Alþýðublaðið - 14.01.1975, Side 2

Alþýðublaðið - 14.01.1975, Side 2
STIÓRNMÁL Skrifað fyrir atvinnurekendur Samtök vinnuveitenda eiga hauka i horni, þar sem eru málgögn núverandi hægri stjórnar ihalds og fram- sóknar. Að undanförnu hefur sifellt dekkri mynd verið dregin upp i málgögnum rikisstjórnarinnar Vissulega verður þvi ekki neitað, að útlitið i efnahags- málum á Vesturlöndum er ekki sem best um þessar mundir, en það nægir ekki til að skýra þá stigandi, sem verið hefur i kreppuskrifum stjórnarblaöanna. Skýringin á þessum skrifum Morgun- blaðsins og Timans undan- farna daga er sú, aö nú er stjórnarflokkunum mikill akkur i þvi að hægt sé að mála skrattann á vegginn.og hann svartan. Ástæöan er ofur- einföld: Viðræður eru hafnar milli fulltrúa verkalýðs- hreyfingarinnar og fulltrúa samtaka atvinnurekenda um nýja kjarasamninga. Nú þjóna Morgunblaöið og Timinn þvi meginhlutverki að færa atvinnurekendum i hendur ný og ný tromp til að spila yfir boröið i samninga- viðræðunum. 1 leiðara Morgunblaðsins á sunnudag er gengiö svo langt i þessu efni, að fullyrt er, að viðbrögð verslunarstjóra og ferðaskrifstofa, þegar Morgunblaðið spurðist fyrir um viðskiptin um þessar mundir, bendi „vissulega til þess, að nokkurt svigrúm sé til þess i þjóðfélaginu aö VINNA AFRAM AÐ ÞVl AÐ TREYSTA GRUNDVÖLL ATVINNUVEGANNA OG EFNAHAGSLtFSINS AÐUR EN NÝJAR KAUP- HÆKKANIR KOMA TIL SöGUNNAR”. Með öðrum orðum, að núverandi rikis- stjórn eygi enn möguleika á þvi að þrengja aö launþegum landsins til þess að styrkja stöðu aðstandenda sinna, at vinnurekendanna. Allar aðgerðir núverandi rikisstjórnar i efnahags- málum hafa verið við það miðaðar að styrkja stöðu atvinnuveganna eins og það er kallað. Þessar aðgerðir hafa allar verið á kostnað launa- fólksins i iandinu og að fullu greiddar úr þeirra vasa. t verki hefur núverandi rikis- stjórn sýnt, að hún er fjand- samleg samtökum launþega. Hún hefur gert að engu kjara- samninga þeirra, sem gerðir voru fyrir tæpu ári siðan, hún hefur beitt launþega lög- þvingan með þvi að afnema visitölubætur á laun samtimis þvi sem verðlagið er látið hiaupa upp úr öllu valdi, hún hefur hækkað söluskatt, fellt gengi islensku krónunnar verulega og dregið úr niður- greiðslum á landbúnaðar- vörum. Svar verkalýðs- hreyfingarinnar við skipu- lögðu kaupráni rikis- stjórnarinnar var uppsögn kjarasamninga og sú hóflega krafa, að launþegar fái til baka það, sem frá þeim hefur verið tekið. Launþega- samtökin fara ekki fram á neinar kjarabætur, heldur aðeins að launþegar beri svipað úr býtum og siðustu kjarasamningar gáfu tilefni til. H.E.H. Frumsýningargestur Alþýðublaðsins TRUFLUN TILFINNINGA Frumsýningargestur Al- þýðublaðsins á Dauðadansi Strindbergs, sem nú er verið að sýna hjá Leikfélagi Reykjavikur, er Heigi Sæ- mundsson, ritstjóri. DAUÐADANS eftir Agúst Strindberg Þýðing: Helgi Háldanarson Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Ágúst Strindberg lýsir í Dauða- dansi þvi sem Stefán Zweig kallaöi truflun tilfinninganna. Hann leið um þær mundir sálar- kvalir og taldist naumast heill á geöi þegar andstreymi og taugaveiklun sótti fastast aö honum. Strindberg var þá milli kvenna, nýskilinn frá Friðu Uhl og enn ekki tekinn saman við HarrietBosse. Þó er Dauðadans einganveginn eins mótaður af persónulegum fordómum hans á kvenfólki og hjónabandi og sum önnur rit þessa örlynda og vanþakkláta snillings. Þar bregður þvert á móti svo við að karlmaöurinn bíöur lægra hlut i uppgjörinu við konuna. Þetta kennist sæmilega i túlkun Leik- félags Reykjavikur þó leggja mætti rikari áherslu á það atriði — einkum aðdragandann. Ann- ars munu útskýringar á slfkri afstöðu leikritahöfundar oft hæpnar. Fyrir honum vakir auðvitaö sér i lagi áhugaverður og minnisstæður skáldskapur. Hinsvegar liggja rætur skáld- skaparins iðulega djúpt og vitt i sálarlifi. Dauðadans fjallar um sam- búð hjónanna Eðgars höfuðs- manns og Alisu fyrrum leik- konu. Þau eru i þann veginn að halda silfurbrúðkaup sitt og þvi komin af léttasta skeiði. Hann er illa farinn af mótlæti, von- brigðum og drykkjuskap. Hún þykist enn i blóma lifsins en hef- ur og látið á sjá þó yngri sé og heilbrigðari. Heimili þeirra er viti þar sem tortryggni og hatur drottnar vegna truflunar tilfinn- inganna og fer mynd Steinþórs Sigurðssonar af kastalanum. þvi sálnafangelsi ágætlega. Þá ber að garði fornvin þeirra, Kúrt sóttvarnastjóra. Upp úr þvi fær- ist taugastriðiö i aukana. Bæði leggja hjónin sig öll fram i sjúk- legu uppgjöri, en Alisa stendur betur að vigi. Hún nær Kúrt auöveldlega á vald sitt i barátt- unni við mann sinn. Smásaman vex henni svo ásmegin i átökun- um við Eðgar. Hún litillækkar Kúrt og sigrar jafnframt eigin- manninn með andlegri grimmd. Allt þetta fólk er leiksoppar ör- laganna. Agúst Strindberg beit- ir það fáheyrðu vægðarleysi til aö boðskapur hans nái tilgangi sinum. í leikslok er áhorfandinn þess fullvis að skáldskapur leik- ritsins sé raunsær og sannur þrátt fyrir öfgarnar. Þýðing Helga Hálfdanarsonar á Dauöadansi er umdeilanlegri en ég ætlaði enda Agúst Strind- berg vandþýddur. Alvaran sem grúfir yfir ritum hans viröist i fljótu bragði þykkt og kalt svartnætti. Samt brjótast ljós- geislar gegnum það myrkur á stöku stað. Skop Strindbergs gegnir hlutverki þeirra. Það fer oft forgörðum i þessari annars vönduðu og nákvæmu þýöingu. Þessvegna gerist leikur Helgu Bachmanns og Þorsteins Gunnarssonar I hlutverkum Alisu og Kúrts nokkuð þyngsla- legur þar eð leikstjórn Helga Skúlasonar byggist vist um of á islensku þýðingunni. GIsli Halldórsson bregður aftur á móti á annað ráð sem betur fer. Þaö bjargar sýningunni svo mikið aö hún verður einhæf og margslúngin I senn eins og vera á. Leikur Helgu I uppgjörinu við Gisla kemst einmitt til skila af þvi að ádeilan verður bæði mannræn og skopleg I hinum alvarlegu lokaátökum. Gisli Halldórsson vinnur hér enn ótviræðan leiksigur. Hlut- verk Eðgars er erfiðast I Dauðadansi, en leikur Glsla telst bæði snjall og réttur. Dauðadanser vonlaus sýning ef út af ber um leik Eðgars. Gisli bregst hvergi og gerir langbest þegar mest á reynir. Leikur Helgu Bachmanns og Þorsteins Gunnarssonar er og listrænn og athyglisverður á sinn hátt, eink- um framsögnin, og ég get varla hugsað mér aðra leikara fara öllu betur með þessi hiutverk i Iðnó. Helga er i vanda stödd i lokin þegar Alisa hefur litil- lækkað Kúrt og leggur til úr- slitaatlögu við Eðgar, en leikur hennar rís þá hæst enda leið- réttir GIsli Halldórsson þann misskilning sem gætir i sýning- unni framanaf. Þar með er þetta orðin sú túlkun á skáld- skap Strindbergs sem mér finnst mest til um i meðförum islenskra leikara og mjög sam bærileg viö frammistöðu Pouls Reumerts, önnu Borg og Mogens Wieths forðum daga. Snilli Agústs Strindbergs ger- ir hann nú frægan um lönd og álfur, en hún kvað viða oftúlkuð. Svo er einganveginn um sýning- una á Dauðadansi I Iðnó þó flutningur leikritsins sé ekki alltaf hárrétturað minum dómi. Þetta er mikil leiklist enda frá- bær skáldskapur. H.S. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Eilifðarvandamál? Við höfum vist öll fylgst með þvl, að nú eru framund- an viötöl og samningar milli launþega og vinnuveitenda. Gera má ráö fyrir, að þessi mál verði ekki ákaflega auð- veld úrlausnar, ef dæma á eftir þvi, sem báðir aðilar hafa látið !• ljós nú þegar. Þetta hlýtur að leiða hugann að þvi, hvort að þessum mál- um sé og hafi verið staðið á æskilegasta hátt. Auðvitað þarf enginn að furða sig á þótt brenni i laun- þegum gremja yfir þvi, að rikisvaldiö neyti aflsmunar til þess að ónýta gerða samn- inga. Það liggur I hlutarins eðli. En þegar svona er komið, má það vera meira furðuefni hversvegna jafnmikið ber á milli um viðhorf aðilanna sem nú eiga að talast við. Hér er þó um að ræða mál, sem ætti að geta legið meira á ljósu en raun er á. Ef litið er til sjávarútvegsins til dæmis, þá skal ég segja það, að ég minnist þess ekki siöastliðin 40-50 ár, að ekki væri verið að leita grund- vallar undir þennan þýðingarmikla atvinnuveg okkar. Mér vitanlega hefur hann enn ekki fundist, og þó.. Tap á tap ofan er það sem við heyrum frá útvegsmönn- um vegna rekstrar fiskiflot- ans. Frá sjónarhóli sjó- mannanna lítur það svo út, að með nokkrum millibilum streyma inn I landið glæsileg skip og afkastamikil, senni- lega keypt fyrir tapið! Við heyrum ennfremur, að verk- kaup launafólks sé ein aöalorsökin fyrir verðbólgu og allskyns óáran sem siglir þar I kjölfarið. Það, að al- menningur hafi til hnifs og skeiðar á að vera þáttur og hann ekki svo einstaklega viðalitill I efnahagsvandan- um! En látum okkur nú sleppa þvi, að ræða um hvað satt og rétt kann að vera I fram- slætti um þessi mál. Miklu heldur er ástæða til að fjalla meö nokkrum oröum um, hvað veldur svo gerólíkum viðhorfum og raun er á milli launþega og vinnuveitenda. Við skulum trúa þvi, að báðir aðilar vilji vinna heilshugar að þjóðarheill og þjóðarhag. Annað væri ekki sæmilegt En hversvegna eru skoðan- irnar skiptar? Hversvegna á það ekki að vera unnt jafnvel fremur einfalt, að gera rann- sókn á þessum deiluefnum, hlutlausa rannsókn? Sjálfsagt mundi fátt verða heilladrýgra, til þess að eyða allri tortryggni um að aðilar reyni til þess að hlunnfara hvorn annan, en rannsókn á málinu, sem báðir hefðu full- komna hönd I bagga með. Okkur skortir raunar ekki allskonar nefndir og stofn- anir, misjafnlega þarfar. En er það ekki beinlinis lífs- nauðsynlegt, aö koma á fót sameiginlegri rannsóknar- stofnun, sem gæti lagt fram ábyggilegar greinargerðir um ástandið hverju sinni? Meira og minna ófrjóar deil- ur um hvað rétt er og hvað ekki gætu þá niður fallið. Tortryggni ætti að geta vikið og sameiginlega unnt að vinna betur og raunhæfar aö ágreiningsmálum. I okkar fámenna þjóöfélagi á það ekki að þurfa að vera neitt eiliföarvandamál, hvernig skipta skal réttilega og sann- gjarnlega kjörum þegnanna. Hafnartjarðar Apótek Afgreiöslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÓMABÚÐIN BbÓMASKRE YTIN&fl R ÞAO B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KR0N Dúnn í ClflEflBflE /ími 64900 0 Þriðjudagur 14. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.