Alþýðublaðið - 15.12.1974, Blaðsíða 7
NIU ARA SKOLINN ER ALLTOF BOKSTAFSBUNDINN
Aukning verknámsgreina er
nauðsynleg af mörgum ástæðum
Hjálmar Seim, forma&ur
skólarannsókna f Noregi. Hann
er raunsæisma&ur. Álit hans á
skólakerfinu er i aðalatriöim á
þessa leið:
Þegar lagður var grunnur að
aukningu skólaskyldu um tvö
ár, var ætlast til, að verknám og
fagurfræðileg efni fengju þar
mikið rúm, einkum i áttunda og
nfunda bekk. þar skyldu þau
standa jafnfætis bóklegum
greinum. Það var raunar ekki
ljóst í upphafi, hvernig að þessu
ætti að standa, en smátt og
smátt varð það að ráði, að verk-
nám I grunnskólanum yrði ekki
beinlínis iðnnám. Aftur á móti
gæti það verið notalegur undir-
búningur að slfku, og leiðbein-
andi fyrir nemendur. Ekki
skyldi æfa nemendur á sama
hátt og iðnskólarnir höfðu gert
við þessa aldursflokka. Þannig
beindist verknámið að tóm-
stundaiðju, gaf engin réttindi og
eftir sem áður urðu bóklegu
greinarnar ráðandi um aðgang
að frekara námi.
Formaðurinn litur svo á, að
mörg rök hnigi að því, að auka
og endurbæta verknámið i skól-
unum. 1 fyrsta lagi er það stað-
reynd, að umtalsverður hluti
nemenda unir sér illa i skólan-
um, sem stafar af þvi, hve mikil
áhersla er lögð á bóknámið. 1
öðru lagi þarf að endurmeta
verknámið og þá i þvi ljósi, að
það hafi almennt notagildi, eins
og augljóslega þarf að vera.
„Þegar við vorum um 1960, að
skipuleggja og undirbúa niu ára
skólaskyldu i sömu stofnun”,
segir Seim, „kom i ljós, að
vandamálin, semvoru þessu
áhangandi voru miklu stærri i
sniðum en þekkt var frá sjö ára
skólaskyldunni. Rauði þráður-
inn hlaut að verða, eins og áður.
A hvern hátt er unnt að skipu-
leggja skóla þar sem allir fyndu
tilgang með dvölinni i skólan-
um, hvað sem liði áhugamálum
og námsgetu, og gæfi bestu
möguleika til persónuþroska og
sjálfsrýni.
„Það er fjarri mér, að full-
yrða, að við höfum leyst þennan
vanda. En smátt og smátt hefur
aukist skilningur á nauðsyn
meira samræmis milli verk-
náms og bóknáms. í þessa átt
var skref, sem við tókum á sjö-
unda áratugnum, þegar við tók-
um að gera tilraunir með val-
frjálsar námsgreinar og greina-
flokka, þá kom í ljós, að nem-
endur, sem stefndu hæst i bók-
legum aðalgreinum, gátu lika
gefið sér tima til nokkurs verk-
legs og fagurfræðilegs náms, án
þess a& missa nokkurs i af
möguleikum á eölilegu fram-
haldandi námi. Vissulega er hér
um vafalausa framför að ræða,
en hún kom þó einkum dug-
mestu nemendunum aö gagni”.
„Slakari nemendur hafa hins-
vegar ekki fengiö með þessu
neina sárabót, sem raunar kem-
ur best i ljós i hegðunarvanda-
málum, sem skólarnir eiga við
að striða”.
„Þegar viö svo lækkuðum
vikustundaf jölda úr 36 i 30, varö
þaö til þess, að bóknámsgrein-
arnar náðu enn meiri yfirhönd
yfir þeim verklegu. Þessvegna
álit ég, að fyrir fjölmarga nem-
endur sé skólinn alltof bundinn
viö bóknám og gefi öðrum alls
ekki tækifæri til að nýta náms-
getu sem beinist að verknámi”.
Formaöurinn tekur ekki af-
stöðu til námsskiptingar milli
nlu ára grunnskólans og iðn-
námsins, en eigi að siður viröist
ljóst, að við endurmat og endur-
skoöun námsgreina og náms-
efnis, þyrfti að auka verknámið
I grunnskólanum þannig að
verulegu skipti. Þá kemur
vissulega til greina, að flytja
hluta af iðnnáminu yfir á grunn-
skólastigið. Meö þvl öðluðust
nemendur nokkra kunnáttu,
sem kæmi þeim að haldi I frek-
ara verklegu námi i stað' tóm-
stundaiðjunnar, sem nú er rikj-
andi. ^
En sllk breyting og endurmat
virðist lika vera nauðsynleg frá
sjónarhóli iðnnámsins. Auðvit-
að eiga iðnskólarnir I núverandi
mynd aðhverfa sem sjálfstæðar
stofnanir. Þeir munu hverfa inn
I framhaldsskóla af þvi tagi. Sé
verknám aukið I grunnskólan-
um og miðað við eðlilega náms-
yfirferð þar, getur framhalds-
skólinn fengið aðstæður til að
auka við námsgreinar slnar.
En Hjalmar Seim er fámáll
um þessi langtlmasjónarmið.
Honum finnst raunhæfara að
snúa sér að verkefnum liðandi
stundar.
„Aríðandi er fyrir framhalds-
skólann, aðnemendur séu vel og
heppilega undir hann búnir.
Hafi staðgóða kunnáttu i móö-
urmálinu, reikningi og kunni
eitt erlent mál. Þetta siðast-
talda teljum viö sjálfsagt. En
um allar hinar námsgreinarnar
mætti hafa endurmat. Auðvitað
verða þjóðfélagsfræðigreinar og
náttúrufræði að skipa sinn sess i
grunnskólanum, en bæði náms-
efni I þeim, sem við veljum og
kennsluaðferðir má hafa breyti-
legar milli skóla og eins ein-
stakra némenda. Skólarann-
sóknirnar hafa mikinn áhuga á,
að sannreyna sllkar hugmyndir
og gefa einstökum skólum
frjálsar hendur þar um”.
„Móðurmál, reikningur og
enska komi I fyrstu röð, eins og
nú er, en að öðru leyti getur
skólinn ákveðið námsefni i sam-
ræmi við atvinnuhætti á staðn-
um, einskonar hagnýta aðstoð
við það sem er á döfinni. Þetta á
ekki að vera einkaverkefni lé-
legra bóknámsnemenda, auð-
vitað fyrir þá líka, en fyrst og
fremst á það að vera viðfangs-
efni allra nemenda. Eins og
stendur er þessi tilraun gerð I
þrem byggðum og ég vona, að
geta aukið þar við og þar með á
áhrifamátt lærdómsins i skólun-
um”.
,JJemendur, sem hafa valið
þessar brautir, eiga auðvitað að
eiga jafn greiðgengt I fram-
hald eins og þeir, sem eru i
venjulegum skólum”.
Eðlilegt er, að uppeldisfræð-
ingur eins og Seim, sem hefur
þessar og þvíllkar hugmyndir,
beini sér nú fyrir alvöru að þvi
að skapa meiri vinnugleði nem-
enda, sem auðvitáð hefði átt að
gera fyrir löngu slðan.
sleppt frá áramótum
Fjárhæö hverrar kröfu, reiknings eöa
tékka skal greind og greidd í heilli krónu
frá og meö 1. janúar 1975. Hækka skal
50 aura eöa meira í eina krónu, en 40
aurum og minna skal sleppt.
Viöskiptaráöuneytiö hefur staöfest þessa
breytingu meö reglugerö samkvæmt
heimild í lögum.
Sláttu 10 aura og 50 aura peninga veröur
hætt.
Þrátt fyrir þessa breytingu er heimilt aö hafa einingarveró vöru eða þjónustu
í aurum s.s. gengisskráningu, rafmagnsverö og fl. en reikningar eöa kröfur
skulu ávallt greiöast i heilum krónum eins og áöur er getiö.
SEÐLABANKI fSLANDS
Sunnudagur 15. desember 1974.
Gisí B Bwnss