Alþýðublaðið - 14.09.1974, Qupperneq 12
alþýðu
11
Bókhaldsaðstoð með tékka- KÓPAVOGS APÓTEK
færslum Opiö öll kvöld til kl. 7
up) BÚNAÐAR- My BANKINN Laugardaga til kl. 12
SENDIBIL ASTODÍN Hf
■ ,,Er þetta gott og heilsu-
samlegt hérað?” spurði að-
komumaður.
„Það held ég nú. Þegar ég
kom hingað, gat ég ekki mælt
orð af vörum. Það var varla
nokkurt hár á höfði mér, og ég
gat ekki stigið i fæturnar. Ég
var algerlega ósjálfbjarga.”
„Dásamlegt! Hversu lengi
hafið þér búið hér?”
„Ég er fæddur hérna.
■ ■ ■
Fasteignasali i Reykjavik
var að reyna að selja Keflvik-
ingi jörð á Vatnsleysuströnd.
Hrósaði hann jörðinni á hvert
reipi og lýsti þvi fjáglega,
hversu miklir framtiðar-
möguleikar væri bundnir við
hana. „Vatnsleysuströndin
þarfnast aðeins góðs fólks og
vatns,” sagði hann.
„Helvíti þarfnast hins
sama,” sagði sá úr
Keflavíkinni.
■ ■ ■
Tveir þorparar höfðu verið
að hlýða á prédikara einn,
sem var frjálslyndur mjög, og
kvaðst ekki trúa á helviti.
„Heyrðir þú, að hann sagði að
helviti væri ekki til?” sagði
annar þorparanna.
„Já,” svaraði hinn. „Hvað
um það?”
„Nú,” sagði vinur hans,
„mér dettur bara i hug, hvað á
að verða um okkur, þegar við
erum dauðir, ef þetta er rétt
hjá honum.”
Ung stúlka, sem hafði farið
umhverfis jörðina með föður
sinum sagði, þegar hún kom
heim, að hann hefði kunnað
bezt viö sig i Feneyjum.
„Já, skurðirnir eru dásam-
legir, að ógleymdum lista-
verkunum.”
„Nei, pabbi kunni svo vel
við að geta dorgað út um
gluggana i gisthúsinu.”
„Hvernig kunnir þú við þig i
Sviss?”
„Ágætlega, maður fær alls-
staðar svo falleg, marglit
póstkort.”
■ ■ ■
„Þessar rústir eru 2000 ára
gamlar,” sagði leiðsögu-
maðurinn við ferðamannahóp.
„Hvaða vitleysa! Það er
ekki nema 1943 ennþá.”
Að þessu sinni fær
skrifstofustjóri borgarverk-
fræðings, Jón G. Kristjánsson,
kaktusinn okkar fyrir að hafa
ekki staðið við gefin loforð viö
Guðrúnu Stefánsdóttur, sem
býr á erfðafestulandi sfnu i
Fossvogi. Borgin gerði sér
litið fyrir og hóf byggingu
skóla i landi hennar án þess
svo mikið sem að láta hana
vita, eins og blaöið skýrði frá i
vikunni.
Guðrúnu hefur hvað eftir
annað veriö lofað Ióð og ibúð
fyrir tveggja hektara land sitt
i Fossvoginum, en efndir hafa
ekki verið i hlutfalli við
loforðin.
Reyndar er Jón ekki einn
um að hafa lofað Guðrúnu og
svikið, þvi fyrirrennarar hans
istarfinu, Már Gunnarsson og
Ellert B. Schram, höfðu báöir
sama háttinn á. — Jón getur
sótt kaktusinn á ritstjórnina
að Skipholti 19 hvenær sem er.
(H)RÓS í
HNAPPA-
GATIÐ
(H)róshafi Alþýðublaðsins
þessa vikuna er Rauði kross Is-
lands, fyrir stofnun sjúkra-
hótelsins, sem hann er að koma
af stað og er nýjung i heil-
brigðismálum hér á landi. Blað-
ið sagði frá sjúkrahótelinu i vik-
unni.
Eggert Asgeirsson, fram-
kvæmdastjóri R.K.l. tók við
(h)rósinni fyrir hönd allra, sem
styrkt hafa stofnunina með
vinnu eða fjárframlögum, svo
henni varð kleift að hrinda þess-
ari hugmynd i framkvæmd.
Eftir að Helga Margrét
Guðmundsdóttir hafði nælt
(h)rósina i barm Eggerts og
smellt kosti á kinn hans, sagði
hann, að allir sem að þessu
stæðu væru mjög stoltir og
sannfærðir um nytsemi þessar-
ar stofnunar.
Enn væru nokkur atriði varð-
andi rekstarfyrirkomulag ó-
leyst, en það væri allra von aö
fólki myndi lfða vel þarna og
gott samstarf yrði við spitalana.
Tannviðgerðir
Eitt sársaukamesta mál okkar þjóðar og lands
er mikið til leyst og við erum þakklát og fegin:
við kröfðumst þess jafnan að kjaftur hvers einasta manns
og hver kolbrunnin tönn yrði læknuð og gulli slegin.
Og réttlætið sigrar alltaf hvað oft sem það tefst,
i öndvegi skipar sér þekkingin og vitið,
nú geta menn rifið kjaft eins og þörfin krefst,
á kostnað hins opinbera nagað og bitið.
í baráttu lifsins er kjafturinn kristileg vörn
sem kemur sér vel fyrir ofvitann jafnt sem glópinn,
að visu er aðgerðin ennþá miðuð við börn
en innan skamms bætast fullorðnu dýrin i hópinn.
Xc .•>7^'
PIMM 6 förnum vegi
Björgvin Pálsson, ncmi: Tvl-
mælalaust. Eg hef hugsað mér
að sjá Kardimmommubæinn og
svo nýja stykkið hjá
Þjóöleikhúsinu eftir þennan,
sem skrifaði „Fló á skinni.”
Erna Matt, vinnur á verkfræði-
stofu: Maöur ætlaraðgeraþað á
hverju ári, en oft verður minna
úr efndunum. Ég er nú ekki far-
in að hugsa um leikhúsin ennþá
nema hvað eg hef hugsað mér
að sjá leikritið eftir Feydeau i
Þjóðleikhúsinu.
Einar Þorsteinsson, málari: Ég
er staðráðinn i þvi að fara
mikið i leikhús i vetur, — maður
fer aldrei nógu mikið i ieikhús.
Ætli ég fari ekki með Ernu á
Reydeau og svo á jólaleikrit
Þjóðleikhússins, — það verður
áreiðanlega gott stykki.
Kristmundur Guðmundsson,
blikksmiður: Ég hef hugsað
mér það. Ég hef reyndar ekki
kynnt mér verkefnaskrá leik-
húsanna i vetur, en ég ætla að
bæta úr þvi, að ég fór aldrei i
leikhús i fyrra.
Óskar Kristjánsson
Súgandafirði: Ég hef nú ekki
tækifæri til að gera mikið af þvi,
— ég er nefnilega utan af landi.
A Súgandafirði er kannski fært
upp eitt leikrit á ári, en oft falla
ár úr. Ætli maður reyni ekki að
skreppa i leikhús, þegar maður
kemur i bæinn.