sem ráðstefna Sameinuðu
þjóðanna i Búkarest um mann-
fjölgunarvandamálið er nýaf-
staðin, kemst maður varla hjá þvi
að leiða hugann að þvi, hversu
skynsamlegra þaö væri að verja
Framhald á bls. 4.
o
Laugardagur 14. september 1974.