Alþýðublaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 1
HIN FAGRA, NÝJA VERÖLD Það hefur lengi verið eftir- lætisiðja fólks, og þá ekki hvað sist þeirra, sem yfir tækniþekk- ingu búa, að reyna að geta sér til um hvernig mannllfið verði i þjóðfélögum framtiðarinnar. Til skamms tima var það flest- um þessum framtiðarsýnum sameiginlegt, að þar var ráð fyrir þvi gert, að þróunin héldi áfram mikils tii i sama anda og undanfarinn mannsaldur — þ.e.a.s. að hún mótist fyrst og fremst af tækniframförum, sem geri lif okkar sifellt þægilegra og áreynsluminna að lifa þvi. Menn hafa þóst sjá fyrir sér mannlif. þar sem dagarnir geti liðið hjá likt og i draumi og menn þurfi ekki annað en að snúa snerli eða ýta á takka til þess að fá hvaðeina, sem hugur- inn girnist. En slikt framtiðarland, sem sumir girnast en aðrir skelfast, verður liklega aldrei til. 1 öllum spádómunum var nefnilega gengið út frá þvi sem visu, að tækniþekkingin ein gæti dugað til — forsenda þess, að henni sé unnt að beita, þ.e.a.s. hráefna- og orkulindir jarðar væru sá brunnur, sem aldrei yrði hægt að ausa tóman. En þvi miður fer fjarri, að svo sé. Mönnum verður það nú Ijóst isifclltrikara mæli. Jörðin, sem áður virtist vera óþrjótandi uppspretta náttúrugæða, á sér sin takmörk. Og á sumum sviðum erutn við farin að nálgast þau takmörk Iskyggi- lega mikið. Mörg þau efni og ntargar þær orkulindir, sem eru snar þáttur i þvi að gera hið daglega lif okkur þægilegt, eru nú þegar á þrotum — og sjá má fyrir endann á öðru. Skorturinn kemur m.a. frant i sihækkandi verðlagi á þessum cfnum og orkugjöfum, og þær hækkanir eru til komnar vegna þess, að eftirspurnin er orðin meiri en framboðið getur orðið. Hin fagra, nýja veröld verður þvi e.t.v. ekki sú hin sama og okkur hefur dreymt um og spáð hefur verið i framtiðarskáld- sögum og visindaritum. Vand- inn, sem mannleg þekking og hugkvæmni stendur nú frammi fyrir, verður liklega ekki sá, Itvað hægt sé að láta tæknina gera til þess að mannlifið verði sem auðveldast og ábyrgðar- minnst heldur hitt, hvernig beita megi verksviti og tækni- getu til þess að finna eitthvað i stað þeirra efna og orkugjafa. sem eru ómissandi þáttur i dag- legu lifi, en eru nú að ganga til þurrðar. Og vandinn kann lika að verða sá að leita lausnar á þvi, hvernig mannkynið geti lif- að á sinni litlu jörð en ekki sá, hvernig það lif geti orðið fyrir- hafnarminna og léttbærara, en það nú er. i framtiðinni munum við eiga ýmsum vandamálum að mæta af nýjum og áður óþckktum toga. Um sum þeirra vitum við nú þegar, um sum býður okkur i grun hver verði, en önnur eru okkur cnn allsendis óþekkt. Eitt er þó sameiginlegt þeim öllum. Þau verða ekki leyst, nema mannkynið geri það i samein- ingu — nema okkur takist að ná þeim vitsmunalega þroska, að við gerum okkur það ljóst að samhjálpin ein, gagnkvæm á- byrgðarkennd allra manna og gagnkvæm virðing fvrir mann- legum lifsverðmætum, er þess mcgnug að hjálpa okkur yfir hina erfiðu hjalla. Einmitt þess vegna er jafnaðarstefnan stjórnmálastefna framtiðarinn- ar, þvi hún er bvggð á þessuni grundvallaratriðum hinna mannúðlegu lifsviðhorfa. SB Sunnudagur 15. sept. 1974 - 177. tbl. 55. árg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.