Alþýðublaðið - 14.01.1975, Síða 6

Alþýðublaðið - 14.01.1975, Síða 6
TOGSTREITA SVISS UM AUÐ KEISARANS •innan skamms verða fleirí mílljónir króna, sem hafa legið i geymslu i sviss- neskum bönkum siðan á dögum heims- styrjaldarinnar siðarí sendar til sam- taka Gyðinga og flóttamannahjálpar þeirra. •Eigendurnir dóu i gasklefum Hitlers, en sá mannlegi harmleikur umlykur ekki nokkra aðra bankareikninga, sem tog- streita er nú um i Sviss: •Peningana, sem Haile Selassie smygl- aði úr landi og fjárhirsla algeirsku frelsishreyfingarinnar — andvirði nokkrir tugir milljóna. Etíópísku og algeirsku f jársjóðirnir eru hluti af þeim ævintýralegu upp- hæðum, sem eiga að vera geymdar á leynireikning- um i svissneskum bönk- um. Þeir eru ekki svo fáir reikningarnir, sem til á að vera stofnað af ýms- um einræðisherrum, sem smygluðu peningum úr landi áður en þeir voru hraktir á brott. Batista á Kúbu áður en Castró tók völdin þar, Trujillo í Dómeníkanska lýðveld- inu, Farúk konungur af Egyptalandi o.s.frv. Fyrsta kona Perons, Ev- ita, á einnig að hafa átt viðskipti við svissneska banka og sama máli gegnir um leiðtogann í Katanga (Zaire) og Oj- ukwu í Bíafra. En það getur enginn skorið úr því, hvað er uppspuni og hvað sannleikur í þessum fréttum. Leynimakk svissnesku bankanna er myrkara en desember- myrkrið við Norðurpól- inn. Þetta er ástæðan fyrir því, að menn vita ekki nú, hvað Haile Selassie keisari á mikla peninga. Það bendir allt til þess, að hann eigi töluverða sjóði í Sviss, en þeir eru varla ,,margir milljarðar", eins og haldið hef ur verið fram. Ætli það séu ekki um 2000 milljónir is- lenskra króna lætur nær sanni og nýju leiðtogarnir í Etíópíu hafa krafist þess að fá þessa peninga afhenta og þeir hafa m.a. lýst því yfir, að þeir hafi undir höndum gjafabréf frá keisaranum. Því hef- ur verið svarað opinber- lega í Bern, að svissnesk yf irvöld skipti sér ekki af einkamálum, en samtím- is sé svissneska stjórnin fús að taka á móti sendi- nefnd þeirri, sem Etíópiumenn ætla að senda til Bern og ,,að- stoða þá". Var keisarinn beittur hörðu? En etíópíska sendi- nefndin hefur ekki enn látið frá sér heyra og menn vita engar orsakir fyrir þessari seinkun. Meginmálið er, hvort Haile Selassie hafi verið neyddur til að skrifa nafn sitt undir gjafabréfið, því að þá er það ógilt. Nýja stjórnin í Etíópíu heldur því fram, að Se- lassie haf i sent a.m.k. 500 kg. af gulli til Sviss — það eitt er á að giska 240 mill- jón króna virði — og auk þess lagt hald á m.a. tekj- ur af ríkisstrætisvagna- rekstri og brugghúsum. Málið um fjársjóð Haile Selassie keisara er enn á frumstigi — algeirsku milljónirnar hanga ,,aft- an í". Aðalmaðurinn er Mohammed Khider. Khider var einn aðal- mannanna í algeirsku frelsishreyf ingunni, FNL, og tryggur tals- maður Ben Bellas. Þegar Alsír varð sjálfstætt riki var honum ætluð staða sem aðalritara flokksiris, en ósamkomulag varð og hann flýði til Sviss 1963. Hann kom þangað ekki tómhentur: Hann átti að vera með milljónir í handraðanum og/eða heimild til að ráðstafa reikningi í Arab Comm- ercial Bank í Genf. Khider rekinn úr landi og myrtur Eftir stutta stund var Khider vísað frá Sviss og sakaður um stjórnmála- afskipti, sem Svisslentí- ingar vildu ekkert af vita. Hann fékk ekki að taka peningana með sér. Reikningurinn var „frystur" af stjórnvöld- um. 1967 var Khider myrtur í Madrid. Hann var skotinn á götu úti af manni, sem hann hafði rætt við um stund. Morð- inginn hefur aldrei fund- ist. Andstöðuflokkar í Alsír hafa ákært stjórn Boumediennes fyrir aðild að morðinu. 1971 benti allt til þess, að Alsír fengi loks pen- inga Khiders aftur. Sviss- neskur dómstóll stað- festi, að þeir tilheyrðu al- geirsku rikisstjórninni. Upphæðin, sem nefnd var opinberlega, var 39.246.000 svissneskir f rankar. Alsír varð af aurunum En nú hefur næsti þátt- ur verið leikinn í þessu leikriti. Svissneski á- frýjunardómstóllinn hef- ur hrundið þessum dómi undirréttar og sagt, að eignarréttur Alsírs sé ekki fullsannaður. Þess vegna liggja peningarnir enn í Arab Commercial Bank, en enginn ímyndar sér, að þar með sé málinu lokið. Menn bíða eftir nýjum leik Algeirsbúa. En það eru einnig önnur bankahólf í svissneskum bönkum, sem greina frá harmleik. Slíkur harm- leikur eru allar milljón- irnar, sem látnir Gyðing- ar hafa lagt þar inn. Um þessar mundir er einmitt verið að brjóta síðasta blað þessarar sögu. Þegar Hitler komst til valda um 1930 fóru Gyð- ingar í Evrópu — og þá fyrst og fremst í Þýska- landi — að smygla pen- ingum og öðrum verð- mætum til Sviss. Þetta voru peningar, sem átti að nota til að hef ja nýtt líf —■ ef hinir hundeltu eig- endur slyppu nokkru sinni frá Þýskalandi. Mörgum tókst það aldrei og þeir féllu sem fórnarlömb í fangabúðum nasista. Það veit enginn, hve reikningar Gyðinga voru margir í Sviss bæði í bönkum og hjá trygg- ingafélögum, þegar síð- ari heimsstyr jöldinni lauk — og heldur ekki, hvert verðmæti þeirra var. Það voru ekki aðeins peningar, sem smyglað var úr landi heldur einnig skartgripir, málverk, hlutabréf o.fl. Ekkert nafn — aöeins númer Sumir eigendanna lifðu stríðiðaf, erfingjar gerðu tilkall til arfsins fyrir hönd annarra. En — margir reikning- anna báru falskt nafn og sumir aðeins númer. 1962 krafðist sviss- neska þingið yfirlits yfir eignir Gyðinga í sviss- neskum bönkum og í Ijós kom, að um var að ræða 4000 milljónir króna. Síðan hefur nefnd, sem nú hef ur verið lögð niður, leitað að eigendunum m.a. í samráði við-Rauða krossinn. — Okkur tókst að hafa upp á mörgum eigendum, sem gátu sannað rétt sinn, segir Heintz Hauscheer prófessor f svissneska dómsmála- ráðuneytinu. Mikill hluti af eignum Gyðinga voru lágar upphæðir, 500 sviss- neskir frankar eða þar um bil. Það bendir til þess, að fólk með tak- mörkuð fjárráð hafi einnig reynt að smygla fé til Sviss. Svissneska þingið hef ur samþykkt, að þær 80 mill- jónir króna, sem enn eru á 2—300 reikningum skuli afhentar Gyðingum á eft- irfarandi hátt: tveir þriðju hlutar til samtaka Gyðinga og einn þriðji hluti til flóttamanna- hjálpar Gyðinga, þ.e.a.s. — önnur deild svissneska þingsins hefur samþykkt þessa tillögu og gert er ráð fyrir, að hin deildin geri það lika. Nasistagullið kom næst Um leið og peninga- straumurinn frá Gyðing- um stöðvaðist eftir því sem lengra leið á stríðið, hófst annað peningaflóð. Það kom frá háttsettum nasistaforingjum, sem fannst jörðin brenna und- ir fótum sér. Þessir peningar áttu líka að verða undirstaða „nýs lífs". Mannkynssagan er stundum eilítið kaldhæð- in. Mohammed Khider, alsirsk- ur þjóðernissinnaleiðtogi. Á hann mikinn auð i Sviss? Evita Peron, hin löngu látna forsetafrú i Argentinu. Átti hún mikinn auð i Sviss? Haiie Selassie, fyrrum Eþiópiukeisari. Á hann morð fjár i Sviss? Batista, fyrrum forseti á Kúbu. Á hann mikinn auð i svissneskum bönkum? Farúk, uppgjafakóngur frá Egyptalandi. Á hann marg- ar milijónir geymdar i Sviss? Moishe Tsjombe, fyrrum forseti Kongo. Eru miklir fjármunir á hans nafni i Sviss? Skilningur á þróun lífsins - :'?v- „Áunnir eiginleikar ganga aldrei að erfðum”, stóð feit- letrað i dagblaði einu fyrir nokkru, og ber vist að skilja það svo, að það sem fram kemur við lifandi fjölfrum- ung, hafi ekki áhrif á hverja eina frumu hans eða festist þar a.m.k. ekki. Gegnum þykkt og þunnt hefir erfða- fræðingum virst, að erfða- stofnarnir væru æ hinir sömu kynslóö eftir kynslóð, og að lifsþróunin muni þvi ekki hafa orðið á þann hátt, sem mér skilst, að Lamark hafi hugsað sér. Menn hafa með öðrum orðum nú um alllangt skeið látið sér skiljast, að þessar frumur, sem ættgeng- ið bera frá kyni til kyns, séu algjörlega án hæfileikans til að nema nokkuð og muna af sögu fjölfrumungsins, sem þær tilheyra, og hefi ég þó séð getið um óvéfengjanlega nið- urstöðu, sem komist var fyrst að fyrir rúmlega áratug og mér virðist benda til hins gagnstæða. Var þar um að ræða tilraunir á mjög lágri og ófullkominni líftegund, sem ég hefi séð nefnda flatorma, og ekki reyndist þó svo ófull- komin að geta alls ekki mun- að. Og það merkilegasta, sem i ljós kom þarna, var á þá leið, að frumur þessara lif- vera reyndust einnig hafa þennan eiginleika að geta munað. Minningar flatorms- ins reyndust geta borist með flatormsfrumum frá einum flatormi til annars, og get ég ekki betur séð en að það hafi þegar veiklað fullyrðinguna, sem ég vitnaði til hér i upp- hafi. Það sem fram var látið koma við fjölfrumung, sem að visu var af allra lægstu og einföldustu tegund, festist ekki einungis i hinu ófull- y. ’•? >'* c Atx. V■ komna minni hans sjálfs, heldur einnig i frumum þeim, sem hann var byggður af, og virðist þarna þvi geta legið opin leið til þess, að sá lær- dómur hans geti borist til af- komenda og orðið þar með nokkrum hætti áunninn eigin- leiki. Eða með öðrum orðum, mér þykir sem hér opnist leið til framgangs þess skilnings mins á þróun lifsins, sem mér svo lengi hefir fundist að hlyti i aðalatriðum að vera hinn rétti, sá skilningur, að þróun- in hafi orðið fyrir nám eða minningasöfnun, eins og ó- neitanlega virðist lika liggja geymt i erfðastofnunum. Eða hvað getur það verið annað en minningar.sem berst með þeim frá kyni til kyns, þetta, sem nefnt hefir verið ætt- gengi? „Þýðing hins marga” heitir grein, (samtal), eftir mig, sem birtist i Félagsblaði Nýalsinna fyrir nokkrum árum, og er þar vikið að nauðsyn þess, að lifendurnir séu svo margir og likir, sem raun ber vitni, þegar horft er á stórar breiður sömu blóma- tegundar, lóuhópa á hausti og annað slikt. Styrkur lifsins og öryggi skildist mér að væri i þessu falinn. En styrkur lifs- ins er einnig falinn i þvi, að þróun þess miði ekki of hratt fram. Tornæmi tegundanna eða ihaldssemi er þannig ör- yggisráðstöfun, og hefir mér sattað segja ekki skilist þetta fyrr en nú. En einnig það, að þróunin sé i aðalatriðum á- unnin en ekki tilorðin fyrir ó- söguleg eða rakalaus stökk, er öryggisnauðsyn. Á annan hátt en þann að byggjast upp hægt og seinlega af sögu sinni, gat bygging lifsins ekki orðið traust á þann hátt, sem ættgengið sýnir. — Mér er það löngu ljóst orðið að minn- ingar eru uppistaða vitundar- innarhjá hverjum einum. Og hvi skyldi þá ekki lifið vera byggt af hinu sama og á til- svarandi hátt? Það var að sjálfsögðu ekki nema samkvæmt allri reynslu manna áður fyrr, að halda þvi fram, að stjörnur þær, sem menn nú vita að eru sólir hraðsvifandi um geim- inn, væru óumbreytanlegar i afstöðu sinni hver til annarr- ar og að rétt væri þvi að kalla þær fastastjörnur, eins og reyndar enn er gert. A mannsaldri og reyndar þótt aldir liðu virtist þar ekki vera um neinar breytingar að ræða, og má þvi segja, að skilningstregðan gagnvart kenningu Brúnos hafi veriö skiljanleg. Og þó stafaði hún ekki af öðru en þvi, að menn gerðu sér ekki nógu vel grein fyrir mikilleik stjörnugeims- ins og þeim órafjarlægðum, sem þar er um að ræða. Og nokkuð likt þessu hefir mér fundist, að mönnum hafi nú um skeið farið varðandi á- unna þróun lifsins. Mér þykir sem menn hafi þar ekki gert sér nægjanlega grein fyrir þvi, hve smakkt reynsla þeirra og athuganir ná i þeim efnum samanborið við hina óralöngu lifsögu. Mér þykir sem menn hafi þar ekki gert sér nægjanlega ljóst, að þrátt fyrir tornæmi liftegundanna séu þær ekki alveg án nokk- urs námshæfileika og að þrátt fyrir állt muni það vera þeim hæfileika að þakka, að þróun hefir þar átt sér stað. Þorsteinn Jónsson á úlfsstöðum Þorsteinn Jónsson fró Úlfsstöðum skrifar um eðli lífsins Ö^EEIR fugl nr © r— 7 L0F MER A0 H3ALPA PER, &AKLI VINUR 0 Þriðjudagur 14. janúar 1975. Þriðjudagur 14. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.