Alþýðublaðið - 11.10.1974, Blaðsíða 1
Týsnafnið af bógi brjótsins
brú lögregluskipsins
Þá var hvalbátnum,
sem Landhelgisgæslan
notaði til gæslustarfa i
fyrra og árið áður, gefið
það nafn, og i gær var
nýjasta og fullkomnasta
varðskipinu okkar gefið
nafnið Týr.
Hefur Týr þvi greini-
lega kúvent frá að vera
lögbrjótur áður yfir i lög-
reglu nú, hvort sem það
er fyrir tilstilli ásatrúar-
manna eða ekki, en nánar
segjum við frá Land-
helgisgæslunni á bakslðu
i dag.
A meöfylgjandi mynd
er varðskipið Ægir komið
i úlfakreppu milli tveggja
breskra freigáta i sfðasta
þorskastrfði. Nýja varð-
skipiö Týr er endurbætt
systurskip Ægis og hefur
það meðal annars fram
yfir að vera útbúinn
stefnisskrúfu, sem ætti að
koma i veg fyrir ásigling-
ar, ef nýtt þorskastrið
brytist út.
►
3
OG
12
A VERSLUN
,,Ef ekkert verður að
gert til að rétta hag
verslunarinnar hlýtur
það að leiða til þess, að
smásöluverslunum
verði lokað, af þeim
ástæðum fyrst og
fremst, að kaupmenn
geta ekki staðið viö
greiðslu á söluskatti”,
sagði Þorvaröur
Eliasson, fram-
kvæmdastjóri
Verslunarráös Islands, I
samtali við Alþýðu-
blaðið I gær. „I
heildsölunni er fyrir-
sjáanlegur skortur á
einhverjum vörum”,
„vegna hins feiknarlega
mismunar á álagningu,
og svo gæti farið að
kaupmenn gefist upp á
að selja hinar svo-
nefndu nauðsynjavörur,
en á þeim er lægst
álagning. Þetta er
reyndar þegar farið að
gerast, ef marka má
tóninn i kaupmönnum”.
Samkvæmt skýrslu
hagdeildar Verslunar-
ráðs Islands um hagnað
og veltu i verslun árin
1971-1974 er útlit fyrir
1.210 milljón króna tap á
ársgrundvelli miðað við
ástandið eins og það er
nú eftir að álagning á
vöru var lækkuð, en
þetta tap er I prósentum
— 1,7%. Yrði álagn-
ingunni breytt I það
horf, sem hún var fyrir
gengislækkunina
siðustu yrði hagnaður
hinsvegar 297 milljónir
króna á ársgrundvelli.
Verst er ástandið I
smásölunni, en þar er
tapið 1.072 milljónir
króna, en i heildsölunni
359 millj. króna. 65
millj. króna hagnaður
er hinsvegar i bygg-
ingavöruversluninni, en
bifreiðaverslunin er
best á vegi stödd með
156 milljón króna
hagnað.
„Ef sama afkoma á
að nást og var 1971,
þyrfti álagningin að
hækka um 3,5% að
meðaltali”, sagði Þor-
varður, þegar Alþýðu-
blaöiö hafði tal af
honum, „eða hækka úr
19,3% i 22,8%. Þá
breytist heildartapið á
versluninni úr 1,7% i
1,8% gróða. Hinsvegar
má deila um það, hvort
afkoman 1971 er rétt
viðmiðun — hún gæti
verið of há eða of lág”.
Rauðsokkar
biðja Vil-
hjálm
mennta-
málaráðherra
að leiðrétta
„kynferðis-
mismunun”
Magnúsar
Torfa
♦ 3
Islenskir fiskseljendur senda
erlendum viðskiptavinum salt-
fisks-kolmunna og skreiðar-
kolmunna til prufu og fisk-
iðjuver í Bandaríkjunum fá
kolmunnamarning til reynsiu
Á næstunni verða
fulltrúum Skreiðar-
samlagsins og Sölu-
samtökum íslenskra
f iskf ramleiðenda
kynntar nýjar
vinnsluaðferðir á
kolmunna, en að
undanförnu hefur
verið unnið að
tilraunum við að
salta og verka kol-
munna í skreið á
vegum Rannsóknar-
stofnunar fisk-
iðnaðarins. Að því
samþykkt að senda
viðskiptamönnum
sinum út um allan
heim sýnishorn af
fiskinum verkuðum
á þennan hátt
„Ef vel tekst til með
þetta, er enginn vandi að
fá nægan kolmunna
austur með
suðurströndinni”, sagði
Björn, „en við rennum
alveg blint i sjóinn með
nýtinguna.eftir er að sjá
hvort einhver vill lita við
kolmunnanum.”
Þá hefur Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins
gert tilraunir með að
framleiða kolmunna-
marning og sent til fisk-
kaupenda i Bandarikj-
unum. Að sögn Björns
Dagbjartssonar hefur
aðeins komið svar frá
Iceland Products, dóttur-
fyrirtæki SÍS, og töldu
þeir hann ekki eins góðan
og þorskmarning, en þó
góðan á bragðið.
Hinsvegar er engin
reynsla komin á markað
fyrir kolmunnamarning
ennþá.
Einnig er fiskvinnslu-
vélaframleiðandi
erlendis að gera tilraun
með að stilla sildar-
slægingarvélar þannig,
að unnt sé að slægja i
henni spærling, en Rann-
sóknarstofnun fisk-
iðnaðarins hefur sent til
framleiðandans spærling
til tilraunarinnar. Standa
vonir til þess, að með
þessum vélum verði unnt
að vinna spærling með
svipuðum afköstum og
sild og með jafn góðum
árangri.
er Björn Dag-
bjartsson, matvæla-
fræðingur hjá rann-
sóknarstofnuninni,
sagði í samtali við
Alþýðublaðið í gær,
haf a f ulltrúar
þessara samtaka
é é OPNA