Alþýðublaðið - 09.01.1975, Page 6
morðið
Tveir menn
hofa setið
r • • • /
/ s/o ar
í fangelsi
sakaðir
um morð.
Þeir segjast
vera saklausir.
Eru þeir
að segja satt?
Ungi tögf ræðingurinn
sagði, að það væri ekki
nauðsynlegt, að trúa á
skjólstæðing sinn, en í
þessu máli væri hann sann-
færður um sakleysi hans.
Lögf ræðingurnn ungi
heitir Kristófer Murray og
vinnur hjá kunnu lögfræði-
félagi í Lundúnum. Eldri
félagi hans, sem hefur
unnið að málflutnings-
störfum í 40 ár, Davíð
Napley, er honum sam
mála. Hann segir: „Ég er
sannfærður um sakleysi
skjólstæðings okkar og
verð það, uns yfir líkur."
Lögfræðingar eru yfir-
leittekki svona sannfærðir
um sakleysi skjólstæðinga
sinna sjö árum eftir að þeir
eru dæmdir fyrir morð.
Hvaða skjólstæðing er
verið að tala um? Ungan
Lundúnabúa af ítölskum
ættum, þó að móðir hans
væri ensk og hann fæddur
enskur ríkisborgari. Hann
heitir Michael Luvaglio.
15. mars 1967 var Luva-
glio, 29 ára, og Dennis
Stafford, 33 ára dæmdir í
lifstíðarfangelsi á New-
castle fyrir að myrða
Angus Sibbet.
Það eru margir, sem
trúa því, að hvorugur
mannanna hafi framið
morðið, enda segir faðir
Staffords, Joe Stafford:
„Sonur minn myrti hann
ekki. Ég veit, að hann er
ekki morðingi!"
Lögfræöingur Staffords, Peter
Hughman, vann með höfundi að
bók um málið og óskaði þess, að
það yrði tekið fyrir aftur.
1 október 1972 var málið tekið
fyrir aftur. Vitnaleiðslur hófust á
nýjan leik. Nýr vitnisburður var
tekinn fyrir. Þrir dómarar óskuðu
eftir sýknun og loks var öllu skot-
ið til hæstaréttar.
I janúar 1973 sagði yfirdóm-
arinn, að vitnaleiðslur væru mis-
visandi, en dómurinn stendur
enn. Luvaglio og Stafford sitja
enn i fangelsi eftir átta ár.
Þetta mál hefur verið rætt bæði
i dómi og utan dóms. Og spurn-
ingin er þessi:
Höfðu mennirnir
raunverulega
f jarvistasönnun?
Voru þeir sakfelldir
saklausir?
Staðreyndirnar liggja i augum
uppi. Kl. 5:15 að morgni fimmtu-
dagsins 5. janúar 1967 var Tom
Leak, námuverkamaður á heim-
leið eftir næturvinnu i litla þorp-
inu Durham i Suður-Hetton. Það
snjóaði og iskuldi var.
Leak sá Jagúar-bil, sem hafði
verið lagt rangt á heimleiðinni og
áleit, að hann væri bensinlaus.
Hann gekk að bilnum og leit inn
um gluggann. Hann sá skeggjað-
an mann liggja hreyfingarlausan
i baksætinu með andlitið að dyr-
unum eins og honum hefði verið
troðið þar niður.
Þá sá Tom Leak skotgat á rúðu
bilsins og hann hafði samband við
lögregluna.
Maðurinn i bilnum var dauður
og hafði verið skotinn þrisvar af
stuttu færi.
Hann hét Angus Sibett og var
velþekktur i Norður-Englandi.
Hann var félagi fyrrverandi lög-
reglumanns i fjárhættuspilaviti
sem rekið var i Sunderland. Fé-
lagi hans var 37 ára gamall og
kallaði sig Landa, en þaö nafn
hafði hann tekiö sér, þvi að .upp-
haflegt nafn hans er Luvaglio og
hann er eldri bróðir Michaels Lu-
vaglios.
Eftir að Bretar samþykktu
„fjárhættulögin” 1970 var unnt að
reka spilaviti viðsvegar i Bret-
landi — Sibett var einn þeirra. A
forsiðum blaðanna stóð: „Myrtur
spilavitiseigandi fundinn i aftur-
sæti”. Siðast sást Sibbett á lifi kl.
ll:15kvöldið áður, þegár hann fór
frá Dolce Vita-klúbbnum í New-
castle eftir að hafa pantað borð
næsta kvöld kl. átta.
Hvert fór hann?
Hvers vegna fannst hann
látinn í baksætinu?
Hvers vegna voru fram-
hljós bílsins ónýt eins og
hann hefði lent í árekstri?
Henry Lokkerbie sagði á blaða-
mannafundi, að hann hefði vitn-
eskju um „að Jagúarinn hefði
lent'i árekstri við eitthvað rautt
innan tveggja sólarhringa, en
engin merki slyss hefði verið....
Þvi veit enginn, hvort Sibbet dó i
bilnum eða á öðrum stað og var
svo settur inn i bilinn.”
Þó handtók lögreglan Luvaglio
og Stafford innan sólarhrings eft-
ir að likið fannst. Hvað stóð til ?
Hinn billinn, sem lenti i árekstri
var rauður!
Nafnlaus simhringing til lög-
reglunnar óskaði eftir þvi, að
fylgst væri með rauðum Jagúar,
sem dældaður væri að framan og
stæði á viðgerðarstæði i Sunder-
land. Þennan bil átti Vince
Landa, en hann hafði ekki komið
með hann til viðgerðar, heldur
Dennis Stafford og vinur hans,
Michaels Luvaglio.
Stafford var nú enginn engill.
Hann var kallaður „glaumgosa-
þjófurinn”. 1950 strauk hann
tvisvar úr fangelsi og komst eitt
sinn alla leiðina til Trinidad, en
þar sveik stúlka hann eftir að
hann haföi svikið hana I tryggð-
um.
Laglegur, gáfaður og töfrandi
hét hann þvi eftir að hafa setið i
átta ára fangelsi i mars 1964: „Ég
hef verið rúma 100 mánuði bak
við rimlana — og oftast i einangr-
un — ég fer þangað aldrei aftur.”
Samt fór hann tvisvar i fang-
elsi: i eitt ár fyrir þjófnað og hálft
ár fyrir að eiga skammbyssu án
byssuleyfis. Hann vann fyrir
Vince Landa. Hann sá um
skemmtanir i klúbbnum og hagn-
aðist bara vel. Til skatts gaf hann
upp 50 pund á viku, en hann átti
fullbúið hús i Peterlee og bjó þar
með kynblendingskonunni Selena
Jones, sem skemmti á sýningum
hans. Selena átti hvitan Mer-
cedes-Bens og hann litinn Fiat-
bil. Þau lifðu hátt — tveim dögum
eftir Sibbet-slysið komu þau heim
frá Mallorca.
Hver ók bilnum? Húsbóndinn
lét honum hann i té. Hann sagöist
vera að láta sprauta Fiat-inn sinn
og Selena þurfti auðvitað að nota
hvita Mercedes-inn.
Luvaglio hafði aldrei verið
ákærður fyrr. Hann var að visu
myndarmaður, en öllu rólegri en
glaumgosinn, Stafford. Þeir unnu
báðir fyrir Vince Landa. Hann
átti viðskipti við Sibbet, en lög-
reglunni tókst aldrei að sanna
neitt, hvað viðkom samskiptum
myrta mannsins og Luvaglio eða
Staffords. Luvaglio og Stafford
unnu ekki aðeins saman heldur
voru þeir og einkavinir.
Bæði Stafford og Luvaglio
skýrðu lögreglu frá ferðum sinum
umrædda nótt. Þeir kváðust hafa
verið saman, en skýrsla þeirra er
svohljóðandi:
Við fórum frá heimili Staffords
kl. 11:30 og ókum heim til Luv-
aglios. Hann bjó i 22 milna fjar-
lægð i Newcastle og þar áttu þeir
von á upphringingu frá Vince
Landa, sem var á Mallorca milli
miðnættis og 12:15. Þeir komu um
miðnætti, lögðu bilnum fyrir utan
og biðu i fimmtán minútur, en
enginn hringdi.
Þá óku þeir til The Bird Cage
Club i London og þar átti Luv-
aglio að hitta Sibbet, Stafford
lagði bilnum fyrir utan.
Sibbet lét ekki sjá sig, en menn-
irnir biðu til kl. 2:15 og óku þá aft-
ur til Peterlee, þvi að Luvaglio
ætlaði að nátta hjá Stafford.
Hvernig skemmdist biliinn?
Stafford segir, að það hafi gerst,
þegar þeir lögðu bilnum á stæði
fyrir utan The Bird Cage-klubb-
inn. Stafford segist hafa farið út
um kl. 1:45 til að sækja tollfriar
sigarettur i hanskahólfið og séð,
að bakljósin voru ónýt.
Stafford hefur hins vegar orðið
sekur að ósannsögli eins og þegar
hann sagði við Kell lögreglufull-
trúa, að þeir félagar hefðu farið
frá Peterlee kl. 11:00 en ekki
11:30.
Þá hefðu þeir getað
hitt Sibbet og myrt
hann á leiðinni
Selena Jones, ráðskona hennar
og vinkona Luvaglios, sem voru
staddar heima hjá Stafford hafa
eiðsvarið, að mennirnir hafi ekki
farið fyrr en milli 11:30 og 11:45.
En „kl. 11:00” stóð i bók Kells
og hann var sannfærður um, að
hann hefði morðingjana i hendi
sér. Hann handtók þá báða kl. 3
að morgni 6. janúar 1967 og
sagði þeim, að þeir væru kærðir
fyrir morð. „Hlægilegt!” sagði
Stafford, en Luvaglio þagði.
Akæra löggjafa var að mestu
byggð á þvi, að billinn, sem Sibb-
et fannst i, virtist hafa lent i
árekstri um nóttina, en það nægði
þó ekki.
Að sex vikum liðnum tók
ákæruvaldið til starfa og þeim
vikum hafði ekki verið eytt til
einksis.
Fyrst kom áreksturinn:
Fjörutiu lögreglumenn skriðu all-
ar götur til Suður-Hettons. „Mjög
nákvæm rannsókn,” sagði Henry
Scott, aðalsækjandi.
Þetta tókst, þvi að lögreglan
fann hálfa milu frá einu þorpinu
fimm skothylki, brotin gleraugu
Sibbets, flyksur úr grænum og
rauðum bil og agnarögn af bil-
númeri með Mark X.
Skammt þaðan fundust um-
merki um bilaárekstur — og fullt
af sigarettustubbum eins og ösku-
bakki bils hefði verið tæmdur.
Stanely Denton, sem vinnur hjá
visindastofnun lögreglunnar, átti
að athuga glerbrotin og fann fljót-
lega út að þau væru bakljós á bil.
Hann reyndi samansett brotin á
brotnum bakljósum bilsins, sem
menn grunaði, að hefði verið not-
aður — og eftir þvi sem sérfræð-
ingar segja „pössuðu” þau.
Lögfræðingurinn getur ekki
einu sinni viðurkennt annað en
að bilarnir kunni að hafa rekist á.
0
Fimmtudagur 9. janúar 1975.