Alþýðublaðið - 12.03.1975, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 12.03.1975, Qupperneq 5
Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Hitstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumtila 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. MAGNUSARHEIFTIN Leiðarahöfundar Þjóðviljans þeir Svavar Gestsson og Magnús Kjartansson, hafa ráðist harkalega að Birni Jónssyni, forseta ASf, með svigurmælum um, að hann sitji á svikráðum við verkalýðshreyfinguna. Ástæðuna tilgreina þeir þá, að Björn Jónsson hefur sagt, að verkalýðs- hreyfingin keppi að þvi að ná aftur i áföngum þeim kaupm^tti launa, sem samið var um i siðustu kjarasamningum. Björn Jónsson getur látið sér brigsl þeirra Þjóðviljafélaga i léttu rúmi liggja. Eftir margra áratuga starf Björns Jónssonar i þágu islenskr- ar verkalýðshreyfingar — starf, sem m.a. hefur verið viðurkennt af verkalýðshreyfingunni þannig, að hún hefur sýnt Birni Jónssyni það mesta traust, sem hægt er að sýna verkalýðs- foringja, með þvi að kjósa hann forseta ASf — þarf hann engan samjöfnuð að þola við hvitflibbakommaklikuna á Þjóðviljanum. Sletturnar úr þeirra klaufum óhreinka ekki Björn Jónsson. En hitt mega þeir Magnús Kjartansson og Þjóðviljafóstur hans vita, að með þvi að ráðast á Björn Jónsson fyrir stefnu, sem Alþýðusamband íslands hefur markað á nýafstöðnum fundi sinum, þá eru þeir að ráðast á verkalýðshreyfinguna i landinu og alla þá, sem áttu hlut að þeirri stefnumótun i kjarabar- áttunni, sem Björn Jónsson lýsti. Þá eru þeir hvitflibbakommarnir í Þjóðvilja- klikunni einnig að ráðast á menn eins og Snorra Jónsson og Eðvarð Sigurðsson, sem stóðu að stefnumótun Alþýðusambandsins i kjaramál- unum menn, sem eru flokksbræður þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Svavars Gestsson- ar en njóta — og það að makleikum — margfalds álits i röðum verkafólks á við það, sem hvit- flibbakommaklikan i kringum Magnús Kjartan- sson og Þjóðviljann hefur nokkru sinni notið. En hvers vegna skyldu þeir Þjóðviljaskrif- finnarnir velja sér þennan tima til þess að ráð- ast með sliku offorsi á Alþýðusamband íslands og forseta þess, Björn Jónsson? Ástæðan er ein- faldlega sú, að forystumenn Alþýðubandalags- ins eru fullir heiftar i garð Alþýðusambandsins fyrir að hafa bent jafn rækilega og gert var á það ábyrgðarleysi Alþýðubandalagsforystunnar að standa að gersamlega óþarfri og stórhættu- legri hækkun á söluskatti. Eðvarð Sigurðsson gagnrýndi i ræðu sinni á Alþingi þá menn harð- lega, sem létu hagsmuni verkafólks lönd og leið i þvi máli, eins og þorri Alþýðubandalagsþing- manna — þar á meðal Magnús Kjartansson — gerðu. Snuprur Eðvarðs og annara forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar i garð þeirra, sem létu hafa sig til þess að ganga gegn hags- munum verkalýðsins með þvi að standa að óþarfri hækkun á söluskatti hafa fyllt Magnús Kjartansson og hvitflibbakommaklikuna heiftar- og hefndarhug, sem þeir svo svala með árásarskrifum á Björn Jónsson og þá aðra forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, sem kommaforystan sveik i söluskattsmálinu. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir svikabrigslum Þjóðviljaklikunnar um Alþýðusambands- forystuna. Þarna er enn á ferðinni hin alkunna heift Magnúsar Kjartanssonar i garð þeirra, sem hann sjálfur hefur orðið uppvis að þvi að bregðast — i þessu tilviki verkalýðsforystunnar i landinu. Það er mergurinn málsins. Björgvin Guðmundsson. borgarfulltrúi: Hví ekki að stuðla að því að aldraðir geti haldið íbuðum sínum? SVAR VIO GREIN HELGA SKÚLA Helgi Skúli Kjartansson ritar fyrir skömmu grein I Alþýöu- blaðið og lýsir sig andvigan til- lögu minni um, að fasteigna- gjöld verði eigi lögð á aldraöa og öryrkja. Telur Helgi, að fremur eigi að bæta kjör þessa fólks með hækkun trygginga- bóta til þess. Álitur Helgi það réttlátari leið, þar eð ekki eigi allir elli- og örorkulifeyisþegar Ibúðir. Hugsun Helga er sú, að þeir af hinum öldruðu, sem eng- ar eigi Ibúðirnar hafi ekkert gagn af niðurfellingu fasteignagjalda. Og það er vissulega rétt. Ég get fallist á það, að „rétt- látasta” leiðin til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja sé aö hækka elli- og örorkulifeyri. En það er ekki þar með sagt, að sllk ráðstöfun mundi nægja til þess að gera elli- og örorkulifeyris- þegum kleift að halda Ibúðum slnum. Ég sagði i framsögu- ræðu fyrir tillögu minni I borgarstjórn Reykjavlkur, aö mér fyndist ekki til of mikils Björgvin Guðmundsson. mælst, að hinir öldruöu, sem búnir væru að strita fyrir þjóð- félagið alla ævi og hefðu eignast þak yfir höfuðiö fengju að búa fasteignagjalds frjálst I Ibúðum sinum slðasta skeið ævi sinnar. Og ég er enn sömu skoðunar eft- ir að hafa lesið grein Helga Skúla. Ég er ekki svo bjartsýnn á endurbætur I tryggingamálum, að ég treysti á það, að ellilaun verði hækkuð það mikiö, að hin- ir öldruöu geti allir auðveldlega greitt sin fasteignagjöld af af- gangi þeirra. Hins vegar vil ég stuðla að þvl, að aldraðir, sem eiga Ibúðir, geti haldiö þeim. Og til þess að ná þvl markmiði tel ég öruggast að fella niður fasteignagjöld þeirra. Hins vegar þyrfti þá sennilega jafn- framt að huga að leið til þess að bæta einnig kjör þeirra ellillf- eyrisþega, sem ekki eiga íbúðir. Það er erfitt að fullnægja öllu réttlæti i skattamálum. Ef viö veitum einum Ivilnun, Iþyngjum við öðrum. A þeim grundvelli mætti segja, að öll skattfríðindi einstakra þjóðfélagshópa væru ðréttlát. En Alþýðuflokkurinn hefur veriö þeirrar skoðunar að létta ætti sem mest skattbyrði hinna efnaminnstu I þjóöfélag- inu svo og elli- og öröorkulif- eyrisþega og einstæðra mæðra. Þess vegna hefur flokkurinn barist fyrir því að lágtekjur yrðu tekjustakksfrjálsar. En það út af fyrir sig bætir ekki hag aldraðra og öryrkja, ef tekjur eru ekki aðrar en elli- og örorkulaun. Það er eins með tekjuskattinn og fasteigna gjöldin. Það er enginn ávinning- ur af þvi að fá tekjuskatt felldan niður fyrir þann, er engan sllk- an skatt hefur greitt. Algert afnám tekjuskatts mundi t.d. ekkert gagna elli- og örorkulif- eyrisþegum ekki fremur en niðurfelling fasteignagjalds Framhald á bls. 4 HUSFYLUR A ÍSAFIRDI Alþýðuflokksfélag tsafjarðar efndi til almenns stjórnmála- fundar I Skátaheimilinu á Isa- firði s.l. sunnudag kl. 4 e.h. Frummælendur voru þeir Benedikt Gröndal. formaður Alþýðuflokksins, og Sighvatur Björgvinsson, alþm. Fundar heitið var: Er ísland stjórn- laust? Mikið fjölmenni var á fundin- um — húsfyllir og urðu nokkrir frá að hverfa vegna þess, að öll sæti I salnum voru setin. Var þetta fjölsóttasti stjórnmála- fundur, sem haldinn hefur verið á Isafirði um margra ára skeið, að hinum sameiginlegu fram- boðsfundum frátöldum. Miklar umræður urðu á fund- inum og tóku margir til máls, auk frummælenda — þ.á m. stuðningsmenn allra flokka annarra, en Alþýðubandalags- ins. Var mest rætt um efnahags- málin og þróun kjaramálanna og auk þess rætt allmikið um stjórnarfarið I landinu og sam- búð stjórnarflokkanna. Fundinum lauk um kl. hálf átta um kvöldið og hafði hann þá staðið I hálfan fjórða klukku- tlma. Gott starf er hjá Alþýðu- flokknum á Isafirði og hefur m.a. afturhafistregluleg útgáfu á „SKUTLI” — blaði Alþýðu- flokksins I Vestfjarðakjördæmi - sem út er gefinn á tsafirði. Alþýöuflokksfélag Reykjavíkur auglýsir: ARSHATIÐ — ARSHATIÐ Árshátið Alþýðu- vikur verður haldin i flokksfélags Reyk.ia- Átthagasal Hótel Sögu n.k. sunnudag og hefst með borðhaldi kl. 6.30 e.h. Fjölbreytt skemmti- dagskrá, sem verður auglýst siðar. Þátttaka tilkynnist sem fyrst á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10, i sima 15020 og 16724. Alþýðuflokksfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Miðvikudagur 12. marz 1975. e

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.