Alþýðublaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.01.1975, Blaðsíða 1
„RALLY" Á ÍSLANDI? W>. > ÍÞRÓITIR STOPPA TOGARARNIR A NÆSTU DÖGUM? alþýðu FIMMTUDAGIIR 30. janúar 1975 — 24. tbl. 56. árg. „Með þvi að sú hætta er yfirvofandi, að togaraút- gerð á Akranesi og vfðar stöðvist á næstu dögum vegna mjög alvarlegra rekstrarörðugieika vill bæjarstjórn Akraness eindregið skora á rikis- stjórnina að gera nú þeg- ar nauðsynlegar ráðstaf- anir til að fyrirbyggja slika stöðvun og tryggja rekstrargrundvöll þess- arar útgerðar. Bæjarstjórnin bendir á, að af stöðvun þessara þýðingarmiklu atvinnu- tækja mun leiða stórfellt atvinnuleysi ekki aðeins á Akranesi, heldur I út- gerðarstöðvum um allt land”. „SLEITULAUST UNNIÐ AÐ HEILDARLAUSN” „Ég hef ekki enn fengið þessa samþykkt bæjar- stjórnar Akraness. Hins vegar veit ég, að útgerðin og þó einkum stærri tog- ararnir eiga I mjög mikl- um erfiðleikum. Og er unnið sleitulaust að lausn þessara mála iheild, bæði i sambandi við fiskverð og aðrar aðgerðir, sem nauðsynlegt er að gera”, sagði Matthias Bjarna- son, sjávarútvegsráð- herra, þegar blaðið bar undir hann ályktun bæ]- arstjórnar Akraness. þar sem skorað er á rikis- stjórnina ,að gera nú þeg- ar ráðstafanir til að fyrir- byggja yfirvofandi stöðv- un togaranna. — SETUR DLAFUR FOTINN FYRIR MATTHIAS? Það er enginn fótur fyrir þvi, að leigu- samningur vegna norska verksmiðjuskipsins hafi verið stöðvaður af rikis- stjórninni. Ekki hefur verið minnst einu oröi á þetta mál á fundum rikis- stjórnarinnar slðan ég lagði það fyrir og rikis- stjórnin samþykkti, að ég heimilaði leigutökuna gegn ákveðnum skilyrð- um, m.a. um gjaldeyris- „Fyrir vestan örfirisey eru tvö sker, sem kölluð eru Grandahólmar. Þarna mun áður hafa verið alistór grasi vaxinn hóimi, og lá grandi út í hann frá örfiriseyjar- granda og var hann þurr með fjöru, svo að ganga mátti út i hólmann. Hann er nefndur Vestur- grandi”, segir Árni óla, ritstjóri, i kafla um Hólmskaupstað. Um lágfjöruna i gær var gengt á 40-50 metra breiðum granda út I hólmann, sem næstur er vestan við örfirisey og þar tók Hallur myndina.' 1 leyfi og ábyrgö banka. Hins vegar er mér kunnugt um, að staðið hefur á umræddum gjald- eyrisleyfum og ábyrgð banka I dag og i gær. En sá þáttur málsins fellur ekki undir mitt ráðuneyti. Þannig svaraði Matthias Bjarnason, ér Alþýðublaðið spurði hann, hvort rétt væri, að rikisstjórnin hafi vegna mótmæla frá ýmsum stöðum á landinu stöðvað fyrirhugaða leigutöku á norska verksmiðju- skipinu Norglobal. Gjald- eyrisleyfi og banka- ábyrgðir vegna verk- smiðjuskipsins heyra undir ráðuneyti Ólafs Jó- hannessonar, viðskipta- ráðuneytið. Sjávarútvegsráðherra sagði ennfremur i sam- talinu við blaðið, að hann teldi mjög miður, ef ekki yrði úr leigutökunni. „Ég er svartsýnn á þá löngu flutninga, sem loðnubátarnir yrðu annars neyddir til, ekki sist af öryggisástæðum”, sagði Matthias. — Alvarlegra mál en fólk gerir sér al- mennt grein fyrir „Þetta mál er miklu alvarlegra en fólk gerir sér almennt grein fyrir og ég get fullyrt, að i þessari ályktun bæjarstjórnar Akraness er ekkert of- mælt”, sagð Ingimar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Félags islenskra botnvörpu- skipaeigenda, i samtali við Alþýðublaðið i gær. „Ég held, að Akurnes- ingar séu engan veginn verr settir að þessu leyti en aðrir, sem togaraút- gerð stunda hér á landi”, sagði Ingimar, ,,en þó bendir ýmislegt til þess, að Vestfirðingar séu nokkuð betur settir i þessu efni en kannski flestir aðrir. Þeir hafa um skeið getað rekið togara sina á svipaðan hátt og sjóróöra, þar sem vel hefur veiðst einmitt á miðunum úti fyrir Vest- fjörðum”, sagði Ingimar. „Ég hef reyndar verið hissa á þvi i meira en heilt ár, að togararnir hafi ekki stöðvast vegna þeirra miklu erfiðleika, sem steðja að togaraút- gerðinni. Mér þykir með ólikindum, hvað fyrir- tækin, sem eiga viðskipti við togaraútgerðina og sjá togurunum fyrir nauð- synjum, hafa haft mikið bolmagn til að veita henni gjaldfrest vegna viðskipt- anna. Þetta bendir til þess, að aðrar atvinnu- greinar standi ekki eins illa að vigi og togara- útgerðin. Svo virðist sem aðrir þættir atvinnulifsins „fljóti” nokurn veginn, meðan togaraútgerðin og sennilega sá hluti bátaút- gerðarinnar, sem tekur til þorskveiða, hefur sifellt verið að siga dýpra i skuldafenið”, sagði Ingimar ennfremur. „Ég er ekki i neinum vafa um, við hvað er átt i samþykkt bæjarstjórnar Akraness, þegar skorað er á rikisstjórnia „að gera nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir” eins og það er orðað i samþykkt- inni”, bætti Ingimar við. „Hér er i fyrsta lagi vafa- laust átt við það, að rikis- stjórnin skapi grundvöll til reksturs skipanna með þeim efnahagsaðgerðum, sem rikisstjórn sjálf ákveður. í öðru lagi að rikisstjórnin sjái svo um. að létt verði hinni miklu lausaskuldabyrði, sem nú hvilir á togaraútgerðinni. Lausaskuldunum verði breytt i lán til þó nokk- urra ára”. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.