Alþýðublaðið - 04.12.1974, Side 6
Martröð austur-þýsks landamæravarðar
Blaðamaður segir frá:
Ég var í fyrsta skipti í
Austur-Berlín á eins árs
afmæli múrsins gegnum
stórborgina. Það var 13.-
ágúst 1962 og þá kynntist
ég hinu gleðisnauða lífi í
þeim hluta Berlínar, sem
er austan við múrinn.
Af tilviljun lá leið mín
aftur til Austur-Berlín,
þegar múrinn er þrettán
ára.
Nú og þá, spyr maður
sjálfan sig, hvernig menn
geti búið við þrúgandi
skrifstofuveldi kommún-
ismans þar.
Svariðfékkég þar, sem
ég hafði síst vænst þess:
Frá einum af lögreglu-
þjónunum, VOPOa, sem
við Ijósmyndararnir töl-
uðum við af tilviljun.
Eftir klukkustundabið-
röð fyrir framan vega-
bréfaskoðunina, tollinn, *
gjaldeyrisskoðun og yfir-
heyrslur, því að við dróg-
um ekki dul á, að við vær-
um að heimsækja Austur-
Berlin til að skýra f rá að-
stæðum þar sem blaða-
menn, komumst við loks
inn í Friedrichsstrasse,
götuna, handan við hið
fræga — eða illræmda —
Checkpoint Charlie.
Við urðum að hætta við
að fá leigubíl. Það var
engan að sjá.
Við komum hvergi
auga á strætisvagn.
Við gengum kílómeter-
inn að Unter den Linden
með þungar ferðatöskur,
Ijósmyndavélar og ritvél-
ar að nr. 41, en þar er
danska sendiráðið. Eftir
að við höfðum rætt við
starf smennina þar,
reyndi sendiráðstulltrú-
inn, Poul Chr. Kjæböll,
árangurslaust að útvega
okkur leigubíl simleiðis.
Hann fékk alls ekki sam-
band, en ráðlagði okkur
að ganga yfir i Lúxus-
hótelið „Unter den Lind-
en" handan götunnar.
Þar tókst okkur að fá
leigubíl eftir „aðeins” 35
mínútna bið.
Þá gátum við ekið um
borgina í herbergisleit.
Áður en við gátum flutt
inn urðum við að fara í
útlendingaeftirlitið til að
fá sólarhrings vegabréf.
í stuttu máli sagt: Frá
Heródesi til Pílatusar til
að gera það, sem í vest-
rænum löndum tekur eina
mínútu eða minna.
Þá fengum við leigubíl
og bílstjórinn á honum,
gagnstætt við hina leigu-
bílstjórana, þorði að opna
munninn, þegar hann
frétti, að við værum
danskir blaðamenn.
— Ég býst við, að ég
geti treyst ykkur, sagði
hann.
Við játuðum því. Þegar
hann hafði um stund lýst
áliti sína á kommúnista-
kerf inu, sem var alls ekki
jákvætt, sagði hann:
— Það eru ekki allir
lögregluþjónar, sem lofa
kommúnismann!
— Ég hélt, að í VOPO-
lögreglunni væru aðeins
vinstri sinnar, sagði ég
undrandi.
— Menn velja þá, sem
menn halda að séu það,
en það er ekki enn farið
að lesa hugsanir okkar
hérna megin. Langar
ykkur til að tala við einn,
sem ekki dáist að stjórn-
inni? Vegna þess að hann
þekkir til mála.
Ég játaði auðvitað.
— Talið við bróður
minn, Hann er VOPO!
Hann stöðvaði bílinn og
sagði okkur að bíða, fór
inn í verslun og hringdi
víst, því að hann sagði,
þegar hann kom til baka:
— Við förum á veit-
ingahús. Svo kemur bróð-
ir minn. Hann er ekki á
vakt í dag.
Klukkustundu síðar
höfðum við bæði hitt
bróðurinn og farið yfir
allt það, sem nauðsynlegt
var til að við gætum
treyst hver öðrum.
I salnum var enginn
nema bræðurnir og við og
svo barþjónninn, sem var
önnum kaf inn við að þvo
glös innst — hann gat
ekkert heyrt. Þá sjaldan
hann kom að borðinu til
að taka við pöntun fóru
báðir bræðurnir að tala
um mál, sem voru ópóli-
tísk svo sem list, menn-
ingu og sögu.
— Það er aðeins vika
siðan við bræðurnir töluð-
um um líkurnar á því að
segja hinum frjálsa
heimi allt af létta með því
að tala við blaðamenn,
sagði VOPOinn, sem við
skulum kalla „Heinz".
— Fyrsta árið eftir að
múrinn var reistur bjugg-
umst við öll við því, að
þetta væri aðeins tíma-
bundin ákvörðun. Á með-
an veröldin væri á móti
DDR. Á meðan aðeins
kommúnista ríkin viður-
kenndu okkur og höfðu
hér sendiráð. Á- meðan
S.Þ. vildu ekki sam-
þykkja DDR. Þá héldum
við, að kerfið myndi
bresta.
Nú er vonin brostin.
Jafnvel Danmörk hefur
viðurkennt DDR og þar
fór síðasta vonin — líka
flóttavonin. Flestir
þeirra Austur-Þjóðverja,
sem hafa vonast til að
flýja yfir til Danmerkur
yfir Eystrasalt óttast nú,
að dönsk stjórnvöld
mundu senda þá aftur til
DDR.
Svarið þið mér. Mun
Danmörk veita austur-
þýskum flóttamönnum
hæli eftir að hafa viður-
kennt DDR?
Ég sagði, að viðurkenn-
ingin á DDR, sem ríki
myndi líklega engin áhrif
hafa á vernd Dana á
Austur-Þjóðverjum, sem
flýja af stjórnmála-
ástæðum.
— Ég þarf að vita það,
sagði Heinz. — Við bræð-
urnir höfum lengi rætt að
flýja til Vesturlanda. Ég
veit, að þið leggið litla trú
á, að VOPO flýi, en
margir hafa flúið síðan
fræga myndin var tekin
13. ágúst 1961 af VOPOa,
sem flýði yfir gaddavír-
inn. Við höf um séð mynd-
ina gegn um sjónauka,
þetta risaplakat, sem
hangir handan múrsins —
rétt hjá Checkpoint
Charlie.
— Veistu annars, hvað
margir austur-Þjóðverj-
ar hafa flúið yfir múrinn
frá því að hann var reist-
ur fyrir 13 árum?
— Ég hef heyrt margar
tölur, segir hann. — Ég
veit ekki, hverju ég á að
trúa.
— Vestur-þýsku blöðin
segja í tilefni 13 ára af-
mælisins, að 33.467 manns
hafi flúið frá 13. ágúst
1961. 65 mistókst. Það
fólk var skotið á flóttan-
um. Það var greinilegt,
að þessar upplýsingar
komu honum á óvart.
Hann sat um stund í
þungum þönkum, svo
sagði hann:
— Ég skaut sjálfur
einn. Það var árið 1968.
Ég þorði ekki annað. Við
stóðum tveir hlið við hlið,
þegar maðurinn kom
hlaupandi að múrnum
meðstiga undir hendinni.
Ég hefði verið handtek-
inn, ef ég hefði ekki skot-
ið, en ég miðaði á fæt-
urna. Það gerði félagi
minn ekki.
Hann skaut manninn í
lungað. Okkur var skipað
að láta hann liggja og
blæða út við múrinn.
Hann veinaði og grét í
hálfa klukkustund áður
en hann dó. Það var
hræðilegt. Þennan dag
skildi ég, að hér er ekki
mannaríki heldur tilfinn-
ingalaust lögregluríki.
Daginn þann ákvað ég
að flýja, ef tækifæri gæf-
ist. Það hefur bara ekki
komið ennþá. Ég fer í
sumarleyfi að Eystra-
salti árlega í þeirri von að
fá tækifærið og því
spurði ég um afstöðu
Danmerkur til flótta-
manna eftir, að landið
hefur viðurkennt DDR.
Ég verð dæmdur til
dauða, ef ég verð sendur
aftur.
Ef fólk í Danmörku
rannsakar fortíð mína og
kemst að því, að ég var
VOPO og hef skotið
flóttamann verður um-
sókn minni synjað og ég
sendur heim.
— Hvernig ætti það að
f réttast?
— Austur-þýsk stjórn-
völd senda strax fregnir
til Danmerkur um, að ég
sem VOPO hafi fengið
heiðursmerki fyrir störf
mín. Þá efast dönsk
stjórnvöld með réttu um,
að ég sé pólitískur flótta-
maður.
— Hafa aðstæður hér f
DDR ekki batnað síðan
múrinn var reistur fyrir
13 árum?
— Jú, sem betur fer.
íbúðirnar eru fleiri, f jár-
hagsafkoman betri, en
samt ekki jafngóð og í
Vestur-Þýskalandi fyrir
13 árum.
— Hvernig veistu það?
— Við bræðurnir fórum
þá oft til Vestur-Berlín.
Þá gat maður farið eins
oft og maður vildi. Að
kvöldi 12. ágúst vorum
við á dansleik í Vestur-
Berlín. Við sáum, hvað
lífskjörin voru betri þar
og það var líka ástæðan
fyrir því, að múrinn var
reistur. Kerf ið þoldi ekki,
að við sæjum, hvað
Vestur-Berlínarbúum leið
vel. Mánuðina áður en
múrinn var reistur flýðu
3 þúsund manns á dag.
DDR mátti ekki við því,
ekki síst vegna þess, að
það voru háskólaborgar-
ar og vel stæðir menn,
sem flýðu.
— Þið bræðurnir voruð
i Vestur-Berlín 12. ágúst,
en hvers vegna snéruð þið
aftur fyrst þið voruð svo
óánægðir?
— Við fórum að kvöldi
Þessi mynd er af austur-þýskum lögreglumann i aö tala viö vestur-þýskan dreng yfir gaddavirsgiröinguna, sem
aöskildi Austur- og Vestur-Berlfn áöur en múrinn var reistur og hún segir meira en nokkur orö um ástandiö og
óhugnaöinn I Austur-Berlin.
0
Miðvikudagur 4. desember 1974.