Alþýðublaðið - 14.09.1974, Síða 8

Alþýðublaðið - 14.09.1974, Síða 8
REYKVÍKINGAR Sækið opna klúbbfundinn okkar að Hótel Borg, mánudagskvöldið 16. september kl. 20.30. Umræður Verðlaun Veitingar Ný umferðarlitkvikmynd Allir alltaf velkomnir. Klúbburinn Öruggur akstur Reykjavik. DANSLEIKUR til stuðnings Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra vegna Reykjadals i Mosfells sveit verður haldinn i Þórskaffi ó morg- un, sunnudaginn 15. sept. Skemmtiatriði verða: Danspar frá dans- skóla Sigvalda og leikararnir Geirlaug Þorvaldsdóttir og Jón Júliusson skemmta. — Hljómsveit Guðmundar Sigurjónssonar leikur frá 8-1. i Aðstoðarlæknir Staha aöstoharlæknis vih Svæfinga- og gjörgæsludeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Stahan veitist frá 1. des. til eins árs eða eftir samkomu- lagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavik- ur. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 20. okt. n.k. Reykjavik, 13.09. 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út i eftirtaldar götur Aragata Dunhagi Fálkagata Hagatorg Oddagata Lynghagi Ægissiða Fornhagi Hagamelur Hjarðarhagi Kvisthagi Kópavogur Fagrabrekka Melheiði Nýbýlavegur Skálaheiði Álftröð Brattabrekka Bræðratunga Digranesvegur Fifuhvammsvegur Hliðarhvammur Hliðarvegur Hrauntunga Reynihvammur Viðihvammur. Hafið samband við afgreiðslu blaðsins. Sími 14900 alþýðu n RTilfil Að loknu Norðurlandamóti Eins og ég nefndi i lok síð- asta þáttar, ætla ég nú að ræða um íslenska liðið, frammistöðu þess, þjálfun og samanburð við hin liðin. Nýliðar i karlalandsliðinu nú voru þeir Ragnar Ólafsson úr G.R. og Sigurður Thorarensen úr Keili. Þessir tveir hafa tekið þátt i EM unglinga, Sigurður i tvö skipti en Ragnar Ólafsson i eitt, þ.e. nú i sumar i Helsinki. Hér eru á ferð mjög góð efni og hafa þeir báðir lagt mikla rækt og alúð i æfingar. Þegar þeir hafa öðlast meiri reynslu i alþjóðlegum keppnum má reikna með þeim sem föstum landsliðsmönnum. Þeir nýliðarn- ir komu vel út úr NM i Grafarholti og tryggði frammistaða þeirra i einstaklingskeppninni seinni dag- inn sigur okkar yfir Finnum, en þeir léku báðir á 74 höggum, sem er góður árangur i stórmóti. Ég tel lika að á þeim ungu strákun- um hafi hvilt sérstök pressa, þ.e. að sanna að þeir væru vandanum vaxnir og ættu heima i karla- landsliði svo ungir — á 17. og 18. ári. G.S.Í. tekur að visu nokkra á- hættu með þvi að velja jafnunga drengi i karlalandsliðið, áður en þeir hafa náð að herðast i ung- lingalandsliði og öðlast meiri keppnisreynslu. 1 þessu móti stóðu piltarnir fyrir sinu, en þó tel ég rétt að hafa þetta i huga og reyna að byggja á reynslu nokk- urra ára i alþjóðamótum. Eigum við að gefa þeim eldri það eftir að geta keppt annað hvert ár i EM eða NM, þegar unglingalandsliðið keppir árlega i EM-unglinga? 1 fjórleiknum stóðu þeir Ragnar og Sigurður sig ágætlega. Loftur Ólafsson virtist ekki finna sig i mótinu og átti i einhverjum örð- ugleikum með flatarleikinn, en Loftur er stundum mistækur i púttum. Ef til vill hefur golfleiði hrjáð hann eins og fleiri. Keppnisprógrammið i sumar hef- ur verið mjög stift og varla fri eina einustu helgi. Brautarleikur- inn hjá Lofti var i góðu lagi. 1 fjórleiknum siðari daginn gekk mjög illa hjá Lofti og Björgvin og vorum við heppnir að þurfa ekki að taka það skor með. Ég held, að Loftur og Björgvin passi ekki allt- of vel saman i fjórleik, högglag og lengd þeirra er það ólikt. Ég hefði haldið að t.d. Ragnar Ólafsson og Björgvin væru sterkari samherj- ar. Jóhann Benediktsson hefur leikið gott golf i sumar og var löngum með efstu mönnum i stigakeppni G.S.I., enda þótt hann næði ekki stigum i nokkrum siðustu mótunum. Hann hefur þó ekki náð sinu besta i Grafarholti, þótt hann hafi stöku sinnum feng- ið góðan hring þar. Ég held, að Jóhann hafi verið kominn yfir þann topp, sem hann var i fyrr i sumar, enda erfitt að vera i formi frá þvi i mai fram i september. t einstaklingskeppninni náði hann ekki sinu besta og i fjór- leiknum með Kjærbo tókst honum ekki að samhæfa leik sinn. Ég held, að Kjærbo og Jóhann hafi ekki náð almennilega saman og farið eigin leiðir i stað samleiks, sem er forsenda árangurs i fjór- leiknum. Þorbjörn Kjærbo var i góðri æf- ingu fyrir mótið og hef ég sjaldan séð hann hitta boltann betur en nú seinni hluta sumars. Hjá honum gætti þó leikþreytu að minum dómi. Æfingar landsliðsins sið- ustu vikurnar ofan i stanslaus op- in mót voru ef til vill strangar fyr- ir mann i fullri vinnu. Seinni dag- inn tók ég eftir, að Kjærbo var farinn að hitta boltann verr en áð- ur, og var þá þreytan að segja til sin. Keppnisreynsla hans og harka er mikill styrkur fyrir landslið okkar. Björgvin Þorsteinsson var máttarstólpi liðsins, enda þótt hann næði ekki sinu besta. Eins og ég sagði áður tel ég, að Ragnar Ól. hefði verið upplagður sam- herji Björgvins i fjórleiknum. Þeir eru báðir högglangir, nota mikið há járnahögg og slá ákveð- ið á flagg. Björgvin var stundum dálitið villtur i teighöggum og hleypti það upp skor hans. Hann þarf að tileinka sér járnahögg af teig, þegar driverinn svikur, likt og vinir okkar frá Norðurlöndum. Högglengd hans og uppáskot eru i það góðu lagi, að hann getur leyft sér að slá teighögg með járnum á lengri brautunum. Leikleiði var kannski farinn að hrjá meistar- ann, eins og marga okkar menn. í golfi Islenska liöið sem heild var i góðri þjálfun, en árangurinn var talsvert fyrir neðan getu. Heildarskorið var 1090 högg en að minu mati áttu okkar menn að vera 20-30 höggum betri eða 1060 högg. Við stöndum alllangt að baki Norðmanna, Svia og Dana að getu og megum nokkuð vel við una að vera 20-40 höggum á eftir þeim stórveldum. Einna mest áberandi er still landsliðsmanna þessara þjóða, þ.e. hversu mjög þeir slá niður á boltann með járnunum og ná bak- spuna. Þeir taka alltaf torfu með, sem okkar menn gera ekki að jafnaði. Greinilegt er, að þeir hafa notið reglulegrar golf- kennslu um árabil og oft frá barn- æsku. Innan fárra ára fara okkar menn að helga sér þetta högglag og slá ákveðið niður á boltann i öllum brautarhöggum. Leikni frænda vorra i glompum minnir okkur á að æfa þann þátt og gera fjölda af glompum á öllum okkar völlum. Læt ég þetta nægja að sinni en mun koma að þessum at- riðum siðar. EinarGuönasoir^ Af golfvellinum >• ER KÆRA VIKINGS LÖGLEG? - DÖMSTOLL KRR TEKUR I dag mun dómstóll KRR taka fyrir kæru Vikings gegn Framum notkun á ólöglegum leikmanni i leik liðanna i 1. deild. Nokkur á- greiningur er vegna kæru Vik- ings, og vilja margir halda fram, Meistarakeppni Fl hófst I morgun á Grafarholtsvellin- um og verður framhaldið á morgun. Þátttakendur i keppninni verða klúbbmeistarar og þeir, sem hlotið hafa flest stig til landsliðsins. Það verða þvi allir af bestu golfleikurum landsins samankomnir á Grafarholtsvellinum um helgina. Þá mun fara fram á Hvaleyrarvellinum HP open, en sú keppni er 18 holur með hálfri forgjöf og stendur keppnin yfir i dag. mAlið fyrir í dag - að kærufresturinn sé sjö dagar eins og stendur i 11. gr. reglu- gerðar KSt um knattspyrnumót, og aðrir að kærufrestur sé 6 mán. eins og var i reglum ISl, en á þingi tSt um siðustu helgi var sá frestur styttur niður i einn mán- uð. 111. gr. er talað um ástandsbrot sem liggja ljós fyrir áður en leik- ur hefst, svo það virðist liggja beint við að kæra Vikinga flokkist vart undir þessa grein. En i 11 . gr. er lika minnst á dóms- og refsiákvæði tSt, sem virðast vera málinu mun skyldara. En til gamans birtist 11. gr. reglugerðar KSt um knattspyrnu- mót. ll.gr. öll mótmæli varðandi undir- búning kappleiks, keppnisvöll, dómara, línuverði, boltastærð eða annað viðvikjandi framkvæmd leiksins skulu borin fram við dómara fyrir leikinn af farar- stjórn eða fyrirliða, ella hafi leik- aðilar fyrirgert rétti sínum til að kæra nefnd ástandsbrot. Allar kærur skulu hafa borist framkvæmdaraðila áður en 7 dagar eru liðnir frá leikdegi. Um málatilbúning og kæru- gjald fer samkvæmt dóms- og refsiákvæðum ÍSt. Kærugjald er óendurkræft. Þótt félag sé uppvist að leik- broti, losar það ekki mótaðilann við keppnisskyldu. Mótsstjórn sker úr um öll vafa- atriði varöandi framkvæmd móts eða einstakra leikja, og hún hefur rétt til þess að breyta leikstað eða leikstund. Þannig hljóðar reglugerð KSt um ástandsbrot, en einhvern veg- inn finnst manni kæra Vikinga tæplega geta flokkast undir ástandsbrot, sem á að liggja ljóst fyrir leik. En það leið lengri timi en sjö dagar frá leik Fram og Vikings, þar til dómstóll KRR komst að þeirri niðurstöðu, að Elmar væri ólöglegur, þannig að tæplega er hægt að flokka þessa kæru undir áðurnefnda 11. gr. En um helgina mun verða skor- ið úr, hvort áðurnefnd kæra skuli flokkast undir refsiákvæði tSl eða 11. gr. Framarar munu ætla að leggja fram gögn I málinu, sem þeir telja skipta miklu máli, en það er skilningur þeirra sem sömdu 11. gr. á sínum tima. 0 Laugardagur 14. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.