Alþýðublaðið - 04.12.1974, Qupperneq 4
AD
EN
SETJA BARHD
MARKVISST,
FREMUR I „GEYMSLU"
ÞROSKANDI UPPELDI
A fulltrúafundi Bandalags
kvenna í Hafnarfirði, sem
haldinn var mánudaginn 25.
nóvember 1974, var eftir-
farandi ályktun samþykkt
með samhljóða atkvæðum:
Að gefnu tilefni vegna
umræðna og skrifa um
umræður, sem fram fóru i
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
hinn 5. nóvember s.l. um
tillögu um könnum á dagvist-
arþörf í Hafnarfirði, þá gerir
Bandalag kvenna i Hafnar-
firði eftirfarandi ályktun:
1. Það hlýtur að vera sann-
gjarnt réttlætismál, að
sérhver einstaklingur i
þjóðfélaginu hafi sem besta
möguleika til þess að stunda
þau störf, sem standa áhuga
hans næst, hann hefur hæfi-
leika til að stunda og eru
þjóðfélaginu til gagns.
Konur eru engin undan-
tekning frá þessu.
2. Til þess að konur sem eiga
ung börn hafi þessa aðstöðu,
raunverulegt valfrelsi um
stöðu og starf, þurfa þær
annað hvort að eiga þess
kost, að faðir barnsins sé
reiðubúinn að sinna
heimilisstörfunum þannig,
að þær geti stundað þá at-
vinnu sem þær hafa áhuga
á, eða viðunandi dagvistun-
araðstaða sé fyrir hendi fyr-
ir barnið eða börnin.
3. Það er staðreynd i þjóð-
félagi okkar i dag, að fjöldi
mæðra tekur þátt i atvinnu-
lifinu og skilar mikilvægu
starfi á þeim vettvangi, án
þess að feðurnir taki að sér
umönnun heimilisins eða
viðunandi dagvistunar-
aðstaða sé fyrir hendi fyrir
börnin, sem verða þá ýmisl
að ganga meira og minna
sjálfala eða þá að þau eiga
allt undir hjálpsemi og
velvild vina og vandamanna
foreldranna. Slikt ástand er
til vansa fyrir þjóðfélagið
og þá sem að því standa og
stýra þvi.
4. Þess vegna er það skýlaus
skylda hvers sveitarfélags
að sjá svo um, að til séu
dagheimili, leikskólar,
vöggustofur og skóladag-
heimili sem geti sinnt þeim
börnum i sveitarfélaginu,
sem á þvi þurfa að halda.
5. Bandalag kvenna i
Hafnarfiröi varar við þeirri
þróun, að börnum sé i rikum
mæli komið fyrir i dag-
vistun hjá fólki, sem ekkert
hefur til þess lært sérstak-
lega að ala upp börn við
þroskandi leiki og störf. Sé
slikt gert er hætt viö að
barnið verði fremur i
„geymslu” en i markvissu,
þroskandi uppeldi.
Jafnframt er rétt að vekja
athygli á þvi, að á
dagvistunarstofnunum eru
ýmsar aðstæður, sem bjóða
upp á að þroska félagskennd
og tillitssemi barna gagn-
vart hvert öðru, aðstæður
sem ekki eru fyrir hendi á
mörgum heimilum. Þau
börn, sem alast upp heima
hjá foreldrum sinum, eiga
þess vegna lika að fá tæki-
færi til þess að dvelja
einhvern tima á dag-
vistunarstofnun, svo að þau
standi ekki hvaö þennan
þroska snertir, mikið ver að
vigi en börnin frá dag-
vistunarstofnunum þegar
þau hefja skólagöngu sina.
6. Bandalag kvenna i Hafnar-
firði lýsir ánægju sinni yfir
byggingu væntanlegs dag^
heimilis i Norðurbænum og
skorar á bæjaryfirvöld að
hraða þeirri byggingu svo
sem frekast er kostur.
Jafnframt telur banda-
lagið nauðsynlegt að könnuð
verði ýtarlega þörf bæjar-
búa fyrir dagvistunar-
stofnanir barna, svo sem
dagheimili, leikskóla,
vöggustofur og skóladag-
heimili svo og nauðsynlegt
skólahúsnæði á næstu árum,
miöað við það, að skólabörn
hér i bæ fái skynsamlegan
og samfelldan skóladag og
siðan verði gerð nokkurra
ára framkvæmdaáætlun til
þess að koma þessum
málum i viðunandi horf.
Bandalag kvenna i
Hafnarfirði skorar á alla
bæjarfulltrúa að sýna nú
skilning og áhuga á þessum
málum og taka upp mark-
vissa og ákveðna stefnu til
farsællar lausnar þessara
vandamála.
FLOKKSSTARFIÐ
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Kópavogi og Garðahreppi
heldur spilakvöld fimmtudag 5. desem-
ber, i Félagsheimilinu i Kópavogi, neðri
sal, kl. 8 £30 s.d. Stjórnandi: Karl Guð-
laugsson.
Alþýðuflokksfólk mæti vel og stundvislega
og takið með ykkur gesti.
Stjórnin
Aðalfundur Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra
verður haldinn laugardaginn 14. desem-
ber n.k. að Háaleitisbraut 13. kl. 2 e.h.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið og mætið stundvis-
lega.
Stjórnin.
Stjórnmál
miður virðist utanrikisráð-
herra ekki hafa fyllt þennan
hóp skynsamra manna, þvi aö
hann hefur beinlinis gefið
öfgamönnunum vopn i hendur
með þvi að hjúpa samkomulag
sitt við Bandarikjastjórn
þeirri hulu, sem það var
sveipað þangað til i gær. Nú er
að sjá til, hvort svar fáist við
þvi, hver tilgangur feluleiks-
ins var.
H.E.H.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiður, Bankastr. 12
Lóðaúthlutun —
Hafnarfjörður
Hafnarf jarðarbær mun á næstunni úthluta
lóðum fyrir ibúðarhús i Norðurbæ. A. Ein-
býlishús. B. Raðhús, einnar hæðar. C. Tvi-
býlishús.
Nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfun-
ar og úthlutunarskilmála, veitir skrifstofa
bæjarverkfræðings, Strandgötu 6.
Umsóknarfrestur er til og með
mánudeginum 23. desember n.k. — Eldri
umsóknir þarf að endurnýja.
Bæjarverkfræðingur
Gumafélagar
Fundur verður á Hótel Esju fimmtudag-
inn 5. des. n.k. kl. 8.30.
Kjartan Jóhannsson varaformaður Al-
þýðuflokksins mætir á fundinn og svarar
fyrirspurnum.
Félagar mætið vel og stundvislega
Aðvörun
um stöðvun atvinnurekstrar vegna van-
skila á söluskatti.
Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykjavik
og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960,
verður atvinnurekstur þeirra fyrirtæk.ja
hér i umdæminu, sem enn skulda sölu-
skatt fyrir júli — sept. 1974, og nýálagðan
söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til
þuúháfa gert full skil á hinum vangreiddu
gjöldum, ásamt áföllnum dráttarvöxtum
og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá
stöðvun, verða að gera full skil nú þegar
til tollstjóraskrifstofunnar við Tryggva-
götu.
Lögreglustjórinn i Reykjavik,
2. des. 1974
Sigurjón Sigurðsson
Para system
Skápar, hillur
uppistöður
og fylgihlutir.
CiiiQHBE]
STRANDGÖTU 4 HAFNARFIROI slml 5 1618
Myndakvöld —
Eyvakvöld
verður i Lindarbæ niðri i kvöld
(miðvikud. 4/12) kl. 20.30. Eyjólf-
ur Haiidórsson og fleiri sýna.
Ferðafélag lslands
Stjórnin
Auglýsið í Alþýðublaðinu:
Sími 28660 og 14906 \
■ «|^r
Þökkum auðsýnda samúð viö fráfall eiginmanns mins,
föður, tengdaföður og afa
Valdimars Sigurjónssonar,
simavarðar,
Krókatúni 16, Akranesi.
Salóme Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
0
Miðvikudagur 4. desember 1974.