Alþýðublaðið - 09.01.1975, Side 1

Alþýðublaðið - 09.01.1975, Side 1
OLÍULANDIÐ ÍSLAND? EHEIH STEFHA Mánm af STJÖRNVÖLDUM „Islenskum stjórnvöldum hafa borist fyrir- spurnir frá mörgum evrópskum og ameriskum félögum, sem hafa áhuga á aö leita eftir oliu á landgrunninu við ísland. Sjálfir hafa Islendingar ekki gert neinar rannsóknir á hugsanlegum oliu- auðæfum á landgrunninu, engin afstaða hefur verið mótuð af islenskum stjórnvöldum i þessu sambandi og hafa engar heimildir verið veittar til oliuleitar við Island”. Þannig kemst Agnar Klemens Jónsson, sendi- herra Islands i Osló, m.a. að orði i alllöngu við- tali, sem við hann birtist i norska blaðinu „Norsk Handels og Sjöfarstidende”, og fjallar um Island og islensk málefni. 1 viðtalinu segir sendiherrann, að á Islandi riki mikill áhugi á oliumálum og beinist hann m.a. að samstarfi viðNorðmenn. Þannig hafi tslendingar áhuga á oliukaupum frá Noregi, þegar langtima- samningur við Sovétrikin um oliuviðskipti rynni lít i árslok 1975. 1 viðtalinu bendir Agnar á, að viss ástæða sé til að ætla, að oliu sé að finna á islenska landgrunn- inu. 1 fyrra hafi verið upplýst, að sovéskir vis- indamenn hafi við rannsóknir á hafinu norðaust- ur af Islandi fundið jarðlög á hafsbotni, sem gæfu visbendingu um, að þar leynist olia. Fyllri upp- lýsingar lægju hins vegar ekki fyrir i þessu sam- bandi og að svo stöddu yrðu ekki gerðar neinar rannsóknir á landgrunninu við Island. Sagði sendiherrann, að hafdýpi væri svo mikið á is- lenska landgrunninu, að meö þeirri tækni, sem menn réðu nú yfir, væri ekki mögulegt aö athafna sér á þviliku dýpi. Hins vegar kynnu slikar rann- sóknir ef til vill að heyra framtiðinni til. 1 tengslum við þessi svör sendiherrans orðar blaðið fyrirsögnina á viðtalinu: „Landgrunnið við tsland verður áfram óhreyft”. Agnar Klemens bendir ennfremur á i viðtalinu við Norsk Handels og Sjöfarstidende, aö Islend- ingar hafi mikinn áhuga á samstarfi við Norð- menn á fleiri sviðum efnahagsmála en þeim, sem lúta að oliuviðskiptum. Og segir, að norsku fyrir- tækin „Norsk Hydro” og „Elkem-Spiegelverket” séu nú I sambandi við islensk stjórnvöld með hugsanlegan stóriðjurekstur á Islandi i huga. — - segir sendiherra íslands í Noregi í blaðaviðtali llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll alþýðu FiMMTUDAGUR 9. janúar 1975 — 6. tbl. 56. árg SJOMENNIRNIR SIGLA Fyrsti viðræðufundur sjómanna og útgerðar- manna um nýja togara- samninga fór fram I gær- morgun og i dag verður haldinn fyrsti fundur full- trúa sjómanna og fulltrúa Ltú um nýja bátakjara- samninga. Kröfur bátasjómanna eru hinar sömu og ann- arra félaga innan Alþýðu- sambandsins, og sama gildir um kröfur togara- manna”, sagði Jón Sig- urðsson, formaður Sjó- mannasambands Islands. „Við förum aðeins fram á að bátasjómenn fái aftur það, sem frá þeim hefur verið tekið með sérstök- um aðgerðum af hálfu rikisst jórnarinnar. Þá eigum við fyrst og fremst við greiðslur sjómanna í oliusjóð og stofnfjársjóð, sem nema 9—11,5% og förum fram á, að afla- prósentan hækki um hið sama, þ.e. 9—12%. Þá teljum við, að frá þvi gengið var frá siðustu samningum hafi með visitöiubindingu og öðr- um aðgerðum verið tekið af sjómönnum, sem nem- ur 30%. Kröfur okkar vegna togaras jóm anna eru sambærilegar við kröfur bátasjómanna ”, sagði Jón að lokum. — HEF ÞRAUKAÐ HINGAÐ TIL — segir Skúli á Laxalóni „Þessi ráðstöfun er ávisun á það, hvaða aug- um fjárveitingavaldið lit- ur á mina starfsemi,” sagði Skúli Pálsson á Laxalóni, þegar Alþýðu- blaðið bar undir hann i gær, heimild i fjárlögum til aö ábyrgjast fyrir hann allt að 15 milljón króna lán vegna byggingar fisk- eldisstöðvar I landi jarðarinnar Þórodds- staða II I ölfushreppi. „Hitt er svo annað mál, hvort ég notfæri mér þetta. Ég er orðinn gam- all maður og veit ekki hvort ástæða er til að slita sér endanlega út I þjóðfé- lagi, sem látið hefur blekkingar og lygar ráða afstöðu sinni. En ég hef þraukað hingað til, þvi ég vissi mig sýkn saka af þeim áróðri, sem beitt var og nú loksins er eg kominn með 100% heil- brigðisvottorð um mina framleiðslu. Það ætti þvf ekkert að vera eftir til fyrirstöðu á útflutningi regnbogasilungshrogn a. Það tók raunar 3 ár að fá áheyrn og siðan 2 ár að fá þetta hálfs mánaðar verk unnið.” „Ég tel að sá úlfaþytur, sem varð fyrir austan vegna fyrirhugaðrar stöðvar sé i rénun og menn sjá að sér þannig að það sé að komast i lag, en leysist þessi mál ekki endanlega á þessu ári, veit ég ekki hvort nokkurt áframhald verður á.” sagði Skúii að lokum. Um 340 manns viðriðmr fikm- efnamál s.l. ár Árið 1974 hafði fikniefna- dómstóllinn I Reykjavik af- skipti af 330-340 einstaklingum, vegna brota á fikniefnalöggjöf- inni. I fórum þessa fólks fannst, og var lagt hald á, um 660 grömm af fíkniefn- inu hashish, 580 grömm af marihuana og tæplega 400 risasmyglmAl ad upplýsast Um nokkurt skeið hafa lögreglan i Keflavik og toll- gæslan á Keflavikurflug- velli, unnið að rannsókn á mesta smyglmáli, sem upp hefur komið i landinu. Er hér um að ræða smygl á miklu magni af hreinum vinanda, sem hefur staðið yfir lengi. Hafa ýmsir aðil- ar annast dreifingu á þessu mikla magni hér innan- lands og er lögreglan nú að reyna að grafast fyrir ræt- ur alls smyglhringsins — Nokkur timi er liðinn sið- an lögreglan fyrst fékk nasasjón af þessu máli og mun nú vitað, að mestu, hvernig smyglgóssinu var komið til landsins. Nú hafa tveir menn veriö úrskurð- aðir I gæsluvarðhald vegna málsins og benda sterkar likur til þess, að þar sé um dreifingaraðila að ræða — menn, sem séð hafa um sölu á hinu smyglaða áfengi hérlendis. Þá er lög- reglan einnig á höttum eftir ýmsum fleiri aðilum að þessu máli — m.a. manni, sem ekki er á landinu Ýmsum aðferðum var beitt við að koma smyglinu til landsins. Var það ýmist flutt með skipum til hafna og þvi laumað i land eða sá háttur var á hafður að varpa förmum i sjóinn með flotútbúnaði af skip- um, sem komu erlendis frá, en siðan var góssið sótt tU hafs á bátum. Er hér um mjög mikið magn að ræða svo að þeir, sem smyglið höfðu méð höndum, þurftu bæði að hafa góð fjárráð og ekki siður góð sambönd til þess að koma áfenginu i sölu. Hefur lögreglan m .a. framkvæmt húsleit i sam- bandi við þetta mál og mun þar hafa fundið sönnunar- gögn, sem urðu til þess ásamt öðru, að þeir tveir menn, sem að framan var getið, voru úrskurðaðir i gæsluvarðhald. Vestmannaeyjaskip væntanlegt um eða eftir næstu áramót „Ég á von á þvi, að samningur um smiði nýs flutninga- og farþega- skips, sem verði i förum milli íands og Eyja, verði undirritaður i þessum mánuöi. Er þá hugsan- legt, að skipið veröi kom- ið hingað fyrir eða um næstu áramót”, sagöi Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri i Vestmanna- eyjum, i samtali við Al- þýðublaðiö I gær. „Tilkoma þessa skips verður feykilega mikil samgöngubót og veitir mikið öryggi”, sagði Magnús. Gert er ráð fyrir, að skipið verði dag- lega i ferðum milli Vest- mannaeyja og Þorláks- hafnar, en Reykjavik verbi eins konar vara höfn fyrir skipið skammtar af LSD. Er þar undanskilið það magn af cannabisefnum sem fannst i fórum Bandarikjamanns á Keflavikurflugvelli fyrir nokkru. Tilgangslaust væri aö reyna að gera sér grein fyrir, út frá þessum tölum, magni þvi af fikniefnum sem barst hingað á ár- inu, en gera má ráð fyrir þvi, að aðeins mjög litill hluti þeirra hafi náðst. Þá athugaði fikniefnadeild lögreglunnar einnig nokkur tilfelli um meðferð annarra lyfja, svo sem þeirrá lyfja sem nefnd eru speed. Þar er um mun erfiðari mála- flokk að ræða, þar sem meðferð þeirra sem lyfja er heimil hér og þvi ekki brotlegt að hafa þau i fór- um sinum. nema útvegun þeirra eða sala hafi brotið i bága við reglur Sem þar að luta. Á árinu afgreiddi Fikni- efnadómstóllinn mái 170 einstaklinga og lauk þeim öllum með dómsátt. Mál tæplega 100 einstaklinga voru send Saksóknara til ákvörðunar, en á milli 60 og 70 einstaklingar eru enn i athugun hjá Fikniefna- dómstólnum Væntanlega mun einhverjum hluta þeirra mála, sem send voru saksóknara til ákvörðun- ar, ljúka með dómsátt, en þeir umsvifamestu verða þó liklega að hlita málsókn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.