Alþýðublaðið - 11.10.1974, Page 12

Alþýðublaðið - 11.10.1974, Page 12
alþýðu n nTÍlfil Bókhaldsaóstoð með tékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opifl öli kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SITTHVAD HEFIIR ORÐID AÐ DUGA ,,Guð minn almáttugur, er þetta varðskip”, kvað við i Stykkishólmsbúum, sem komnir voru niður á bryggju einn daginn i jan. 1946, til að taka á móti Finni Jónssyni, ráð- herra, sem var að koma með varðskipinu Nirði, en Njörður og tveir aðrir samskonar bátar höfðu þá nýlega verið keyptir til landsins frá Bretlandi. beir höfðu verið notaðir til kúlulegu- flutninga á milli Sviþjóðar og Bretlands á striðsárunum, og voru byggðir fyrir sléttan sjó, að þvi er Kristján Sigurjónsson, sem var i 40 ár á sjónum og i vélinni á Nirði þá, tjáði blaðinu i gær. Þetta voru óhappafleytur og var þeim skilað og það sem fyrir þær fékkst, látið ganga upp i smiði Herðu- og Skjaldbreiðar, sem þá voru i smiðum fyrir okk- ur erlendis. Það var meiri reisn yfir út- gerð Landhelgisgæslunnar suður i Alaborg i gærdag, að nýju þúsund lesta varðskipi, TÝ var hleypt þar af stokkunum, eftir að Dóra Guðbjartsdóttir, kona Ólafs Jóhannessonar, dómsmálaráðherra, hafði gefið skipinu nafnið. Dóra er dóttir Guðbjarts ólafssonar, hafn- sögumanns og áður skútu- sægarps, sem vann björgunar- afrek hér við land. Þegar Týr kemur hingað full- búinn eftir áramótin, verða varðskipin sex, Ægir, óðinn, Þór, Árvakur, Albert og Týr, öll smiðuð i Danmörku, nema Al- bert, sem er fyrsta stálskipið smiðað hérlendis. Annars eru fyrstu aðgerðir til varnar landhelgi okkar raktar aftur til ársins 1899, að Hannes Hafstein sýslumaður á Isafirði hugðist stugga við breska togaranum Royalist nr. 423 frá Hull, en hann hafði skakað uppi á landsteinum i Dýrafiröi i nokkra daga. Við þær aðgerðir drukknuðu þrir Islendingar og báturinn hálfsökk. Sá bátur er nú til endurbyggður á Þjóðminjasafninu. Annars er fyrsta varðskipið gjarnan talið vera Þór, sem Vestmanna- eyingar keyptu upp úr siðustu aldamótum frá Danmörku. Þá var það 1926, að Danir smiðuðu fyrir okkur varðskipið Óðin. sem var gufukyntur. Hann lagðist á hliðina i fyrsta brotsjó og þótti ekki tryggur. Var hann lengdur og nothæfur eftir það. 1929 byggðu Danir svo Ægi fyrir okkur, sem notaður var meö góðum árangri i 30 ár. Nú er Ægir nýlegt skip, svipaö og Týr. Tvö önnur skip báru nafnið Óðinn, annað litli Óðinn, sem siðar var skirður Gautur, þegar sá Óðinn sem nú er til, kom. brjú skip hafa borið nafnið Þór. Það sem áður er nefnt, svo- nefndur Fjöruþór og nýjasti Þór. Kúlulegubátarnir, sem getið var i upphafi, stóðu hér stutt við áður en þeim var skilað. Þeir voru röskar 100 lestir að stærð, en með þrjú þúsund hestafla vélum, og þegar þær voru látnar snúast vel, var skipshöfnin óluð föst i sæti sin, pottar á ferð og flugi og hvergi stætt. Ekki verður varðskipa getið án þess að minnast á Mariu Júliu, litlu, sem stóð sig með miklum ágætum i næst siðasta þorskastriði. Og þá má geta vitaskipsins Hermóðs, sem fórst i Reykjanesröst og „vitaskips- ins” Árvakurs, sem nú er i full- um gangi, þrátt fyrir árás breskra togara á hann I fyrra. Að lokum má svo geta eins mótorbáts, sem komið hefur við sögu landhelgisgæslu hér, en Vestmannaeyingar notuðu hann áður en þeir keyptu Þór á sinum tima. — FIMM a förnum vegi NlsÉSÍImKk'mm. .ská JnU . hm*r $v? -W: . > ' ....................... "■> Hvað eru íslensku varðskipin mörg? Vígsteinn Vernharðsson: for- maður tslenska bifreiða- og vél- hjóiaklúbbsins: Látum okkur sjá. Það eru Albert, Þór óðinn og Ægir, og svo er eitt skip i Danmörku. Pall Sveinsson frá Vestmanna- eyjum: Þau eru fimm eða sex. Það eru Þór, Óðinn, Albert, Arvakur og Ægir. Þórhallur öiver, nemi: Ég man það ekki, — ætli þau séu ekki sex. Pétur Jónsson, nemi: Ætli þau séu ekki sjö. Sjáum nú til, — það eru Ægir, Þór, Álbert ... ég man ekki eítir fleirum. Jörmundur Ingi: Ég verð að játa aö ég man þaö ekki alveg. Ætli maður segi ekki að þau séu fimm þegar hvalbátarnir eru ekki taldir með.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.