Alþýðublaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Blaðsíða 12
alþýðu mmW\ l'liistns llF PLASTPOKAVERKSMIOJA Símar 82639-82655 Vatnagörbum 6 Box 4064 — Róykjavtk KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 SENDIBIL ASTOÐIN Hf IIM FÆRDINA EÐA ÖLLU HELDUR ÚFÆRDINA k ÞJÚÐVEGUNUM „Það skipulag, sem er á snjómokstri var sett á árið 1968. Það miðar að þvi að halda færu milli þéttbýlis- staða og byggðarlag- anna milli þeirra. Einnig er ofarlega á blaði að tengja ver- stöðvar við þjónustu- svæði. Til fámennra staða i strjálbýli er mokað sjaldnar og sums staðar aðeins einu sinni i mánuði i samráði við sveitar- stjórnir til að hægt sé að koma við aðdrátt- um, einkum á þunga- vöru eins og til dæmis oliu, fóðurvörum og þess háttar. Og til eru byggðarlög sem ekki er nei tt i ugsað um.” Þam ig svarar Hjör- leifur Ólafsson, yfir- maður vegaeftirlits Vegagerðarinnar spurningu Alþýðu- blaðsins um það á hvaða vegi væri lögð áhersla við snjóruðning á vetrum. Um kostnað við snjó- ruðning sagði Hjörleif- ur: „Kostnaður við snjóruðning og þvi sem honum er samfara og við köllum vetrarvið- hald er tekinn af við- haldsfé vega. Árið 1973 var vetrarviðhald rúm- lega 99 milljónir af 430 milljóna króna heildar- viðhaldi. Árið 1974 var áætlað til viðhalds vega 790 milljónum króna. Þar af höfðu farið i vetrarviðhald mánuð- ina janúar til júni 91,2 milljónir og lauslegar áætlanir benda til að kostnaðurinn siðari hluta ársins hafi numið um 40 milljónum. Það er raunar ekki loka- tala. Uppgjöri er ekki lokið og eins gætu aðil- ar, sem verkin unnu átt eftir að skila reikning- um.” Alþýóublaöið aflaði sér i gær yfirlits um færð á vegum landsins hjá Vegagerð ríkisins. Jafn- framt fékk blaðið hjá Hjörleifi Ólafssyoi nokk- urt yfirlit um þá vegi, sem ófærir eru: Á Suðvesturlandi eru allar aðalleiðir færar og allt vestur á Snæfellsnes. Heydalur er vel fær og Snæfellsnes norðanvert og fært er inn í Dali. Kerlingarskarð er ófært svo og Brattabrekka, en fært er stórum bilum um Fróðárheiði. Heydalsvegur var lagð- ur til að gera samgöngur við Snæfellsnes norðan- vert og Dali öruggari. Síðan það var gert má heita að Brattabrekka sé ekki mokuð og hefur hún nú verið ófær frá í nóvember. Dregið hefur verið mjög úr mokstri á Kerlingarskarði meðan tíð er óstöðug í svartasta skammdeginu. Hins veg- ar er Fróðárheiði mokuð tvisvar i viku, þegar veður leyfir, því ekki þykir nógu gott að ætla útnesingum að fara Hey- dal og Nesið allt norðan- vert. Vestan Búðardals er þungfært, en stórir bilar komast Svínadal og fyrir Gilsf jörðí Reykhólasveit. Út frá Patreksfirði er fært stórum bílum yfir Kleifarheiði og um Hálf- dán til Bíldudals. Á Hálf- dáni var þó skafrenning- ur í Gær. Heiðarvegir á Vest- f jörðum eru yfirleitt ekki mokaðir vetrarmánuð- ina. Það þá við til dæmis Dynjandisheiði, Hrafns- eyrarheiði og Þorska- fjarðarheiði. Breiðadals- heiði er oftast haldið op- inni lengur fram eftir, en þó fer það mikið eftir veðurfari. Einnig er Breiðadals- heiði oftast opnuð f yrr en hinar, en það fel allt eftir mati á hverjum tíma hvenær það er mögulegt. Verið var í gær að ryðja snjóflóð af Óshlíðarvegi og stóðu vonir til að þar yrði fært í gær. Fært var stórum bílum frá (safirði til Súðavíkur. Holtavöruheiði var ófær í gær. Skafrenning- ur var í Húnavatnssýsl- um og var þungfært þar og á Vatnsskarði. I Skagafirði var víða ófært, en fært var þó milli Sauðárkróks og Varma- hlíðar. Öxnada Isheiði var ófær, en verið var að ryðja milli Akureyrar og Dalvíkur. í dag verður mokuð leiðin Akureyri—Reykja- vík, ef veður leyfir. Til Sigluf jarðar er opn- að vikulega. Um Ólafs- f jarðarmúla gildir svipuð regla og um Breiðadals- heiði. Alllangt er síðan Múlinn var fær. Þar hef- ur verið óstöðug veðrátta, en hann er opnaður af og til. Þungfært var f rá Akur- eyri til Húsavíkur, jafn- vel ófært. Austur frá Akureyri er rudd leiðin um Dalsmynni, en Vaðla- heiði látin í friði, og yfir- leitt gildir sú regla að þeirri leið er haldið op- inni, sé um fleiri en eina að ræða, sem leftari er, þó önnur styttri sé til, ef sú er dýrari í vetrarvið- haldi. Stórir bílar haf a komist frá Húsvík til Kópaskers, en þar er mjög þungfært. Norðaustanlands er ófært nema fyrir stóra bíla í næsta nágrenni Vopna- f jarðar, þannig að þar er hægt að sækja mjólk. Til Þórshafnar er opn- að hálfsmánaðarlega í samráði við heimamenn. Þar er þó ekki um að ræða veginn um Axa- fjarðarheiði sem venju- legast opnast ekki fyrr en komið er fram á sumar, heldur er farið um Sléttu. AAöðrudalsöræf i og Hóls- sandur eru yfirleitt ekki fær allan veturinn. Sama er að segja um Vopna- f jarðarheiði. Það, sem Vcpnf irðingar komast að heiman að vetri til, er þegar fært er strandleið- ina um Sandvíkurheiði til Þórshaf nar. Á Austurlandi er allt ófært nema frá Egils- stöðum um Fagradal á Reyðarf jörð og þaðan til Eskif jarðar. Ófært er frá Reyðarf irði allt suður um til Hornaf jarðar. Um Oddsskarð til Nes- kaupstaðar og um Fjarðarheiði til Seyðis- f jarðar gilda sömu reglur og Breiðadalsheiði. Þar er haldið opnu fram eftir vetri eftir þvi sem veður far leyfir og síðan opnað að vori, þegar gera má ráð fyrir að úti séu vetrarhörkur. Frá Reyðarfirði til Fá- skrúðsfjarðar er opnað tvisvar í viku, á þriðju- dögum og föstudögum og i fyrra, eftir opnun hring- vegarins var það tekið upp að ryðja frá Fáskrúðsfirði allt suður um til Kirkjubæjar- klausturs einu sinni í viku. Þó er rétt að geta þess, að Breiðdalsheiði er yf irleitt ekki rudd fyrr en að vorö heldur er farin f jarðarleiðin. Frá Hornafirði er vöru- bílsfært að Mýrdalssandi, en þar var þungfært í gær. Ófært í Mýrdal, en ætlunin að opna þar í dag, ef veður leyfði. FIMM á förnum vegi' örn Felixson, trésmiöanemi: „Nei, hann hefur gengið mjög vel, engir erfiðleikar. Það er að mestu leyti bilnum að þakka, hann er mjög góður i snjó.” Jens Jónsson, lcigubílstjóri: „Nei, ég get ekki sagt það, þetta hefur allt gengið eftir áætlun. Maður getur sagt að það sé að einhverju leyti bilnum að þakka.” Ágúst Stefánsson, loftskeyta- maður: „Nei nei, og þaö er lik- lega mest þvi að þakka að ég er á jeppa.” Hermann Hjartarson, þéttinga- maður: „Nei, það hefur gengiö vel, þó að það hafi verið svolitið hált. Ég treysti dekkjunum al- veg.” Theódór Marinósson, versiun- armaður: „Nei, ég á i engum erfiðleikum, enda er ég á góðum vetrarbil og góðum dekkjum.” Hefurðu lent í erfiðleikum í snjóakstrinum? S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.