Alþýðublaðið - 24.11.1974, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 24.11.1974, Qupperneq 1
DVELJUM EKKI OF LENGI í ÁFANGASTAÐ A fáum áratugum — minna en einum mannsaldri — hefur is- lenska þjóöin risiö úr örbirgð til auölegöar. Meiri og markverð- ari er þó sú breyting, sem orðið hefur i gerð hins islenska þjóö- félags. Þar hefur mikið áunnist i réttlætis- og jafnréttisátt — svo mikið, að á Islandi rikir nú ótvi- rætt velferðarþjóðfélag þar sem þegnarnir búa við félagslegt öryggi á háu stigi. Jafnaðarstefnan hefur verið hvati þessara breytinga á þjóð- félaginu og jafnaðarmenn frumkvöðlar hennar. Meö tiö og tima hafa allir flokkar aðhyllst ýmis þau grundvallaratriði, sem jafnaðarmenn uröu fyrstir til að boða,og áhrifa frá jafnað- arstefnunni gætir á stefnu og störf allra Islenskra stjórn- málaflokka. En þótt svo giftusamleg hafi tekist til er verkefni jafnaöar- stefnu og jafnaðarmanna hvergi nærri lokiö. Velferðarþjóðfélag- ið hefur aldrei verið jafnaðar- mönnum lokatakmark, heldur aðeins áfangi á leið til rikis jafn aðarstefnunnar. Og nú, þegar þeim áfanga er náö að verulegu leyti, þá verða jafnaðarmenn að búa sig undir næstu sókn — gera upp hug sinn um hvernig beri að stiga næstu sporin. Að þvi stefn- ir Alþýðuflokkurinn nú með þeirirri endurskoöun á stefnu- skrá sinni, sem hrint var af staö á siöasta flokksþingi hans. Al- þýöuflokkurinn vill ekki, að við staönæmumst þar, sem við nú erum stödd og látum okkur nægja aö búa aðeins betur um okkur innan ramma velferðar- þjóðfélagsins. Hann vill að við höldum göngunni áfram — hann telur, að við eigum enn langa vegferö fyrir höndum áður en við komumst þangað, sem frelsi, jafnrétti, lýðræði og lifs- hamingja rikja. Næstu viðfangsefnin eru án efa þau að fá fólkið i landinu til virkrar þátttöku i samfélags- málum á sem flestum sviöum. Þegar við tölum um lýöræði og segjumst vera lýðræðissinnar, þá eigum við ekki aðeins við það, að tryggja beri landsfólk- inu jafnan rétt til þess að ganga að kjörborði f jóröa hvert ár og velja sér fulltrúa. Þetta er að- eins brot af þvi, sem átt er við með orðinu lýðræði. Eftir er að tryggja framkvæmd lýðræðis- ins i atvinnu- og efnahagsmál- um, i menntamálum og á öörum þeim sviðum mannlegra sam- skipta, sem eru ráðandi um heill og hag og heilbrigða lifsham- ingju allra manna. Og eftir er að tryggja þaö, að hver og einn láti rödd sina heyrast — sé virkur þátttakandi i málefnum samfé- lagsins en ekki hlutlaus áhorf- andi, sem stjórnaö er flesta daga af ómanneskjulegu kerfi, sem einstaklingurinn telur sig vanmátta gegn. Og eftir er einn- ig að tryggja þá forsendu lýð- ræðis og jafnaðarstefnu, að allir menn séu jafnir — ekki aöeins fyrir lögum heldur einnig til áhrifa og þátttöku án tillits til aldurs, kyns, búsetu eöa annars þess, sem nú skapar misrétti milli einstaklinga og hópa. Næstu verkefni jafnaðar- manna á tslandi eru að berjast fyrir þessum nýju framfara- málum jafnframt þvi, sem standá veröur vörð um það, sem áunnist hefur. Alþýöuflokkurinn heitir á liðsi.nni allra þeirra, sem slika baráttu vilja styðja — sem gera sér það ljóst, aö kyrr- staða er sama og afturför. S.B Sunnudagur 24. nóv. 1974 - 237. tbl. 55. árg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.