Alþýðublaðið - 09.01.1975, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 09.01.1975, Qupperneq 9
„Knapp fór Knapp aö störfum meö landsliðinu s.l. sumar. „Tíminn verður að leiða í Ijós hvort við semjum” „Ég veit ekki hvort við^náum samningum við Knapp," sagði Bjarni Felixson i viðtali við Alþýðublaðið i gær,” þó er sá möguleiki ekki útilokaður. Knapp hélt til Englands með samnings- drög sem hann mun kynna sér nánar og mun hann fljótlega láta okkur vita hvort hann gengur að þvi sem við bjóðum honum. Ef ekki nást samningar við Knapp reikna ég með að við leit- um eftir öðrum þjáifara erlendis frá, en cins og málin standa nú er ekkert hægt að segja um slikt. Timinn verður að skera úr um það. ánægðari eftir að við breyttum TILKYNNING UM INNLAUSN VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS samningnum” „Þegar Knapp fór héðan i gær virtist okkur hann ekki vera svo mjög óánægður, þvi við breyttum aðeins samningsuppkastinu eftir að allt var komið i strand”, sagði Sveinn Jónsson formaður knatt- spyrnudeildar KR i viðtali við Alþýðublaðið I gær. „Við héldum fund með honum og eftir hann virtist allt vera komið i óefni, en áður en Knapp hélt héðan þá höfðum við sam- band við hann aftur eftir að hafa breytt aðeins samningsdrögunum og virtist okkur að hann væri mun ánægðari með þá. Hann mun síðan kynna sér þennan samning og láta okkur vita, væntanlega innan vikutima. Við gerum okkur grein fyrir þvi og hann Hka að við yrðum ekki i neinum vandræðum mcð að fá hingað afburða þjálfara fyrir það sem hann myndi fá i sinn skerf og verðég að segja að ég er alls ekki eins svartsýnn núna eins og ég var eftir fyrri fundinn með Knapp”. Bæði karla- og unglingalandslið okkar i körfuknattleik sigruðu i landsleikjum sinum við Norð- menn á þriöjudagskvöldið. 1 leik unglingalandsliðsins höfðu Norðmenn yfir i hálfleik, en i seinni hálfleik sýndi islenska liðið mjög góðan leik, með Simon Ólafsson fremstan i flokki og fljótlega sigu þeir framúr og sigruðu glæsilega 73-61. t karlaleiknum leitlengi vel út fyrir sigur Norðmanna sem leiddu leikinn lengstum, islenska liðið náði þó góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleiksins og hafði 2 stig yfir 42-40. t seinni hálfleik byrjuðu Norð- mennirnir með miklum látum og komust fljótlega yfir og i lok leiksins virtust þeir hafa sigurinn i höndunum, en þá tók Þórir Magnússon sig til og skoraði þrjár siðustu körfur leiksins og tryggði með þvi islenskan sigur. Við óskum islensku körfuknatt- leiksliðunum til hamingju með þennan góða árangur, sem liðin hafa náð i þessari ferð og er greinilegt að Einar Bollason er á réttri leið með landsliðið. FRÁ 1964 OG VÆNTANLEGAN NÝJAN FLOKK SPARISKÍRTEINA Lokagjalddagi verðtryggðra spari- skírteina ríkissjóðs 1964 er hinn 10. þ.m. Frá þeim degi bera þau hvorki vexti né bæta við sig verðbótum. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur á grundvelli laga nr. 59 frá 20. október 1964, sbr. lög nr. 23 frá 4. maí 1965, svo og f járlaga fyrir 1975, ákveð- ið að gefa út nýjan flokk spariskír- teina í 1. fl, spariskírteina fyrir árið 1975 og er reiknað með að flokkurinn verði tilbúinn um miðjan febrúarmán- uðen hann verður formlega tilkynntur ekki seinna en 10. febrúar n.k. Er athygli handhafa spariskírteina frá 1964 vakin á þessari útgáfu með tilliti til kaupa á hinum nýju skírtein- um með andvirði skírteinanna frá 1964. Handhöfum spariskírteina frá 1964, sem vilja skipta þannig á skírteinum sínum, er bent á að af henda þau f rá og með 10. janúar n.k. til Seðlabankans, Hafnarstræti 10, Reykjavík, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og staðfestir rétttil að fá ný skírteini, þegar þau eru tilbúin, fyrir innlausn- arandvirði hinna eldri skírteina. Bankar og sparisjóðir úti á landi geta haft milligöngu um þessi skipti en til bráðabirgða eru sett þau mörk, að Seðlabankanum verða að berast hin eldri skírteini fyrir 10. febrúar n.k. ásamt beiðni um skiptin. Aðrir kaupendur hinna nýju skír- teina geta látið skrifa sig fyrir þeim hjá venjulegum umboðsaðilum og Seðlabankanum á tímabilinu frá 10. janúar til 10. febrúar n.k., gegn inn- borgun á kaupverði þeirra. Er fyrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fer fram úr væntanlegri útboðsf járhæð. Hin nýju spariskírteini verða að verðgildi 5, 10 og 50 þúsund krónur. Kjör þeirra verða þau sömu og voru í skírteinum, er ríkissjóður gaf út á s.l. ári, nema að meðaltalsvextir lækka um sem næst 1% á ári i um 4% árs- vexti. Þau verða skatt- og framtals- frjáls á sama hátt og verið hefur í undanförnum útgáfum, útgefin lengst til 18 ára og bundin til 5 ára f rá útgáf u. Þau bera vexti frá 10. janúar 1975. Bréf in verða með f ullri verðtryggingu miðað við hækkun byggingarvísitölu frá vísitölu þeirri, er tekur gildi 1. mars n.k. Reykjavík, 8. janúar 1975. SEÐLABANKI ISLANDS Fimmtudagur 9. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.