Alþýðublaðið - 29.12.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.12.1974, Blaðsíða 7
DAUÐI AF HUNGRI EÐA OFÁTI .................................. ráðherra Bandaríkjanna, tók þaðskýrtfram í Róm, þegar hann sagði: „Arabísku olíuríkin bera ábyrgð á hungursneyð vanþróuðu landanna að miklu leyti." Milljónir manna þarfnast jáessa orkugjafa, en Arabar standa fast á sínu. Við hérna á fslandi höf- um lítið þurft að kvarta. Olíukreppan hefur snert okkur lítilsháttar, en ekk- ert svo að orðandi væri. Það gegnir öðrumáli um Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, en þar þurftu menn að herða „sultarólina". í Banda- ríkjunum sjálfum sáustf miklar breytingar — þó að þar eigi aðdrjúpa dögg af hverju strái. Korn- ræktun tókst ekki vel vegna mikilla þurrka. Framleiðslutap varð 16%. 1972 fundu menn fyrst fyrir almennri kólnun á landi og sjó. Tveim árum áður veiddist mikið af ansjósum við strendur Chile og Perús, sem not- aðar voru til fiskimjöls- framleiðslu og því minnkaði framleiðsla kjötvöru hlutfallslega. Um það leyti ógnuðu flóð og þurkatímar þjóð- um í Asíu og Afriku. Þá var erf itt að koma mönn- um til aðstoðar. Það flæddi yfir mikilvægustu skurði og flóðgarða heims og þó hefur vatns- þörf mannkynsins vaxið um 240% á þessari öld. Við noturh það vatn, sem við komust höndum yfir jafnfljótt og unnt er og sendum þaðsvo frá okkur óhreint. Stjórnvöld okkar segja, að við verðum að gæta að okkar köku og það ekki að ástæðulausu. Sumpart eru það Arabalýðveldin, sem halda sér við olíu- milljónirnar, sumpart Bandaríkjamenn, sem henda milljónum tonnum af áburði á tún og smá- garða og eyðileggja 13 milljón tonnaf hveiti með því árlega. Við megum ekki sitja lengur við hlaðið borð meðan hungursneyð ríkir um heiminn vegna þess, að við vildum ekki gefa þeim molann af borði ríka mannsins. Hér eru myndir, sem sýna það neyðaróp, sem hlýtur að hrópa til allra. Hungraö barn í Indlandi og kálfana, sem skotnir voru I Bandarikjunum, því að það borgaði sig ekki að ala þá lengur. Sunnudagur 29. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.