Alþýðublaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.09.1974, Blaðsíða 7
Agús;t mán 19 Flest slys í ágúst Slysahæsti mánuðurinn, það sem af er árinu, er ágúst, en þann mánuð urðu 655 umferðarslys. Næst flest slys urðu \ janúar eða 635, en fæst slys urðu í mars, eða 542. Þetta er samkvæmt bráðabirgðaskráningu umferðar- slysa, sem Umferðarráð gefur út, en samkvæmt henni urðu 4695 umferðarslys fyrstu átta mánuði ársins. Sundurliðun umferðarslysa í ágúst er þannig, sam- kvæmt upplýsingum Umferðarráðs: Mercedes-Benz tilraunaöryggisbill, ESF 13, á reynslubraut Daimler- Benz þar sem tækninýjungarnar, sem nefndar eru I textanum, eru reyndar. Á innifelldu myndunum er sýnt hvernig sólariseruðu fram- rúðurnar stöðva ljósgeislann (til vinstri) og hvernig radaraugað held ur hæfilegu bili milli bilanna (til hægri). Eignatjón einungis Slys með meiðslum Dauða slys 'Alls Slys alls 546 106 3 655 Fjöldi slasaðra og látinna 0-6 ára 7-14 ára 15-17 ára 18-20 ára 21-24 ára 25-64 ára 65 og eldri Alls úkumenn 1 5 15+ 10 30 4 6 5 + Farþegar 2 6 9 7 4 20 3 51 Gangandi 6 11 4 1 1 6+ 5 + 34 + Hjólr.menn 1 3 2 1 7 ALLS 8 . 19 21 23 17 57 12 157 HÁ UÚS, SEM EKKI BLINDfl - BIL MILLI BÍLA ÁKVARDAD MED RADAR Eitt af þvi, sem þeir kváðu vera að glima við um þessar mundir hjá Daimler-Benz er að reyna að koma i veg fyrir þá hættu, sem skapast af þvi, þeg- ar menn blindast af ljósum öku- tækja, sem koma á móti. Aðferðin er reyndar byggð á tæknilegu atriði, sem þegar er þekkt og notað i mörgum öðrum tilfellum. Það er svonefnt sólar- iserað gler, sem brýtur ljós- geislana þannig, að þeir endur- kastast ekki á sama hátt og i öðru gleri. Ljósker bilanna verða lika að vera með sér- stakri lögun til þess að sólaris- eringin i framrúðunum beri til- ætlaðan árangur. Með þessu móti þarf ekki að lækka ljósin, þegar bilar mætast með háu ljósin i myrkri, og Ijósgeislinn nær mun lengra fram á veginn en með gamla laginu. Annað sem Daimler-Benz er að vinna að er radarauga, sem mælir fjarlægðina að næsta bil fyrir framan og ákvarðar hæfi- legt bil milli bilanna með tilliti til hraða og ástands vegarins. Þannig er tryggt, að alltaf er hæfilegt bil á milli bila. I framhaldi af þessu er áætlað að vinna að fullkominni tölvu- stýringu, sem fær stöðugar upp- lýsingar um umferðina og held- ur bilnum á hæfilegum hraða og hemlar eða eykur hraðann án þess að ökumaðurinn komi þar nálægt sjálfur. Langt er þó þangað til þessi útbúnaður verð- ur orðinn það fullkominn, að hann verði almennt tekinn i notkun. Scheckter, sem báðir eru meöal stigahæstu formula 1 ökumanna i Grand Prix. Hunt ók Vauxhall Magnum i keppni þessa árs, sem fór fram dagana 12.-14. júli i sumar, en varð að hætta keppni þegar vatnshosa á biln- um gaf sig og vélin yfirhitnaði. Jody Scheckter ók Capri, en þrátt fyrir mikla þjálfun i kapp- akstri ók hann útaf i fyrsta hringnum i Old Hall og skemmdi bilinn’mikið. Sigurvegari varð þrautreynd- ur og þekktur rallyökumaður, Roger Clark, en hann ók Ford Escort RS2000 með Pinto vél. 1 öðru sæti varð Gerry Marshall, sem einnig ók Escort 2000, og hafði hann aðeins 18 sek. lakari tima en Clark. í þriðja sæti varð Tony Lanfranchi á BMW 3000 CSi, en hann hafði haft for- ystuna þar til siðasta daginn, en þá voru aðstæður rallymannin- um Clark i vil. Næstir urðu tveir Triumph Dolomite Sprint 2000 en siðan Ford Capri 3000, tveir Vauxhall Magnum Coupé 2300, þá Ford Capri 3000 og númer tiu varð Opel Commodore GSE Coupé 28000. Þátttakendur I Tour ot Britain hafa þarna stillt sér upp fyrir næturkappakstur í Cadwell Park. Efst til hægri: Tony Lanfranchi á Van der Steen BMW, sem varö númer þrjú. t miðju: John Hndley vann i Dolomite flokknum. Hann vann nokkrum sinnum i kappaksturs- hringnum og náði einnig góðum árangri sums staöar á þjóðveg- unum. Neðst: Hiilman Avenger vann I sinum stærðarflokki. Tour of Britain er einn af meiriháttar kappaksturs við- burðum á Bretlandi, en sú keppni tekur þrjá daga, og ekið er 12-1300 milur, umhverfis Bretland. Þarna er þó ekki um að ræða venjulegt rally, heldur sambland af rally og kappakstri á hring, en keppendur aka inn á nokkra kappaksturshringi, sem verða á leiö þeirra og aka þar allt upp i hálfa klukkustund. Flestir þekktustu rallyöku- menn Breta taka þátt i þessari keppni, en einnig ýmsir þekktir formulaökumenn. Þeirra á meðal eru James Hunt og Jody UMSJON: ÞORGRIMUR GESTSSON Sunnudagur 15. september 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.