Alþýðublaðið - 03.11.1974, Síða 1

Alþýðublaðið - 03.11.1974, Síða 1
|alþýðuj SUNNUDAGS- Wm LEIÐARINN Verndum gamalt og gott Undanfarnir áratugir hafa veriö timi mikilla og örra breyt- inga á öllum sviðum. Gamalt hefur vikið fyrir nýju. Viðhorf manna hafa breyst. Nýir siðir hafa komið til sögunnar. Hagir einstaklingsins hafa tekið stakkaskiptum. Umhverfi hefur fengiö nýjan svip. bað hlýtur að teljast eðlilegt, sem felst i orðtakinu gamla, að tfmarnir breytist og mennirnir með. Engu að siður telja ýmsir, aö margar þeirra breytinga, sem orðið hafa og eru að verða, séu ekki til bóta. Hið gamla sé þrátt fyrir allt betra en hið nýja. Þetta hefur komið glöggt fram i þeim miklu umræðum, sem hér og annars staðar hafa átt sér stað um umhverfismál, skipu- lag borga og gerð húsmuna. Ný tækni i framleiðslu og samgöng- um hefur valdið margvislegri röskun á náttúrugæðum, nýr still i byggingarlist hefur sett svipmót sitt á borgir og bygg- ingar, gerólikt þvi, sem áður þótti fagurt. betta hefur kallað á andsvar. Heyfing hefur hafist, ekki aðeins til verndar landslagi og náttúruverðmætum, heldur einnig hinu gamla af mannanna verkum, jafnvel öllu gömlu, án tillits til þess, hvort það er fag- urt eða ljótt. Gamalt er talið gott i sjálfu sér. Þannig fer oft. Sé of langt gengið i eina átt, er snúið við og þá stundum haldið of langt til baka. Fyrir fimmtán árum var talið nauðsynlegt að gera breytingar á húsbúnaði einnar elstu og merkustu byggingar íslend- inga, Alþingishúsinu við Aust- urvöll, sem reist var 1881. Astæöan var sú, að þingmönn- um fjölgaði þá úr 52 i 60, og var talið hæpið, að hægt væri að fjölga sætum i sal Neðri deildar, án þess að breyta sætaskipan. Var byrjað á þvi að skipta um stól forseta og þingskrifara og ræðustól. Við þá breytingu varð sú stefna ofan á, eflaust i sam- ræmi við skoðanir og smekk ýmissa á þeim tima, að ger- breyta um stil við gerð hús- gagnanna. Hin nýju húsgögn, sem settu meginsvip á hinn gamla sal, voru gerólik sætum þeim, sem ráðherrum og þing- mönnum voru ætluð og alla gerð salarins sjálfs. Margir kunnu þessu þegar i stað illa. Var þvi horfiö frá þvi, að breyta öllum húsgögnum salarins i hið .ný- tiskulega horf. En forsetastóll- inn og ræðustóllinn voru látnir standa. begar þing kom saman nú fyrir skömmu, hafði sú breyting verið gerð, að hin gömlu hús- gögn höfðu aftur verið sett á sinn stað og salnum þannig fengið það svipmót, sem hann hafði áður. Anægjulegt er til þess að vita, að allir, sem séð hafa þessa breytingu eða mynd- ir af henni, virðast telja hana hafa verið til bóta, álita, að i henni felist rétt stefna. Hin gömlu húsgögn voru fögur. Um hin nýju mátti segja hið sama, út af fyrir sig. En samræmi var raskað. Nýtt og gamalt á ekki saman. Og sé hið gamla gott og fagurt, á að varðveita það. Þetta sjónarmið virðist nú njóta viðurkenningar, og er það vel. GÞG Sunnudagur 3. nóv. 1974 - 220. tbl. 55. árg. O

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.