Alþýðublaðið - 03.11.1974, Blaðsíða 2
• Gamla biblíukenningin um erfðasyndina virðist
undarleg þversögn um mannleg örlög.
• Þetta sést á málinu um hina margumtöluðu
Patty Hearst.
• Hún er barnabarn einhvers mest hataða
umsvifamanns í sögu Bandaríkja nútímans.
• Þær grunsemdir, að Patty Hearst sé ekki aðeins
starfandi í Symbósíska frelsishernum eru ekki
aðeins traustar, heldur bendir allt til þess, að
eftir „mannránið" hafi hún gerst einn af
leiðtogum hans...
Barátta FBI
við svörtu
skæruliðana
Afi Patty Hearst, Randolph
Hearst, var einhver verst liðni
og mest óttaðasti maður i
Bandarikjunum á 19. öldinni.
Hann notaði sinn volduga blaða-
hring til að stýra stjórnmála-
mönnum og stjórnmálaástand-
inu i Bandarikjunum meiri
hluta ævinnar.
Það var „gula pressan”, sem
Hearst réði, sem kom á spænsk-
bandariska striðinu 1898.
Bandarikin urðu að lýsa yfir
striöi til að halda Puerto Rico,
Filippseyjum og hafa einskonar
verndarhönd yfir Kúbu þangað
til að Castró náði þar völdum.
Hin almáttugi Hearst notaði
blaðahring sinn til að „drepa”
stiórnmálamenn, sem féllu hon-
um ekki i geð. Stjórnmálastefna
blaðanna var mjög ihaldssöm
og hafði litla samúð með vonum
og baráttu svertingja I Banda-
rikjunum. Það var þvi ekki að
ástæðulausu, að Symbóskiski
frelsisherinn tók þann kostinn
að „ræna” Patty Hearst.
í augum þeirra var hún tákn
kúgaranna — fulltrúi voldugrar
fjölskyldu, sem trúði á ein lög
fyrir rika, hvita fólkið og önnur
fyrir svörtu fátæklingana.
Rógur
Hearst-blöðin hafa um árabil
rekið mikla rógsferð og misk-
unnarlausan áróður gegn rót-
tækri hreyfingu, sem nefnist
Svörtu pardusdýrin.
4. desember 1969 varð þetta
þess valdandi, að hópur lög-
reglumanna i Chicago vopnaður
vélbyssum, táragasi og rifflum
réðst inn i aðalstöövar Svörtu
pardusdýranna i Illinois. Þeir
höfðu húsleitarheimild til að
leita vopna. Þeir skutu og myrtu
Fred Hampton og Mark Clark,
særðu tvo aðra og handtóku tvo.
Lögreglan hefur alltaf haldið
þvi fram, að mennirnir hafi
skotið fyrst, en nákvæm rann-
sókn leiddi i ljós, að Hampton
var skotinn liggjandi i rúminu.
Um það bar blóðug dýnan vitni.
Ofsóknir
Pardusdýrin voru ofsótt eftir
lát þessara tveggja og margir
aðrir létu lifið næstu mánuði. A
einni viku særðust sex úr hreyf-
ingunni i sprengju og vélbyssu-
árás á skrifstofum Svörtu
pardusanna i Los Angles.
1 desember 1969 neitaði þá-
verandi rikissaksóknari, John
Mitchell, þvi að skipulagðar of-
sóknir væru á hendur Svörtu
pardusdýrunum. Þvi má bæta
við, að Mitchell var viðurkennd-
ur og dáður málflutningsmaður
i Hearst-blöðunum.
Breska blaðið „The Guardi-
an” hefur hins vegar undir
höndum afrit af greinagerðum
FBI frá J. Edgar Hoover heitn-
um, þáverandi yfirmanni FBI
til yfirmanna FBI i Albany i
New York og i Atlanta i
Georgia. Það leikur enginn efi á
sannleiksgildi beirra. Þessi
skjöl voru notuð sem sönnunar-
gögn i málinu sem fjölskylda
Fred Hamptons höfðaði til að
sanna sakleysi hans vegna á-
kærunnar um morðárásir á
Chicago-lögregluna.
Samkvæmt frelsis- og upplýs-
ingalöggjöf Bandarikjanna á að
vera auðvelt að afla sér allra
upplýsinga, sem viðkoma ein-
stökum aðila nema upplýsing-
arnar skaði öryggi þjóðarinnar.
Þessi FBI-skjöl sanna ekki
aðeins, að hér hafi verið um að
ræða skipulagða og leynilega
starfsemi gegn svörtum þjóð-
frelsissinnum og vinstri öflum i
þjóðfélaginu heldur og að gagn-
njósnakerfi var sett á stofn og
starfrækt á sama hátt og var
notað svo giftusamlega gegn
kinverskum kommúnistum.
Bréf/ sem Ijóstrar
öllu upp
Þetta hófst allt 1967 með bréfi
frá J. Edgar Hoover til allra
deilda iFBI. Bréfið,sem kom til
skrifstofunnar i Albany var
dagsett 25. ágúst sama ár.
Upphaf bréfsins var svohljóð-
andi: „Tilgangurinn með þess-
um gagnaðgeröum er að koma
upp um, eyðileggja, leiða á villi-
götur, niðurlægja eða á annan
hátt gera verk svörtu þjóðernis-
sinnanna að engu, svo og svo
aðra félagasamtaka og stjórn-
málahringa, forystumanna
þeirra, talsmanna félaga og á-
haneenda”.
’k
Symbóski frelsisherinn „rændi” Patty Hearst, en margt bendir tll,
að hún sé einn af leiðtogum hans. örlögin voru svo kaldhæðin, að
sonardóttir hins tillitslausa Randoiph Hearsts, manns, sem einskis
sveifst, berst fyrir jafnrétti svartra og hvltra.
Viku siðar komu skilaboð frá
Hoover til FBI-deildanna um að
nafn aðgerðanna ætti ekki leng-
ur að vera: „Gagnráðstafanir
gegn svörtu þjóðernissinnum”
heldur „Ráöstafanir gegn kyn-
þáttum, sem ógna þjóðarör-
yggi” og að þessar aðgerðir
yrðu gerðar frá 41. deild. 1 bréf-
inu var einnig nefnt dæmi um
aðgerðir, sem deildir á hverjum
stað gætu notað til eftirbreytni.
„Þessi.... hópur starfaði
samkvæmt....” Sumarið 1967
var lögreglan enn á verði og for-
ystumennirnir voru undir stöð-
ugu eftirliti. Afleiðingarnar
urðu þær, að formenn þjóðernis-
sinnanna voru mestan hluta
sumars i fangelsi. Þetta dæmi
og það, sem á eftir fylgdi, sýnir
vel vald FBI.
Nákvæmar leiðbeiningar
5. mai skrifaði foringi FBI
deildinni i San Francisco:
„Aðalskrifstofan vill biðja yður
að veita athygli þessari tillögu
til að eyða — eða gera óskaðlega
hreyfinguna Svörtu pardusdýr-
in.
I. Framkvæmdir verða gerðar i
náinni samvinnu við lögregluna
i Cakland og San Francisco.
II. Ljósrit af skjölum með röng-
um upplýsingum verða reglu-
bundið send nafnlaust til leið-
toga pardusdýranna á hverjum
stað um leið og afrit af upp-
spunnum skjölum. Það er mjög
mikilvægt, að pappirinn, sem
notaður er, sé af þeirri gerð,
sem lögreglan eða FBI notar,
þegar senda ber upplýsingar
milli lögregludeilda.
III. Það verður gerð tilraun til
aö telja foringja pardusdýranna
trú um, að skjölunum hafi verið
stolið frá lögreglunni af ó-
ánægðum lögreglufulltrúa, sem
hefur samúð með hreyfingunni
Svörtu pardusdýrin”.
David Hilliard var einn af Svörtu pardusdýr-
unum, sem lögreglan og FBI ofsóttu og
fangelsuðu.
Fyrrverandi rikissaksóknari John Mitchell
neitaði, að nokkrar ofsóknir væru á hendur
Svörtu pardusdýrunum.
J. Edgar Hoover heitinn, fyrrum yfirmaður
FBI, gaf nákvæmar ráöleggingar um aö-
gcrðir gcgn Svörtu pardusdýrunum.
í bréfinu er ennfremur komið
með tillögur um, hvernig unnt
sé að koma á sambandi svörtu
pardusdýranna og lögreglufull-
trúans og ef hægt er fundi
þeirra. Lýsing á þvi, hvernig
fara eigi að þessu er i sjötíu
grein.
Sjötta grein: „Fregnir, lausa-
fréttir og önnur nothæf skjöl frá
lögreglunni eða FBI geta undir-
búið Svörtu pardusdýrin undir
svikara við lögregluna og FBI.
Tilgangurinn er að hafa Svörtu
pardusdýrin að spotti og láta þá
verða sér til háðungar með
skorti þeirra á innsæi eða dugn-
aði og vekja þannig óánægju
meðal félaga i Svörtu pardus-
dýrunum með þvi að benda á si-
fellda árvekni þar, sem engin
sé fyrir hendi, sýna lögreglu-
árásir af engu tilefni eða eitt-
hvað álíka, koma upp um mis-
notkun á fé pardusdýranna og
benda á dæmi um skort á stjórn-
málaþekkingu”.
Lokaorð bréfsins eru: „Þó að
þessi tillaga sé grundvölluð á
tiltölulega auðveldri tækni hefur
hún haft ótrúlega góð áhrif á
öðrum sviðum þar, sem hópur-
inn var mun þróaðri”.
Réttlæti
Hér er rétt að minnast þess,
að Bobby Seale lá undir grun I
heilt ár fyrir að hafa myrt fé-
laga i Svörtu pardusdýrunum,
sem skyndilega var grunaður
um að vera lögreglunjósnari.
Seale var sýknaður, en i þvi
máli eins og i Watergate-málinu
getur bandariska þjóðin þakkað
fyrir það réttlæti, sem banda-
risk lög og dómur sýna, þegar i
hlut á pressa stærilátra yfir-
valda, sem beita ólögmætum
aðferðum. Meðan þetta stóð yfir
fullvissaði rikissaksóknarinn og
lögfræðingur Nixons, John Mit-
chell, almenning um, að alls
ekki befði verið gripið til neinna
ráðstafana gegn Svörtu pardus-
dýrunum....
Blóðug kaldhæðni
Þessi blóðuga kaldhæðni ör-
laganna sást, þegar lögreglan i
Los Angles gerði nýlega skyndi-
árás á hús i negrahverfi borgar-
innar. Þeir drápu þar marga fé-
laga i Symbósiska frelsishern-
um og notuðu sömu aðferðir og
þeir notuðu gegn Svörtu pardus-
dýrunum I Chicago.
I Hearst-blöðunum var frétt
um þetta. Þar lásu lesendurnir,
að Patty Hearst væri á listanum
yfir eftirlýsta glæpamenn....
Það bendir aílt til þess að einn
af harðjöxlum Bandarikjanna,
maður sem þénaði milljónir á
afskiptum sinum af stjórnmál-
um hafi eignast barnabarns,
sem gerðist kvenlegur „Hrói
Höttur” — stjórrimálalegur
skæruliði, sem berst fyrir jafn-
rétti svartra og hvitra. Það er
vafasamt, að Patty Hearst lifi
af veiðarnar, sem eiga að gera
sumbósisku foringjana óskað-
lega....
©
Sunnudagur. 3. nóvember 1974.