Alþýðublaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 4
AÐ TJALDABAKI
UM VIÐRÆÐUR UG VINÁTTUTENGSL
(eða Fóstbræðrasaga hin nýja)
Fagrir draumar fá oft fljótan
endi. Fáir spillast þó fyrr en
draumar stjórnmálamanna um
þúsund ára rikin. Þannig entist
þúsund ára riki Adolfs Hitlers
ekki nema u.þ.b. sex ár — og
þúsund ára riki Eysteins Jóns-
sonar ekki nema helming þess
tima; án þess að verið sé að
gera tilraun til þess að jafna
þessum tveimur draumamönn-
um saman.
Það er engum vafa undirorp-
ið, að um margra ára skeið var
það hjartfólgnasti draumur Ey-
steins Jónssonar að frysta Sjálf-
stæðisflokkinn úti úr islenskum
stjórnmálum um langan aldur.
Hann lagði sig fram um það að
náðst gæti fóstbræðralag með
Framsóknarflokknum og
vinstri flokkunum, sem svo
sterklega yrði njörfað saman,
að bræðralagsböndin gætu hald-
ið um langan aldur og þannig
komið i veg fyrir stjórnaraðild
Sjálfstæðisflokksins um lengri
tfma. Að sjálfsögðu átti Fram-
sóknarflokkurinn að leika for-
ystuhlutverkið i þessari vinstri
samfylkingu — og þar með hafa
á hendi það málamiðlunarhlut-
verk, sem til þyrfti svo halda
mætti samfylkingunni saman.
Fóstbræðralag af þessu tagi
tókst með Alþýðubandalaginu
og Framsóknarflokknum i
stjórnarandstöðu þessara
flokka á árum viðreisnarstjórn-
arinnar. Þórarinn Þórarinsson
og Magnús Kjartansson urðu
þar eins og samvaxnir tviburar
og Eysteinn hélt niðri öllum
óánægjuröddunum i Framsókn-
arflokknum vegna of náinna
tengsla flokkanna tveggja.
En samvinna af þessu tagi
var ekkert vandamál að ráði á
meðan flokkarnir bábir sátu i
stjórnarandstöðu. Það var fyrst
þegar þeir komust í stjórnarað-
stöðu og gátu farið að valsa með
landsins gagn og nauðsynjar
sem brotalamirnar fóru að
marki að koma I ljós. Að þvl
gekk Eysteinn Jónsson vitandi
vits og hafði fyrir löngu komist
að þeirri niöurstöðu, að eina
ráöið til þess að viðhalda fóst-
bræðralaginu undir slikum
kringumstæðum væri, að for-
ystuaðilinn — Framsóknar-
flokkurinn —• væri nógu um-
burðarlyndurog eftirgefanlegur
við „litla bróöur”. Það var þvi
ósköp eðlilegt, að stjórnarstörf
rikisstjórnar Olafs Jóhannes-
sonar einkenndust strax frá
upphafi af undanlátssemi
Framsóknar I garð helsta sam-
starfsflokksins, kommúnista.
Þetta var það hlutskipti, sem
Framsóknarflokkurinn varð á
sig að taka að skoöun Eysteins
ef einhver von ætti að vera til
þess, að 1000 ára riki vinstri
flokkanna gæti á fætur risið á
Islandi. Að sjálfsögðu var svo
ætlun hans að Alþýðuflokkurinn
yrði fenginn með i samstarfið —
enda skorti ekki á að eftir þvi
væri leitaö I tið rikisstjórnar
Ölafs Jóhannessonar.
En nú er draumurinn hans
Eysteins úti. Hann stóð aðeins i
þrjú ár. Það gerðist nokkurn
veginn jafnsnemma, að Ey-
steinn Jónsson hætti setu á Al-
þingi og að formaöur Fram-
sóknarflokksins myndaði
ihaldsstjórn fyrir formann
Sjálfstæðisflokksins að ráðskast
meö. Og þann enda hlaut
draumurinn e.t.v. fyrst og
fremst vegna þess, að þeir
menn, sem Eysteinn Jónsson
sjálfur hafði valiö til forystu i
flokki sinum, höfðu gefist upp
við það að reyna að gera draum
hans að veruleika — vildu raun-
ar aldrei gera alvarlega tilraun
til þess að endurvekja nýja og
betri vinstri stjórn þótt svo yrði
viö landsstjórn og flestir flokkar
hafa þörf fyrir að fá tækifæri til
sliks af og til. Alþýðubandalagið
er þar engin undantekning frá
öðrum — en það hefur haft færri
tækifæri til þess en aðrir flokk-
ar.
Alþýðubandalagið naut sin að
mörgu leyti vel i rikisstjórninni
og var eini stjórnarflokkurinn,
sem styrkti stöðu sina með setu
i henni. Þvi var eðlilega uppi
innan flokksins löngun til þess
aö halda áfram og ótti um það,
Geir Hallgrimsson: Fóstbræöur skipulögðu sókn gegn honum,
en hún rann út i sandinn.
að lita út til þess að friða mætti
sem mest vinstri öflin i Fram-
sóknarflokknum.
Var aldrei grundvöllur
fyrir nýrri og betri vinstri
stjórn?
Mikil blaðaskrif hafa oröið
um, hvers vegna tilraunir
vinstri flokkanna og Framsókn-
arflokksins til stjórnarmyndun-
ar fóru út um þúfur. Mörg meg-
inatriði hafa þar veriö tind til —
en mörgu hefur líka verið
sleppt, sem e.t.v. hafði ekki
minni áhrif. Að sjálfsögðu var
það ekki aðeins eitthvað eitt eða
tvennt, sem varö til þess, að
„vinstri viðræðurnar” urðu ár-
angurslausar. Þar kom margt
til — bæði smátt og stórt — sem
hafði samverkandi orsakir.
Alþýðubandal.var t.a.m. mjög
tvíbent i málinu — af eðlilegum
orsökum. Þar tókst löngunin til
þess að vera áfram við völd á
við hræðsluna við það að þurfa
áfram að stjórna.
Stjórnmálaflokkur — Alþýðu-
bandalagið sem aðrir flokkar —
er stofnaður til þess að reyna sig
að ef „vinstri viðræðurnar”
mistækjust þá gæti þess verið
langt að biða, að flokkurinn
fengi annað tækifæri. Eins voru
ýmsir Alþýðubandalagsmenn
hræddir við það, að ef flokkur-
inn heyktist á stjórnarþátttöku,
þá myndi um hann verða sagt,
að Alþýðubandalagið væri
flokkur, sem ekki gæti setið i
rikisstjórn vegna þess hve erfitt
væri að fá hann til þess að tak-
ast á við efnahagsvandamál —
og flokkur, sem aðeins getur
starfaö I stjórnarandstöðu en
vantar bein i nefið til þess að
sitja i rikisstjórn i erfiðu árferði
á aö sjálfsögöu ekki auðvelt með
að ná til kjósenda, þvi fólki
finnst hann þá vitaskuld næsta
gagnlitill málsvari, þegar á rið-
ur.
Bæöi þessi sjónarmið — og
ýmis fleiri — gerðu það að verk-
um, að innan Alþýðubandalags-
ins voru talsvert rikari tilhneig-
ingar til þess að halda áfram i
stjórn og þá með vinstri flokk-
unum og Framsóknarflokknum
(eöa I nýrri „nýsköpunarkom-
binasjón”, sem á tima var tölu-
vert velt vöngum yfir, en aldrei
reynd ). Meðal þeirra, sem voru
þessu heldur fylgjandi innan Al-
þýðubandalagsins má nefna
hópa svo sem eins og verkalýðs-
foringja flokksins, sveitar-
stjórnarmenn hans marga
hverja og ýmsa menn s.s. eins
og Inga R. og Guðmund Hjart-
arson, sem mjög fást við fjár-
mál — bæði flokksins og á opin-
berum vettvangi. Þessir menn
gerðu sér að sjálfsögðu grein
fyrir þvi, að ef Alþýðubandalag-
ið ætlaði sér að sigla inn i nýja
rikisstjórn — með hverjum svo
sem það yrði — þá yrði flokkur-
inn að vera reiðubúinn til þess
að slaka töluvert mikið á i ýms-
um stefnumálum sinum, t.d.
varðandi varnarstöðina á
Keflavikurflugvelli. 1 þeirra
augum var þaö engin frágangs-
sök.
En þetta var hvergi nærri
sjónarmið allra Alþýðubanda-
lagsmanna. Ráðamiklir menn
voru þar mjög á öndverðum
meiði. Kom þar ýmislegt til.
Nokkur hópur Alþýðubanda-
lagsmanna óttaöist það t.d.
mjög, að óhjákvæmilegt væri að
grlpa til þeirra úrræða i efna-
hagsmálum, sem flokkurinn
ætti erfitt með aðstanda að. Það
hefur ávallt verið stefna Al-
þýðubandalagsins þegar efna-
hagserfiðleikar hafa steðjað að
þjóðarbúinu að neita að horfast i
augu við vandamálið I heild
sinni, vera ófáanlegt til þess aö
eiga aðild aö umfangsmiklum
heildaraðgerðum sem miða að
frambúðarlausn, en setja allt
sitt traust þess i stað á „smá-
skammtalækningar”, sem að-
eins megna að halda öllu nokk-
urn veginn fljótandi frá degi til
dags — I von um, að eitthvaö
það gerist, sem bjargað geti öllu
við. Þetta var sú stefna, sem
flokkurinn fylgdi i efnahags-
málum öll þau þrjú ár, sem
hann sat I ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar. Þessi stefna —
sem stundum getur vissulega
tekist ef heppnin er með — hafði
leitt til þess, að menn höfðu að-
eins ýtt vandanum á undan sér
uns svo var komið, að Ólafur Jó-
hannesson lýsti þvi skýrt og
skorinort yfir i viðræðunum, að
ástandið væri nú orðið þannig,
að hann tæki ekki lengur i mál
„smáskammtalækningar” Al-
þýöubandalagsins heldur yrði
nú aö móta heildarstefnu til
þess að starfa eftir. Flokkur,
eins og Alþýðubandalagið, sem I
eðli sinu er I rauninni ávallt
stjórnarandstöðuflokkur i efna-
hagsmálum hvort heldur hann
er innan eöa utan rikisstjórnar
hefur að sjálfsögðu i röðum sin-
um fólk, sem alls ekki getur til
þess hugsað að þurfa að opna
sitt blinda auga, viöurkenna
vanda, sem flokkurinn og það
hefur staðfastlega haldiö fram
að ekki sé til og bera ábyrgð á
einhverri heildarstefnumótun
til lausnar á honum.
t annan stað er svo i Alþýðu-
bandalaginu fjölmargt fólk,
sem aöeins á sér eitt mál — and-
stöðuna við NATO og varnar-
stöðina á Keflavikurflugvelli. 1
augum þessa fjölmenna hóps
eru öll önnur mál smámál og
vegna vals forráðamanna
flokksins á frambjóðendum og
málpipum er svo komið, að i
forystusveit flokksins, t.a.m. i
þingflokknum, er talsvert lið
fólks með þennan einspora
hugsanagang. Þessi hópur fólks
innan Alþýðubandalagsins tók
það auðvitað ekki i mál, að Al-
þýðubandalagið, sem hafði
fengið góða kosningu, kæmi
nærri nokkri rikisstjórn, sem
ekki herti fremur en slakaði á
stefnu þeirrar fyrrverandi i
varnarmálunum. „Herinn burt,
herinn burt, herinn burt.” Ann-
að skipti þennan hóþ ekki
nokkru máli.
Þessi hópur „einsporung-
anna” innan Alþýðubandalags-
ins hefur auðvitað sin beinu
áhrif á flokkinn, stefnumótun
hans og ákvarðanir. En nú bætt-
i boði voru, toguðust á i Alþýðu-
bandalaginu. Og Alþýðubanda-
lagið gat aldrei gert það upp við
sig hvort sjónarmiðið ætti að
ráða. Jafnvel þegar „vinstri
viðræðunum” var formlega lok-
ið kom fram ósk frá Alþýðu-
bandalaginu um, að þeim yrði
'áfram haldið — en samt engar
nýjar hugmyndir eða tillögur
frá þvi, sem hefðu getað lagt
grundvöll að áframhaldandi til-
raunum.
Afstaða Alþýðubandalagsins i
vinstri viðræðunum var þvi hið
tvístigandi „haltu mér —
slepptu mér” sjónarmið. Það,
að Alþýðubandalagið gerði i
raun aldrei upp hug sinn um,
Ólafur Jóhannesson: Þrátt fyrir flókna leikfléttu tapaði
hann skákinni.
ist annað við, sem einnig hrelldi
þá flokksforingja, sem höfðu
löngun til áframhaldandi
stjórnarþátttöku þótt það kynni
að kosta tilslökun i varnarmál-
unum. Sem sé það, að Samtök
frjálslyndra og vinstri manna
yrðu meira eða minna utan við
rikisstjórnina. Vitað var, að
þeim yrði ekki boðið ráðherra-
sæti i nýrri vinstri stjórn og þvi
mátti ætla, að þau yrðu bæði
með henni og móti. En hverju
breytti það?
Það hefði t.d. breytt þvi, að
liklegt er, aö a.m.k. Möðru-
vallaarmur SFV hefði rekið
harða stjórnarandstöðupólitik
gegn rikisstjórninni i varnar-
málunum og gagnrýnt hana
harðlega fyrir undanslátt i þvi
máli. Og þá hefði Alþýðubanda-
lagið sem sé verið i hættu um að
missa yfir til fylgis við SFV
stóran hóp harðlinu-herstöðva-
andstæðinga — þess fólks, sem
hingað til hefur hvergi fundið
pólitiskan verustað fyrir sig,
nema innan veggja Alþýðu-
bandalagsins.
Þvi var það, að lögunin til
áframhaldandi stjórnarþátt-
töku og óviljinn til þess að sitja
áfram i stjórn við þau býti, sem
hvort það vildi eða vildi ekki,
hafði með öðru talsverð áhrif á
þaö, að „vinstri viðræðurnar”
urðu árangurslausar.
ólafur haföi fyrir löngu
hafið undirbúning að
samstjórn með Sjálf-
stæðisf lokknum.
Aðstaða Alþýðuflokksins i
viðræðunum var eðlilega tölu-
vert miklu einfaldari, en hinna
flokkanna þriggja, sem þátt I
þeim tóku. Einfaldlega vegna
þess, að flokkurinn hafði ekki
átt aðild að rikisstjórn þeirra og
var nýr aðili i viðræðunum.
Mikill vilji var innan Alþýðu-
flokksins fyrir þvi, að hann tæki
þátt I þessum stjórnarmyndun-
artilraunum — þrátt fyrir frek-
ar slæma útkomu hans i kosn-
ingunum. Aður hafði hann neit-
aö að taka þátt i stjórnarmynd-
unartilraunum með Sjálfstæðis-
flokknum og Framsóknar-
flokknum, sem Geir Hallgrims-
son bauð til, en nú samþykkti
flokksstjórn hans samhljóða að
flokkurinn gerði tilraun fyrir
sitt leyti til þess að koma á fót
rlkisstjórn Framsóknar-
flokksins og vinstri flokkanna.
Viðræðunefnd Alþýðuflokks-
ins var send til þeirra viðræðna
með tvö skilyrði fyrir þátttöku
Alþýðuflokksins i slikri rikis-
stjórn. t fyrsta lagi að snúið yrði
frá stefnu fyrrverandi rikis-
stjórnar i varnarmálunum og
tekin upp ný stefna, sem miðaði
að þvi að tryggja áframhald-
andi varnir landsins, en þó
þannig, að ákveðnar formbreyt-
ingar yrðu gerðar á skipan
þeirra mála. í öðru lagi að sam-
ráð yröi haft við verkalýðs-
hreyfinguna um lausn efna-
hagsmála.
Bæði þessi skilyrði voru ákaf-
lega einföld og sjálfsögð frá
sjónarhóli Alþýðuflokksins.
Hann hafði ávallt verið andvig-
ur stefnu fyrrverandi rikis-
stjórnar i varnarmálunum og
frá þeirri afstöðu hvorki gat
hann né vildi hvika. Þá bættist
það einnig við, að I kosningun-
um höfðu Sjálfstæðisflokkurinn
og málgögn hans reynt allt sem
þáu gátu til þess að gera Al-
þýðuflokkinn tortryggilegan i
málinu og Alþýðuflokksmenn
voru staðráðnir i þvi að láta
slika spádóma ekki á sig sann-
ast.
Skilyrðið um samráðið við
verkalýðshreyfinguna kom til af
jafn augljósum ástæðum. I
fyrsta lagi var það afstaðan til
þess samráðs, sem hafði svipt
rikisstjórn ólafs Jóhannessonar
þingmeirihluta sinum — og þar
tók Alþýðuflokkurinn afstöðu
með Birni Jónssyni og verka-
lýðsarmi SFV. í öðru lagi var
eitt helsta kosningaloforð Al-
þýðuflokksins að fyllsta samráð
við launþegasamtökin skyldi
verða skilyrði fyrir þvi, að
flokkurinn tæki þátt i myndun
rikisstjórnar að kosningum
loknum. 1 þriðja lagi var þetta
skilyröi mjög i anda þeirra
manna innan Alþýðuflokksins,
sem áherslu lögðu á það, að Al-
þýðuflokkurinn tengdist nánari
böndum við verkalýðshreyfing-
una. Og I fjórða lagi var þetta
næsta eölileg afstaða flokks,
sem nýlega hafði fengið liðs-
styrk forseta Alþýðusambands
tslands m.a. vegna þeirrar af-
stöðu, sem flokkurinn markaði
um samráð viö verkalýðshreyf-
inguna á s.l. vetri, þegar rikis-
stjórn ólafs Jóhannessonar
sprakk i loft upp einmitt á þvi að
neita um slik samráð varðandi
erfiöar efnahagsaðgerðir.
Þessi tvö skilyrði voru við-
ræöunefnd Alþýðuflokksins
fengin með einróma samþykkt
flokksstjórnar — og engum Al-
þýöuflokksmanni datt annað i
hug en að hægt væri að fá við-
ræöuaðilana til þess að fallast á
þau.
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna voru að visu með
i þessum viðræðum um stjórn-
armyndun. En þau voru þar
sem eins konar áheyrnaraðili —
aukahjól undir vagni. Tilvist
þeirra þarna var miklu frekar
vegna þess, aö þau höfðu átt
sæti i rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar, en að liðsinni
þeirra væri talið nauðsynlegt —
eða jafnvel æskilegt af sumum.
I viðræðunum voru þau þvi
ávallt heldur utan garna og þvi
ekki ástæða til þess að fjalla
neitt sérstaklega um þeirra
þátt.
Gunnar vildi gjarna eftir-
láta ólafi forsætisráð-
herraembættið til þess að
þeir Geir hefðu báðir
jafna stöðu þegar á
Landsfund kæmi.
Og þá er komið að siðasta að-
ila viðræðnanna — Framsókn-
arflokknum — eða öllu heldur
Ólafi Jóhannessyni, persónu-
lega. Raunin er nefnilega sú, að
i þessum viðræðum sem bæði
fvrir þær og eftir er eins og
Framsóknarflokkurinn sé ekki
raunveruleg stjórnmálasamtök
hóps manna, heldur aðeins einn
maður — Ólafur Jóhannesson.
Stefna flokksins og ákvarðanir
hverju sinni ráðast af duttlung-
um þessa eina manns. Þeir, sem
kynnu að halda, að Ólafur Jó-
hannesson sé atkvæðalitill
þurradrumbur, léttvægur á hin-
um pólitísku metaskálum, fara
mjög villur vega. Hann er bæði
slunginn og einráður — og sann-
leikurinn er sá, að löngu áður en
„vinstri viðræðurnar” fóru út
um þúfur var hann búinn að
gera upp hug sinn um, að svo
skyldi fara. ólafur vildi ekki
nýja vinstri stjórn. Það er
mergurinn málsins.
Þetta viðhorf hans er raunar
löngu komið fram. Þess fór t.d.
að gæta þegar s.l. vor — eftir að
inu áfram. Gunnari var jafn
mikið i mun að koma i veg fyrir
það, að Geir hreppti hnossið —-
svo báðir stæðu þeir jafnt að
vigi hvað stjórnmálastöðu
snerti, þegar kæmi til næsta
Landsfundar hjá Sjálfstæðis-
flokknum. Þvi gat hann mæta
vel sætt sig við það, að Ólafur
héldi forsætisráðherraembætt-
inu I nýrri rikisstjórn — rikis-
stjórn Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins — en þeir
Geir báðir jafnsettir fagráð-
herrar. Þarna áttu bæði Ólafur
og Gunnar þvi sameiginlegra
hagsmuna að gæta og tókst með
þeim góð vinátta með viðræð-
um.
Þessar viðræður fóru auðvit-
að ekki framhjá Geir og hans
mönnum. Þeim var það þvi ekk-
ert á móti skapi þegar svo æxl-
aðist á Alþingi s.l. vor, að Ólafur
missti stjórn á rás viðburðanna,
neyddist til þess að slita vin-
áttuhjali við Gunnar Thorodd-
sen, rjúfa þing og efna til kosn-
inga.
En vinátta, sem þannig er til
Gunnar Thoroddsen: Fóstbræöralagið varö honum næstum aö
falli.
rikisstjórn hans hafði misst
þingmeirihluta sinn. Þá urðu
þeir atburðir, sem nú greinir
frá.
Eins og landslýður veit, þá
hafa nú um langan aldur staðiö
deilur um forystu Sjálfstæðis-
flokksins — fyrst milli Jóhanns
Hafsteins og Gunnars Thorodd-
sen og nú milli Geirs Hallgrims-
sonar og Gunnars. Þessi átök
um forystuna koma oft fram
með harla einkennilegum hætti
— m.a. þannig, að oft er vin-
samlegra milli hlutaðeigandi
aðila og manna i öðrum stjórn-
málaflokkum en á milli flokks-
bræðranna innbyrðis.
Um nokkurt skeið hafði verið
méinlitið milli ýmissa manna i
forystu Framsóknarflokksins,
m.a. ólafs Jóhannessonar, og
Gunnars Thoroddsen. Þvi var
það, að eftir að rikisstjórn Ólafs
missti þingmeirihluta sinn i vor,
þá byrjuðu viðræður milli Ólafs
og Gunnars um hugsanlega nýja
rikisstjórn — stjórn Framsókn-
ar og ihalds. Báðir höfðu þar
tafl að tefla.
Ólafi var mikið i mun þá, sem
siðar, að verða forsætisráð-
herra I slikri rikisstjórn — að
halda forsætisráðherraembætt-
stofnað, reynist talsvert lifseig.
Þvi var það, að er Geir Hall-
grimsson bauð Framsóknar-
flokknum og Alþýðuflokknum til
viðræöna um stjórnarmyndun
að kosningum loknum, þá svar-
aði ólafur með bréfi, þar sem
engin efnisleg ástæða var gefin
fyrir höfnun Framsóknar-
flokksins á boðinu en Geir i
rauninni veitt ruddalegt af-
svar.
Um þessar mundir voru tald-
ar likur á þvi að unnt kynni að
reynast að koma nýrri vinstri
stjórn á laggirnar og vera kann,
að ólafur Jóhannesson hafi þá
ekki verið búinn að fullráða það
við sig að sú tilraun skyldi ekki
bera árangur, þótt þess væri þá
skammt að biða. En bréfið til
Geirs var einnig stilað með ann-
aö I huga. ólafur var þar lika að
opna sér aðra leið til forsætis-
ráðherraembættisins en þá, að
„vinstri viðræðurnar” kynnu að
skila árangri. Sem sé þá, að
svara Geir Hallgrimssyni með
þeim hætti að ijóst væri, að
Framsóknarflokkurinn (þ.e.
Ólafur Jóhannesson sjálfur)
væri með öliu frábitinn því að
fara i stjórn undir forsæti Geirs
Hallgrimssonar. Og hvað
merkti það, þegar lengra leið?
Það merkti einfaldlega það,
að ef tilraun Ólafs Jóhannesson-
ar færi út um þúfur og leitað
yrði til Sjálfstæðisflokksins aft-
ur um að reyna stjórnarmynd-
un, þá kynni svo að fara, að for-
setanum þætti vænlegra til ár-
angurs að fela ekki formanni
flokksins, Geir Hallgrimssyni,
að reyna öðru sinni, heldur
þvert á móti formanni þing-
flokks Sjálfstæöisflokksins,
Gunnar Thoroddsen. Og hverju
breytti það fyrir Ólaf Jóhannes-
son að vini hans, Gunnari, yrði
falin tilraunin? Einfaldlega þvi,
aö hann þóttist vita, að ekki
myndi nást samstaða um Gunn-
ar i Sjálfstæðisflokknum sem
forsætisráðherra. Sú staða
Gunnars að vera falið að gera
stjórnarmyndunartilraunina
myndi hins vegar koma á jafn-
ræði milli hans og Geirs Hall-
grimssonar og likur væru á þvi,
að úr þeim vanda yrði leyst með
þvi að Sjálfstæðis-
flokkurinn sættist á
Ólaf sjálfan sem forsætisráð-
herra en þá Gunnar og Geir sem
fagráðherra báða tvo. Þar með
væri hinu sameiginlega mark-
miði þeirra beggja, Ólafs og
Gunnars, endanlega náð.
Þannig fylgdi ólafur Jó-
hannesson þvi fordæmi flokks
sins að hafa opnar dyr til allra
átta. Um margra mánaða skeið
hafði hann af og til leitt hugann
að þvi að hverfa frá samvinnu
við vinstriflokkana en leit þess i
stað til 'Sjálfstæðisflokksins.
Fyrir löngu hafði hann reynt að
leggja grundvöllinn að eigin
stöðu I sliku samstarfi og þótt
árangurinn hafi ekki orðið sá,
sem hann vonaði, þá munaði
litlu — og ekki verður honum
um kennt, að Geir hafði betur i
siðustu lotunni.
Af þessu má sjá, að Ólafur Jó-
hannesson haföi i rauninni
aldrei trú á þvi að „vinstri við-
ræðurnar” gætu borið árangur.
Hann hafði búið sig undir að svo
yrði ekki. Hann var búinn að fá
sig fullsaddan af Magnúsi
Kjartanssyni og Lúðvik, hafði
andúð á Gylfa og Alþýðuflokkn-
um og var og er beinlinis illa við
Björn Jónsson. En hins vegar
varö Ólafur að tefla sitt „vinstri
viðræðnatafl” — og tefla það
þannig, aö koma Alþýðuflokkn-
um og Alþýðubandalaginu i hár
saman út af þvi, hvor þeirra ætti
sökina á þvi, að upp úr slitnaði
— en sjálfur gæti hann laumast
óséður fyrir ihaldshornið. Og
þetta tafl tefldi Ólafur þannig,
að það varð ekki fyrr en Alþýðu-
flokkur og Alþýðubandalag
höfðu þreytt fangbrögðin um
skeið sem loks rann upp fyrir
þeim það ljós, að hvorugur átti i
rauninni sökina á þvi, að upp úr
viöræðunum slitnaði — að sá,
sem aldrei vildi neinn árangur
var Ólafur Jóhannesson, sjálfur
hinn saklausi engill. En þá hafði
honum lika gefist ráðrúm til
þess að koma sér fyrir i himna-
rikisvist ihaldsins.
úrslitum um sigur
Geirs réö þrumuræöa,
sem Jóhann Hafstein hélt
i þingflokki Sjálfstæðis-
f lokksins. Þar sagöi hann
m.a. aö þegar flokkur
þeirra ólafs Thors og
Bjarna Benediktssonar
gengi til stjórnar-
myndunar þá væri for-
sætisráðherraembættið
hans.
Leikflétta Ólafs Jóhannesson-
ar, sem miöaðist við það að
hann hefbi möguleika til þess að
halda forsætisráðherraembætt-
inu áfram hvort heldur sem
mynduö yrði ný vinstri stjórn
eða stjórn Framsóknarflokksins
og Sjálfstæðisflokksins bar ekki
árangur — þótt litlu munaði. En
hún hafði nær þvi bundið enda á
pólitiskar vonir leiknauts Ólafs,
Gunnars Thoroddsen.
Sjálfstæðismönnum og þá
ekki hvað sist Geir Hallgrims-
syni og fylgismönnum hans var
auðvitað mætavel ljóst hver var
tilgangurinn meö makki þeirra
Ólafs Jóhannessonar og
Gunnars Thoroddsen. Og þeir
hugsuðu Gunnari þegjandi þörf-
ina. Þá ráðningu hlaut Gunnar,
þegar þingflokkur Sjálfstæðis-
flokksins valdi ráðherra úr sin-
um hópi — en þá hafði ioks tek-
ist að tryggja Geir Hallgrims-
syni forsætisráðherraemb-
ættið og átti Jóhann Hafstein
ekki sista þáttinn i þvi.
Þegar velja átti fjóra ráð-
herra úr röðum þingmanna
Sjálfstæðisflokksins á þing-
flokksfundi var i raun aðeins um
formsatriöi að ræða. Þá þegar
var búið að ganga frá þvi, að til
starfans ætti að kalla þá Gunnar
Thoroddsen, Matthias Bjarna-
son og Matthias Mathiassen
fyrirutan Geir sjálfan. Ingólfur
Jónsson hafði beðist undan
framanum.
Þegar á þingflokksfundinn
kom var þvi aðeins um það að
ræða að staðfesta áður tekna
ákvörðun. Sumir, þ.á m. Gunn-
ar Thoroddsen, töldu rétt að af-
greiða málið formlega með ein-
faldri bókun, sem þingflokkur-
inn lýsti sig samþykkan. En þá
fóru menn að aka sér og spyrja,
hvort ekki væri nú rétt að láta
fara fram atkvæðagreiðslu og
þeir fjórir, sem flest atkvæði
fengju, yrðu tilnefndir. Þannig
ætti framgangsmátinn að yera
og rétt skyldi vera rétt.
Gunnar, sem ekki uggði að
sér, féllst á þetta. En þeim mun
meira undrandi varð hann, þeg-
ar niðurstöður atkvæðagreiðsl-
unnar lágu fyrir. Þær urðu á
þann veg, að Geir Hallgrimsson
fékk 24 atkvæði (þingmenn
flokksins eru 25), Matthias
Bjarnason 22 atkvæði og hinn
Matthiasinn álika mörg, Gunn-
ar Thoroddsen 17 atkvæði og
Ingólfur Jónsson (sem þá fyrir
örskömmu hafi fallist á að
gefa kost á sér) 16 atkvæði!
Aðrir þingmenn fengu þetta 2-3
atkvæði hver.
Það var þvi aðeins 1 atkvæði i
þingflokki Sjálfstæðisflokksins,
sem réði úrslitum um það, að
Gunnar Thoroddsen var til-
nefndur fjórði ráðherra Sjálf-
stæðisflokksins, en ekki Ingólfur
Jónsson. Það gæti jafnvel hafa
verið atkvæði Gunnars sjálfs!
Þetta var hefndin — refsingin
fyrir makkið við Ólaf Jóhannes-
son. Þetta kom sem reiðarslag
yfir Gunnar og hans menn og
olli þvi m.a., að heilan sólar-
hring neitaði Gunnar að taka við
ráðherraembætti þvi, sem hann
haföi þó marið i þingflokknum.
En hann lét þó undan að lokum
— m.a. fyrir þrábeiðni sigur-
vegarans og oddvita hinnar
nýju stjórnar, Geirs Hallgrims-
sonar.
Það eru þvi a.m.k. tveir
menn, sem ekki gengu með sér-
lega léttu geöi til ráðherrastóla
sinna á Alþingi daginn eftir
myndun hinnar nýju rikis-
stjórnar. ólafur Jóhannesson og
Gunnar Thoroddsen. Tveir
skákmeistarar á taflborði
stjórnmálanna, sem urðu fórn-
arlömb sinnar eigin leikfléttu.
Tósti og Orri
Sunnudagur 15. september 1974.
Sunnudagur 15. september 1974.