Alþýðublaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 8
Ats / ■/I l^ < A Enginn meistarabragur yfir leik FH og Fram Liðin léku aðeins vel til að byrja með, en síðan var fátt um fína drætti og áður en lauk voru mörkin orðin 46 FH náði aftur forystunni i Isla n dsmótinu þegar liðið vann góðan sigur yfir Fram i Hafnar- firði á miðvikudagskvöldið. Þar með hafa öll liðin i 1. deild tapað leik, en fyrir leikinn var Fram eina liðið sem ekki haföi tapað leik, en hafði gert tvö jafntefli. Leikurinn var mjög illa leikinn ef frá er talin byrjunin i fyrri Björgvin Björgvinsson kominn I færi á linunni i eitt af þeim fáu skiptum sem hann fékk boltann og auðvitað hafnaði knötturinr markinu. En Björgvin var óheppinn og steig á linu og þvl markið dæmt af eins og lög gera ráð fyrir. HAPPDRÆTTI SJALFSBIARGAR 24. desember 1974 1. vinningur: Ford Granada nr. 9973 99 vinningar (vöruúttekt) á kr. 5.000.00 hver 00257 09603 16410 23627 36746 00541 09716 16418 23732 37944 00716 09719 16898 24470 38039 00966 09720 17387 24940 38219 01234 10563 17791 25019 38622 01417 10887 18253 25160 39390 01439 11320 18258 26390 40218 02125 11828 18334 26549 40219 02432 12029 18399 28112 40226 04709 12253 18484 ' 28623 41061 05510 12447 18849 28754 41999 05590 12585 19599 29436 42552 05926 13203 19913 29645 43014 05972 13283 20002 29712 43128 06484 13439 20585 30386 43244 06501 13490 21126 31232 07159 13846 21309 32104 07725 14273 21455 33519 09186 14851 21972 34001 09436 15370 22007 34822 09602 16066 22476 35402 Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Laugaveg 120, Rvik hálfleik, en þá léku liðin mjög vel. Eftir það opnuðust allar gáttir og I leikslok voru mörkin orðin 46. Eins og áður sagði var leikur- inn ágætlega leikinn til að byrja með af báðum liðum, en eftir að jafnt hafði verið 6-6 náðu FH-ing- ar góðum spretti og höfðu yfir I hálfleik 11-9. í seinni hálfleik gerðu FH-ingar út um leikinn fljótlega og var þar mest einstaklingsframtak Geirs Hallsteinssonar, sem þá skoraði 6 mörk, enda var hans mjög illa gætt og náði FH með þvi 6 marka forskoti 18-12. Gerðu þá Framarar örvænt- ingarfulla tiiraun til að rétta sinn hlut, með þvi að setja menn til höfuðs þeim Viðari Simonarsyni og Geir Hallsteinssyni. Um tima leit út fyrir að Fröm- urum væri að takast að jafna leik- inn vegna þessara aðgerða sinna, en þrjú falleg mörk frá Jóni Gesti, þegar staðan var 19-16, gerðu þær vonir að engu. í lokin var leikurinn nánast leikleysa og hvert markið skorað af öðru, en lokatölurnar urðu 26-20. Ekki er hægt að hæla liðunum fyrir leikinn og ekki hægt að sjá aö þarna væru tvö af efstu liðun- um i 1. deild á ferð. 1 liði FH voru það þeir Geir Hallsteinsson og Birgir Finnbogason i markinu sem komust best frá leiknum. Ekki er hægt að hrósa neinum af leikmönnum Fram fyrir þenn- an leik, Vörnin var oft eins og Geir Hallsteinsson átti prýöilegan leik gegn Fram og skoraði mikið af mörkum. Þarna hefur Björgvin hins vegar náö til hans I tæka tið og Geir verður að senda boltann aftur. gatasia og markvarsla eftir þvi. Framliðið sýndi það i fyrri hálf- leiknum að það getur betur. Það vekur athygli hversu Björgvin Björgvinsson er ílla nýttur og i þessum leik skoraði hann ekki mark sem er mjög óvenjulegt. Hann var að vlsu óheppinn með skot sin, en slikt afsakar það ekki að hann sé sveltur inn á llnunni nær allan leikinn. Mörk FH: Geir Hallsteinsson 7, Jón Gestur Viggóson 4, Guð- mundur Stefánsson 4, Viðar Simonarson 3 (1), Þórarinn Ragnarsson 3(1), Arni Guðjóns- son 2, Tryggvi Harðarson 2 og Gils Stefánsson 1 mark. Mörk Fram: Guðmundur Sveinsson 5 (2) Arnar Guðlaugs- son 4, Pálmi Pálmason 4, Pétur Jóhannsson 3, Hannes Leifsson 2, og Sigurbergur Sigsteinsson og Stefán Þórðarson 1 mark hvor. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Óli Ólsen og er greinilegt að þeir eru með okkar betri dómurum. Hasar á Akureyri - Þór vill skilja við ÍBA og KA í KNATTSPYRNUNNI OG LEIKA í 3. DEILD í SUMAR Allt er nú upp i loft á Akureyri vegna samþykktar sem gerð var á fundi hjá Þór á miðvikudags- kvöldið. Þar var samþykkt að skilja við KA og IBA i knattspyrn- unni og senda lið Þórs fram i 3. deild á næsta keppnistimabili, Þór og KA hafa til þessa leikið undir merki IBA eins og kunnugt er. Ekki voru allir á eitt sáttir á þessum fundi og var mikið talað. Og til marks um hversu heitt var i sumum, tók einn fundarmanna, sem var andvigur skilnaðinum, 19 sinnum til máls. Það mun hafa verið Rafn Hjaltalin landsdómari sem hafði forystu fyrir þeim sem vildu skilja og fékk sitt mál að lokum samþykkt eftir all snarpar um- ræður. Bikarleikir í Englandi A miðvikudagskvöldið fóru fram 3 leikir i ensku bikar- keppninni og urðu úrslit þeirra þessi: Derby—Orient Tottenham—Notth. WBA—Bolton For. 2-1 0-1 4-1 Brian Clough vann sinn fyrsta sigur i fyrsta leiknum sem hann stjórnar hjá Notth. Forest. Það var fyrrum leikmaður hjá Coventry, Neil Martin sem skoraöi sigurmarkið með skalla eftir aukaspyrnu. 1 leik Derby og Orient náði Orient óvænt forystunni i leikn- um, en gampi kappinn Francis Lee var fljótur að svara fyrir Derby, það tók hann aðeins 1 minútu að jafna eftir mark Ori- ent. Sigurmarkið gerði Bruce Rioch 2 minútum fyrir leikslok. Við höfum það eftir áreiðanleg- um heimiidum að knattspyrnu- mennirnir i Þór séu þessari ákvörðun m jög mótfallnir og hafa sumir á orði að hætta að iöka knattspyrnu eða leika meö félög- um fyrir sunnan. Hjá KA mönnum verður fundur um málið haldinn á laugardag- inn, en vitað er að þeir eru and- vígir skilnaðinum. Munu þeir þá ætla að taka við þar sem IBA end- aði eftir siðasta keppnistimabil i 2. deild og keppa undir nafni IBA eða KA. Þeir hafa komið með þá uppá- stungu að þeir leikmenn Þórs sem vilja halda áfram að leika undir merki IBA, ættu að ganga i Skautafélag Akureyrar eða Skot- félag Akureyrar, sem bæði eru aðilar að IBA, og með því, gætu þeir leikið fyrir hönd IBA eins og þeir hafa gert á undanförnum ár- um. Hvað svo verður ofaná liggur ekki ljóst fyrir á þessu stigi máls- ins, en búast má við miklum deil- um áður en yfir lýkur, hvernig svo sem allt fer. o Föstudagur 10. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.