Alþýðublaðið - 05.10.1974, Síða 5

Alþýðublaðið - 05.10.1974, Síða 5
■ Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Aðsetur ritstjómar: Skipholti 19, simi 28R00 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent Wilson spjarar sig Nú er aðeins tæp vika, þar til Bretar ganga til kosninga. Fimmtudaginn 10. þ.m. fara þing- kosningarnar fram i annað sinn á þessu ári. Um hvað snúast svo þessar kosningar? Um tengsl Bretlands og Efnahagsbandalags Evrópu, segja sumir. Um aukna sjálfsstjórn Skotlands og Wales, segja þjóðernissinnar. Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á ,,þjóð- areiningu”, ánþess að nokkur viti nákvæmlega, hvað við er átt með þvi. En ihaldsmenn i Bretlandi vita nákvæmlega um hvað EKKI er kosið. Það er ekki kosið um harðlinuafstöðu þeirra til verkalýðshreyfingar innar, sem einkenndi stjórnartimabil Heaths. Þeirri stefnu visuðu Bretar á bug i kosningunum i febrúarmánuði s.l. ,,Hver á að stjórna Bret- landi”, spurði þá Heath. „Ekki ihaldsmenn”, svöruðu kjósendur. Og það er meira en eðlilegt, að það hafi verið svarið. Rikisstjórn lhaldsflokksins stóð i stöðug- um illindum við bresku verkalýðshreyfinguna og bar með þvi ábyrgð á hverju verkfallinu á fætur öðru. Þá fór stjórn efnahagsmála einnig gersamlega úr böndunum hjá lhaldsflokknum þannig að Bretland stóð i rauninni á barmi gjaldþrots, þegar stjórnin var felld. Jafnvel ihaldssöm blöð i Bretlandi, eins og The Times, viðurkenna þetta og segja, að efnahagsstefna ihaldsmanna hafi „gersamlega mistekist”. lhaldsöflin i sérhverju landi hafa sammælst i þvi að reyna að búa til þá þjóðsögu, að engum sé treystandi til þess að fara með efnahagsmál þjóðar nema ihaldsmönnum, vegna þess hversu mikið vit þeir hafi á „bisniss”. En reynslan er öll önnur. í Bretlandi t.d. tók rikisstjórn Verka- mannaflokksins undir forystu Harold Wilson við miklum hallarekstri i utanrikisviðskiptum, þeg- ar hún fékk völdin árið 1964. Árið 1970, þegar Edward Heath og ihaldsmenn hans tóku við af Wilson hafði Verkamannaflokksstjórnin rétt þann hallabúskap svo myndarlega við, að við- skiptavörujöfnuður Bretlands við útlönd var þagstæður um 700 milljón pund. Þegar Wilson tók svo aftur við eftir kosningarnar i febrúar- mánuði s.l. voru mál komin i slikt óefni, að hall- inn á vöruskiptajöfnuði Bretlands við útlönd nam 1.400 milljónum punda. íhaldsmenn i Bretlandi virðast þannig ekki vera neinir kraftaverkamenn i efnahagsmálum — nema þá að þvi leytinu til að skapa nær óleysanlegan vanda. En Verkamannaflokksstjórn Wilsons hefur afrekað meiru en þvi, að bæta svo stöðu Bret- lands, að þar er nú minni verðbólga en i öllum öðrum löndum Efnahagsbandalags Evrópu. Wilson hefur einnig tekist að koma á friði á vinnumarkaðinum þannig að öll hjól atvinnulifs ins eru farin að snúast á ný. Engu að siður eru mörg vandamál enn óleyst. Bretland á nú við að etja mestu efnahagserfiðleika, sem landið hefur þekkt frá þvi á striðsárunum. En Wilson hefur góða möguleika til þess að leysa hann. Meðal annars vegna þess, að verkalýðshreyfingin ber fullt traust til hans og góð samvinna rikir milli Verkamannaflokksstjórnarinnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Einmitt þess vegna hefur hann nú góða möguleika á þvi að vinna umtalsverðan kosningasigur. KOSNINGABARÁTTAN Á BRETLANDSEYJUM 300.000 KJÖSENDUR RADA ÚRSLITUNUM Nú er langt liðið á kosningabar- áttuna á Bretlandseyjum — kosn- ingarnar fara fram 10. þ.m. Fjöl- margar skoðanakannanir hafa verið gerðar um styrk flokkanna meðal kjósenda og enda þótt þær allar beri það með sér, að Verka- mannaflokkurinn muni sigra, þá er i hæsta máta varasamt að leggja of mikinn trúnað á það. Skoðanakannanirnar geta verið mjög villandi — m.a. vegna þess, að þær geta haft áhrif á kjósendur þannig, að menn, sem ella hefðu greitt þeim atkvæði, sem sigri er spáð, sitja heima á kjördag þar sem þeir telja sigurinn öruggan. Þannig varð reynslan i tveimur siðustu kosningum — i júni 1970 þegar Verkamannaflokkurinn tapaði eftir að hafa verið spáð sigri i skoðanakönnunum og i febrúarmánuði s.l. þegar Ihalds- flokkurinn tapaði eftirað honum hafði verið spáð yfirburðasigri. Mun þýðingarmeira en skoð- anakannanirnar er það andrúms- loft, sem rikir innan flokkanna. Það er enginn vafi á þvi, að sex mánaða stjórnartimabil Verka- mannaflokksins hefur siður en svo haft letjandi áhrif á þann mikla baráttuvilja, sem skap- aðist innan flokksins um miðjan s.l. vetur. Allar fréttir, sem ég hef haft frá flokksfundum viðs vegar um land benda til þess, að sú bar- áttugleði, sem færði flokknum sigurinn i febrúar, sé jafnvel frekar vaxandi en hitt. Þar sem flest stærstu dagblöð landsins eru andvig Verkamannaflokknum og „stóratvinnurekendurnir” reka ákafan áróður gegn þjóðnýting- arstefnu flokksins verður hann að treysta á beint samband við kjós- endurna. Baráttuvilji Það kann að hafa mikil áhrif, að flokksvél Verkamannaflokks- ins hefur nú haft miklu betri tima til þess að undirbúa kosningarnar en i febrúarmánuði s.l.,það kem- ur m.a. fram i þvi, að Verka- mannaflokknum hefur gefist meira ráðrúm til þess að undir- búa utankjörfundaratkvæða- greiðsluna af sinni hálfu — en íhaldsflokkurinn hefur yfirleitt fengið tvo þriðju utankjörfundar atkvæða. Þar sem Verkamanna- flokkurinn hefur haft allt sumarið til undirbúnings hefur hann betur getað séð svo um, að fylgismenn hans gleymi ekki að greiða at- kvæði utankjörfundar verði þeir fjarri heimilum sinum á kjördag. Þar sem Ihaldsflokkurinn held- ur u.þ.b. 30 þingsætum með mjög naumum meirihluta getur svo farið, að þessi undirbúningur riði baggamuninn fyrir Verkamanna- flokkinn. 1 febrúarmánuði var Höfundur þessarar greinar er Richard Clements, ritstjóri stjórnmálavikuritsins „Tribune”, sem er aðal- máigagn vinstri arms Verka- mannaflokksins. Greinin birtist I „Arbejderbladet” — málgagni norska jafnaðar- mannafiokksins. kjörsókn verkafólks aðeins 50- 60%, en nú eru menn sannfærðir um, að hún verði a.m.k. 70%. Ihaldsmenn hafa engin svör við þessari baráttugleði Verka- mannaflokksdeildanna á hverj- um stað. Klofningur i forystu- sveitinni — nú siöast hin alvar- lega gagnrýni Sir Keith Josephs á Heath — hefur ruglað ihaldsmenn iriminu.Ekki hefur það svo bætt um, að Heath tileinkaði sér nýjar baráttuaðferðir i upphafi kosn- ingabaráttunnar — kom fram sem hinn sáttfúsi og hlédrægi stjórnmálamaður en uppskar að- eins það að falla i gleymskunnar dá meðal kjósenda fyrir vikið. Nú hefur hann að visu snúið við blað- inu og er orðinn sami gamli Heath — en bæði er það orðið of seint og jók auk þess aðeins á ringulreiðina. Hlutverk Frjálslynda flokksins Ljóslega var tilgangur Heaths sá — þar sem hann varð að berj- ast á tveimur vigstöðvum: gegn Verkamannaflokknum og gegn Frjáslynda flokknum — að slá Frjálslynda flokkinn út af laginu með „samráðstali” sinu. Framan af kosningabaráttunni forðaðist hann nefnilega að taka afstöðu gegn verkalýðshreyfingunni en ræddi þess i stað um, að ef Ihalds- flokkurinn fengi meirihluta myndi hann leita ráða hjá aðilum utan flokksins um stjórnarstefnu. En Heath vaknaði upp við þann vonda draum, að þessi úthugsaða baráttuaðferð hans gat haft þver- öfugar afleiðingar við það, sem til var ætlast. Ef Heath var að gefa undir fótinn með það, að thalds- flokkurinn myndi leita samstarfs við Frjálslynda flokkinn eftir kosningar gátu þá ihaldsmenn ekki alveg eins kosið þá frjáls- lyndu eins og Heath? Þetta, sagði foringi Frjálslynda flokksins, Jeremy Thorpe, mun einmitt tryggja það,. að Heath muni standa við fyrirheitin. Frjálslyndi flokkurinn býöur nú fram i fleiri kjördæmum en i febrúar, en þá fékk flokkurinn 6 milljón atkvæði en aðeins 14 þing- sæti. Ef til vill vinna þeir einhver þingsæti af Ihaldsflokknum, en það mun þó litt styrkja stööu þeirra frjálslyndu. Afleiöingin mun aðeins verða sú, að Verka- mannaflokkurinn sigrar. Innst inni er foringjum Frjálslynda flokksins þetta mætavel ljóst, og einmitt þess vegna hefur Thorpe nú sent út áskorun sina um „þjóð- lega samstöðu’ . En það er erfitt að berjast fyrir sliku á Bretlands- eyjum nú, þótt það hafi átt vel viö á striðsárunum. Allra-flokka- samsteypustjórn striðsáranna á ekki við nú. Verkamannaf lokkurinn á i erfiðleikum i Skotlandi Þótt þetta virðist benda til auö- unnins sigurs Verkamanna- flokksins er svo alls ekki. I kosn- ingunum i febrúar jók Þjóðernis- sinnaflokkurinn i Skotlandi mjög fylgi sitt og i Wales tapaði verka- mannaflokkurinn óvænt tveimur þingsætum til Plaid Cymru (velskra þjóðernissinna). Verka- mannaflokkurinn er þvi i hættu staddur á báðum þessum stöð- um. Það getur vel svo farið, að hann tapi enn i Skotlandi. Það er undir þvi komið, hvort niðurstöð- ur kosninganna i febrúar hafa átt rót sina að rekja til timabundinna aðstæðna og þess, hvernig Heath rak kosningabaráttu sina. Þá gátu þjóðernissinnar nefnilega haldið þvi fram, að úrslit kosn- inganna skiptu fólk i Skotlandi og Wales ekki nokkru máli. Ef verkamannaflokkurinn tap- ar þingsætum i Skotlandi verður hann að fá betri kosningu á Eng- landi, en nokkru sinni fyrr i sög- unni — ef hann á að bera sigur úr býtum. Ef kjósendur i Skotlandi snúast hins vegar aftur á sveif með Verkamannaflokknum þarf hann ekki að fá nema viðunandi úrslit á Englandi og i Wales. En fram undir þetta hafa menn ekk- ert getað vitað um, hvernig mál standa i Skotlandi. Úrslitin þar geta ráðist á þvi að hve miklu leyti tvö mál — Norðursjávaroli- an og EBE — koma til með að móta kosningabaráttuna. Jafnvel þótt slagorðið „Olia Skotlands” hljómi vel i eyrum Framhald á bls. 4 Enn eru þeir i eldllnunni — Harold Wilson, Jeremy Thorpe og Edward Heath. 9 Laugardagur 5. október 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.